Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 FJÁRFESTINGHF. SÍM1687733 2ja herb. Tryggvagata Tilb. undir tréverk Höfum til sölu mjög skemmtil. 2ja herb. ib. á 4. hæö i Hamars- húsinu. ibúöin er samt. ca. 80 fm. Suöursv. Þvottaherb. i íb. Glæsil. útsýni yfir höfnina. Verö tilboö. Álftamýri Góö 2ja herb. ibúö á 3. hæö á einum eftirsóttasta staó i bænum. Ákv. sala. Verö 1450 þús. Hlíðarvegur — Kóp. Góö 2ja herb. íbúö á jaröh. á góöum stað. Ákv. sala. Veró 1350 þús. Hverfisgata Mjög skemmtileg risib. viö Hverfisgötu. íb. er mjög mikiö endurn. t.d. nýtt rafmagn, nýtt gler og gluggar. Verð 1400 þús. 3ja herb. Álftahólar m. bílsk. Vönduð og skemmtil. ib. á 1. hæö meö miklu útsýni. 85 fm ibúð og 28 fm bilsk. Verö 1950 þús. Eyjabakki Mjög vönduö 3ja herb. íbúö 96 fm. Góö stofa, svefnherb. meö góöum skápum. Þvottaherb. innaf baöi, einnig sameign meö vélum. Geymsla innan íbúöar + i sameign. Sérlega vönduó og góö eign. Verð 1900 þús. Engihjalli Einstakl. vönduö 3ja herb. ib. ca. 100 fm. Sérl. vandaöar innr. Góö sameign. Verð 1800 þús. 4ra herb. Karfavogur Mjög skemmtil. risib. i tvib.húsi. Snyrtil. garöur, smekkl. hús. 3 svefnherb. Verö 2.200 þús. Kárastígur Mjöggóóca. 100 fm ib. á3. hæö í fjölbýli. ibúöin er endurn. aö hluta. Þvottaherb. innaf eldhúsi. Gott útsýni. Verö 1800 þús. Hólmgarður Höfum fengiö í sölu glæsil. íb. á 2. hæö og risi i tvíbýlis-parhúsi. ibúöin er samt. um 100 fm, 4ra-5 herb. og er mikiö endurnýjuö, m.a. nýir gluggar og gler, ný eld- húsinnr. úr furu og ný raflögn, sórinng., gott útsýni. Glæsil. eign. Verö 2.350 þús. 5 herb. og hæðir Kársnesbraut m. bílsk. 140 fm stórglæsil. 5-6 herb. ib. i þribýli. Viðarklætt baöherb. Nýjar innr. í eldhúsi. Frábært útsýni. Verö 3.500 þús. Breiðvangur Hf. m. bílsk. Stórglæsileg 170 fm ibúó ásamt 35 fm bilskúr. ibúöin skiptist i 5 svefnherb. stofu og boröstofu, sjónvarpshol, þvottaherb. innaf eldhúsi. Gufubaó og Ijósalampi í sameign. Mjög góö og vönduö eign. Veró 3,5 millj. Dvergholt — Mos. 138 fm hæö í tvíb. húsi. Parket og teppi á gólfum. Bráðabirgöa- innr. i húsinu. Vel skipulögó hæö. Verð 1900 þús. Raðhús og einb.hús Rauöás Stórskemmtil. raóhús, 190 fm, meö bílsk. á tveimur hæöum. Stórar stofur, 5 svefnherb. Glæsil. útsýni. Verö 3.800 þús. Vesturvangur — Hf. Sérlega glæsil. einbýlish. 178 fm á einni hæó. Mjög stór bilsk. 4 svefnherb. Óvenjuglæsil. garð- ur. Mjög vönduö eign. Verö 5,4 millj. Stekkjarsel Eitt hió vandaðasta einb.hús á Stór-Rvk.svæðinu. Ca. 220 fm nettó. Tvöf. bilskúr. Innr. og vinna 1. flokks. Verö 6,5-7 millj. Vantar góóar 4ra harb. fbúöir vestan EUióaia tyrir fjirat. kaupendur. FASTEIGNASALAN FJÁRFESTING HF. Armula 1 • 108 Reykiavik • slmi 68 7733 t-ógfraedingur PeturUórSigurósson Sölumenn: Björn Blöndal, Haraldur Örn Pálsson, s. 79575. Ingvar Sigurbjörnsson. Séttir íagsirn Margrét Þorvaldsdóttir Eftir aö hafa matreitt lambakjöt vestan hafs og austan og einnig kjöt frá Nýja-vSjálandi, þá veröur það ekki boriö saman viö þaö íslenska — íslenska kjötiö er bragöbetra. Þegar lítill hvirfilvindur birtist í