Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö.
Sjáyarútvegur
á Suðurnesjum
Byggðarlög, sem byggja til-
veru sína einkum á frum-
framleiðslu, fiskveiðum og
landbúnaði, hafa ekki farið
varhluta af samdrætti í at-
vinnu og afkomu. Aflatak-
markanir, vegna stofnsmæðar
helztu nytjafiska okkar, og
framleiðslutakmarkanir,
vegna slæmrar markaðsstöðu
búvöru, hafa sett þessum
byggðum stólinn fyrir dyrnar
í atvinnulífi. Suðurnes hafa
orðið sérlega illa úti í þessu
efni. Þar hefur lánsfjárstýr-
ing, óhagstæð þessum lands-
hluta, aukið á þann atvinnu-,
afkomu- og byggðavanda, sem
aflatakmarkanir og aflasam-
setning valda.
Fyrir rúmum tíu árum vóru
tuttugu og þrjú frystihús
starfandi á Suðurnesjum. í
dag eru þau níu og tvö bíða
átekta. Einar Kristinsson,
formaður Vinnuveitendafé-
lags Suðurnesja, sagði á al-
mennum fundi, sem Suður-
nesjamenn héldu nýverið um
atvinnumál, að 16% sam-
dráttur hefði orðið í fram-
leiðslu frystihúsa á Suður-
nesjum sl. tvö ár.
Taprekstur frystihúsa á
Suðurnesjum mörg undanfar-
in ár hafi skekkt stöðu þeirra,
einkum þegar verðbólgan fór
upp í 130% hraða, og verð-
trygging lána fylgdi í kjölfar-
ið. Þá hafi „eignaupptaka í
sjávarútvegi" hafizt fyrir al-
vöru, segir Einar efnislega.
Verulegur samdráttur hef-
ur einnig orðið í skipastól
Suðurnesjamanna. Mörg
fiskiskip hafa verið seld af
svæðinu, sum með og ásamt
aflakvóta. Nefna má að þrír
togarar hafa verið seldir úr
Garðinum, þúsund manna
byggð. Ellert Eiríksson, sveit-
arstjóri í Garði, segir fækkun
starfa, jafnvel um rúmlega
eitt hundrað, fylgja í kjólfar-
ið.
Mjög lítil endurnýjun hefur
orðið í fiskiskipastól Suður-
nesjamanna. Einungis 6,5%
bátaflotans þar eru undir 10
ára aldri, en 19% ef miðað er
við landið í heild. Meðalaldur
báta að hundrað lesta stærð
er rúmlega 24 ár. Aðeins 8 af
123 bátum á þessu svæði eru
undir 10 ára aldri. Einn af
átta togurum, sem eftir eru á
svæðinu, er undir 10 ára aldri
— og meðalaldur rúmlega 13
ár.
Rekstraröryggi fyrirtækja
og atvinnuöryggi fólks eru
tvær hliðar á sama fyrirbær-
inu. Aflasamdráttur, afla-
samsetning og lánsfjárstýring
óhagstæð Suðurnesjum, hafa,
ásamt því hvern veg búið er
að sjávarútvegi í landinu í
heild, veikt rekstraröryggi
veiða og vinnslu. Frystihúsum
á Suðurnesjum hefur fækkað
um helming á einum áratug;
— fiskiskip og aflakvóti keypt
annað. Atvinnuöryggi sjó-
manna og fiskverkunarfólks
hefur veikzt, án þess að önnur
störf hafi komið í staðinn.
íslenzkur sjávarútvegur,
veiðar og vinnsla, verður að
laga sig að breyttum aðstæð-
um, hvort heldur eru í lífríki
sjávar eða á öðrum sviðum,
sem áhrif hafa á rekstrarleg-
ar forsendur. Þetta hlýtur að
hafa sín áhrif, bæði á veiði-
sókn, þ.e. fjölda úthalda frá
einstökum sjávarplássum,
sem og fjölda og stærð
vinnslustöðva. Breytingar
hlutu því að eiga sér stað,
bæði á Suðurnesjum og öðrum
útvegssvæðum. Það er hins-
vegar ljóst að Suðurnes hafa
orðið verr úti en mörg önnur
sjávarpláss. Ástæða þess er
a.m.k. að hluta til að finna í
stefnumörkun stjórnvalda,
m.a. í lánsfjárstýringu liðinna
ára.
