Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 „1=9 30 duga. fan^elsi', MáLfríSur. kastoSu ckki Lífí þ'mua. glx. Fihndu þkr einhvern ctnnarv ósí er... ... að vita hver sendi rósirnar TM Rm. U.S. Fit. Otl.-rt rtghts rtMnrad »1984 Los Angeles Times Syndicate Með mor^unkaffínu Er ekki hægt að láU skipið velU Kvolítið. Flibbahnappurinn fór inn- undir kojuna? HÖGNI HREKKVÍSI „ EIMMITT- Heimilið og skattarnir Jón G. skrifar: Kæri Velvakandi. Ástæðan til þess að ég skrifa þér nú, er grein sem Elín Pálma- dóttir skrifaði í Morgunblaðið þ. 10. febrúar sl., en í þessari „Gáru“-grein segir E.P. meðal annars: „Prestur einn lýsti sig í þætti í sjónvarpinu í vikunni gegn ákvæð- um þeirra skattalaga sem leggja þyngstu byrði á heimili með einni fyrirvinnu," og í framhaldi af því spyr hún ennfremur, eða að minnsta kosti tek ég það sem hún segir sem spurningu þó ekki sé spurningarmerki aftan við, en þar segir svo: „ ... en hvað er þar átt við heimili með einni fyrirvinnu." Mín skilgreining á „einni fyrir- vinnu" er sú að hér sé um hjón og eða sambýlisfólk að ræða ásamt börnum sínum og að aðeins annað hjónanna vinni úti og afli tekna heimilisins. Virðist í grein þessari gæta nokkurrar hneykslunar á því að þessi mæti klerkur skyldi leyfa sér að hafa aðra skoðun á þessu máli heldur en kvenréttindakonur almennt hafa, en sem kunnugt er beita þær sér óspart fyrir því að reisa dagvistarheimili fyrir börn þannig að sem flestar konur geti komist án mikillar fyrirhafnar á vinnumarkaðinn, í stað þess að beita sér fyrir því að aðeins ein fyrirvinna heimilis hafi það mannsæmandi laun að nægi til framfærslu heimilisins. óneitan- lega er það börnum fyrir bestu að geta notið óskoraðrar umhyggju móður heldur en að flækjast fram og aftur til og frá dagheimili. í sambandi við þetta vil ég leyfa mér að leggja svofellda spurningu fyrir E.P. og vonast eftir greinar- góðum svörum: Ég nefni sem dæmi fjölskyldu með 5 börn á aldrinum 5 til 13 ára. Þarna er um að ræða að eiginmað- urinn vinnur fyrir öllum tekjum heimilisins og er því skattlagður sem slíkur. Vegna barnafjöldans getur húsmóðirin ekki unnið úti á hinum almenna vinnumarkaði en spurningin er svona: Telur þú, E.P. það réttlæti að þessum hjón- um eða heimili þeirra sé gjört að greiða hærri skatta af því að kon- an er „bara húsmóðir" og vinnur ekki úti? Á það skal einnig bent í þessu sambandi að þessi hjón hafa aldr- ei sent börn sín á dagheimili, og hafa þar af leiðandi ekki íþyngt bæjar- eða sveitarfélagi með byggingu né rekstri dagheimila, en fynr utan það að vera hrein- lega refsað fyrir svona hegðun verða þessi hjón líka að greiða í sínum opinberu gjöldum kostnað- inn af svona heimilum. Er þetta réttlæti? Er það líka réttlætanlegt að t.d. öldruð hjón sem búin eru að inna af hendi skyldur sínar við að koma börnum sínum til manns og sest í helgan stein beri slíkan kostnað innifalinn í opinberum gjöldum við að koma annarra börnum upp? Telur þú, E.P., það einnig réttlæti að þessi hjón sem að framan greinir hafi fengið í fæðingarstyrk aðeins einn þriðja part af því sem útivinnandi húsmóðir fær? En í þessu tilviki er um tugi þúsunda króna að ræða. Mín skoðun á málinu er sú að dæminu ætti að snúa við og greiða „bara húsmæðrum" þrefalt hærri fæðingarstyrk en þeim sem vinna úti. Ekki svo að skilja að ég hafi neitt á móti dagheimilum eða slík- um stofnunum en það á bara ekki að lata almenning borga brúsann. Þeir sem nota þessa þjónustu eiga að greiða kostnaðarverð fyrir hana rétt eins og við almennir borgarar verðum að greiða póst- og simagjöld fullu verði svo og hitakostnað og rafmagn. Vangaveltur E.P. í sambandi við ekkjur og ekkla síðar í greininni tel ég ekki koma þessu máli bein- línis við, því ég man ekki betur en að í skattalögunum séu sérstök ákvæði þar um. E-Pi. skrifar: Bæði Jón