Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 fclk í fréttum Goldie Hawn: Leiðin á toppinn var þyrnum stráð Goldie Hawn, létt, hress og skemmtileg gamanleikkona, söngvari og dansari. Hún er í hópi ástsælustu leikkvenna vestan hafs og austan, en nýlega sagði hún frá því í blaðaviðtali, að leið hennar á toppinn, ef svo mætti að orði kom- ast, var allt annað en dans á rós- um. Sem óþekkt en framagjörn stúlka voru ekki bara mörg ljón á veginum, heldur margir skúrkar að auki, lygamerðir sem tældu stúlkur til lags við sig með fagur- yrðum um að aðstoða þær á framabrautinni. „Fyrst ætlaði ég að verða dans- ari og varð auðvitað að byrja á botninum, á sóðalegum og myrkv- uðum næturklúbbum og svimandi diskótekum þar sem ég þurfti að dansa fáklædd í búri dinglandi yf- ir höfðum drukkinna gesta sem gerðu ekki annað en að gapa á mann. Og svo er maður var komin niður á jörðina var ekki hugsað um annað en að ná sér „í þessa". Þetta var illa borgað, en eitthvað varð ég að gera, það var dýrt að lifa,“ segir Goldie. Það gerði henni ekki auðveldara fyrir, að hún var og er þvengmjó og var það í nokk- urri mótsögn við þá „týpu“ af dans- og söngkonu sem klúbbar og leikrit vildu helst fá, eftirspurnin var meiri eftir „alvöru kynbomb- um með línur í lagi“. Þó tróð Goldie sér að hér og þar og með seiglu fór hún að hreppa ýmis lítil hlutverk á Broadway. Hún segir frá því hvernig „þekktur teikni- myndahöfundur" sem hún kýs að nafngreina ekki frekar, hafi eitt sinn fengið sig upp á herbergi til sín með fagurgala um hlutverk í kvikmynd sem átti að byggja á frægri teiknimyndapersónu sem hann hafði skapað. Þegar hann sagði henni hvað það myndi kosta duttu af henni allar dauðar lýs og ekki röknuðu þær við er garpurinn missti það svo óvart út úr sér að reyndar stæði alls ekki til að gera umrædda kvikmynd. „Það lá við að ég gæfi honum á ’ann og ég var fljót út. Ég var framagjörn, en ekki svo að ég legðist í forina til að fá mitt fram,“ segir Goldie. í viðtalinu segir hún að lokum, að litlu hafi munað að hún gæfist upp á öllu saman. Árið 1976 var hún búin að fá sig fullsadda af smáhlutverkum sem öll virtust vera eins, hún tók saman fáar föggur sínar og fór heim til New York. Hún keypti sér kjölturakk ann „Lambchop" fyrir aleiguna og sá fram á hertar sultarólar er síminn hringdi. Það var kona sem hún hafði kynnst og var komin til Kaliforníu. Kona þessi bauð henni hlutverk í söngleik, ekki aðalhlut- verk, en ekki aukahlutverk heldur. „Ég sló til, ég gat varla gert annað og hef ekki séð eftir því enn a.m.k.,“ segir Goldie. Goldie í þá „gömlu góðu daga“, örmjó og í danshlut- verkum sem buðu upp á ekki neitt ... GUÐRÚN PEDERSEN OG JÓN ÁRNASON: „Alveg komin í hundana“ Guðrún Pedersen og Jón Árnason hundaeftirlitsmenn með tíkina Lady. einhvern að broti gefum við eig- anda áminningu, í annað skipti fær viðkomandi sekt og í þriðja skipti verðum við að svipta hann leyfinu. Svona gengur það fyrir sig, nema í undantekningartilfellum eins og t.d. ef hundurinn er talinn umhverfi sínu hættulegur að einhverju leyti. Við ökum um bæinn og athugum hvort við sjáum hunda og athugum þá hvort þeir séu skráðir. Ef við sjáum óskráða hunda færum við þá í gæslu og eigandi fær 10 daga frest til að ganga frá sínum málum. Við gefum eigendum einnig áminningu ef við sjáum þá með hundana á þeim stöðum sem bannað er að hafa þá s.s. á Laugaveginum og í al- menningsgörðum á vissum tímum, einnig í skólum á veitingastöðum o.s.frv. Ef hundanna er ekki vitjað I gæslunni er aflífun eina úrræðið." — Reynið þið ekki að finna fyrir Hingað til hefur það verið I höndum lögreglunnar í Reykjavík að hafa umsjón með hundamálum borgarinnar en 1. febrúar sl. voru ný embætti stofn- uð, þ.e.a.s. hundaeftirlitsmanna- embættin, og blm. heimsótti fyrstu starfsmennina á Heilsuverndar- stöðina við Barónsstíg til að for- vitnast nánar um starfssvið og til- gang. „Við sjáum um að lögunum sé framfylgt," sögðu þau Jón Árnason og Guðrún Pedersen hundaeftirlits- menn fyrir Reykjavíkursvæðið. „Það eru margir sem vilja hafa hunda í Reykjavík og þá er að fá hjá okkur undanþágu (leyfi). Hund- arnir koma og fá hreinsunar- og heilbrigðisvottorð, nafn þeirra er skráð og eigandinn fær númer í bókum okkar sem gefur honum leyfi til að hafa hund og það þýðir að hann getur gengið með hundinn sinn úti hvenær sem er, en það má ekki láta þá hunda ganga lausa þó eigandi hafi fyrrgreint leyfi.“ — Ef lögum er ekki framfylgt hvað gerið þið þá? „í fyrsta skipti sem við stöndum NAUSTIÐ KYNNIR NÝJA LÍNU í MATARGERÐARLIST: Fyrirmyndin sótt til „Ménage á Trois“ f London Veitingahúsið Naustið er að innleiða nýja línu í matar- gerðarlist og er fyrirmyndin sótt til veitingahússins „Ménage á Tro- is“ í Knightsbridge í London, en sá staður nýtur mikillar virðingar og var m.a. kjörinn besti veitinga- staður í samanlögðu Bretaveldi hjá bandaríska stórblaðinu „The New York Times" á síðasta ári. í þessu skyni hefur Naustið fengið til liðs við sig yfirmat- reiðslumeistara „Ménage á Trois“, David Wilby, og hafa matreiðslu- meistarar Naustsins, þeir Jóhann Jakobsson, Hermann Astvaldsson, ívar Antonsson og Árnar Jónsson, verið undir handleiðslu breska matreiðslumeistarans að undan- förnu til að undirbúa hina nýju línu Naustsins. Jóhann, sem verð- ur yfirmatreiðslumeistari nýju línunnar, hefur auk þess starfað í Bandaríkjunum við svipaða mat- argerðarlist. „Með þessari nýju línu viljum við auka fjölbreytnina og leitast Tveir af matreiðslumeistur- um Naustsins, Hermann Ástvaldsson og Jóhann Jak- obsson, ásamt David Wilby (í mióið), með sýnishorn af nýju línunni í Naustinu. Morpinblaðið/ Árni Sæbern
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.