Frá því um miðjan desem-
ber og út janúar var vinnsla
fisks mjög takmörkuð á Suð-
vesturlandi öllu. Mörg hundr-
uð fiskvinnslufólks gengu at-
vinnulaus. Ástandið á Suður-
nesjum var sýnu verst. Þetta
atvinnuleysi bitnaði harðast á
konum, en þær vinna þrjú af
hverjum fjórum störfum í
fiskvinnslu. Þetta ástand
hlýtur að ýta duglega við þjóð,
sem hefur sett stolt sitt í það
að fyrirbyggja atvinnuleysi;
jafnvel „keypt" atvinnuöryggi
heildarinnar með „lakari
kjörum" einstaklinganna. Það
er a.m.k. stundum talað um
„dulbúið atvinnuleysi", sem
fram komi í því að fleiri vinni
sömu störf hér en í nágranna-
löndum víðtæks fjöldaat-
vinnuleysis, hvað svo sem
réttmæti þess tals líður.
Suðurnesjamenn hafa und-
anfarið þingað um atvinnu-
mál sín undir kjörorðinu:
„Snúum vörn í sókn“. Þeir
hafa fært fram athyglisverðar
upplýsingar um atvinnumál
sín, einkum er varðar sjávar-
útveg. Það er skylda þings og
þjóðar að leggja við hlustir og
bregðast við með skjótum og
sanngjörnum hætti.
SJOMANNADEILAN
Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ:
Það er óneitanlega kom-
in meiri harka í deiluna
„ÞAÐ ER óneitanlega komin meiri harka í þetta. Annars sýnist manni að
samstaða meöal sjómanna í þessum samningum. Þaó eru aó vísu einhverjar
undantekningar til, eins og alltaf er, menn eru misjafnlega í sveit settir meö
þaö. Almennt viröast menn vilja fylgja því eftir sem viö höfum verið að tala
um undanfarna daga,“ sagöi Guöjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og
nskimannasambands íslands, í samtali við Mbl. þegar leitað var álits hans á
stööunni í samningum sjómanna við útvegsmenn.
„Það má segja að þetta sé allt L
hnút. Það er komið formlegt sam-
komulag um lífeyrissjóðinn, án
þess að það sé neitt undirritað eða
frá gengið. Þetta er það eina sem
forsvarsmenn útvegsmanna hafa
viljað semja um vegna þess að þeir
gátu í raun og veru ekkert annað,
ráðherra var tilbúinn til að gera
þetta með einhliða lagasetningu.
Við héldum að það myndi liðka
fyrir samningum að semja um
þetta við þá, en það hefur ekki
orðið raunin," sagði Guðjón einn-
ÍR
Hvert verður framhaldið í þess-
um samningum, ert þú vongóður
um að deilan leysist á næstunni?
„Ég get ekki sagt til um það á
þessari stundu. Ég vil þó vona það
fyrir allra hönd að við berum gæfu
til þess að setjast niður og leysa
deiluna. Ég held að allir geri sér
ljóst hvers konar afleiðingar verk-
fallið hefur. En þá verða menn
einhvers staðar að mætast á miðri
leið. Það gengur ekki að sjómenn
slaki öllu sínu út og segi takk
fyrir, það verður að vera samn-
ingsvilji hjá báðum aðilum."
Guöjón A. Kristjánsson
Eruð þið tilbúnir í langt verk-
fall?
„Ja, það fer ágætlega um okkur
á skíðunum hér næstu daga ef á
þarf að halda. Við tökum þá bara
okkar vetrarfrí, við róum hvort
sem er á páskunum."
Hefur komið til tals að liðka
fyrir þessum samningum með
frekari skattaívilnunum ykkur til
handa?
„Við höfum eingöngu rætt um
breytingar á kostnaðarhlutdeild-
inni við ríkisstjórnina og bent á
hvað hún vegur þungt í launum
okkar. Ef þeir treysta sér til að
gera einhverjar aðrar ráðstafanir,
munum við sjálfsagt líta á þær og
meta á sama hátt, en það yrði
bara að líta á sem styrk til útgerð-
arinnar."
Kristján Ragnarsson formaöur LÍÚ:
Síðustu aðgerðir sjómanna
setja málið í verri hnút
„OKKAR viöbrögö við því eru öll á einn veg, þetta er ekki til neins nema aö
spilla fyrir samningum. Við erum með kjarasamning sem segir að skip megi
Ijúka veiðiferð og svo hefur þaö ávallt áður verið í kjaradeilum aö skip hafa
mátt Ijúka veiöiferöum," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna, þegar leitað var álits hans á stööunni í
samningum sjómanna og útvegsmanna og innsiglingu fiskiskipanna.
„Ásakanir í garð útgerðar-
manna um að þeir séu með ein-
hver verkfallsbrot eru út í hött.
