Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
Göng undir Kringlu-
mýrarbraut
Guðrún Ragnarsdóttir kom með
fyrirspum varðandi það hvað gert
yrði í málefnum gangandi vegfar-
enda sem komast þyrftu yfir
Fjölmennt var á fundinum í gær og þurfti borgarstjóri að svara fjölmörgum fyrirspurnum.
Hyerfafundir borgarstjóra:
Öllum loforðum gefið langt
nef með því að uppfylla þau
aðeins til bráðabirgða, eða á meðan
skóiinn væri í byggingu. Nú færi
hann brátt að láta af störfum og
ekkert hefði enn verið gert til úr-
bóta. Hann sagði að til þess að
hæfir menn fengjust til að taka að
sér kennslu í handmennt við skól-
ann þá væri það alveg ljóst að það
yrði að veita þeim sæmilega starfs-
aðstöðu, þó svo að þessi aðstaða
sem nú væri fyrir hendi væri full-
boðleg fyrir gamla menn og feiga.
Davíð sagði að ekki væri á hon-
um að sjá að hann væri orðinn
gamall, fullfrískur maðurinn, en
hann kannaðist hins vegar við
vandamálið í Hlíðaskólanum sem
hann væri að tala um. „Það hefur
aðallega verið kvartað undan of
lágri lofthæð og slæmri loftræst-
ingu,“ sagði Davíð. „Á þessu ári
verður miklu fé varið til skólabygg-
inga en það fer aðallega til að koma
frumþaki yfir skólakrakkana.
Varðandi Hlíðaskólann er það að
segja að nemendum þar hefur
fækkað um helming og því orðið
sæmilega rúmt um þá og þetta mál
er bara eitt af þeim málum sem
verður að bíða, því miður,“ sagði
borgarstjóri.
Róluvallarskiki
undir bflastæði
Austurbæjarbíós
Næsta fyrirspurn kom frá Elínu
Jónsdóttur og var hún varðandi
bílastæði við Austurbæjarbíó,
hvort ekki væri hægt að aðhafast
eitthvað í því máli þvi bíógestir
ættu í miklum erfiðleikum með að
finna stæði og legðu gjarnan í
stæði íbúa hverfisins þar sem ekki
væri um annað að ræða.
Davíð sagði að það væri rétt að
þetta væri mikið vandamál sem
hugmyndir hefðu komið fram um
að leysa. „Bíóið tekur 787 manns í
sæti og ef þið furðið ykkur á því af
hverju ég veit þetta þá get ég sagt
ykkur það að ég var sætavísa í
Austurbæjarbíói í tvö ár, þegar ég
var 13 og 14 ára. Það hafa ekki
bæst sæti við í stóra salnum síðan
þó svo það hafi bæst við nýr salur.
Það eru því margir sem þurfa að
koma bílum sínum fyrir meðan á
Bjarni Pálmason býr við Stangar-
holtið og var hann óhress með fyrir-
hugaðar framkvæmdir þar.
FJÖLMENNT var á þriðja
hverfafundi Davíðs Oddssonar
borgarstjóra, sem haldinn var í
Domus Medica í fyrrakvöld.
Fyrirspyrjendur á þessum fundi
voru Heiri en á fyrstu tveimur
fundunum, og var greinilegt að
íbúar Austurbæjar-, Norðurmýr-
ar-, Hlíða- og Holtahverfis, sem
mættir voru, voru hinir áhuga-
sömustu um málefni sinna
hverfa. Góð stemmning ríkti á
fundinum og voru sumir fund-
argestir greinilega miklir stuðn-
ingsmenn borgarstjóra og tóku
jafnvel upp hanskann fyrir hann
ef þeim fannst höggvið nærri
honum.
Fyrirspurnir hófust jafnskjótt
og Davíð hafði lokið ræðu sinni um
það helsta sem á döfinni væri hjá
borginni og mátti hann hafa sig
allan við að svara.
Síöasta borgarstjórn
eins og kýr í feni
Einn fyrstu fyrirspyrjendanna
var Haukur Eggertsson og lét hann
í ljós ánægju með að fundur þessi
skyldi vera haldinn og störf borg-
arstjórnarmeirihlutans, en hann
sagði að sér fyndist borgin meira
lifandi eftir að þessi borgarstjórn
tók við og kvað hann stjórn þá sem
á undan var hafa verið eins og kýr
í feni.
Haukur hafði margs að spyrja og
voru honum málefni Hitaveitunnar
og Rafmagnsveitunnar hugleikin.
Spurði hann hvers væri að vænta í
framtíðinni í málefnum þessara
fyrirtækja. Þá minntist hann á
Bæjarútgerð Reykjavíkur, útgerð
sem borgarbúar hafa verið að
borga tapreksturinn á með útsvar-
inu sínu, og vildi hann fá að vita
hver væri stefnan í málum hennar.
Davíð svaraði því til að Hitaveit-
an og Rafmagnsveitan hefðu átt í
erfiðleikum um tíma af ýmsum
ástæðum, m.a. hefðu erlend lán
þessara fyrirtækja verið í banda-
rískum dollurum og íslenska krón-
an hefði ekki getað haldið verðgildi
sinu miðað við þá. Hann sagði að
þegar borgin hefði tekið við þessum
fyrirtækjum í ágúst 1983 hefði
gjaldskrá þeirra staðið óbreytt
undanfarna 17 mánuði. Það hefði
því verið eðlilegt að hækka hana,
þvi á þessum tíma hefði geisað
mikil verðbólga. Davíð sagði þó aö
þrátt fyrir hækkanir hefði gjald-
skrá þessara fyrirtækja lækkað um
30% síðan i águst 1983 miðað við
byggingavísitölu. Sagði hann að
breytinga væri ekki að vænta á
gjaldskrá þeirra á þessu ári.
