Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 VESTUR-ÞYSKALAND/Eiín J. Jónsdóttir Richter Mengun, vandamál iðnaðarríkjanna Kaldur vetrardagur í janúar. Það hefur verið frost og snjókoma í rúmar tvær vikur, ökumenn skammast, en börnin gíeðjast. Hér í Mið-Evrópu kemur það ekki oft fyrir, að þau geti verið úti með sleðana sína og skíði svona marga daga í röð. Þennan umrædda dag breytist veðrið. Hlýrra loft berst frá Biskaya-flóa, en þar sem það er léttara en kalda loftið, sem fyrir er, megnar það ekki að ýta kuldanum á undan sér, heldur leggst eins og hjúpur yfir kalda loftsvæðið. Þoka og mistur mynd- ast, það er ekki lengur hreint og frískandi loft, sem við öndum að okkur, heldur stybba frá bílum og reykháfum. Þennan sama dag heyrum við í útvarpi og sjónvarpi, að í hluta Ruhr-héraðsins, mesta iðnaðarsvæði landsins, er búið að gefa út mengunarviðvörun á fyrsta stigi. Þessu stigi fylgja hvorki boð né bönn, en fólk er ein- dregið beðið um að vera ekki á ferð á bílum sínum. Hjarta- og öndunarfærasjúku fólki er ráðlagt að halda sig innan dyra. Menn vona, að veðrið breytist fljótlega; það þarf að koma hressi- legur vindur. En veðrið breytist ekki, og skaðefnin í loftinu aukast með hverjum klukkutímanum sem líður. Daginn eftir er mengunar- viðvörunin komin á stig tvö í mestöllu Ruhr-héraðinu í fyrsta sinn í sögu landsins. Nú er gripið til ráðstafana gegn mengun lofts- ins: Einkabílar mega ekki vera á ferð á mestu umferðartímunum (kl. 6-10 og kl. 15-20); fólk er beðið að fara ferða sinna með strætisvögnum, sporvögnum eða lestum. Skólum er lokað, stóriðju- fyrirtæki verða að búa sig undir stig 3, en þá verða sum að stöðva vinnu, en önnur að nota skaðminni orkugjafa. Enn versnar ástandið. Það, sem kalla mætti mengunarráð, situr á fundi dag og nótt. Mælitækin sýna nú 1,7 mg skaðefni í hverjum rúmmetra lofts. Mál til komið að kalla út stig 3, sem og er gert í hlutum héraðsins. Nú mega engir einkabílar vera á ferðinni, fólk er beðið að draga úr kyndingu, og það í þessum kulda, sum fyrirtæki stöðvast. Heilsuveilt fólk ætti alls ekki að yfirgefa heimili sitt. Stór- borgirnar eru eins og draugaborg- ir. En þegar hér er komið sögu, er komin helgi, sem er lán í óláni, því að það sparar milljónum manna áhyggjur af því, hvernig þeir eigi að komast til vinnu sinnar. Fjórði „Smog“-dagurinn rennur upp. Skaðefnin i loftinu hafa minnkað, þrátt fyrir svo til óbreytt veðurfar, svo að mengun- arviðvörunin er lækkuð í stig 2. Nokkrum klukkustundum síðar er viðvörunin komin niður í stig 1, síðar um daginn er hún afturköll- uð með öliu. Menn varpa öndinni léttar og lífið kemst í sinn vana- gang. Bláköld staöreynd Ofangreind lýsing er ekki sprottin af hugmyndaflugi ein- hvers bölsýnismannsins; hún er blákaldur veruleiki og átti sér stað dagana 17.—21. janúar 1985. Mengunarviðvörun er háð svo- kallaðri „Smog“-reglugerð (orðið Smog er samansetningur úr ensku orðunum smoke og fog, og var fyrrum notað um loftið í London), sem er misjafnlega ströng í hinum ýmsu fylkjum landsins. I fylkjum Nordrhein-Westfalen gekk ný, strangari reglugerð í gildi þann 17. janúar 1985, einmitt sama dag- inn og mengun loftsins varð svo skelfilega mikil. Svipuð reglugerð gildir í Hessen, en annars staðar eru þær ekki eins strangar, sem kann að vera sýringin á því, að mengunarviðvörun var aðeins gef- in út á vissum svæðum Nord- rhein-Westfalen, og Hessen og í Berlín. En Berlín hefur sérstöðu að þessu eins og flestu ieyti vegna legu borgarinnar. Hún liggur sem sé í miðju Austur-Þýzkalandi, en ráðamenn þar hafa engar áhyggj- ur af mengun og þar eiga sér því engar mælingar stað. Þótt „auð- valdslöndin" séu oft og einatt sök- uð um að arðræna náttúruna al- gerlega, sem er rétt og satt, þá er það þó eingöngu þar, sem reynt er að grípa til gagnráðstafana, þótt fumakenndar séu. í „sæluríkjum alþýðunnar", Austur-Evrópulönd- unum og víðar, er enginn gaumur gefinn að slíku. Áhrif „græningjanna“ Ef litið er nokkur ár aftur í tím- ann, mun margan reka minni til þess, að lítið var hugsað um hin skaðlegu áhrif stóriðjurekstrar, síaukinnar bíiaumferðar o.s.frv. á lífríkið. Það má segja, að þessar mjög svo neikvæðu afleiðingar nútíma tækni og aukinnar vel- megunar hafi orðið að alvarlegu viðfangsefni fyrir u.