Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 63 Sfm«mynd/NTB • Norftmaðurinn Lars Tore Ronvlen á auðum sjó (leiknum gagn Tékkóslóvakíu i gærkvöldi í Kristiansand og skorar eitt af mörkum liðs síns. Norömenn urðu að sætta sig við stórt tap í leiknum — Tékkar sigruöu 23:16. Austantjaldslöndin enn án taps: Finnar unnu Frakka og ítalir geröu jafntefli viö Spánverja FINNAR komu mjög é óvart ( B-keppninni í Noregi i gærkvöldi er þeir geröu sér litið ffyrir og gjörsigruöu Frakka. íslendingar töpuðu sem kunnugt er fyrir liöi Frakka ytra é dögunum, í Tournoi de France-keppninni, og virkaði franska liðiö þé sterkt. En Finnar sigruðu í gærkvöldi með níu marka mun, 33:24. Annaö liö sem kom á óvart í gærkvöldi var lið itala en þaö geröi jafntefli viö Spán, 18:18, eftir aö staöan í leikhlei haföi variö jöfn 11:11. Sem sagt hnífjafn og spenn- andi leikur og greinilegt aö Italir eru á mikilli uppleiö í handboltan- um. Athygliverö úrslit einnig fyrri Víkinga - en þeir mæta sem kunn- ugt er spánska liöinu Barcelona í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliöa. Maciej Fiedorow (6) og Zbigniew Urbanowicz (5) skoruöu mest fyrir Pólverja gegn Bandaríkjamönnum en fyrir þá síöarnefndu geröu Steve Goss (6) og James Buehning (5) flest mörk. Síöasti leikurinn: Ungverjinn Peter Kovacs geröi 8 mörk gegn israel en David Zarfati geröi flest mörk fyrir þá siöarnefndu, 5 stykki. Stórsigur Liverpool — stór dagur hjá fyrirliðanum Phil Neal Frá Bob Hennnay, fréttamanni Moraunblaðains á Englandi. ENSKU meistararnir í knatt- spyrnu, Liverpool, tóku þriðju deildarlið York í kennslustund i knattspyrnu í gærkvöldi, er liöin mættust aftur í A-bikarkeppn- inni. Þau skildu jöfn, 1:1, eins og íslenskir sjónvarpséhorfendur séu é laugardag, en nú voru yffir- buröir meistaranna algerir og þeir sigruðu 7:0. Já, geysilegir yfirburöir og Liv- erpool lék hreint frábæra knattsp- yrnu. „Þetta var gamla góöa Liver- pool. Knattspyrna eins og liöiö hefur sýnt besta i gegnum árin,“ sagöi Mike England, landsliös- þjálfari Wales, sem var einn af fréttamönnum BBC-útvarpsins á leiknum. „Leikmenn York munu ef- laust læra meira af þessum eina leik en öllum sínum leikjum í þriöju deildinni í vetur,“ sagöi England. Anfield Road, völlur meistar- anna, var glæsilegur í gærkvöldi. löjagrænn og rennisléttur — en hitaleiöslur eru undir honum — og leikmenn Liverpool kunnu vel viö sig á heimavelli sínum. Sýndu stór- góöa knattspyrnu. „Hver þorir aö veöja gegn Liver- pool í kapphlaupinu um meistara- titilinn eftir slíkan leik,“ sagöi Mike England í breska útvarpinu í gær- kvöldi. John Wark skoraöi þrjú mörk í gær, Ronnie Whelan geröi 2, Phil Neal 1 og Paul Walsh 1. Ronnie Whelan skoraði fyrsta mark leiksins eftir 15 mín. eftir fyrirgjöf Wark. Wark skoraöi síöan mark númer tvö eftir sendingu Dalglish á 28. mín. og staðan var 2:0 í leikhléi. Keith Houchen, sá er skoraöi sigurmark York gegn Arsenal í síö- ustu umferö, lék meö í gærkvöldi en varö aö fara út af í leikhléi — var ekki oröinn betri af meiöslun- um sem hafa hrjáö hann undanfar- iö en þaö. lan Rush, markakóngur- inn hjá Liverpool, fór einnig út af í leikhléi. Hlaut minniháttar meiösli á ökkla. Paul Walsh kom í hans stað og skoraöi sjöunda markið glæsilega. Whelan geröi þriöja markiö á 55. mín., Wark þaö fjóröa með skalla og Phil Neal, fyrirliði Liv- erpool skoraöi svo fimmta markiö. Þetta var stór dagur hjá Neal — hann átti 34 ára afmæli í gær og leikurinn i gærkvöldi var hans 600. fyrir Liverpool! John Wark geröi 6. markið og sitt þriöja og Walsh skoraöi svo 7. markiö. Glæsilegt þrumuskot hans söng í netinu. Skólabókardæmi um þaö hvernig á aö skjóta! Þrátt fyrir þessi úrslit gáfust leikmenn York aldrei upp í leikn- um. Héldu ætiö áfram þó sigi á ógæfuhliöina. Kenny Daiglish