Hingað til hefur verið talið að þeir
sem í verkfalli eru fremji verk-
fallsbrot, en ekki öfugt. Okkur
finnst til mikils mælst að við eig-
um að passa þeirra menn í því
efni. Við höfum hinsvegar beðið
forsvarsmenn sjómanna að nefna
okkur dæmi um þá útgerðaraðila
sem hefðu beitt sjómenn sína ein-
hverjum þrýstingi til að brjóta
verkfallið. Þeim hefur eðlilega
orðið svarafátt vegna þess að eng-
808 eru nú báöir komnir í höfn, aö
tilmælum sjómannasamtakanna.
Samkvæmt upplýsingum Bjarna Ein-
arssonar útgeröarstjóra, var fyrirhug-
að aö togararnir veiddu og sigldu síð-
an meö aflann til Þýskalands. Sala
var áætluð 11. og 12. mars, en togar-
arnir létu úr höfn um síðustu helgi.
Verið er að landa afla togaranna,
sem er grálúða og karfi. Sléttanesið
„TOGARAR okkar eru allir á leiö til
lands og eru að sjálfsögöu meö lítinn
afla, enda nýfarnir til veiða,“ sagöi
Gísli Konráðsson, framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa
hf. í samtali við fréttaritara.
„Hjá okkur vinna nú um 250
manns í landi og allt þetta fólk
in slík dæmi eru til. Þetta hefur
allt verið að eigin frumkvæði
þeirra skipstjórnarmanna og skip-
stjóra sem það hafa gert,“ sagði
Kristján einnig.
—Hver er staðan í samningun-
um nú og hvert telur þú að fram-
haldið verði?
„Verkfall er svo alvarlegur hlut-
ur og hefur alvarlegar afleiðingar
fyrir okkar þjóðfélag, að maður
vonar að það standi ekki lengi.
Hinsvegar er ekkert sem gefur
manni tilefni til bjartsýni um að
fyrir endann á þessu fari að sjást.
er með 70 tonn og Framnesið með
50 tonn. Síðan á áramótum er afli
þeirra sem hér segir: Sléttanesið
367 tonn mestmegnis þorskur,
Framnesið 399 tonn blandaður afli.
Sléttanesið sigldi tvisvar í haust á
meðan á sláturíð stóð og gerði
metsölu í síðari ferðinni, tæpar 7
milljónir. Framnesið aflaði rækju
er lögð var upp á ísafirði frá 12.
september til 12. nóvember. Var
mun missa atvinnu um miðja
næstu viku verði ekki samið í dag
eða á morgun. Við neyðumst til að
segja fólki okkar upp kauptrygg-
ingu og má búast við aö þær upp-
sagnir komi til framkvæmda eftir
miðja næstu viku,“ sagði Gísli
einnig. _ GBerg.
Kristján Ragnarsson
gripið til þess ráðs vegna kvóta-
skiptingarinnar, svo hægt væri að
halda skipunum úti og halda uppi
fullri atvinnu í landi. Fyrir áramót
hætti Framnesið sjósókn 12. des-
ember en hinn togarinn 16. des-
ember. Vinna í landi lá því niðri frá
21. desember til 11. janúar 1985 og
síðan hefur verið unnið frá 8 til 17,
ef undan er skilin síðasta vika, en
þá hófst vinna kl. 7 og lauk kl. 18. Á
laugardag var unnið til kl. 17.
Vinna hefur því verið mun minni
en undangengin ár og þá sérstak-
lega nú í vetur.
Afli sá er nú er kominn að landi
mun væntanlega endast út næstu
viku, þannig að fiskvinnsla ætti
ekki að stöðvast fyrr en eftir það,
ef heldur sem horfir í samningavið-
ræðum þeim sem nú standa yfir um
kaup og kjör sjómanna.
Lítillega var gerð tilraun með
skelfiskveiðar og verkun nú eftir
áramót, en sökum tækjakosts og
fleira er það ekki talinn arðvænleg-
ur atvinnuvegur. Ekki blæs því
byrlega sem stendur í atvinnumál-
um Dýrfirðinga. Hulda
Þessvegna get ég ekki annað en
sagt að mér sýnist að þessar síð-
ustu aðgerðir sjómanna verði ekk-
ert til að flýta fyrir því. Ég held að
þær setji þetta miklu fremur í
verri hnút og ég er svartsýnn um
lausn í bili.“
Eskifjörður:
Aðeins
eitt skip
er enn á
veiðum
Eskifirdi, 20. febrúar.
