Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
45
I
þýðunnar taki að sér stjórn þjóð-
félagsins, í þeim tilgangi að
stjórna án atvinnurekendanna,
sem er sósíalismi, eða gegn þeim,
álít ég hreinasta barnaskap, til-
valið dæmi um mannlega
heimsku. Og það sem meira er, þá
álít ég að flestir bestu stjórn-
málaleiðtogar þjóðarinnar hafi
skilið þetta rétt. Ég nefni aðeins
að með Sjálfstæðisflokknum og
Alþýðuflokknum hefur oftast ver-
ið góð samvinna. Sjálfstæðis-
flokkurinn er í raun stærsti al-
þýðuflokkurinn, enda segist hann
vera flokkur allra stétta, sem
hann og er.
Stúdentablaðið: Það er reynsla
undanfarinna ára að miklar kaup-
hækkanir, hvort sem um er að
ræða 38 eða 20%, hafi ekki skilað
sér til launþega í formi aukins
kaupmáttar. Ríkisstjórnir geta þó
orsakað hægfara hækkun launa
með því til dæmis að bæta sam-
göngur, efla menntun, auka heil-
brigðisþjónustu o.s.frv. Laun-
þegasamtökin virðast hins vegar
hafa átt erfitt með að sitja á
strák sínum og hvað eftir annað
krafist hærri launa. Með því hafa
þau í raun og veru sagt að at-
vinnufyrirtæki í landinu geti
greitt hærri laun en þau gera. En
hafa launþegasamtökin fengið
einhverju áorkað varðandi hækk-
un launa? Hafa þau ekki bara
sannað getuleysi sitt?
Benjamín: Launþegasamtökin
búa yfir miklu valdi sem byggir á
samtakamætti þeirra og hinum
víðtæku réttindum sem lögin
veita þeim, fyrir utan lögbrotin.
Foringjarnir sitja uppi með mikil
völd. Eiga þeir að beita þeim til að
auka framleiðnina? í reynd gera
þeir það ekki, þeir eru hræddir við
að atvinnurekendur gætu farið að
græða. Þeir geta beitt sér fyrir
bættum vinnuskilyrðum, þar hafa
þeir oftast jákvæð áhrif. Þeir
gætu áreiðanlega gert meira á því
sviði, fyndist þeim það ekki vera
of hversdagslegt til að vera verð-
ugt viðfangsefni. Þeir eiga að
beita sér fyrir samvinnu við at-
vinnurekandann, sú samvinna á
að geta skilað góðum árangri.
Foringjarnir eru hins vegar flest-
ir sýktir af hinu eitraöa hugarfari
marx-lenínismans og álíta at-
vinnurekandann mann af allt
öðru tagi en þeir eru sjálfir. Hug-
myndafræði stéttarbaráttunnar
sviptir verkamanninn mennsku
sinni. Hún gerir hann að verka-
manni, verkamanni sem skilur sig
ekki lengur sem mann heldur að-
eins sem verkamann, og um leið
atvinnurekandann aðeins sem at-
vinnurekanda, en ekki sem mann.
Ein leiðina, sem verkalýðsforing-
inn sér opna, er að ráðast gegn
kaupgjaldinu. Hans lífssýn og
kjörorð verður: Fleiri krónur. En
hið raunverulega kaupgjald
verkamannsins kemur ekki úr
fleiri krónum, heldur úr
afurð hans. Hærra raunverulegt
kaupgjald kemur úr stærri afurð.
Þess vegna predika ég sameigin-
legt átak, stéttasamvinnu.
Stúdentablaðið: Á undanförn-
um áratugum hefur geisað hér
geysileg verðbólga. Hvað hefur
átt mestan þátt í að orsaka hana?
Benjamín: Lýðskrum og valda-
barátta Alþýðubandalagsforingj-
anna, en andbyr og áföll hafa
mótað hana.
Stúdentablaðið: Hefur stefna
launþegasamtakanna og krafan
um fleiri krónur í launaumslagið
haft hvetjandi áhrif á athafna-
semi verðbólgudraugsins?
