Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
Stjórnarliðar deila í efri deild:
Seðlabankahús nýtt
sem Stjórnarráðshús?
Tillaga um könnun á því efni
Til harðra orðaskipta kom milli
Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S) og
Alberts Guðmundssonar, fjármála-
ráðherra, í efri deild Alþingis í gær,
er si fyrrnefndi raælti fyrir tillögu
sinni, Eiðs Guðnasonar (A) og Stef-
áns Benediktssonar (BJ) um könnun
á æskilegri nýtingu svonefnds Seðla-
bankahúss, en umræðan snérizt að
hluta til um fjármagnskcnninguna,
bindingu fjármagns í Seðlabanka og
stjórnun peningamála yfirhöfuð. Sal-
ome Þorkelsdóttir, forseti efri deild-
ar, sló í bjöllu undir ræðu ráðherra
og bað þingmenn gæta orða sinna.
Seðlabankahús —
Stjórnarráðshús?
EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON
(S) mælti fyrir tillögu, sem felur
ríkisstjórninni, ef samþykkt verður,
að gera athugun á því, hvernig
æskilegast sé að nýta svonefnt
Seðlabankahús. Sérstaklega verði
athugað, hvort það gæti hentað
fyrir Stjórnarráð fslands. Fram-
kvæmdir við bygginguna verði
stöðvaðar meðan athugun þessi fer
fram og hefjist ekki að nýju fyrr en
Alþingi hefur ákveðið hvernig hag-
nýta beri húsið.
Framsögumaður fór nokkrum
orðum um stjórnun peningamála
almennt og þróun peningamarkað-
ar í lýðfrjálsum löndum. Hann taldi
ofstjórn leiða til óstjórnar í pen-
ingamálum sem öðrum málum,
minna lýðræðis, minni framfara og
lakari lífskjara. Þar sem hagkerfiö
byggi við mest frelsi, eins og t.d. í
Bandiríkjunum, væri framþróunin
örust og öruggust. Hann deildi á
peningamagnskenninguna, sem
hvarvetna væri hemill á fram-
þróun, nefndi Bretland sem dæmi
þar um, og þversögn í frystingu
fjarmagns í Seðlabanka og háum
vöxtum. Hann kvaðst andvígur
þeim þætti í stjórnarstefnunni, sem
komið hafi fram í meiri fjármagns-
frystingu í Seðlabanka og hækkun
neyzluskatta.
„Gælumál“ eöa dagskrármál
ALBERT GUÐMUNDSSON, fjár-
málaráðherra, deildi hart á fram-
sögumann fyrir að fara með um-
ræðuna út um víðan völl í stað þess
að halda sig við tillögugreinar
dagskrármálsins. Það væri ekki við
hæfi að þingmenn notuðu dagskrár-
mál, sem fjölluðu um ákveðið efni,
til að fjölyrða um „gælumál" sín,
eins og hann komst að orði.
Þingmaðurinn hafi lofsungið
peningastjórnun í Bandaríkjunum,
sem kæmi m.a. fram í geysimiklum
rekstrarhalla ríkissjóðs og háum
vöxtum. Hætt væri við að hrikti í
hagkerfi þar ef vextir lækkuðu og
þá stæði Bandaríkjaforseti „ber-
rassaður" með sitt efnahagskerfi.
Ráðherrann kvað auðvelt að
leggja dóma á gjörðir annarra en
nú hafi einn hæfasti maður þjóðar-
innar, Jóhannes Nordal, eða verk
hans, verið sett á höggstokk (hér
var það sem þingdeildarforseti
gerði athugasemd). Frysting fjár-
magns hafi fyrr verið gagnrýnd,
m.a. af banakastjórn Útvegsbanka
EYJÓLFVK ALBERT
KONRÁÐ JÓNSSON GUÐMUNDSSON
undir sinni formennsku, en þing-
maðurinn gerði nú gagnrýni ann-
arra að sinni.
Byggt fyrir refsivexti
DAVlÐ AÐALSTEINSSON (F)
gerði grein fyrir húsakosti, sem
Seðlabanki hefði til umráða, og nýt-
ingu þess og starfsumfang stofnun-
arinnar. Hann kvað eðlilegt að
Seðlabanki, eins og aðrar ríkis-
stofnanir, sættu gagnrýni, en ef
menn vildu breytingar bæri þeim
skylda til að gera glögglega grein
fyrir því, hvert vera skuli starfssvið
stofnunarinnar í næstu framtíð. Á
það hafi heldur betur skort. Stjórn-
málamenn ættu ekki að nota Seðla-
banka sem blóraböggul.