G. og Þorbergur Kristjánsson virðast hafa misskil- ið um hvað Gárupistill fyrir viku snerist og skrifast sjálfsagt á óskírleika höfundar, sem ekki var- aði sig á að aðeins væri lesin ein málsgreinin. Hugleiðingarnar áttu að velta upp tvískinnungnum í skattheimtunni. Vekja athygli á því hve löggjafinn er sjálfum sér ósamkvæmur og skýtur sér oft bak við ónákvæmt oröalag — enda er heill her lögfræðinga i því að finna út hvað átt er við. Og nú hefur komið í ljós að ekki eru allir sammála um hverjir geta gert kröfur til þess að eiga „heimili" hvað þá að vera „ein fyrirvinna heimilis". Og það er kjarni máls- ins. Jón G. nefnir dæmi um það sem honum finnst vera heimili, þ.e. hjón með fimm ung börn. Fyrir löggjafann er ákaflega billega sloppið að skilgreina það eitt sem heimili, því sjö manna heimilin eru svo fá, voru aðeins 64 á öllu höfuðborgarsvæðinu í þeim skýrslum sem ég hefi nýjastar og þar þá innifaldar fjölskyldur þar sem bæði hjónin vinna úti og 7 manna heimilin þar sem ekki eru 5 börn. í mínum huga eiga miklu fleiri rétt á að eigi heimili, enda heimilin á þessu svæði talin yfir 30 þúsund. Enginn efast um ágæti móður sem alltaf er heima hjá börnum sínum (jafnvel telja flest- ir orðið dagheimili af hinu góða), en um það var ekki verið að ræða. Heldur ekki hvers konar heimili það væru sem kirkjan legði áherslu á (hélt satt að segja að það væru öll, jafnvel þótt þar búi bara einn). Eini gréinarmunurinn sem Gáruhöfundur gerði á heimil- um voru heimilin þar sem sinna þarf ungum börnum og/eða sjúkl- ingum og gamalmennum og hins vegar heimilum þar sem fullorðið fólk er að sjá fyrir sér og um sig, annaðhvort í félagi eða hver fyrir sig, sem er þeirra einkamál. Svona í trúnaði — þótt þess væri ekki sérstaklega getið — þá ber ég virðingu fyrir konum sem hugsa vel um börnin sín (finnst dónaskapur að nota orðið bara húsmóðir, þótt í gæsalöppum sé) og ekki síður þeim konum (og mönnum) sem þurfa bæði að sjá fyrir þeim og um þau og gera það vel. Hvorugt ætti að greiða hærri skatta fyrir það. Tek fúslega við „uppnefnum" fyrir þá röksemda- færslu. Eitt enn. Vissulega skiptir máli — þ.e. fyrir ekkilinn eða ekkjuna — ef þau í viðbót við það að missa kæran maka og gagnleg- an heimilinu verða að snarhækka í sköttum um leið. Það er flókið að búa til réttlát skattalög, því mannfólkið og heimilin eru’ svo mismunandi. En fyrsta skilyrðið er að gera sér grein fyrir því hvað orðin og hug- tökin þýða. Þessir hringdu . . . Allir geta gerst félagar Kristinn Snæland hjá Fornbíla- klúbbnum hringdi: Einar Atlason spyr í Velvak- anda hvort bíll árgerð 1967 sem mynd birtist af í Mbl. sé ekki of ungur til þess að vera í Fornbíla- klúbbnum. Því er til að svara að í greininni sem um er rætt stóð að bílar þyrftu að vera 20 ára eða eldri til að geta talist fornbílar. Hins vegar getur hver sem er gerst félagi í Fornbílaklúbbnum þótt bíll hans geti ekki talist forn- bíll fyrr en eftir nokkur ár. Einar Atlason gæti t.d. gerst félagi og ákveðið aö „ungur“ bíll sinn ætti að verða sinn fornbíll. Sá hinn sami? Ágústa hringdi: Ég las í sunnudagsblaði Mbl. 10. þ.m. viðtal við Sören Sörensen nokkurn. Mér segir svo hugur um að þetta sé sá hinn sami Sören og læknaði mig af þrálátu exemi fyrir 40 árum, þá nýkominn úr einhverju læknanámi. Ef svo er þá vil ég færa honum mínar bestu þakkir og óskir, ég hef ekki kennt mér meins síðan hann gaf mér góð ráð. Einnig langar mig að spyrja Sören hvers vegna hann hafi aldr- ei gegnt Iæknisstarfinu? Ég sé núna hvað við höfum misst. Lagið fengið „að Iáni“ Strákur hringdi: Mig langar að koma með at- hugasemd varðandi skrif í Velvak- anda um það að lag eitt sem leikið var í Stundinni okkar hafi verið stolið. Þannig er að þegar spjallað var við strákana í hljómsveitinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.