Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 Nota geimferju við tilraunir með tæknibúnað til geimvarna Washinffton, 20. febrúar. AP. BANDARÍSKA varnarmálaráöu- neytið ráðgerir að nota geimferju til að hefja tilraunir með tæknibúnað, sem á þarf að halda vegna geim- varnarkerfisins, sem taka á í notkun árið 1987, tveimur árum fyrr en ætl- að var, að sögn talsmanns ráðu- neytisins. Fyrstu tilraunimar munu bein- ast að því að finna leiðir til að staðsetja og miða út óvinaeld- flaugar frá stöð úti í geimnum, sagði talsmaður varnamálaráðu- neytisins, Michael I. Burch. Yfirmaður geimvarnaáætlunar- innar, James A. Abrahamson, „segir allt ganga að óskum og kveðst þess fullviss að unnt verði að flýta hluta áætlunarinnar," sagði Burch. Garri Kasparov: Karpov reynir að bjarga heiðri sínum Moskvu, 20. febrúar AP. NIKOLAI Krogius, varaforseti Sov- ézka skáksambandsins staðfesti í dag, að Anatoly Karpov, heimsmeist- ari í skák, hefði sent Florencio Campomanes, forseta Alþjóða skák- sambandsins (FIDE) orðsendingu með tilmælum um að tekið verði til við heimsmeistaraeinvígið í skák á nýjan leik. f viðtali við AP-fréttastofuna í gær skýrði Karpov frá því, að hann hefði farið þess á leit, að skákeinvíginu yrði haldið áfram á mánudaginn kemur. „Það væri bezta sönnunin fyrir því, að ég er ekki að þrotum kominn líkamlega og andlega." Sagði Karpov, að all- ar bollaleggingar um, að hann væri nú í læknismeðferð væru „heimskulegar". Er Kasparov var beðinn um álit á þessum ummælum Karpovs, svaraði hann: „Ég tel, að Karpov hefði átt að lýsa því yfir, að hann vildi tefla afram, á meðan einvígið stóð enn yfir en ekki í lok þess. Þetta er vitleysa. Hann veit afar vel, að Campomanes mun aldrei breyta ákvörðun sinni. Karpov er bara að reyna að bjarga heiðri sín- um.“ Dyflinni, 20. febrúar. AP. STJÓRN írlands lét í dag leggja hald á bankainnistæðu, sem hún heldur fram, að tilheyri leynilegtfm sjóði írska lýðveldishersins (IRA). Hafi IRA kúgað þetta fé út úr fólki með mannránum og morðhótunum og hafí átt að nota peningana til þess að kaupa vopn og skotfæri. Nam innistæðan 1,75 millj. írskum pund- um (um 65 millj. ísl kr.). Samkvæmt lagafrumvarpi, sem samþykkt var í skyndi á írska þjóðþinginu í dag, fékk írska stjórnin lagaheimild til þess að skipa hvaða banka sem er í land- inu að afhenda allt það fé, sem grunur leikur á, að IRA eða önnur sams konar samtök ráði yfir. Þingmenn stjórnarandstöðu- flokksins Fianna Fail greiddu at- kvæði með frumvarpinu við at- kvæðagreiðslu um það á þingi. Talið er, að fé þetta hafi komið til írlands frá banka í Boston i Biblían á 1800 tungu- málum ZUrich, 20. febrúar. AP. í LOK síðasta árs var Biblian til á 1.808 tungumálum. Hafði Biblian verið gefin út í heild á 286 tungu- málum og Nýja Testamentið á 594 tungumálum til viðbótar. Þar að auki hafði Biblían verið þýdd að hluta á 928 önnur tungumál. Var frá þessu skýrt í dag af Sambandi biblíufélaga, sem eru alþjóðleg samtök með aðsetur í Zúrich. Bandaríkjunum, en að það hafi fyrst farið um banka í Sviss, áður en það var flutt til írlands. Starfsmaöur Iberia-flugfélagsins með svarta kassann úr Boeing 727-þotunni sem forst í Baskahéruðunum á Spáni á þriðjudag. Flugslysið á Spáni: Hvorki fjallið né sjón- varpsturninn á leiðsögu- kortum flugmanna Iberia Rilhan Mníni 9(1 fohn'iar AP Bilbao, Spáni, 20. febrúar. AP, FORMAÐUR félags atvinnuflug- manna á Spáni sagði í dag, mið- vikudag, að hinn 54 metra hái sjónvarpsturn, sem Boeing-727- þota Iberia-flugfélagsins rakst á, áður en hún hrapaði logandi til jarðar í gær, væri ekki á kortum, sem flugmenn notuðu. Allir, sem með flugvélinni voru, 148 manns, fórust í slysinu. Björgunarflokkar héldu í dag áfram að