Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 5 Sinfóníuhljómsveitin: Langnætti Jóns Nordal á tónleikum annað kvöld NÆSTU áskriftartónieikar Sinfóníuhljómsveitar íslands veröa í Háskólabíói í kvöld og hefjast kl. 20.30. Fyrsta verkið á efnis- skránni er „Langnætti" eftir Jón Nordal. Jón samdi þetta verk fyrir réttum tíu árum en það hefur ekki heyrst á tón- leikum síðan árið 1976. Guð- ný Guðmundsdóttir konsert- meistari er einleikari í fiðlu- konsert Mozarts í A-dúr, K. 219. Stjórnandi á tónleikun- um er þýski hljómsveitar- stjórinn Klaus Peter Seibel. Hann er fyrsti hljómsveitar- stjóri óperunnar í Hamborg og auk þess aðalhljómsveitar- stjóri Fílharmoníuhljóm- sveitarinnar í Níirnberg. í fréttatilkynningunni seg- ir: „Á þeim tæpu tveim öldum sem liðin eru frá því að Moz- art samdi tónverk sín hafa þau hlotið margvíslega með- Guðný Guðraundsdóttir er einleikari í fiðlukonsert eftir Mozart. ferð í meðhöndlun útgefenda. Vísindamenn hafa rannsakað frumritin og leitast við að leiðrétta villur og skekkjur sem komist hafa inn í seinni tíma útgáfur og fært tón- verkin í sitt upprunalega form. Sú útgáfa á fiðlukon- sertinum sem hér verður leik- in hefur farið í gegnum ná- kvæma endurskoðun og verið leiðrétt af ýmsum skekkjum." Síðasta verkið á efnis- skránni er „hin tregafulla en fagra sinfónía Tchaikovskys nr. 6, „Pathetique" sem frum- flutt var nokkrum dögum fyrir andlát tónskáldsins árið 1983. Hafdís Halldórsdóttir. Lést í um- ferðarslysi STÚLKAN, sem lést í umferðar- slysi á Grindarvíkurvegi aðfara- nótt laugardagsins, hét Hafdís Halldórsdóttir, til heimilis að Tjarnargötu 33 í Keflavík. Hafdís var 16 ára gömul, fædd 17. sept- ember 1968. Hafdís var dóttir Halldórs A. Brynjólfssonar og Elísabetar Ólafsdóttur. Við tryggjum þér Daihatsuverðið með gæðum, endingu, þjónustu og endursölu Margir íslendingar hafa á undanförnum árum keypt sér bíla sem tímabundiö voru á lágu verði. Um þaö er aö sjálfsögöu ekkert nema gott aö segja, þar til aö því kemur aö selja bílinn aftur og skipta. Þá standa menn oft frammi fyrir því aö verðmætin sem menn töldu sig græöa eru fokin út í veður og vind og rúmlega það, vegna verðfalls og sölutregðu. Daihatsubílar eru ekki í þessum flokki vegna þess aö viö tryggjum þér okkar verö meö Daihatsugæöum, endingu, þjónustu og endursölu. Þú þarft ekki annað en spyrja næsta Daihatsueiganda aö því. DAIHATSUUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23, S. 685870 — 81733
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.