eldhúsgættinni um daginn og sagði: ,Umm — fínn ilmur — hvað er í matinn?" var svarið Lamba- pottréttur 1 kg lambakjöt (sneiðar úr læri) 2 matsk. matarolía 1 matsk. smjörvi 1 tsk. sykur 2 hvítlauksrif 3 bollar kjúklingasoð 1 tsk. salt — malaður pipar 1 matsk. tómatkraftur (pasta) Vs tsk. tímian (Bouquet garni) 4 meðalstórir laukar (eða 20 perlulaukar) 6 gulrætur meðalstórar 6—8 kartöflur 1 dós baunir (ef vill) hveiti til að jafna sósuna 1. Fjarlægið mestu fituna af læri- sneiðunum, þerrið og skerið hverja sneið í 4—6 bita. 2. Matarolía og smjörvi eru hituð vel á pönnu og kjötið brúnað vel í feitinni. Sykurinn er síðan settur með á pönnuna og brúnaður með síðustu mínúturnar. 3. Kjötið er síðan sett í pott ásamt hvítlauksrifjunum skornum í tvennt, kjúklingasoði (eða vatni og kjúklingakrafti), tómatkrafti, tímian og gróft skornum lauk. Látið sjóða við vægan hita í eina klukkustund. 4. Gulræturnar eru hreinsaðar og skornar itca. 2 sm þykka bita. Kartöflurnar eru einnig afhýddar o skornar í stærri bita. Grænmet- ið er sett með kjötinu og soðið 30 mín. til viðbótar. Ef ekki er til bouquet garni (sem er blanda af parsley tímian, marjoram, celery og lárviðarlaufi, þegar hún er þurrkuð), þá setjið með kjötinu Vt úr blaði af lárviðarlaufi og örlítið parsley eða steinselju og sjóðið með síðustu 30 mín. Fjarlægið lárviðarlaufið. Saltið ef þarf. Soðið er síðan jafnað með hveit- inu (ca. 3 matsk.), baununum bætt út i, — rétturinn er tilbúinn. Lambapottrétturinn er borinn fram ásamt brauði. Verð á hráefni 1 kg lærissneiðar kr. 249,00 4 stk. laukur ca. kr. 10,00 8 kartöflur kr. 20,00 6 gulrætur kr. 12,00 1 dós baunir_______kr. 19.90 Kr. 310.90 íslenskt lambakjöt væri á heimsmælikvarða ef ekki fylgdi því þessi mikla fita. Fitan á kjöt- inu eins og hún er í ár, veldur því að ekki er hagkvæmt lengur að kaupa það í heilum skrokkum, þar sem of stór hluti þess er ekki nýt- anlegur. Hvernig væri nú ef bændur reyndu að koma til móts við óskir neytenda um fituminna kjöt? Oryggismál sjómanna í endurskoðun í Noregi SJÓMENNSKAN er erfitt verk og sjómaöurinn á þaö fremur á hættu en menn í öörum atvinnugreinum aö láta lífiö viö störf sín. Þessar upplýsingar koma líklega engum á óvart en tilefnið er það, aö í Noregi hefur ríkisskipuö nefnd kannaö mjög gaumgæfilega þær hættur, sem sjómannsstarfínu fylgja, og komið meö ýmsar tillögur um hvernig unnt er aö draga úr þeim. Á síðustu 30 árum hafa 1.150 norskir sjómenn farist við störf sín. Á sjötta áratugnum voru slys- in miklu fleiri en þau eru nú en langt er í frá, að ástandið sé gott. Á síðustu fjórum árum hefur slys- um raunar farið fjölgandi á ný og það þrátt fyrir bætt eftirlit og betri siglingatæki. Hve mörg skip hafa farist? Áreiðanlegar tölur yfir fjölda sjóslysa í Noregi eru ekki til fyrr en kemur fram á þessa öld og raunar ekki fyrr en á allra síðustu árum. Talið er, að frá stríðslokum hafi 320 skip sokkið í sæinn og er þá ekki talinn með fjöldinn allur af smábátum. Öruggar heimildir eru hins vegar til yfir öll sjóslys á árunum 1980—83 en á þessum fjórum árum