Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 15 Kona um konur Leiklist Jóhann Hjálmarsson Alþýðuleikhúsið: KLASSAPÍUR eftir Caryl Churchill. Þýðing: Hákon Leifsson. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Aðstoðarleikstjóri: Elfa Gísladótt- ir. Leikmynd og búningar: Guðrún Erla Geirsdóttir. Lýsing: Árni Baldvinsson. Klassapíur eftir Caryl Chur- chill er leikrit eftir konu um konur frá níundu öld til okkar daga. Fulltrúar hinna ýmsu stétta birtast í leikritinu og skýra frá lífsreynslu sinni. I upphafi býður nútímakonan Margrét til veislu. Konur liðins tíma opna hug sinn, sumar á hógværan hátt, aðrar með ofsa. Umræðuefni eru margvísleg: heimspeki, ljóðlist, trúarbrögð, ástir, ferðalög, helvíti. Auk Margrétar eru á sviðinu Isabella Bird sem á nítjándu öld gat sér gott orð sem ferðabóka- höfundur; Gréta, stigin út úr málverki eftir Bruegel; Grishild- ur góða; Lafði Nijó, japönsk hjá- kona keisara og síðar nunna, og Jóhanna páfi sem talin er hafa verið páfi 854—856, en fæddi barn í skrúðgöngu og var af þeim sökum grýtt í hel. Allar voru þessar konur at- kvæðamiklar, hver með sínum hætti, en verða ekki verulega sannfærandi í Klassapíum nema helst Gréta. Hlutverkið nýtur sterkrar túlkunar Ásu Svavars- dóttur sem er allt að því djöful- leg, einkum í lýsingum á mann- legri grimmd. Geðþekk er sú mynd sem Anna S. Einarsdóttir dregur upp af Isabellu. Sigur- jóna Sverrisdóttir leikur Grís- hildi góðu, Sólveig Halldórsdótt- ir Lafði Nijó og Sigrún Edda Björnsdóttir Jóhönnu páfa. Frá höfundarins hendi eru þessi hlutverk daufgerð og leikurun- um tekst ekki að gæða þau eftir- minnilegu lífi. Hér skortir líka nokkuð á hnitmiðun í leikstjórn. í síðari hluta verksins er Mar- grét sýnd sem hin dæmigerða nútímakona á framabraut, köld og miskunnarlaus. Margrét Áka- dóttir sem leikur nöfnu sína nær á henni góðum tökum, túlkar af jafn mikilli innlifun stolt hennar og vanmátt. Þessi hluti er í raunsæisstíl, dálítið í anda vana- bundinna ádeiluleikrita og segir í rauninni ekkert nýtt. Þó er reynt að skyggnast inn í hugar- fylgsni áhrifakonu og afhjúpa hana, tengja um leið háttalag hennar við enskt samfélag eins og það hefur þróast undir stjórn Thatchers og dómur kveðinn upp um hinar verri hliðar markaðs- hyggjunnar. Kristín Bjarnadóttir er hin mædda Elísabet, fátæk, en ekki reiðubúin að gefast upp fyrir Margréti, systur sinni. Kristín gerir Elísabetu góð skil. Sigrún Edda Björnsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir leika stelpur á gelgjuskeiði. Leikur þeirra er ólíkur. Sigrún kann vel að túlka dyntóttar og ærsla- fengnar stelpur, en túlkar hina vanþroskuðu Ásu af full mikilli ákefð. Sólveig Halldórsdóttir kemur Kit aftur á móti til skila með hófstilltri túlkun og dregur áreynslulítið fram hið spaugi- lega. Anna S. Einarsdóttir er Rósa, kona manns sem verður í starfi sínu að lúta í lægra haldi fyrir hinni kappsömu Margréti. Anna fer þokkalega með þetta hlut- verk. Sigurjóna Sverrisdóttir er hressileg Dúdda og ekki verður að Ásu Svavarsdóttur fundið í hlutverki Diddu. Guðný J. Helgadóttir fer snot- urlega með hlutverk þjónustu- stúlku í fyrri hluta verksins. Þýðing Hákonar Leifssonar er áheyrileg. Tónlist Leifs Þórarinssonar þótti mér á köflum falleg, en ekki er verulegur styrkur að henni. Inga Bjarnason leikstjóri hef- ur þegar á heildina er litið skap- að skemmtilega sýningu og leyst ýmiskonar vanda hins þrönga húsnæðis. Leikmynd Guðrúnar Erlu Geirsdóttur er myndræn og stækkaði sviðið ótrúlega. Loka- þátturinn þegar konur hins liðna birtast verður ekki síst minn- isstæður vegna leikmyndarinn- ar. Lýsing Árna Baldvinssonar átti sinn þátt í lífi leikmyndar- innar. Klassapíur er ekkert bylt- ingarverk í leikritun þótt hlut- verkin séu öll í höndum kvenna. En hér er drepið á ýmislegt sem ómaksins vert er að rifja upp. íbiza er staöur unga fólksins og í sumar mun straumurinn örugglega liggja þangaö ef marka má allar þær fyrirspurnir sem við höfum nú þegar fengið. Guðmundur farar- stjóri sór um að halda uppi fjörinu allan sólarhringinn og á dagskrá eru m.a. ökuferðir í allskonar farartækjum. siglingar, sjóskíði, seglbretti, fótbolti, hjólaferðir, diskótek, kvöldveislur, morgunveislur, næturveislur og síðdegisveislur, fyrir utan sólbaðið ogallt hitt. Á Bossaströndinni á fbiza eru Úrvalshótelin Arlanza og Sal Rossa tilbúin til þess að taka á móti sprellfjörugum Úrvalsfarþegum. Brottfarir: 29/5 (örfá sæti laus), 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9. Sérstök fjölskylduferð: 10/7. FerðatHhögun: Leiguflug. Dvalartími: 3 vikur. Verð frá kr. 24,880,- Barnaafsláttur: 0—1 árs greiða 10%, 2—11 ára greiða 50%, og 12—16 ára greiða 70%, nema 15 ára fá 50% afslátt í tilefni 15 ára afmælis Úrvals. FERMSKRIFSIDaN ÚRVM Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími (91/-26900. Ibiza er stjörnuferðastaðurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.