STEFÁN BENEDIKTSSON (BJ)
taldi að tilraunin með Seðlabanka
sem stjórntæki hafi um margt mis-
tekizt. Ofstjórn hafi leitt til
óstjórnar. Hinsvegar mætti það
ekki gleymast að það vald sem
bankinn og stjórnendur hann hefðu
væri frá Alþingi, þ.e. stjórnmála-
mönnum, komið. Þetta væri vald
sem Seðlabanki hafi ekki sérstak-
lega sótzt eftir, heldur hafi verið
upp á hann troðið.
VALDIMAR INDRIÐASON (S)
sagði spurt hafa verið fyrir hvaða
fjármagn Seðlabankinn byggði. Að
sínu mati byggði bankinn að stór-
um hluta fyrir vanskila- eða refsi-
vexti viðskiptabankanna, sem þjón-
uðu undirstöðuatvinnvegum þjóðar-
búsins. Valdimar tók undir efa-
semdir Eyjólfs Konráðs um bindi-
skyldu í Seðlabanka.
Fleiri þingmenn töluðu í þing-
máli þessu, sem gengur nú til þing-
nefndar.
Iðnþróunarsjóðir
landshluta:
Tekjur frá sveit-
arfélögum og
raforkuverum
Óli Þ. Guðbjartsson (S) hefur
lagt fram frumvarp til laga um iðn-
þróunarsjóði landshluta. Tilgangur
þeirra skal vera að efla atvinnu,
hver á sínu svæði með lánveiting-
um til nýrra framkvæmda einstakl-
inga og fyrirtækja, sem og til sveit-
arfélaga. Tekjur þeirra verði árlegt
framlag sveitarfélaga, sem að
hverjum sjóði standa, og skal það
nema allt að 2% af föstum tekjum
þeirra, þ.e. útsvörum, aðstöðugjöld-
um og fasteignasköttum. Raforku-
ver greiði til iönþróunarsjóða gjald
sem nemur 1% af heildsöluverði
orku. Þar af gengi 33% til iðn-
þróunarsjóðs viðkomandi lands-
hluta en 67% skiptist mili iðn-
þróunarsjóða í landinu öllu eftir
fbúatölu.
í greinargerð segir m.a.:
„Það frumvarp til laga, sem
hér er lagt fram um iðnþróun-
arsjóði landshluta, er flutt að
beiðni sveitarstjórnarmanna og
raunar samið að þeirra tilhlutan.
Fjáröflun sú, sem frumvarpið
gerir ráð fyrir, hvílir á tveimur
meginstoðum:
í fyrsta lagi er gert ráð fyrir
að sveitarfélögin sjálf leggi sjóð-
unum til árlegt framlag sem geti
numið allt að 2% af föstum tekj-
um þeirra.
í annan stað er lagt til að 1%
af heildsöluverði raforku renni
til þessara sjóða samkvæmt 4. gr.
frumvarpsins. Við fyrstu sýn
gæti þessi leið virst hafa í för
með sér hækkun raforkuverðs en
svo er þó ekki þegar mál þetta er
betur skoðað. Megintilgangur
frumvarpsins er að efla atvinnu
um allt land, þ.e. fjölga fyrir-
tækjum sem vitaskuld nýta raf-
orku, og þar með stækkar raf-
orkumarkaðurinn en það leiðir
aftur af sér betri nýtingu og
jafnframt lægra raforkuverð.“
REYKJAVIKURÞINGMENN
Sú svipmynd frá
Alþingi, sem hér
kemur fyrir augu,
gæti heitið: Þegar
grannt er hlustað.
Hún sýnir tvo
Reykjavíkur-
þingmenn, Friðrik
Sophusson, varaf-
ormann Sjálfstæð-
isflokksins, og
Birgi Isleif Gunn-
arsson, fyrrv.
borgarstjóra.
Meirihluti menntamálanefndar:
Álitsgerð um útvarpslagafrumvarp
Hér fer á eftir nefndarálit meirihluta menntamálanefnd-
ar neðri deildar alþingis um frumvarp til útvarpslaga.
Meirihlutann skipa: Halldór Blöndal, Ólafur Þ. Þórðarson,
Birgir ísleifur Gunnarsson og Ólafur G. Einarsson.