Benjamín: Já, hún hefir vissu-
lega haft áhrif. Launþegasamtök-
in hafa reynt að fá kröfum sínum
framgengt með góðu eða illu. Af-
leiðingarnar eru verðbólga og
gengislækkanir, ringulreið og
óreiða. Að sjálfsögðu er allt reynt
til að halda þjóðarskútunni á rétt-
um kili, þrátt fyrir geðveikislega
hegöun stórs hluta áhafnarinnar.
Flest það sem ég hef sagt um
þ?~=i n':-! er mör.nurn vel ijóst.
Mönnum er það vel ljóst vegna
síendurtekinna atburða. Flestir ef
Benjamín H.J. Eiríksson
ekki allir frammámenn þjóðar-
innar þekkja atburðarásina og
eðli hennar, hvað svo sem þeir
kunna að segja opinberlega í ræð-
um.
Stúdentablaðið: Margir hafa
orðið til að halda því fram að
laununum í landinu hafi verið
haldið niðri, og að ráðist hafi ver-
ið í að verja fullmiklum hluta
þjóðarteknanna í fjárfestingar, og
það margar óarðbærar. Það hefur
verið bent á offramleiðslu í land-
búnaði, kreppu frystiiðnaðarins,
hátt innflutningsverð á olíu, og
svona mætti halda áfram að telja
ýmislegt upp sem þjóðarbúskapn-
um er fundið til foráttu. En hvað
er það sem gert hefur það að verk-
um að launin hérlendis eru svona
lág, miðað við nágrannalöndin,
sem við erum alltaf að bera okkur
saman við?
Benjamín: Laununum hefur
ekkert verið haldið niðri, þvert á
móti, þau eru sífellt á fartinni. En
þú átt víst við raunveruleg laun.
Þau hafa sjálf haldið sér niðri, ef
svo má að orði komast.
Það sem mest fer aflaga í okkar
þjóðbúskap er af völdum verð-
bólguberserkjanna. Mörg mistök í
fjárfestingarmálum hafa veriö
gerð að ósk launþegasamtakanna,
eða samkvæmt því sem menn
hafa haldið að væru þeirra óskir,
atvinnuskapandi.
Stúdentablaðið: Nú hefur í ára-
raðir verið reynt að finna leiðir til
að bæta kjör hinna lægst launuðu
og auka á launajöfnuð í þjóðfélag-
inu. f þessari baráttu hafa verka-
lýðsfélögin farið fyrir en lítið orð-
ið ágengt. Sumir telja bilið sífellt
vera að aukast og tala um að í
landinu búi tvær þjóðir. Hvers
vegna hefur verkalýðsfélögunum
ekki orðið betur ágengt en raun
ber vitni?
Benjamín: Ein helsta orsökin er
stefna launþegasamtakanna, að
hafa samflot, allsherjarverkföll.
Það getur enginn farið fram úr
öðrum. Hér er ég náttúrulega að
tala um launþegana almennt, að
undanskildum iðnaðarmönnum,
þessum sem venjulega eru kallað-
ir uppmælingaaðall. Hátterni
þessa uppmælingaaðals er orðið
að meinsemd í þjóöfélaginu. Þessi
aðall eru faglærðu mennirnir svo
sem trésmiðir, rafvirkjar, múrar-
ar og fleiri slíkar stéttir. Þeir
nota samtakamátt sinn til að
knýja fram launkjör langt um-
fram bað sem aðrir hafn. Þeir
bera fyrir sig ósið sem útlent
setulið, einkum hið breska, kom
með á stríðsárunum. Auk þess er
þetta sennilega fjölmennasti
skattsvikarahópurinn í landinu.
Sumir stjórnmálamenn taka stórt
upp í sig varðandi skattsvikara,
en ég hef ekki heyrt þá minnast á
iðnaðarmennina. Tal um tvær
þjóðir er algjörlega út í hött. Fáar
þjóðir á jörðinni eru jafn eingerð-
ar og þessi.
En varðandi sjálfa spurning-
una, þá fer svarið að nokkru eftir
því, hvað átt sé við með bætt kjör.
