Morgunblaðið - 21.02.1985, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
Islenzkt skáld,
sem orkti á þýzku
Dr. Melittu Urbancic minnst
Eftir dr. Fritz Naschitz, rœðismann í Israel
í TÍMARITINU „Island Berichte“ eða Fréttir frá íslandi, sem er gefið
út af íslendingafélaginu í Hamborg í samvinnu við Germaníu í Rcykja-
vík, birtist fyrir nokkru grein um dr. Melittu Urbancic og þrjú ljóð
hennar; eftir dr. Fritz Naschitz, raeðismann íslands í ísrael. Greinin fer
hér á eftir. Ljóðin þýddi úr þýzku Helgi Hálfdanarson.
„Fyrir nokkru lést í Reykjavík
dr. Melitta Urbanic á 82. aldurs-
ári, óvenjuleg kona, listhneigð,
fjölgáfuð, fjölmenntuð og hrif-
næm í lund. Hún var af hinni
þekktu þýzk-bæheimsku Mauthn-
er-ætt stóriðjuhölda, stundaði
nám og lauk doktorsprófi frá
Háskólanum í Heidelberg. Hún
lék sem gestaleikkona við leik-
hús í fremstu röð í Þýzkalandi
og orti ljóð, sem fjölluðu flest
um tilveruna á þunglyndislegan,
ljóðrænan hátt í meitluðu máli
og í hnitmiðuðu formi. Hún gift-
ist dr. Victor Urbanic, tónlistar-
fræðingi, en þau yfirgáfu Mið-
Evrópulönd, augliti til auglitis
við við kynþáttaofsóknastefnu
nazismans og settust að á hinu
lýðræðissinnaða og fjarlæga ís-
landi, sem þau tengdust böndum,
sem entust þeim til æviloka.
Skömmu eftir komuna til ís-
lands var Viktori falin tónlistar-
stjórn Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar í Reykjavík, og hélt hann um
tónsprotann á þeim vettvangi
með markverðum árangri í mörg
Eylendan
Upp af glóð og ís
yzt við Ránar band
heimi horfið rís
hátt hið nýja land.
Handan fjalla fljótt
fölnar dagsins rós;
borin blakkri nótt
braga norðurljós.
Sú er gæfa sönn
sem í vetrar byl
finnur feigðar hrönn
falla á klettaþil.
ár. Melitta fékkst við tungu-
málakennslu — ensku, frönsku
og þýzku — og helgaði krafta
sína uppeldi fjögurra barna
þeirra, auk þess sem hún tók
þátt í menningarlífinu í hinu
nýja heimalandi þeirra sögu-
eynni dulúðugu. Við fjölskrúð-
uga, skapandi iðju sína bætti
hún að auki leiðsögu ferða-
manna svo og býflugnarækt, sem
fram til þessa var óþekkt á ís-
landi, án þess þó að vanrækja
fagurfrægileg hugðarefni sín i
staðinn.
Annasamir lífshættir og aðrar
orsakir leiddu til þess, að heilsu
Melittu fór um síðir hnignandi,
unz hún lézt eftir langvarandi
vanheilsu.
Ég vil ljúka þessum eftirmæl-
um með nokkrum sýnishornum
úr verkum hinnar látnu róman-
tísku skáldkonu, sem orti svo
hugljúft um ísland, þannig að
líkja má við ljósbrot gimsteins,
sem endurkastar ljósgeisla,
magnaðan innri birtu mikillar
sálar, sem þannig fær tjáningu.
Yzt í einsemd rís
yfir Ránar band
fólgið funa og ís
fyrirheitsins land.
Börn íslands
Þau kenna sig við kjörnöfn feðra sinna
og kallast þeirra dóttir eða son,
í trúu hjarta hollan metnað finna
og helga störf sín kynslóðanna von.