„Menntamálanefnd hélt 13
fundi um frumvarpið og ræddi
það ítarlega. Umsagnir bárust frá
15 aðilum og fjölmargir komu á
fund nefndarinnar til viðræðna
um efni frumvarpsins.
Um einstakar breytingartillög-
ur, sem meirihluti nefndarinnar
flytur, er þetta að segja:
Við 2. gr. Kveðið er á um að
útvarpsréttarnefnd skuli kjörin
til fjögurra ára. Skv. ákvæði til
bráðabirgða skulu lögin endur-
skoðuð innan þriggja ára frá setn-
ingu þeirra. Þykir rétt að sama
útvarpsréttarnefnd sitji allan
þann tíma.
Við 3. gr. Ekki þykir ástæða til
að binda leyfi til útvarpsrekstrar
við félög sem sérstaklega séu
stofnuð í því skyni.
Heimilað skuli í undantekn-
ingartilvikum að útvarpað sé á
miðbylgjum þar sem landfræði-
legar aðstæður torvelda útsend-
ingar á metra- og desimetra-
bylgju.
Ekki þykir ástæða til að sam-
þykki sveitarstjórna sé áskilið
þegar veitt er leyfi til útvarps-
rekstrar enda tæknilega ókleift að
binda útsendingar útvarpsstöðva
við landamörk sveitarfélaga.
Ástæða þykir til að árétta í
reglugerð, sem sett verður, skyldu
útvarpsstöðva til að láta mismun-
andi sjónarmið njóta sannmælis i
dagskrá.
Ábendingar hafa borist til
nefndarinnar um nauðsyn þess að
kveðið sé skýrt á um skyldu út-
varpsstöðva við almannavarnir,
löggæslu, slysavarnafélög og
hjálparsveitir.
Við 5. gr. Hugtakið „boðveita"
er óskýrgreint í íslenskum iögum
en tekur sennilega til fyrirtækis
sem stofnað er til að reka fjar-
skipti, sbr. m.a. Póst og síma. Er
sú orðskýring í samræmi við
langa hefð, svo sem orðin rafveita
eða vatnsveita sýna. Af þeim sök-
um er einsýnt að ákvæði um „boð-
veitur" eiga heima í fjarskiptalög-
um en ekki útvarpslögum ef á
annað borð þykir ástæða til að
festa skýrgreiningu á orðinu í lög-
um og marka þvílíkum rekstri
ramma fram yfir það sem þegar
er gert. Frv. til fjarskiptalaga á
skv. þinghefð heima í samgöngu-
nefnd en ekki menntamálanefnd.
Af þeim sökum sér meirihluti
menntamálanefndar ekki ástæðu
til að taka afstöðu til þess hvort
ástæða sé til að festa í lög ákvæði
um stöðu „boðveitna“ innan fjar-
skiptakerfisins. Sýnist einstökum
þingmönnum svo er kórrétt að
flytja um það sérstakt frumvarp
sem fengi þá meðferð í deildinni
sem þingsköp áskilja.
Lögum samkvæmt ber Ríkis-
útvarpinu að standa undir 25% af
hallarekstri sinfóníuhljómsveitar.
Eftir að frjálsræði til rekstrar út-
varpsstöðva hefur verið aukið
hlýtur að koma til endurmats,
hvort sú tillhögun sé réttmæt.
Auðvitað má hugsa sér að ríkis-
sjóður hlaupi undir bagga. Hér er
sá kostur ekki valinn heldur lagt
til að stofnaður skuli Menning-
arsjóður útvarpsstöðva er fái 10%
af verði auglýsinga í útvarps-
stöðvum í tekjur. Skal þeim ann-
ars vegar varið til að greiða hlut
Ríkisútvarpsins í hallarekstri sin-
fóníuhljómsveitarinnar en hins
vegar til eflingar innlendri
dagskrárgerð sem verða má til
menningarauka og fræðslu. Ekki
þykir ástæða til að marka hinum
nýja sjóði þröngan ramma í lög-
um heldur er þess að vænta að
styrkveitingar úr sjóðnum mark-
ist af því hversu til tekst um
væntanlegar útvarpsstöðvar. Á
þessari stundu væri það ofætlan
að þykjast sjá slíkt fyrir.
