Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
Kristján Ragnarsson, formaður LIU, um olíuhækkunina:
Kaldar kveðjur þegar
flotinn er á leið í land
Skipin skipta aftur yfir á gasolíuna
„OKKUR finnst það heldur kaldar kveðjur að fá þessa hækkun þegar flotinn
er á leið í land. Hún lagar stöðuna áreiðanlega ekki,“ sagði Kristján Ragn-
arsson, formaður LÍÚ, þegar álits hans var leitað á 3,7% hækkun gasolíu og
13,5% hækkun svartolíu sem verðlagsráð heimilaði í gær.
Kristján sagði að hækkun gas-
olíulítrans um 40 aura skiptist í
tvennt. 20 aurar væru vegna inn-
kaupanna, þ.e. vegna breytingar á
dollar, og 20 aurar vegna aukinna
greiðslna á innkaupajöfnunar-
reikning. Hækkun svartolíunnar
um 1.400 kr. hvert tonn skiptist í
fjóra þætti. 500 kr. væru vegna
innkaupanna, 150 kr. vegna hækk-
unar verðjöfnunargjalds, 730
krónur vegna aukinna greiðslna á
innkaupajöfnunarreikning og 20
kr. vegna hækkunar landsútsvars
Innanlandsflug:
Fargjöld
hækka um 9 %
VERÐLAGSRÁÐ ákvað á fundi
sínum í gær að heimila 12%
hækkun á töxtum leigubifreiða.
Jafnframt heimilaði ráðið 12%
hækkun á töxtum vinnuvéla og 9%
hækkun á far- og farmgjöldum í
innanlandsfluginu.
vegna verðhækkunarinnar. Sagði
Kristján að engin hækkun hefði
verið leyfð á álagningu olíufélag-
anna og væri það út af fyrir sig
jákvætt.
Sagði Kristján að fyrir ári hefði
gasolían verið 50—60% dýrari en
svartolían og hefði mörgum skip-
um verið breytt til að nota svart-
olíuna á undanförnum árum. Eftir
þessa hækkun nú væri svartolían
orðin jafn dýr gasolíunni að teknu
tilliti til eðlisþyngdar olíunnar.
„Það er ekki lengur neinn ávinn-
ingur að nota svartolíuna og blasir
því við að fiskiskipin muni skipta
aftur yfir á gasolíuna," sagði
Kristján.
Þá sagði hann að olíuverðs-
hækkunin kostaði útgerðina 160
milljónir á ári. Kostnaðarauki út-
gerðarinnar vegna gasolíuverðs-
hækkunarinnar væri 50 milljónir
en 110 milljónir vegna hækkunar
svartolíunnar.
Þórður Ásgeirsson, forstjóri
Olíuverslunar lslands hf., sagði í
gær að þessi verðhækkun væri
langt frá því að vera fullnægjandi.
Það væri algerlega óviðunandi að
ekki hefði fengist leiðrétting
álagningarinnar. Við síðustu verð-
ákvörðun, í nóvember sl., hefði
álagningin verið skert um nálægt
því 'á. Á bak við þá skerðingu
hefðu staðið rök sem engan veginn
stæðust. Búið hefði verið að gera
verðlagsyfirvöldum það ljóst og
hefði það því komið mjög á óvart
að hún skildi ekki hafa verið lag-
færð aftur.
„Álagningin er það lág að við
erum að selja oiíuna með miklu
tapi og því höldum við ekki lengi
áfram,“ sagði Þórður. Sagði hann
að með þessu væri verið að yfir-
færa peninga í stórum stíl frá
olíufélögunum til útgerðarinnar.
Því sagði hann að olíufélögin gætu
ekki unað, eitthvað yrði að gera en
engar ákvarðanir hefðu verið
teknar í því efni. Sagði hann að
helst kæmi til greina að hætta að
selja olíu nema gegn staðgreiðslu,
afnema þann vaxtalausa 1—2
mánaða greiðslufrest sem útgerð-
in hefði, og dagvaxtareikna út-
tektina strax.
Morgunblaðiö/ Árni Sæberg
Síðustu daga hefur enginn verið atvinnulaus {Garði, en heimamenn óttast að
þaö kunni að breytast til hins verra.