var frábær í gærkvöldi og átti þátt i flestum mörkum Liverpool. Liverpool lék meö sama lið og í laugardagsleikn- um, Grobbelaar í markinu, Neal og Kennedy markveröir og Hansen og Gitlespie i miöju varnarinnar. Kevin McDonald, Whelan, Nichol og Wark á miöjunni, Rush og Dalglish frammi. Nichol er nú farinn aö leika hægra megin á miöjunni — leikur sömu stööu og Sammy Lee og Jimmy Case áöur. Ronnie Whelan hefur endurheimt sæti sitt vinstra megin og leikur um þessar mundir eins og hann getur best. Liverpool hefur nú loks fundiö manninn til aö taka viö hlutverki Graeme Soun- ess: Kevin McDonald. Þessi fyrrum leikmaöur Leicester leikur aftar- lega á miöjunni og stjórnar leik liösins mjög vel. Öörum leikjum sem fram áttu aö fara í Englandi í gærkvöldi var frestaö. og staðan Austur-Evrópuþjóðirnar eru enn ósigraöar ( B-keppninni ( handknattleik sem fram fer í Noregi, en önnur umferö fór fram í gær. Finnland og ítalía komu mjög á óvart í gær. Finnar sigruöu Frakka meö miklum mun, 33:24, og ftalía geröi jafntefli viö Spán, 18:18. Úrslit leikjanna í gærkvöldi uröu sem hér segir, og staöan í riölunum fylgír: A-riöjll: Italia — Spánn Noregur — Tékkósl. Tékkóslóvakia Spénn ftalía Norogur 18:18 (11:11) 16:23 ( 7:11) 2 2 0 0 49:31 4 2 1 1 0 35:34 3 2 0 1 1 34:40 1 2 0 0 2 33:44 0 B-rióill: Kongó — Sovétríkln Frakkland — Flnnland Sovétrikln Frakkland Flnnland Kongó 12:34 ( 4:15) 24:33 (10:12) 2 2 0 0 64:31 4 2 1 0 1 58:49 2 2 1 0 1 52:54 2 2 0 0 2 28:68 0 C-rWill: Kuwalt — Austur-Þýskal. 10:28 ( 4:12) Búlgaría — Holland Austur-Þyskaland Bulgaria Holland Kuwalt 19:19 (12:9 ) 2 2 0 0 53:21 4 2 1 1 0 40:30 3 2 0 1 1 30:44 1 2 0 02 21:49 0 D-riöill: Bandaríkln — Pólland 17:25 ( 5:14) Ungverjal. — ísrael Pólland Ungverjaland Bandaríkln israel 33:20 (18:10) 2 2 0 0 55:33 4 2 2 0 0 52:33 4 2 0 0 2 30:44 0 2 0 0 2 36:63 0 Austur-Evrópuþjóöirnar eru enn án taps, eins og búist haföi veriö viö. Sovétmenn sigruöu Kongó vit- aniega auöveldlega og Austur- Þjóöverjar lögöu Kuwait álíka auö- veldlega. Úrslit og stööuna í riölunum er aö finna hér annars staöar á síö- unni, en viö skulum renna lítillega yfir leikina. Leikur ítala og Spánverja var hnífjafn og spennandi. Marka- hæstur ftala var Franco Chionchio meö 6 mörk en Jaime Rofes Puio skoraöi mest fyrir Spán, 5 mörk. í A-riöli tapaði svo Noregur fyrir Tékkóslóvakíu. Gunnar Pettersen geröi 5 mörk fyrir heimamenn en Milan Kotrc (7), Josef Toma og Tomas Bartek (5 hvor) skoruöu mest fyrir Tékka. Fyrir heimsmeistara Sovét- manna skoruðu þessir mest í leiknum gegn Kongó: Alexander Karchakewich 13, Reimondas Waluzkas 7 og Oleg Gagin 5. Sá fyrstnefndi hreint óstöövandi eins og markafjöldi hans ber meö sér, en sigurinn auövítaö mjög auö- veldur. Pierre Dirho skoraöi 4 mörk fyrir Kongó. Mikael Kaellman 10, Thomas Nyberg 8, Jan Rönneberg 7 og Markku Maekinen 4 skoruöu mest fyrir Finna í sigrinum á Frakklandl. Fyrir Frakka skoruöu aftur á móti mest Pascal Mahe, Jean-Michel Serinet og Eric Cailleaux, 5 hver. Frank Wahl skoraði 7 mörk fyrir Austur Þjóðverja í sigrinum á Kuwait - en fyrir síöarnefnda liöiö geröi Shah Zada Esmail 7 mörk. Zwiatko Nachev skoraöi 6 mörk fyrir Búlgara gegn Hollandi — Lampert Schuurs 5 fyrir Holland. Simamynd/AP DALGLISH-FJÖLSKYLDAN MEÐ ORÐUNA Kenny Dalglish, skoski landsliðsmaðurinn snjalli i knattspyrnu, sem leikur með Liverpooi é Englandi, var é þriöjudag sæmdur MBE-orðunni (Member of the British Empire) af Elísabetu Englandsdrottn- ingu í Buckinghamhöll. Með Daiglish í förinni til höfuöborgarinnar voru eiginkonan Marina, sonurinn Paul 8 éra, og dóttirin Keily 9 éra. Þau eru hér fyrir utan höllina skömmu eftir aö Kenny veitti oröunni viðtöku. Pípuhatturinn og knötturinn eru ekki langt undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.