Ef átt er við vinnuskilyrði og
ýmsa félagslega þjónustu geta
verkalýðsfélög að sjálfsögðu haft
mikil áhrif í þá átt að bæta kjör
launþeganna. En að því er kaup-
mátt launanna áhrærir, þá geta
þau haft áhrif á hann, fyrst og
fremst með góðri samvinnu við
atvinnurekandann, með því að
vinna fyrirtækinu í hag og gæta
þess hags í hvívetna. En baráttan
fyrir fleiri krónum, krónutölu
launanna, hún hefur yfirleitt lítil
áhrif á hinn rauriverulega kaup-
mátt þeirra, og engan þegar litið
er til lengri tíma, nema þá nei-
kvæðan. Þar sem mönnum sýnist
þessi barátta skila árangri þá er
það vegna annarra samverkandi
þátta. Sem dæmi má nefna Breta-
vinnuna og hækkun fiskverðs í
hyrjun styrjaldarinnar.
Stúdentablaðið: Nú hafa margir
orðið til þess að benda á miklar
fjárfestingar hjá ríkinu og einka-
fyrirtækjum. Hinir sömu telja að
ríkið og einkafyrirtækin ættu að
vera fær um að borga starfsfólki
sínu hærri laun, þar sem þessi
fyrirtæki eru rekin með hagnaði.
Hvað finnst þér um þessar rök-
semdir?
Benjamín: Um kaupgreiðslur
hjá ríkinu er það að segja, að þar
er fyrst og fremst um að ræða þá
spurningu hvað menn séu reiðu-
búnir til að herða skattaskrúfuna
mikið og hve mikið menn vilji að
ríkið festi í varanlegum fram-
kvæmdum á sviði samgangnanna,
menntamála og heilbrigðismála
og raunar á fleiri sviðum.
Að því er tekur til einkafyrir-
tækjanna, þá geta þau að sjálf-
sögðu greitt hærra kaup, séu þau
rekin með verulegum hagnaði. En
þróun auðvaldsskipulagsins sýnir
svo ekki verður um villst, að
hagnaður fyrirtækjanna fer í nýj-
ar framkvæmdir sem eiga að skila
meiri hagnaði, auka afköstin og
stórbæta lífskjör alls almennings.
Mér fannst nánast broslegt að
lesa um blaðaskrifin í nýafstöðnu
verkfalli. Menn virtust kvarta
mest um það að þá vantaði bensin
eða olíu á bílana sína. Örbirgðin
var sem sagt ekki meiri en svo, að
kveinstafirnir í blöðunum komu
frá mönnum sem flestir virtust
eiga einkabíla.
Ég endurtek það sem ég hef
sagt í öðru sambandi, að auð-
valdsskipulagið er eina efna-
hagsskipulagið, sem gert hefur
þjóðir ríkar. Það er sama og að
segja að fyrirtækin greiði hærra
og hærra kaup, raunverulegt
kaup.
Ég tel að þetta svari spurning-
unni nægilega skýrt. Vissulega
fer það eftir ástæðum, hvernig
meta á málflutning þennan sem
þú bendir á, en yfirleitt einkenn-
ist hann af skammsýni og duldum
staðleysudraumum.
Stúdentablaðið: Nú má segja að
verkalýðsfélögin hafi látið til
skarar skríða á nýjan leik og virð-
ist sem afleiðing þeirrar atlögu sé
fátt annað en gengisfelling, sem í
för með sér hefur verðhækkanir á
öllum innfluttum vörum, svo sem
olíu, hækkandi greiðslubyrði við
útlönd fyrir suma aðila o.s.frv.
Verkalýðsfélögin töldu sig vera
í fullum rétti með sínar kröfur,
vegna þess að kaupmátturinn
hafði rýrnað eftir að núverandi
ríkisstjórn tók við. Heldur þú að
tslendingar geti ekki sætt sig við
að þurfa að draga magann örlítið
inn og færa um nokkur göt? Gera
þeir sér almennt grein fyrij þyi.
að á tímum þrenginga þarf að
leggja eitt og annað á sig?
Benjamín: Sú hækkun á skuld-
um í íslenskurii krónum og á verð-
lagi innflutningsvöru, svo sem
olíu, sem f.vlgir gengislækkun, er
ekki svo alvarlegt mál, þó svo
menn láti hátt. Dollararnir eða
sterlingspundin sem greiða þarf
eru ekki fleiri en áður, hin raun-
verulega byrði hefur ekki aukist,
það er aðeins krónutalan sem hef-
ur breyst. Gengislækkunin þýðir,
að útflytjendur og þar með sjáv-
arútvegurinn fá langtum fleiri
krónur fyrir dollarann en áður,
svo þessar kvartanir hljóma
nokkuð hjáróma.