Dökkt útlit í atvinnumálum í Garði:
Geir Hallgrímsson, utanrikisráðherra:
íslendingur verði
ráðinn til starfa í
höfuðstöðvum NATO
„VIÐ HÖFUM áhuga á því að fslendingur verði ráðinn til starfa í
höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, í þeirri deild er fjallar
um hermál og undirbýr fundi hermálanefndar þannig að við getum
fylgst með þeim áætlunum sem farið er í gegnum frá einum tíma til
annars, og varða ísland," sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í
samtali við blm. Mbl. í g»r.
,Ég hef minnst á þetta mál í
utanríkismálanefnd og þar fékk
þessi hugmynd góðar undirtekt-
ir,“ sagði Geir, „og ég hef þess-
vegna verið að undirbúa þetta
mál frekar, m.a. í viðræðum við
Carrington lávarð í desember sl.
og vonast ég því til að þetta geti
brátt komist í framkvæmd."
Utanríkisráðherra sagði að
ekki væri alveg ljóst hvaða
menntunar- eða reynsluskilyrði
yrðu sett varðandi ráðningu í
þessa stöðu, en hann sagðist
vonast til þess að unnt yrði að fá
mann til starfans sem teldist
hæfur.
Aðspurður um hver bæri
kostnaðinn af veru slíks
starfsmanns i Brussel, sagði
Geir: „Væntanlega fellur kostn-
aðurinn á okkur, en það mun
vera venja að hvert land kosti þá
menn sem þeir láta í té til starfa
á þessu sviði."
„Fari sem horfir verður
ástandið hér skelfilegtu
— segir Finnbogi Björnsson oddviti Gerdahrepps
„ÞAÐ MÁ segja að hér sé allt að lenda í kaldakoli. Mörg fyrirtæki eru að
hætta, ýmist tímabundið eða fyrir fullt og allt. Tveir togarar hafa verið seldir
í burtu og sá þriðji er að fara. Stærstu fiskvinnslufyrirtækin eru hætt eða að
hætta. Önnur fyrirtæki hér hafa ekki fengið eðlilega bankafyrirgreiðslu í
marga mánuði. Fari svo sem nú horfir verður skelfílegt ástand hér þegar
kemur fram á vorið.“
Finnbogi Björnsson fram-
kvæmdastjóri, oddviti Gerða-
hrepps, lýsti ástandinu í sinni
heimabyggð á þennan hátt þegar
blm. Morgunblaðsins hitti hann og
fleiri frammámenn í Garðinum að
máli í gær. Segja má, að ástandið í
Garðinum lýsi í hnotskurn nýlegri
þróun í atvinnumálum fiskverkun-
arfólks á Suðurnesjum. Fisk-
vinnslufyrirtækjum í Gerðahreppi
hefur fækkað um nærri helming á
síðustu 2—3 árum og með sölu
togaranna minnkar kvóti byggð-
arlagsins verulega.
„Bátarnir hafa getað nýtt sér
kvóta togaranna á meðan þeir
hafa verið til dæmis á rækju yfir
sumartímann en nú sýnist manni
að margir bátar verði búnir með
sinn kvóta í vertíðarlok í vor,“
sagði Finnbogi. „Ég held að við
sjáum núna aðeins brot af þeim
vanda, sem við eigum eftir að
standa frammi fyrir í ár. Strax í
vor er fyrirsjáanlegt að hér verði
veruleg vandamál á ferðinni.“
En þótt ástand og horfur í Garði
séu ekki góðar sem stendur og at-
vinnutækifærum þar hafi fækkað
um nærri hundrað á undanförnum
mánuðum, var enginn á atvinnu-
leysisskrá þar sl. föstudag, í fyrsta
skipti síðan í nóvember sl., að sögn
Ellerts Eiríkssonar, sveitarstjóra.
„Ástæðan er sú,“ sagði hann, „að
þegar hér er allt í fullum gangi
höfum við ekki nægilegt vinnuafl
og höfum reglulega þurft að flytja
hingað fólk frá Keflavík og Njarð-
vík. Atvinnuleysið í Garðinum
hefur bitnað á íbúum nágranna-
byggðarlaganna. Þetta á eftir að
breytast mjög hratt til hins verra
þegar áhrif sjómannaverkfallsins
fara að koma í ljós.“
Jón Hjálmarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Gerðahrepps, sagði ástandið
leggjast illa í heimamenn ef ekki
kæmi til viðbótarkvóti eða breytt
afstaða yfirvalda. „Það er búið að
ganga fyrir bankastjóra allra
bankanna, þingmenn kjördæmis-
ins og ráðherra, en alls staðar er
komið að lokuðum dyrum,“ sagði
hann í samtali við blaðamann
Mbl. „Ef þetta væri ekki á Suður-
nesjum væri löngu búið að bjarga
málunum. Við erum furðu lostnir
yfir þvl, að bankarnir neita fyrir-
tækjum hér um eðlilega fyrir-
greiðslu, svo þau geta ekki einu
sinni veðsett afurðir sínar.“
Sjá ennfremur forystugrein.