leita á slysstað, en þar var svartaþoka og frost. Þetta er þriðja flugslysið á Spáni á und- anförnum 14 mánuðum. Tals- maður almannavarna, Jose Luis Garcedo, sagði, að lík flestra fórnarlambanna hefðu verið flutt burt af slysstaðnum í hlið- um Oiz-fjalls, um 29 km frá Bilbao. Manuel Lopez, formaður fé- lags atvinnuflugmanna, sagði í Madrid, að hvorki fjallið né sjón- varpsturninn væru á leiðsögu- korti því, sem flugmenn Iberia notuðu við flug til Bilbao, en kortið er gefið út 1981. „Það er eitthvað bogið við gang mála í farþegaflugi á Spáni," sagði Lopez. Forstjóri Iberia, Carlos Espin- osa de los Monteros, staðfesti orð Lopezar um flugleiðsögu- kortið, en vildi ekkert frekar segja um það mál. Hann vísaði þeirri hugmynd á bug, að hermd- arverkamenn hefðu valdið slys- inu. Embættismenn spænsku flug- málastjórnarinnar sögðu, að „svarti kassinn" svonefndi hefði verið sendur til Madrid vegna rannsóknar slyssins, en „rauði kassinn" hefði verið sendur til Bandaríkjanna vegna rannsókna á tæknilegum atriðum. Frankfurt: Fann tösku fulla af sprengiefni Frankfurt, 20. febrúar LEITARHUNDUR fann í dag ferðatösku fulla af sprengiefni á flugvellinum í Frankfurt. Lögregl- an handtók síðan mann, sem tal- inn var eigandi töskunnar. Hafði hann komið með farþegaflugvél frá Sýrlandi. Reyndist hann hafa tvö vegabréf, annað frá Marokkó en hitt frá Oman við Persaflóa. Ekkert samkomulag um Tele-X: „Sænskur iðnaður mikil- vægari en norræn menning — segir Langslet, menningarmálaráðherra Noregs Stokkhólmi, 20. febrúar AP. Frá fréttaritara Morgunbladsins. ÁFORMIN um norrænan sjónvarpshnött biðu mikinn hnekki í dag, er samkomulagsumleitanir milli Svía, Norðmanna og Finna til lausnar ýms- um ágreiningsatriðum varðandi þessi áform, fóru út um þúfur. Voru deilurnar á fundinum í reynd svo harðar, að eiginlegar viðræður gátu aldrei hafízt. Danir höfðu áður hætt við þessi áform, sem bera heitið Tele-X, á þeirri forsendu, að kostnaður verði allt of mikill. Telja Danir, að miklu heppilegra muni reynast að hagnýta sér sjónvarpshnetti frá löndum í Vestur-Evrópu. Það er ekki bara gífurlegur kostnaður við Tele-X, sem bæði Finnar og Norðmenn setja fyrir sig, heldur margt annað. „Sænskúr iðnaður er talinn mik- ilvægari en norræn menning- armál,“ sagði Lars Roar Lang- slet, menningarmálaráðherra Noregs, eftir hinn misheppnaða fund í dag. „Svíar vilja fá Norð- menn og Finna til þess að greiða með sænsku iðnaðaráformi. Það væri ábyrgðarlaust að ætla sér að greiða meira til þessara áforma en það myndi kosta að fá að hagnýta sér einhvern annan sjónvarpshnött," sagði norski ráðherrann ennfremur. Kostnaðaráætlun Svía fyrir Tele-X nemur 500 millj. s. kr. og er gert ráð fyrir, að það taka þrjú ár að koma hnettinum á braut. GENGI GJALDMIÐLA Enn styrkist dalurinn Lundúnum, 20. febrúar. AP. STAÐA bandaríkjadals styrktist enn á gjaldeyrismörkuðum í dag. Hefur gengi dalsins gagnvart franska frankanum og ítölsku lírunni aldrei verið hærra, og gengi dals gagnvart vestur-þýsku marki og hollensku gyllini hefur ekki verið hærra í 13 ár. Við lok viðskipta í dag fékkst 1,0870 dalur fyrir hvert breskt sterlingspund, en í gær fékkst fyrir hvert pund 1,0932 dalur. Við lok viðskipta í Tókýó fengust 261,00 yen fyrir hvern bandaríkjadal (í gær 260,20), en í lok viðskipta í Lundúnum fengust 260,82 yen fyrir dalinn. Staða dalsins gagnvart öð- rum helstu gjaldmiðlum í gær var sem hér segir: 3,3280 vestur-þýsk mörk (í gær 3,3150), 2,8167 svissneskir frankar (2,8190), 10,1675 franskir frankar (10,1525), 3,7685 hollensk gyllini (3,7585), 2.057,62 ítalskar lírur (2.047,00) og 1,3500 Kanadadalur (1,3459). Hald lagt á fé í eigu IRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.