Olían hækkar hins vegar meira
en sem svarar gengislækkuninni,
en það er vegna þess að stjórn
þessara mála hefur einkennst af
því sama og stjórn rafmagnsmál-
anna. Menn skortir kjark til að
taka á vandamálunum þegar þau
hefir borið að. Við tökum lífinu
létt í dag, segja þeir, borgum á
morgun.
Í stað þess að selja olíuna á
réttu verði hefur hún verið seld
með afslætti, og nú er komið að
skuldadögunum. Áratugum sam-
an var ráðslagast á sama hátt
með rafmagnsverðið. Mín skoðun
er sú að olíuna verði að taka af
óskiptum afla.
Línurit þau sem þeir Svavar
Gestsson og Þorsteinn Pálsson
hafa verið að birta, sýna það svart
á hvítu, að kjaraskerðingin gerð-
ist að mestu leyti í tíð fyrrverandi
ríkisstjórnar og við stjórnarskipt-
in, en að minnstu í tíð núverandi
ríkisstjórnar.
Út af fyrir sig er rangt að ásaka
þessar ríkisstjórnir fyrir versn-
andi lífskjör. Þær ráða ekki verð-
lagi á afurðum okkar erlendis, og
það er takmarkað sem vitað er um
fiskigöngurnar. Hins vegar má
ásaka þær fyrir óráðsíu og ráð-
leysi, fyrst og fremst þær ríkis-
stjórnir sem Alþýðubandalagið
hefur setið í, og þar er af mörgu
að taka. Ég nefni sem dæmi að
láglaunabæturnar svokölluðu
voru sóttar beint í Seðlabankann,
því þetta gerðist mánuðina sem
ríkissjóður hafði verið að safna
skuld er nam hundruðum millj-
óna króna í Seðlabankanum.
Hin vonda samviska stjórn-
málamannanna knýr þá til að
beina spjótum sínum nú í vaxandi
mæli að Seðlabankanum. Þetta
álít ég ósanngjarnt. Ruglandinn í
peningapólitíkinni er af völdum
stjórnmálamannanna og á þeirra
ábyrgð. Það eru þeir sem tekið
hafa örlagaríkustu ákvarðanirn-
ar.
En ég skal svara spurningunni
beint. Að sjálfsögðu á þjóðin að
gæta stillingar andspænis núver-
andi þrengingum. Að vísu er til
fjöldi þjóða, sem myndi kalla
þetta ástand paradís, en það er að
sjálfsögðu annað mál.
Lífsreynsla mín og menntun
hefur sannfært mig um það, að
hófsemi launþegasamtakanna í
kaupgjaldsmálum er sú stefna
sem skilar þeim mestum og var-
anlegustum árangri, sökum mik-
illa og almennra áhrifa á allt at-
vinnulíf, bæði rekstur og fram-
kvæmdir. Þessarar stefnu hefir
gætt mest í Japan og Vestur-
Þýskalandi.
Stúdentablaðið: Hafa launþega-
samtökin ekki sýnt að þau hafa
ekki nein raunveruleg áhrif á
kaupmátt launanna, þó svo þau
geti krafist fleiri króna í umslag-
ið? Ef svo væri gætu þau þá ekki
alveg eins farið fram á 50%
hækkun eins og 30% ?
Benjamín: Jú, auðvitað gætu
þau eins farið fram á 50% eins og
30%, ef þau hefðu raunveruleg
launakjör í hendi sér. Það má
hins vegar ekki gleyma því að hin
raunverulegu laun koma úr afurð
verkamannsins en ekki úr krónu-
tölunni. Launin greiðast úr and-
virði þess sem fæst fyrir afurð
vcrkair.annsins.
Eins og nú er, er munurinn á
50% hækkun og 30% hækkun ein-
ungis sá, að 50% hækkun veldur
meiri glundroða og tjóni en 30%
hækkun.
Á tímum þegar raunverulegar
þjóðartekjur fara minnkandi eru
kauphækkanir af þessu tagi
brambolt heimskra, og líkastar
tilburðum geðbilaðra manna.
Stúdentablaðið: Nú var samið
um u.þ.b. 20% hækkun launa.