þ.b. 6—8 árum og það eiginlega fyrst núna, að al- menningur gerir sér grein fyrir, hverju fram vindur, ef ekki er að gert. „Græningjarnir", sem voru upphaflega mörg samtök einstakl- inga með umhverfisvernd að stefnumáli, eiga áreiðanlega stór- an þátt í að gera fólk sér þess meðvitandi, að hér er um meiri háttar vandamál að ræða. Það má gagnrýna „græningjana" sem stjórnmálaflokk á margan hátt, en mér finnst þetta keppnismál þeirra réttlæta tilveru þeirra. Án „græningjanna" hefðu hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar tæplega rankað við sér ennþá. Ástæðan er sjálfsagt sú, að þeir eru svo háðir ýmsum hagsmuna- hópum í þjóðfélaginu, einkum hin- um voldugu, sem sagt peninga- valdinu. En er þeir gerðu sér grein fyrir, hve jákvæð áhrif stefnumál „græningjanna", þ.e. umhverfis- verndin, höfðu á fólk almennt, voru þessi mál einnig tekin á stefnuskrá þeirra, þótt þau skipi ekki efsta sæti á þeim listum. Bflar með hreinsibúnað. Eitt af því, sem mikið er rætt og ritað um, er hvernig megi minnka skaðefnaframleiðslu bifreiða. Þessar umræður eru í raun óþarf- ar, því að fyrir þó nokkru var fundinn upp hreinsibúnaður, sem íninnkar skaðefnin úr bílunum um 70—80%. Nú skyldi maður ætla, að menn rykju upp til handa og fóta, og að hver bíll yrði þegar í stað útbúinn þessum hreinsibún- aði, en það er síður en svo. Bíla- framleiðendur veigra sér; segjast ekki geta komið þessari nýjung á nema með nokkurra ára fyrirvara. Þessi rök eru að vissu leyti skilj- anleg, en það hlálega er, að þessir sömu framleiðendur hafa búið all- ar þær bifreiðir, sem fluttar eru út til Japan og Bandaríkjanna, þess- um hreinsibúnaði möglunarlaust í nokkur ár. Þó verður að segja, að bílakaupendum standa ýmsar teg- undir bifreiða til boða með þessum hreinsibúnaði og sumar má kaupa með útbúnaðinn í skottinu, sem hægt er að setja í gagnið síðar meir, eða þegar blýlaust bensín er almennt á boðstólum. Það er nefnilega aðalvandamálið. Bílar með hreinsibúnaði ganga aðeins fyrir blýlausu bensíni, sem ekki er hlaupið að að ná í, enn sem komið er a.m.k. í þessu sambandi skýtur önnur spurning upp kollinum: Hvað gerist, ef ég er á bíl með hreinsibúnaði og langar til að bregða mér yfir landamærin til landa, sem eru skemmra á veg kpmin í þessum efum? Þá vandast nú málið. Þótt leitt sé frá að segja, eru þjóðir Evrópubandalagsins ósammála í þessum efnum (eins og flestum öðrum). Auðvitað eru mengunarmál þeirra mjög mis- munandi, en jafnvel lönd eins og Frakkland og Ítalía hafa veitzt harðlega að Þjóðverjum fyrir þá ákvörðun, að koma strangari reglugerðum á í Þýzkalandi einu, úr því að samkomulag næst ekki í bandalaginu. Ástæðan er einfald- lega sú, að sala bifreiða frá þess- um löndum myndi stöðvast í Þýzkalandi, ef þær yrðu ekki út- búnar hreinsibúnaði innan ákveð- ins tíma. Vandamálið þagað í hel Það er reyndar alls ekki ætlun mín að taka vandamál annarra landa en Þýzkalands til umræðu, enda skortir mig þekkingu til þess. En ég get samt ekki stillt mig um að minnast á Frakkland: Frakk- land er að mörgu leyti í svipaðri aðstöðu og Þýzkaland: stóriðnað- ur, geysileg bílaeign landsmanna, kolarafver o.s.frv., o.s.frv. Regnið þar er ekki síður „súrt“ en hér. Það leikur því enginn vafi á því, að mengun er á líku stigi í Frakk- landi og í Þýzkalandi. En eftir því sem mér skilst, er þetta vandamál þagað í hel og ekkert gert til varn- ar. Þetta finnst mér undarlegt og hrædd er ég um, að Frakkar vakni TEACH YOURSELF Handwriting Bosemary Sassoon and G SE Briem upp við vondan draum, en of seint. Slíkur hugsunarháttur gerir sam- starfið í efnahagsbandalaginu skiljanlega mjög vandasamt. Á meðan hér