NÚ HAFA »11 skip hér á Eskifirði
nema eitt stöðvast vegna verkfalls
sjómanna. Loðnuskipin komu inn
í gær með fullfermi og netabátarn-
ir komu einnig inn í gær. í nótt
komu svo báðir togararnir og nú
er aðeins eitt skip héðan á veiðum,
en það er Vöttur, sem er á útilegu
með línu.
Hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarð-
ar er nú hráefni eitthvað fram í
næstu viku og þá tekur atvinnu-
leysi við hjá fiskverkunarfólk-
inu. Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um uppsagnir kaup-
tryggingar hjá starfsfólki
Hraðfrystihúss Eskifjarðar.
Hjá hinum fiskverkunarstöðv-
unum og söltunarstöðvunum
fimm mun vinna breytast lítið
fyrst um sinn, en þar er unnið í
saltfiski og frágangi síldarinnar
frá síldarvertíðinni. Hjá Loðnu-
verksmiðjunni er nægt hráefni
næstu vikur.
Ljóst er því að verkfallið kem-
ur harðast niður á starfsfólki
hraðfrystihússins hér ef ekki
semst milli deiluaðila á næst-
Þingeyri:
Hráefni til næstu viku
Þingeyri, 20. febrúar.
FRAMNES IS 708 og Sléttanes ÍS
Akureyri:
250 manns missa
vinnu í næstu viku
Akureyri, 20. febrúar.
.
t
MorRunblaðið/Friðþjófur
Komið úr ródri.
ísafjörður:
Guðbjörg útbúin
f langa veiðiferð
ísafirði, 20. febrúar.
ALVARLEGT ástand getur skapast hjá fiskvinnslufólki á ísafiröi ef til “
langvarandi verkfalls sjómanna kemur. Aöeins hefur veriö unniö örfáa daga
af árinu viö rækjuvinnslu, þar sem öllum veiöisvæöum í ísafjaröardjúpi var
lokað vegna mikillar seiöagengdar.
Línubátarnir þrír sem róa héðan
fóru allir á sjó á sunnudagskvöld.
Orri var með línu til tveggja lagna
og kom að á þriðjudagskvöld. Guð-
ný og Víkingur III komu að á mánu-
dagskvöld og fór Guðný aftur út en
Víkingur ekki. Guðný stöðvaðist
síðan á þriðjudagskvöld.
Skuttogararnir Páll Pálsson og
Guðbjörg fóru út á sunnudag. 500
Ekkert skip á
loðnumiðunum
EKKERT skip er nú að loðnuveið-
um. Síðasta skipið, sem tilkynnti
um afla til loðnunefndar var Há-
kon ÞH í fyrrakvöld. Mörg skip-
anna bíða hins vegar löndunar þar
sem þróarrými var orðið af skorn-
um skammti eftir síðustu hrotu.
Afli frá því að vertíð hófst í fyrra-
haust er nú orðinn um 700 þúsund
tonn og eru þá um 100 þúsund
tonn eftir. 11—14 skip eru búin
með kvótann, en 48 skip höfðu
leyfi til loðnuveiða.
ha. ljósavél í Guðbjörgu hrundi
daginn áður og var þá gripið til þess
ráðs að fá að láni ljósavél hjá
Orkubúi Vestfjarða og fóru tækni-
menn með skipinu á veiðar til að
tengja vélina. Að öðru leyti er það
að heyra á mönnum að Guðbjörg
hafi verið búin til langrar útivistar.
Nú um kvöldmat á miðvikudag, er
ekki vitað hvort Páll Pálsson kemur
inn áður en áætlaðri veiðiferð líkur.
Skuttogarinn Júlíus Geirmundsson
seldi í Bremerhaven á mánudag 178
lestir af karfa fyrir 6,2 milljónir kr.
Ekki er vitað hvort hann fer beint á
veiðar. Togarinn Guðbjartur er í
slipp á Akureyri og rækjutogarinn
Hafþór er að veiðum fyrir Haf-
rannsóknarstofnun.
Útlit er fyrir að hráefni verði í
frystihúsunum fram í næstu viku
en þá stöðvast allur fiskiðnaður á
ísafirði, verði þá ekki búið að leysa
verkfallið.
Það skal tekið fram að það eru
einungis yfirmenn á skipunum sem
eru í verkfalli. Félagar í Sjómanna-
félagi ísfirðinga hafa ekki boðað til
verkfalls. Úlfar.
Allur Eyjaflotinn bundinn við bryggju:
Vinnsla stöðv-
ast í næstu viku
VcNtmannaeyjum, 20. rebrúar.