Tekið er fram að Ríkisútvarpið
skuli gera að nýju samning við
sinfóníuhljómsveitina um flutn-
ing á tónlistarefni gegn eðlilegu
gjaldi. Ríkisútvarpið verður skv.
þessu frv. eina útvarpið sem tekur
til landsins alls svo að á því hlýt-
ur að hvíla áfram sú skylda að
gefa landsmönnum öllum kost á
að njóta tónieika sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Er það enda í
ætt við hefð og venjur.
Það þykir einsýnt að kveða
skýrt á um skyldu Ríkisútvarps-
ins við íslenska tungu, sögu og
menningararfleifð. Það er í sam-
ræmi við ályktun Alþingis frá sl.
vori um eflingu íslenskrar tungu.
Lagt er til að Ríkisútvarpið
stefni að því að koma upp aðstöðu
til dagskrárgerðar og hljóðvarps í
öllum kjördæmum. Sérstaklega er
kveðið á um að á fjárlögum skuli
veitt fé til fræðsluhljóðvarps eða
fræðslusjónvarps.
í brtt. er kveðið fastar að orði
en í frumvarpi um skyldu Ríkis-
útvarpsins til útlána eða sölu á
frumfluttu dagskrárefni.
Engar brtt. eru fluttar við III.
kafla frumv. eins og það liggur
fyrir. Ástæðan er sú að mennta-
málanefnd mun hafa það áfram
til athugunar hvað skuli taka við
af afnotagjöldunum eins og þau
hafa verið. Þótt slík innheimta
hafi augljósa kosti hefur borið á
því að undanförnu að eftirlit inn-
heimtu, hverjir séu raunverulegir
eigendur og notendur sjónvarps-
tækja, hefur orðið mjög örðugt
eftir þá breytingu að ekki er lagt
afnotagjald á fleiri en eitt viðtæki
á heimili eða fyrirtæki gagnstætt
því sem áður var. Liggur fyrir
dæmi um að sami einstaklingur
telur sig réttan eiganda sjón-
varpstækja í þrem landsfjórðung-
um til þess að koma niðjum sínum
undan því að greiða afnotagjöld.
Það sýnist ekki fýsilegur kostur
að leggja þá kvöð á innheimtum-
enn Ríkisútvarpsins að ástunda
heimilisnjósnir. Fyrir þá sök hef-
ur verið athugað hversu hár
nefskattur þyrfti að vera til að
koma í stað afnotagjalds. í fjár-
hagsáætlun Ríkisútvarpsins eru
afnotagjöld á þessu ári talin nema
289,7 millj. kr. Ef gengið er út frá
því að börn innan 16 ára aldurs
greiði ekki hinn nýja skatt né þeir
sem hafa tekjuskattsstofn undir
115.500 kr. á sl. ári, né heldur þeir
sem eru heyrnarlausir eða blindir,
þarf skattfjárhæðin á hvern ein-
stakling að vera sem hér segir.
Miðað við 100% innheimtu 2700
kr., miðað við 85% 3176 kr. og
miðað við 80% 3375 kr. Afnota-
gjaldið er nú 2650 kr. fyrir fyrri
hluta ársins.
Fjárlaga- og hagsýslustofnun
hefur í samráði við Ríkisútvarpið
falið rekstrarráðgjafa að endur-
skoða tekjuöflun Ríkisútvarpsins.
Formaður menntamálanefndar
hefur sagt forráðamönnum Ríkis-
útvarpsins að menntamálanefnd
muni taka álit rekstrarráðgjafans
til athugunar milli 2. og 3. um-
ræður. Af þeim sökum þykir eðli-
legt að ekki sé hróflað við ákvæð-
um III. kafla frv. að svo stöddu.
Talið er eðlilegt að hæfileg
skylda sé lögð á útvarpsstöðvar til
varðveislu á frumfluttu efni til að
þeir sem telja misgert við sig í
útsendingu eigi þes3 kost að fá af-
rit af hljóðupptöku.
í bráðabirgðaákvæði er kveðið á
um að útvarpi varnarliðsins skuli
heimilt að starfa áfram svo sem
verið hefur.
Ekki náðist samkomulag í
nefndinni um afgreiðslu málsins
en meirihluti nefndarinnar stend-
ur sameiginlega að breytingartill-
ögum á þskj. 505.
Einstakir nefndarmenn áskilja
sér rétt til að flytja breytingar-
tillögur eða fylgja þeim sem fram
kunna að koma.“