fórust 109 skip af öll- um gerðum og í 25 tilfellum varð manntjón. Eins og við er að búast verður mannskaðinn mestur þegar skipin farast og á þessum tíma létu 60 sjómenn lífið með þeim hætti. Maður fyrir borð Önnur meginástæðan fyrir dauðaslysum á sjó er hættan á, að menn dragist fyrir borð með veið- arfærum eða falli útbyrðis af opnum báti. Af þessum sökum fór- ust 23 sjómenn á áðurnefndum fjórum árum. Annað sem vekur athygli, er hvað mikill munur er á slysatíðninni eftir landshlutum. Sem dæmi um það má nefna að í Finnmörk eru slysin helmingi fleiri en að meðaltali annars stað- ar í Noregi og þau eru einnig óvenju mörg í Syðri-Þrændalög- um, á Mæri og í Raumsdal. Litlu skipin Rannsóknir öryggismálanefnd- arinnar leiddu í ljós, að slysahætt- an er langmest á litlu skipunum. Um það bil helmingur manntjóns- ins varð á skipum, sem voru minni en 35 fet á lengd. Fyrir þessu eru margar ástæður en ein er sú, að stöðugleiki skipanna er raskað með endurbyggingu. Þá gerist það líka stundum, að menr fara á sjó- inn á opnum bátum þegar þeir ættu veðursins vegna eða sjólags- ins að halda kyrru fyrir. Maður, «em er einn á báti sínum, þarf yf- irleitt ekki að vænta hjálpar ef hann fellur útbyrðis. Þegar athuguð voru 246 sjóslys á árunum 1946 til 1982 kom í ljós, að 72 skip höfðu sokkið eftir að leki kom að þeim og 54 eftir að sprenging hafði orðið um borð eða eídur komið upp í þeim. 40 skip steyttu á skeri og 37 hvolfdi. Hvað er til ráða? Öryggismálanefndin fékk það erfiða verkefni að benda á leiðir til úrbóta, sem vænlegar væru til að draga úr dauðaslysunum til sjós og varð hún m.a. sammála um eftirfarandi: ★ Gert verði að skyldu að allir sjómenn fái 40 klukkustunda kennslu í meðferð öryggis- tækja. ★ Skipaskoðunin prófi öll skip undir 35 fetum eða úrtak úr þeim. Athugaður verði stöðug- leiki allra skipa lengri en 35 fet fjórða hvert ár. ★ Skipstjórnarmenn á skipum undir 35 fetum verði að hafa réttindi til að sigla með strönd- inni. ★ Neyðartalstöð verði í öllum skipum minni en 50 tonn og gildir það einnig fyrir opna báta með stýrishúsi eða lúkar. Björgunarvesti verði fyrir hvern mann. Kostnaðurinn Öryggismálanefndin telur, að kostnaðurinn við framkvæmdina muni verða um 5—10.000 n.kr. (um 22—45.000 ísl.) fyrir hvern bát undir 35 fetum og því getur hún nokkuð oltið á framlagi ríkisins. Asbjörn Haugstvedt, viðskipta- ráðherra, er þeirrar skoðunar, að eðlilegt sé að ríkið taki þátt í þessu starfi á sama hátt og með starfsemina á olíuborpöllunum. 3,5 milljónum kr. varið til að auglýsa mjólkina I NÆSTA mánuði hefst umfangs- mikil auglýsingaherferð mjólkur- dagsnefndar fyrir mjólkurvörum sem standa mun út árið. Er áætlað að 3,5 milljónum kr. verði varið til auglýsinganna. Að sögn Agnars Guðnasonar, blaðafulltrúa bændasamtakanna, hefur mjólkurdagsnefnd falið Auglýsingaþjónustunni að sjá um auglýsingarnar. Verður lögð áhersla á fræðandi upplýsingar um hollustugildi mjólkur en markmiðið væri að reyna að sporna við siminnkandi neyslu mjólkur. Sagði Agnar að einkum yrði auglýst í dagblöðunum og yrði byrjað í næsta mánuði. Þá væri verið að senda upplýsinga- bækling um kalk og beinþynningu í alla grunnskóla landsins og væri vonast til að þeir yrðu notaðir sem kennsluefni í 7. og 8. bekkjum skólanna. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: Nemendur krefjast byggingu íþróttahúss NEMENDUR Fjölbrautaskólans í Breiðholti hafa lagt fram í borgar- ráði undirskriftalista varðandi bygg- ingu íþróttahúss við skólann. I formála undirskriftalistanna er þess krafist, að hafin verði bygging íþróttahúss við skólann hið fyrsta og segir þar m.a.: „Það er ótækt, að skóli með yfir 2.000 manns skuli vera án íþróttahúss. Við vonumst til að ráðamenn leysi úr þessu ófremdarástandi og sjái að oft var þörf en nú er nauðsyn", eins og það er orðað í áskoruninni frá nemend- um. Agnar Guðnason sagði að reikn- að væri með að verja 3,5 milljón- um kr. til auglýsinganna en það væri einungsis um 1% af því fjár- magni sem varið væri hér á landi til auglýsinga á drykkjarvörum. Sagði hann að mjólkurdagsnefnd greiddi kostnaðinn úr sérstökum auglýsingasjóði sem bændur greiddu í af mjólkurinnleggi sínu í gegnum mjólkursamlögin. í fyrra hefðu bændur greitt 3 aura af hverjum innlögðum mjólkurlítra i auglýsingasjóðinn. SUS ályktar: Auglýsingar verða að fjár- magna einkareknar sjón- varps- og útvarpsstöðvar STJÓRN sambands ungra sjálfstæð- ismanna hefur sent frá sér eftirfar- andi ályktun, sem gerð var á fundi 16. febrúar sl. „Stjórn SUS telur það forsendu fyrir stuðningi við útvarpslaga- frumvarpið, að einkareknum út- varps- og sjónvarpsstöðvum verði heimilað að fjármagna dagskrár- gerð sína með auglýsingum. Stjóm SUS ítrekar þá afstöðu sína að frumvarpið, eins og menntamálaráðherra lagði það fram í haust sé það samkomulag, sem stjórnarflokkarnir höfðu gert með sér um þetta mál, og ailar frek- ari takmarkanir á frelsi til útvarps- reksturs en þar koma fram, séu brot á þvi samkomulagi. Stjórn SUS skorar á þingflokk sjálfstæðismanna að samþykkja engar breytingar á frumvarpi menntamálaráðherra aðrar en þær, sem auka enn frekar á frelsi til út- varpsreksturs." (Fréttatilkynning) Afurðaverð til bænda skert um 15 milljónir — vegna framleiðslu yfir búmarki Á SÍÐASTLIÐNU ári nam skerðing á útborgunarverði mjólkur til bænda vegna þess að þeir höfðu framleitt umfram búmark samtals 11,5 milljónir kr. Heildarverðskerðing vegna kindakjötsframleiðslu umfram búmark nam 4 milljónum kr. í frétt frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins kemur fram að skerðingin kemur á framleiðslu bænda hjá 11 mjólkurbúum. Mest var skerðingin á framleiðslu sem lögð var inn hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, 5 milljónir kr. Hjá mjólkur- samlagi KEA var skerðingin 3,2 milljónir kr., mjólkursamlaginu á Sauðárkróki 813 þúsund kr. og hjá mjólkursamlaginu í Borgarnesi 598 þúsund kr. í kindakjötsframteiðsl- unni var innlegg bænda hjá 43 slát- urleyfishöfum skert vegna fram- leiðslu umfram búmark, og var hún mest hjá Sláturfélagi Suðurlands, 651 þúsund kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.