SÍÐDEGIS í dag var vitaö um fimm báta og fimm togara úr Eyjaflotanum,
sem enn voru aö veiöum. Von var á bátunum, einum netabát og fjórum
trollbátum, inn í kvöld eöa fyrramálið og togararnir koma allir fimm til
hafnar í fyrramáliö og veröur þá verkfall sjómanna algert og allur Eyjaflot-
inn bundinn við bryggju.
Búist er við að fiskur endist í
frystihúsunum til vinnslu fram í
miðja næstu viku og fer þá að
dökkna útlitið hjá landverkafólki,
verði allt við það sama í
samningamálum sjómanna. Engin
ákvörðun hefur enn verið tekin
um uppsagnir kauptrygginga
verkafólks, en samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins má búast við
ákvarðanatöku í þeim efnum nú
fyrir helgina.
Stöðvun fiskveiða og vinnslu er
Þessi mynd var tekin þegar unnið
var viö ioönufrystingu í Eyjum nú
um helgina. Verkfallsnefnd hefur nú
hafnað beiöni frystihúsanna um
undanþágu til loðnuveiða og hætta
er á, aö þær stöllur, Hrefna og
Didda, missi vinnuna ef sjómanna-
verkfalliö dregst á langinn.
Morgunblaðiö/ SÍKurKeir
stórfellt áfall fyrir byggðarlag
sem Vestmannaeyjar, þar sem öll
afkoma fólks byggist á öflun og
vinnslu sjávarfangs og þjónustu
við þessa raunhæfu stóriðju. Það
er því óneitanlega hrollur og kvíði
í fólki hér í bæ og allir vona að
sem allra fyrst náist samkomulag
í deilu sjómanna og útgerðar-
manna. Áð öðrum kosti verða
hundruð manna án atvinnu næstu
daga.
Eins og fram hefur komið i
Morgunblaðinu sóttu frystihúsin
fimm í Eyjum um undanþágu til
loðnuveiða vegna frystingar fyrir
þrjá báta. Verkfallsnefnd FFSI og
SSÍ hefur hafnað þessari beiðni
frystihúsanna „á meðan LÍÚ virð-
ist ekki geta tryggt að útgerðar-
menn fari eftir settum reglum í
verkfalli“, eins og segir orðrétt í
svarskeyti verkfallsnefndarinnar.
H.KJ.
Sunnutindur sigldi í land:
Útgerðin varaði skipstjórann
við „alvarlegum afleiðingum“
SNÖRP oröaskipti áttu sér staö í tal-
stöövarsambandi milli framkvæmda-
stjóra Búlandstinds hf. á Djúpavogi
og skipstjórans á Sunnutindi, eftir aö
sá síöarnefndi hafði ákveöiö að sigla í
land í fyrrinótt. Varaði framkvæmda-
stjórinn skipstjórann við „alvarlegum
afieiðingum“ þessarar ákvöröunar.
Sunnutindur kom inn til Djúpavogs í
gærmorgun.
Gunnlaugur Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri Búlandstinds hf.,
sagði í samtali við blm. Morgun-
blaðsins að með þessu orðalagi „al-
varlegar afleiðingar" hefði hann
átti við, að með stöðvun veiðanna
væri fyrirsjáanlegt atvinnuleysi á
Djúpavogi fyrr en ella. „Hér er um
samningsbrot að ræða þar sem í 35.
grein samninga stendur að hafi
skip hafið veiðar áður en verkfall
skellur á þá megi það ljúka sinni
veiðiferð. Eg tilkynnti skipstjóran-
um að þessi ákvörðun hans væri
ekki með vilja útgerðarinnar og
það væri upp á sitt eindæmi sem
hann tæki þessa ákvörðun. Þess má
geta í þessu sambandi að hér eru
sjómenn ekki í verkfalli, heldur
eingöngu yfirmenn. Sjómenn í
Verkamanna- og sjómannafélagi
Djúpavogs eru ekki í verkfalli og
hafa ekki boðað verkfall svo hér er
eingöngu um yfirmenn að ræða,“
sagði Gunnlaugur ennfremur. Að-
spurður sagði Gunnlaugur að ekki
væri áformað að láta skipstjórann
fara vegna þessa atviks.
Eiður Sveinsson, skipstjóri á
Sunnutindi, vildi lítið um málið
ræða er Morgunblaðið hafði sam-
band við hann í gær. „Hann sagði
bara við mig að þetta gæti haft
alvarlegar afleiðingar í för með sér
og skipstjóri bæri einn ábyrgð á
innsiglingunni. Ég held að það sé
ástæðulaust að gera of mikið úr
þessu í blöðum," sagði Eiður.