Umræður á þingi um Seðlabankahúsið:
„Albert, þú verður
víttur fyrir þessi orð“
— sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. Þingforseti stillti til friðar
Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær kom til haröorðra orðaskipta milli
flokksbræðranna Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S) og Alberts Guðmunds-
sonar fjármálaráðherra þegar Eyjólfur Konráð mælti fyrir þingsálykt-
unartillögu sinni, Eiðs Guðnasonar (A) og Stefáns Benediktssonar (BJ)
um könnun á æskilegri nýtingu Seðlabankahússins.
Eyjólfur Konráð sagði m.a. í
ræðu sinni að Seðlabankabygg-
ingin væri auðvitað bara
„symbol" fyrir þá röngu stefnu
sem verið hefði við lýði.
Er Albert Guðmundsson, fjár-
málaráðherra sté í pontu og
svaraði Eyjólfi Konráð, sagði
hann m.a.: „Það er auðvelt að
tala hér og setja á höggstokk
einn hæfasta mann þjóðarinn-
ar.“ Eyjólfur kallaði þá frammí:
„Ég gerði það ekki.“ Albert hélt
áfram: „Þú hefur gert það með
þessari tillögu." Eyjólfur Konráð
kallar þá aftur frammí: „Albert.
Þú verður víttur fyrir þessi orð.“
Albert hélt áfram: „Það er
hans verk sem hér er sett á
höggstokk og á að skera hér frá
hans stofnun sem honum hefur
verið treyst fyrir." Er hér var
komið sögu, greip forseti deild-
arinnar, Salome Þorkelsdóttir
inn í orðskak þingmannanna og
sagði: „Ég vil biðja háttvirta
þingmenn að gæta orða sinna í
vali hér.“ Albert svarar forset-
anum með þessum orðum: „Hvað
er það sem forseti er að víta hjá
mér í ræðustól?" Og forseti svar-
ar: „Aðeins að biðja hæstvirtan
ráðherra að gæta orða sinna.“
Enn heldur ráðherrann áfram og
spyr: „Hvað er það í orðum mín-
um?“ Og forseti svarar: „Það var
höggstokkurinn." Albert spyr:
„Já, hvað með það. Er það ekki
gott íslenskt orð? Er það einhver
misnotkun á orðinu? Það er ver-
ið að skera hérna fólk í Seðla-
bankanum. Ævistarf manns sem
hefur verið að byggja upp Seðla-
bankann, frá vöggu, og máske til
grafar, því mér heyrist það eigi
að taka upp lögin og gera hann
að þeirri stofnun sem hann var
þegar hann var sagður vera í
skúffu hjá Landsbanka íslands."
Sjá nánar á þingsíftu, bls. 34.
Eskifjörður;
Seinheppinn
innbrotsþjófur
Eskifirði, 20. febrúar.
HANN var heldur seinheppinn sá
eða sú sem braust inn í Félagsheim-
ilið Valhöll síðastliðna nótt. Virðist
svo sem löngunin hafí verið mest í
að tala í síma. f kringum símann var
allt þakið sígarettustubbum og nóg
virðist hann hafa haft af sígarettum,
því hann skildi eftir fjóra pakka hjá
símanum. Og ekki nóg með það
heldur skildi hann líka eftir lyklana
sína og viö lyklakippuna var áföst
mynd af kvenmanni, svo eftirleikur-
inn ætti að vera auðveldur fyrir löe-
reglu.
Ekki skemmdi hann neitt nema
hurðina sem hann fór inn um, en
það var bráðabirgðahurð svo skað-
inn er lítill, utan að trúlega verður
símareikningurinn eitthvað hærri,
en annars hefði orðið. Lögreglan
er að rannsaka málið.
— Ævar.