Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
7
HANNES Hlífar Stefánsson varð
Norðurlandameistari í skólaskák í
þriðja sinn í röð þegar hann sigraði í
flokki 11—12 ára. Mótið fór fram í
Haderslev í Danmörku og hlaut
Hannes Hlffar 5 vinninga af sex
mögulegum. Félagi hans, Þröstur
Árnason, fylgdi fast á eftir ásamt
Sölva Lundgaard frá Noregi með 4'A
vinning. Héðinn Steingrímsson varð
Norðurlandameistari í E-flokki,
skákmanna 10 ára og yngri. Hins
vegar missti Halldór Grétar Ein-
arsson naumlega af NM-titli í A-
flokki skákmanna 17—20 ára.
Hann hlaut jafnmarga vinninga og
Robert Aström frá Svíþjóð, 4‘A, en
Svíinn var úrskurðaður sigurvegari
á stigum.
Hannes Hlífar Stefánsson
Noröurlandamótið í skólaskák:
Hannes Hlífar Noröurlanda-
meistari þriöja árið í röö
Hannes Hlífar, sem er 12 ára
gamall, vann í flokki 10 ára og
yngri á Norðurlandamótinu, sem
haldið var í Finnlandi árið 1983.
Hann sigraði síðan í flokki 11—12
ára á NM, sem haldið var í
Hvassaleitisskóla í fyrra.
fslenzku keppendurnir á Norð-
urlandamótinu fengu því tvo titla
en þeir hlutu samanlagt lang-
flesta vinninga. Úrslit í einstök-
um flokkum urðu:
A-flokkur, 17-20 ára:
1. Robert Aström, Svíþjóð 4%
vinning, 17,5 stig. 2. Halldór Grét-
ar Einarsson, 4'k vinning, 16,5
stig. 3. Finn Petersen, Danmörku,
3V4. 4. Lárus Jóhannesson 3V4. 5.
Peter Haag, Svíþjóð 3.
B-flokkur, skákmanna 15—17
ára.
1. Rikhard Winster, Svíþjóð
4 'k. 2. Lars Hansen, Danmörku
4lÆ. 3. Þröstur Þórhallsson 4. 4.
Rikhard Wessmann, Svíþióð, 4. 5
Davíð Ólafsson 3. Davíð Olafsson
náði ekki að verja titil sinn í þess-
um flokki, en hann sigraði í
B-flokki á síðasta móti.
C-flokkur, 13—15 ára.
1. Lars Sörensen, Danmörku 5.
2. Matti Tommiska, Finnlandi
4'A. 3. Theodor Hellberg, Svíþjóð,
3'k. 4. Öystein Kroger Skud, Nor-
egi, 3'k. 5. Arnaldur Loftsson 3'k.
6. Magnús Pálmi Örnólfsson 3'k.
D-flokkur, 11—12 ára.
1. Hannes Hlífar Stefánsson 5.
2. Þröstur Árnason 4'k. 3. Sölvi
Lundgaard 4'k. 4. Trond Henkas-
sen, Noregi, 4. 5. Christian Jepson,
Svíþjóð, 3.
E-flokkur, 10 ára og yngri.
1. Héðinn Steingrímsson 5. 2.
Peter Bergström 4. 3. Magnús
Ármann 4. 4. Nikolai Paln, Dan-
mörku, 4. 5. Johann Paasikangas,
Finnlandi, 3'k. í hverjum flokki
voru tefldar sex umferðir.
Vlastimil Hort
teflir fjöltefli
SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar og
Skákfélag Hafnarfjarðar efna til
fjölteflis við tékkneska stórmeist-
arann Vlastimil Hort þriðjudaginn
26. febrúar nk. í íþróttahúsinu við
Strandgötu og hefst það kl. 20.00
stundvíslega.
Fjöldi þátttakenda takmark-
ast við 40. Þátttaka tilkynnist til
Sparisjóðs Hafnarfjarðar
(Gunnlaugur Ingimar) s. 54000
fyrir klí 15.00 mánudaginn 25.
febrúar. Áhorfendur eru að
sjálfsögðu velkomnir.
(Kréttatilkynning)
KLUBBURINN
Ánægjulegri
feröir Útsýnar
TUNGUMÁLA-
NÁMSKEIÐ
ítalska, spænska, þýzka byrjendaflokkar,
hagnýtt talmál, enska framhaldsflokkur,
hagnýtur orðaforði feröafólks.
Fararstjórar Utsýnar ann-
ast fjölbreytta kennslu. Á
fimmtudagskvöldum í 10
vikur kl. 20.00—22.00.
Fyrstu tímar fimmtud. 21.
febrúar í Vogaskóla.
Verð aðeins kr. 800
fyrir 20 tíma.
Fríklúbbsfólagar ganga fyrir
INNRITUN HAFIN A
SKRIFSTOFU ÚTSÝNAR,
AUSTURSTRÆTI 17.
S. 26611
Vinum mínum nœr oyfjœrflyt éy innileyustu
þakkir fyrir stórhöföinyleyar yjafir, heilla-
skeyti, blóm oy maryvísleyan vináttuvott á
70 ára afmæli mínu 1. febrúar sl.
BiÖ ykkur öllum heilla í bráö oy lenyd.
Ölvir Karlsson,
Þjórsártúni.
Sérstaklega plægö tréboró
notuð til klæðningar*
Við hjá Völundi eigum sérstakt úrval sérstaklega plægðra
tréborða til klæðningar.
Gagnuarin og venjuleg fura til klæðningar utanhúss.
Einnig fura oggreni til klæðningar innandyra, fyrir
blindneglingu að sjálfsögðu.
Margar gerðir og mismunandi verðflokkar.
Við.plægjum einnig allar mögulegar gerðir og stærðir
eftir pöntun.
Sérstaklega plægðu tréborðin notuð til klæðningar
eru afgreidd á hlapparstígnum en sýnishom eru einnig
í Skeifunni 19..
tlagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar.
HMBUKVERZLUNIN VOLUNDUR HF.
KLAPPARSTlG 1, SÍMI 18430 - SKEIFUNNI 19, SfMI 687999
* í orðabók Menningarsjóðs, annarri útgáfu Reykjavík 1983 bls. 726, er
orðið panill skýrt á þennan hátt: „sérstaklega plægð tréborð notuð til
klæðningar".