Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 17
17
Þessi upptalning er auðvitað á
engan hátt tæmandi en sýnir á
ótvíræðan hátt hversu tengsl fast-
eignasölu og fasteignasala eiga að
vera náin.
Hvort fasteignasalinn hefur að
formi til starfstöð á öðrum stað
innan lögsagnarumdæmis en fast-
eignasalan er starfrækt skiptir
auðvitað engu meginmáli. Það sem
máli skiptir eru tengsl fasteigna-
salans og þess fyrirtækis sem
hann veitir eða á að veita forstöðu.
Ég er þeirrar skoðunar að heim-
ilt sé að reka fasteignasölu í ýmsu
formi. Starfsemin sem slík geti
t.d. verið í formi sameignarfélags
eða hlutafélags. Ytra form rekstr-
arins skipti ekki máli í því sam-
bandi sem hér um ræðir.
Það er jafnframt ljóst að fast-
eignasala er heimilt að ráða sér
aðstoðarmenn og fá þeim í hendur
ýmis störf við fasteignasölu, t.d.
söfnun tilboða, enda sé skilyrðinu
um forstöðu fasteignasalans full-
naegt.
Ég er hins vegar þeirrar skoð-
unar svo dæmi sé tekið að sé fast-
eignasala rekin með þeim hætti að
fasteignasalinn hafi starfstöð á
öðrum stað innan lögsagnarum-
dæmis en fasteignasalan, fast-
eignasalan sé rekin sem einka-
firma annars en fasteignasalans
eða af félagi sem að öllu eða mestu
leyti er í eigu annars en fasteigna-
salans, sé fasteignasalinn ekki í
fyrirsvari fyrir fasteignasölunni
skv. framangreindu en þiggi hins
vegar laun, sem launþegi eða
sjálfstæður verktaki fyrir að ljá
fasteignasölunni afnot af nafni
sínu. sé fasteignasalan ólögmæt í
skilningi 1. 47/1938 og slíkur
rekstur jafnframt til þess fallinn
að villa um fyrir viðskiptamönn-
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
um fasteignasölunnar í skilningi 1.
56/1978.
Um mörkin uppávið ber að var-
ast alhæfingar en þau sjónarmið
sem leggja ber til grundvallar við
matið eru að mínu áliti tiltölulega
skýr og hvorki langsótt né óhald-
bær svo orðalag Hafþórs Inga
Jónssonar sé notaö. Þau sjónarmið
leiða til þeirrar niðurstöðu álits-
gerðarinnar sem að framan er
rakin.
Ég vona að menn skilji að í
stuttri blaðagrein er engan veginn
mögulegt að gera margþættu
lögfræðilegu efni nægilega grein-
argóð skil og taki viljann fyrir
verkið. Ummæli Hafþórs Inga
Jónssonar voru hins vegar með
þeim hætti að ómögulegt var að
láta þeim ósvarað.
Það er löngu tímabært að setja
hér á landi ný lög um fasteigna-
sölu. Núgildandi lög eru í grund-
vallaratriðum frá 1938 og ætti
hverjum manni að vera ljóst að
við svo búið má ekki lengur standa
enda eru lögin í veigamiklum at-
riðum ófullnægjandi, t.d. að því er
ýmsa þætti í störfum og starfs-
háttum fasteignasala varðar.
Ég veit að þrátt fyrir ólíkar
skoðanir okkar Hafþórs Inga
Jónssonar á túlkun þeirra ákvæða
í 1. 47/1938 sem hér hafa verið
gerð að umtalsefni erum við sam-
mála um nauðsyn gagngerðrar
endurskoðunar á lagaákvæðum
um fasteignasölu og reyndar hef
ég ástæðu til að ætla að við séum í
aðalatriðum sammála um hvað
betur megi fara.
Virðingarfyllst,
Þórður S. Gunnarsson er hæsta-
réttarlögmaður í Reykjarík.
Sigurgeir í Eyjum tók myndina af Chevrolet árgerð 1929 þegar slökkviliðsmenn í Eyjum gangsettu gripinn fyrir
nokkrum dögum í fyrsta sinn í 13 ár. Við stýrið eru Óli Auðberg Valtýsson 2. varaslökkviliðsstjóri, þá Elías
Baldvinsson slökkviliðsstjóri og Ragnar Baldvinsson 1. varaslökkviliðsstjóri.
55 ára slökkviliðsbfll gangfær í Eyjum
Bæjarráð Vestmannaeyja hef-
ur samþykkt að láta gera kostn-
aðaráætlun fyrir viðgerð á elzta
slökkvibíl Eyjanna, Chevrolet
árgerð 1929 sem bæjarsjóður
Vestmannaeyja flutti inn á sín-
um tíma og kostaði um 5 þús. kr.
en tímakaup verkamanna var þá
um 1 kr. Talið er að Erlendur
Halldórsson í Hafnarfirði hafi
smíðað yfir bílinn, en nú er byrj-
að að reyna að ná saman hlutum
sem vantar á þennan 55 ára
gamla bíl: Fyrir stuttu gang-
settu slökkviliðsmenn í Eyjum
’29-árgerðina og fór hann í gang
eins og ekkert væri. Þór Magn-
ússon þjóðminjavörður hefur
lagt mikið kapp á að bíllinn
verði varðveittur og hann gerður
upp.