Varðandi mál bæjarútgerðarinn-
ar sagði hann að Reykjavíkurborg
hefði þurft að greiða um 50 millj-
ónir með starfsemi hennar á síð-
asta ári, en það samsvaraði þvi að
hverjum starfsmanni BÚR væru
greiddar 12.800 krónur á mánuði.
Hann kvað vonandi að starfsemi
fyrirtækisins tækist að rétta við og
á þessu ári væri áætlað að 40 millj-
ónum yrði varið af hálfu borgar-
innar til að halda fyrirtækinu
gangandi, en það skuldaði nú um
einn milljarð. Hann kvað það
stefnuna að koma fyrirtækinu sem
fyrst á réttan kjöl svo hægt væri að
bjóða til sölu hlutabréf í því, það
væri ekki ætlunin að selja „fallítt"
fyrirtæki.
Morgunblaðið/Ól.K. Magnússon.
Þrír glaðbeittir á svip: Talið frá vinstri: Davíð Oddsson borgarstjóri, Árni Jónsson fundarstjóri og Hermann Bridde
fundarritari.
Kringlumýrarbraut, t.d. úr Hlíðun-
um og yfir í Hvassaleitið. Þá spurði
hún hvort ekki væri fyrirhugað að
setja upp hraðahindranir við
Hlíðaskóla.
Davíð sagði í svari sínu að ráð-
gert væri að koma fyrir undirgöng-
um undir Kringlumýrarbrautina
en nánar ætti eftir að ganga frá
öllum hugmyndum þar að lútandi.
Hraðahindranir kvað hann vera
nokkrar í nágrenni Hlíðaskóla og
að undanförnu hefði verið unnið úr
tillögum um hvar best væri að
setja þær niöur. Hann sagði að
þessar hraðahindranir hefðu ótví-
ræða kosti en hins vegar hefðu
vagnstjórar hjá SVR kvartað und-
an þessum hindrunum og eins
hefðu þær valdið talsverðu tjóni á
tönnum snjóruðningstækja, tjóni,
sem svaraði einni og hálfri milljón
króna á síðasta ári. Hann sagði að
hugmyndin væri sú að koma jafn-
vel fyrir handstýrðum ljósum á
leiðum SVR frekar en að koma
þessum hraðahindrunum fyrir.
Elísabet Guðmundsdóttir spurð-
ist fyrir um hver framvinda mála í
Stangarholti yrði, þar sem borgin
hefði leyft byggingu íbúðarhúsa.
íbúar húsanna f kring hefðu staðið
í þeirri trú að þarna yrði ekki
byggt og hefðu mótmælt því.
Davíð sagði í svari sínu að nokk-
uð hefði verið reynt að koma til
móts við íbúanna, til dæmis hefði
verið tekin ákvörðun um að lækka
húsin um fjóra metra og fegra
svæðið í kring. „Ég tel þetta vera
sanngirnislausn sem hægt ætti að
vera að fallast á. Þá verður einnig
reist dagvistarheimili fyrir börn
þarna og slíkt vantar í þetta
hverfi," sagði Davíð. Hann sagði að
umsögn skipulagsstjóra lægi fyrir í
þessu máli og það lægi alveg ljóst
fyrir að ekki væri verið f neinu að
brjóta á íbúum Stangarholts.
Stígar og gangstéttir
lagðar fyrir 6 milljónir
króna á þessu ári
Sveinn Guðmundsson tók næstur
til máls á fundinum og fannst hon-
um heldur lítið gert fyrir hjólreiða-
menn í borginni. Hann vonaðist þó
til að borgarstjóri gæti leiðrétt sig
ef hann færi með rangt mál. Sagði
hann tfu til tuttugu þúsund hjól
flutt hingað til lands árlega og að
tiltölulega lítið væri gert i hlutfalli
við það. Vonaðist hann að lokum til
þess að borgarstjóri lofaði öllu
fögru í svari sínu.
Davíð sagði að það væri rangt að
ekkert væri gert í málefnum hjól-
reiðamanna en auðvitað mætti
alltaf bæta um betur. „Konan mín
gæti sjálfsagt lagt eitthvað til mál-
anna ef hún væri stödd hérna á
fundinum því hún gerir mikið af
því að hjóla þegar tækifæri gefst
til,“ sagði Davíð. „Það hefur til
dæmis verið lagður hjólreiðastfgur
úr Álfheimunum yfir þveran Laug-
ardalinn og á þessu ári er gert ráð
fyrir ýmsum framkvæmdum við
lagningu stíga að upphæð 6 millj-
ónum króna." Þá sagði hann í lok
svars sfns að sig minnti að fyrir
fáum árum hefði verið gerð breyt-
ing á lögreglusamþykkt sem heim-
ilaði hjólreiðafólki að nota gang-
stéttir til að iðka íþrótt sína, en að
þessu atriði þyrfti hann reyndar að
huga betur.
Björn Loftsson handmennta-
kennari við Hlíðaskóla hafði næstu
fyrirspurn fram að færa. Sagðist
hann hafa hafið störf við skólann
fyrir 30 árum og þá hefði verið sagt
við hann að ástandið f kennslu-
stofunum í handmennt væri svona
llér sést Björn Loftsson í ræðustól,
en hann kvað Davíð hafa uppfyllt
allt sem hann lofaði fyrir síðustu
kosningar.