var aðeins talað um ráðstafanir gegn eitrun lofts- ins af völdum bifreiða, en ekkert gert, tók Austurríki af skarið: Þar verður hreinsibúnaður bifreiða skylda innan mjög skamms tíma. Kaupendur bíla með hreinsibúnað fá viðurkenningu frá ríkinu í formi peninga. Upphæðin er hæst á þessu ári, en fer svo lækkandi, og er þannig reynt að hvetja menn til slíkra kaupa sem fyrst. Svo að ég snúi mér aftur að Sambandslýðveldinu Þýzkalandi, þá á væntanlega að gera hreinsi- búnað í nýjum bílum að skyldu frá 1. janúar 1989. Fyrir þann tíma njóta kaupendur bifreiða með hreinsibúnað skattfríðinda i all- mörg ár. Með þessu er reynt að að vega upp á móti aukakostnaði, sem af kaupunum hlýst, svo og auknum bensínkostnaði, en blý- laust bensín er óumflýjanlega dýr- ara en venjulegt bensin, ennþá a.m.k. Lærum af bit- urri reynslu Að lokum langar mig til að víkja nokkrum orðum til landa minna heima á Fróni: Enn er landið okkar yndislega laust við mengun, sjáið um að svo verði áfram! Lærið af biturri reynslu annarra þjóða og gerið ekki sömu skyssur og þær. Hver og einn get- ur lagt sinn skerf fram. Fyrir skömmu rakst ég á litla, yfirlæt- islausá tilkynningu í Morgunblað- inu, þar sem skýrt var frá, að Víf- ilfell væri að hefja innflutning á plastflöskum undir kók, og skild- ist mér, að hér væri um stórkost- legar framfarir að ræða. Hvað verður svo um þessar flöskur eftir notkun? Er það vitað, hvað það tekur náttúruna langan tíma að eyða plastumbúðum? 25.000 ár!! Hér er verið að reyna að draga úr hinni gegndarlausu (of)notkun á plasti og öðrum gerviefnum, með fjarska litlum árangri þó, og á ís- landi sieykst hún. Munið að allt er bezt í hófi! Höfundar telja, að frumskilyrði fyrir því, að bókin komi lesenda að notum sé að vera sjálfsgagnrýn- inn. Vilji menn bæta rithönd sína, einhverra hluta vegna, þurfi að kanna hvað hafi farið úrskeiðis og hvar. Fjarri er þó, að höfundar beri fram þær kenningar, að menn kúvendi og reyni að gerbreyta rit- hönd sinni, en ýmsar leiðir megi fara til að færa óþekkilega skrift í betra horf. Einnig er fjallað um aðferðina við að skrifa hvort menn beita hönd og skriffæri á réttan hátt og sýnt fram á hvernig bezt megi ná árangri. Ég held að þetta sé tvímæla- laust þöif bók og í henni er að finna miklar og góðar leiðbein- ingar, aðgengilegar og skipulega fram settar. Hvernig Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Teach Yourself Handwriting: Ros- emary Sassoon og Gunnlaugur S.E. Briem. Útg. Hodder and Stoughton 1984. Vísum mönnum hefur lengi bor- ið ásamt um, að rithönd einstakl- inga segði sitt af hverju um hann og rannsóknir á rithöndum og skrift eru án efa fýsilegt efni. I skrift einstaklings birtast eigin- leikar, sem draga má ályktanir af, skrifum stór skrift, lítil skrift, óregluleg, stafir halla tvist og bast, skipuleg skrift, tilgerðarleg skrift, lærð og tileinkuð skrift. Svo mætti lengi telja. Ýmis fyrirtæki, sjálfsagt hérlendis ekki síður en úti í heimi, óska einatt eftir handskrifuðum umsóknum, þar sem forsvarsmenn þeirra telja sig geta fengið nokkra hugmynd af skrift umsækjenda hverrar gerðar starfskraftur þetta yrði. Sum ganga svo langt að fá sérfróða menn um rithandarskoð- un til að skilgreina skriftina. Ýmsar hugleiðingar af þessu tagi koma í hugann er gluggað er í bók sem Morgunblaðinu barst við . . ? fyrir nokkru, Handwriting eftir Rosemary Sassoon og Gunnlaug S.E. Briem. Hann hefur getið ðér gott orð m.a. í Bretlandi fyrir rannsóknir sínar ekki hvað sízt á ísienzka höfðaletrinu og hefur verið að því vikið í viðtölum við Gunnlaug hér í blaðinu, þegar hann hefur verið staddur á land- inu. Bókin er í flokknum Teach Yourself og það er ekki daglegur viðburður að leitað skuli til ís- lendinga og má væntanlega ætla af þessu, að Gunnlaugur njóti góðs álitis meðal fræðimanna á þessu sviði í Bretlandi og án efa að mak- leikum. Er það furða þótt hreinsibúnaðar sé krafist?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.