Hvaðan kemur þessi hækkun?
Benjamín: Svarið við þessari
spurningu er ósköp einfalt. Hún
kemur ekki. Seðlarnir koma nátt-
úrlega en þeir koma af seðlapress-
unni. Reyndar er það svo að þeir
sem fá fleiri krónur eru betur
settir á meðan kaupa má vörur á
gamla verðinu, en sú dýrð stendur
stutt. Það sem þarna kann að fást
rétt í bili á síðar eftir að koma
fram sem aukin skuldasöfnun við
útlönd. Þessar kauphækkanir eru
í eðli sínu aðferð til að lokka þjóð-
ina dýpra út í fen erlendrar
skuldasöfnunar.
Stúdentablaðið: Fyrst launa-
hækkanir af því tagi sem tíðkast
hafa fram að þessu hafa litlu
komið til leiðar í þá átt að bæta
raunveruleg kjör launafólks, hvað
er þá til ráða?
Benjamín: Þeir atburðir, sem
nú hafa gerst, eru ekkert annað
en endurtekning á atburðum sein-
ustu áratuga. Sólstöðusamn-
ingarnir voru gerðir þegar við
okkur blasti hækkun þjóðartekna.
BSRB-samningarnir eru gerðir
andspænis lækkuðum þjóðartekj-
um. Ytri aðstæður eru því verri.
Það hjakkar allt í sama farinu,
og gerir á meðan hugsunarháttur
manna breytist ekki, á meðan trú-
in á staðleysurnar lifir góðu lífi.
Sífelld hækkun kaupgjalds í krón-
um er ekki annað en eltingarleik-
ur við eyðimerkurhillingar.
Með núverandi aðferðum og
innan núverandi þjóðfélags-
ramma verður við ekkert ráðið
meðan verðbólguberserkirnir í
launþegahreyfingunni drekka
ómælt hið eitraða brennivín
marx-lenínismans, þennan drykk
sem Biblian segir að geri þjóðirn-
ar óðar. Enn sjást engin merki
þess að af þeim renni. Og á meðan
svo er, þá er eina lausnin sú að
gera róttækar breytingar á þeirri
löggjöf sem lýtur að starfi laun-
þegahreyfingarinnar.
Hið fyrsta sem verður að fara
er verkfallsréttur opinberra
starfsmanna. Uppákoma þar sem
verkfallsverðir segja lögreglunni
fyrir verkum verður að gleymast.
Og það verður að koma í veg fyrir
aö launþegasamtökunum haldist
uppi lögbrot. Þetta eru fyrstu
skrefin sem verður að taka.
Stúdentablaðið: Þú hefur sagt
að atvinnulífið sé lifrænt en ekki
vélrænt. Getur þú útskýrt betur
hvað þú átt við?
Benjamín: Það er tiltölulega
stutt síðan fréttir fóru að berast
almennt af því að menn væru að
fara af stað með ný fyrirtæki, að
vísu flest smá, en fyrirtæki samt,
í nýjum greinum. Hér á eg við
loðdýrarækt af ýmsu tagi, fiski-
rækt, jafnvel rafeindaiðnað.
Þarna eru fréttir af vaxtarbrodd-
um atvinnulífsins. Hvaða vél er
þarna að verki? Engin. Þarna eru
menn á ferðinni með hugmyndir
og drauma. Sumir með svolítið af
þekkingu, svolítið af hugboði og
trú á framtíðinni, og oft svolítið
af peningum, kannski minnst af
því síðasttalda, og svo dugnað og
framtak. Bakvið allar þessar
fréttir er iðandi mannlíf, nýtt að
fæðast.
Spurningin um framtíðina er
því spurning um hvernig búið sé í
haginn fyrir þetta fólk. Atvinnu-
fyrirtækin eru lífrænar heildir.
Þar er fyrst og fremst um að ræða
mannleg samskipti. Vélarnar eru
aldrei annað en hjálpargögn, þeg-
ar verið er að taka ákvarðanir á
sviði efnahagsmála verður sífellt
að hafa í huga að það er verið að
í«St vio íoiic. Hin mikia miðstýr-
ing kommúnismans tekur ekki til-
lit til þessarar staðreyndar. Sú
vélræna skipan mála gerir það að
verkum að eitthvað deyr í fólki.