Og einlæg karlmanns blíða er barnsins lyndi;
þótt borin sé á herðum erlend flík,
er heimalandið örlög þess og yndi,
og engin veröld finnst svo gæðarík.
Hver athöfn þess rann upp af föður starfi,
og allt sem gæfan hverfir þeim í vil,
öll synd og blessun bjó í fengnum arfi;
ný braut að marki stefnir upphafs til.
Hver bautasteinn er endir allra ferða;
í eining renna nöfn, sem halda vörð
um þjóðar sál, og allir aðeins verða
börn íslands, helguð sinni fósturjörð.
Hinzta kveðja til vina
Feigðarvöldum féllist kraftur
fyrir trú sem kallað hefði
mig til lífs og ykkar aftur;
engin himinsæld mig tefði.
Varðeldur ungskáta undir stjórn Ólafs Sigurðssonar varðeldsstjóra.
Skátafélagið Hraunbúar 60 ára
SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar held-
ur upp á 60 ára afmæli sitt um þess-
ar mundir, en það var stofnað 22.
febrúar 1925 og hét þá SkáUfélag
Hafnarfjarðar.
Félagið mun minnast þessara
tímamóta með margvíslegum
hætti. Þann 22. febrúar munu
skátar fara í blysför að Víðistaða-
kirkju, sem er í byggingu ekki
langt frá skátaheimilinu Hraun-
byrgi. Sóknarpresturinn mun ann-
ast helgistund í fokheldri kirkj-
unni upplýstri af kertum og blys-
um skátanna. Síðan verður haldin
kvöldvaka í Víðistaðaskóla, sem
lýkur með flugeldasýningu.
Skátaball, sem fjallarekkaflokk-
urinn „Trail 11“ sér um, verður
laugardagskvöldið 23. febrúar, en
hátiðarhöldunum lýkur sunnudag-
inn 24. febrúar með síðdegiskaffi-
drykkju í félagsmiðstöð bæjarins.
Þangað verður vinum og velunn-
urum boðið ásamt fyrirmönnum
bæjarfélagsins og nærliggjandi
sveitarfélaga auk þess sem allir
skátar, eldri og yngri, eru vel-
komnir.
Vormót skátafélagsins verður
að venju haldið í Krísuvík og að
þessu sinni verður það dagana
24.-27. maí. Þetta verður 45.
vormótið og verður þess minnst
með margra daga hátið.
Saga Skátafélags Hafnarfjarð-
ar, seinna Skátafélagsins
Hraunbúa, er lítillega rakin i
„Sögu Hafnarfjarðar” eftir Ásgeir
Guðmundsson.
Þar segir frá stofnun félagsins
og hvenær nafni þess var breytt.
Einnig kemur fram að félagið lauk
við að byggja útileguskála við
Kleifarvatn 1946 og stendur hann
enn. Félagið eignaðist sitt fyrsta
Hraunbyrgi árið 1947.
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði
er sérdeild innan skátafélagsins,
rekin með sérfjárhag. Er þetta
elsta hjálparsveit skáta starfandi
í landinu.
Félagsskapur eldri skáta, Skt.
Georgs gildi, var stofnaður 1963,
en það er félagsskapur eldri skáta
og velunnara hreyfingarinnar.
Á þessum 60 ára ferli hafa 20
manns setið í embætti félagsfor-
ingja Hraunbúa. Núverandi fé-
lagsforingi er Sigurður Baldvins-
son. Eiríkur Jóhannesson var
lengi félagsforingi eða í 9 ár sam-
(í.'r rréiutilkynningu.)
Wim Wenders snýr aftur
Kvíkmyndir
t Árni Þórarinsson
París,
Texas
Háskólabíó:
★ ★ ★ ★
Frönsk-þýsk. Árgerð 1984. Handrit:
Sam Sheppard í úrvinnslu L.M. Kit
Carson. Leikstjóri: Wim Wenders.
Aðalhlutverk: Harry Dean Stanton,
Dean Stockwell, Hunter Carson,
Nastassia Kinski, Aurore Clément.
„Hvers vegna í ósköpunum ertu
með ljósmynd á þér af auðri lóð í
París, Texas?“ spyr Walt (Dean
Stockwell) Travis (Harry Dean
Stanton) eldri bróður sinn.
„Ég keypti hana,“ svarar Trav-
is.
„Keyptirðu í alvöru þessa
ljósmynd af auðri lóð?“
„Ég keypti lóðina."
Á slíkum lágum og lúmsum
samtalsnótum er ofinn sá fallegi
filmuvefnaður sem heitir Parls,
Texas; hann er ofinn úr samtöl-
unum að hætti leikritaskáldsins
Sam Sheppard sem mjólkar
hversdagsleikann með svo
spenntu afli að hann nálgast
súrrealisma ekki síður en real-
isma; hann er ofinn úr þeim tæra
hlédræga stíl sem Wim Wenders
leikstjóri laðar fram hjá fyrsta
flokks leikhópi sínum; hann er
ofinn úr þeim ágenga lofsöng til
amerísks umhverfis sem Robby
Múller skráir eins og myndljóð á
tökuvél sína; hann er ofinn úr því
angurværa plokki sem Ry Cooder
veitir úr gítarnum sínum inn á
hljóðrásina. Þannig ríma þættir
myndarinnar saman og yrkja ein-
hverja áhrifamestu, ánægju-
legustu og skemmtilegustu
kvikmynd sem hingað hefur bor-
ist svo mánuðum skiptir.
Það var sannarlega kominn
tími til að Wim Wenders kæmi
undir sig fótunum í Bandaríkjun-
um. Þessi efnilegasti leikstjóri
Þjóðverja lenti í óvæntum og
löngum þrengingum þegar hann
hugðist vinna að list sinni innan
þeirrar kvikmyndamenningar
im
J
Faðir og sonur ná saman á ný — Harry Dean Stanton og Hunter Carson sýna
fallegan samleik í París, Texas.
tilbrigði við einkaspæjarahefðina
í farteskinu. Hammett þurfum
við að fá að sjá hér á tjaldi en
ekki bara á myndbandi. Með Par-
ís, Texas hefur Wim Wenders aft-
ur náð fullum tökum á list sinni,
og megi það verða varanlegt.
Þennan nýja óð sinn til Amer-
íku setur Wenders fram í gam-
alkunnu formi „road movie“,
þjóðvegamyndar, þar sem sögu-
hetjur eru á ófyrirsjáanlegum
ferðalögum um Hraðbrautir Lífs-
ins en eru í rauninni alltaf á leið-
inni heim; þær eru að leita að
uppruna sinum. Aðalpersónan i
Paris, Texas, hinn rótlausi flæk-
ingur Travis er í einkar eftir-
minnilegum upphafskafla mynd-
arinnar vafrandi um víðfeðma
eyðimörk í Texas, að því er virðist
á leiðinni eitthvað út í buskann,
bara eitthvað út í bláinn. Hann er
í rykugum tvíhnepptum jakkaföt-
um með snyrtilega hnýtt bindi en
af augum hans má ráða að hann
er að fjara út i flestum skilningi.
Hann hnigur niður i litlu hjól-
hýsaþorpi í eyðimörkinni. Hann
mælir ekki orð frá munni fyrr en
eftir langan akstur áleiðis heim
Travis á (lótta undan og I leit að
sjálfum sér.
sem hann hefur dáð og tekið mið
af alla tíð, — fyrst i „Lísu í borg-
unum“ sem hann gerði í heima-
landi sínu, Vestur-Þýskalandi,
„Ameríska vininum" sem hann
gerði með aðra löppina vestra og
svo „Hammett“ sem hann gerði
með báða fætur innan veldis
Francis Coppola og slapp þaðan
kalinn á hjarta en með hnýsilegt