Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 Til leigu Ákveðiö hefur veriö aö leigja félagsheimili Fáks viö Bústaöaveg sem er 270 fm aö grunnmáli. Hér meö er óskaö eftir leigutilboöum í húsiö. Nánari upplýs- ingar gefnar á skrifstofu félaqsins milli kl. 13 oq 17. Hestamannafélagiö Fékur Eiðfaxi er mánaðarblað um hesta og hestamennsku Áskriftarsíminn er 685316 Sálfræðistöðin Námskeið Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi Vitað er að andleg líðan og sjálfsöryggi er mikilvægt fyrir einstaklinginn í starfi og einkalífi. Tilgangur námskeiðsins er að leiðbeina einstaklingum að meta stöðu sína og kenna árangursríkar aðferðir í samskiptum. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig sérstæð reynsla einstaklingsins mótar hann. • Hverjir eru helstu áhrifaþættir í samskiptum • Hvernig má greina og skilja fjölskyldutengsl • Hvernig ráöa má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í síma Sálfræöi stöðvarinnar: 687075 milli kl. 10 og 12. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Ungur heróínneytandi — Yazuka er að verða í hugum manna ímynd hins japanska glæpamanns — thailenzkar stúlkur hafa lengi verið seldar til útflutnings með góðum hagnaði. Glæpir breiðast út um Asíu eins og farsótt Á allra síðustu árum og þó kannski öllu heldur á allra síðustu mánuð- um hefur skipulögð glæpa- og hryðjuverkaiðja í Asíu aukizt svo hröðum skrefum, að vítt um veröld hafa menn áhyggjur af þessari þróun. Eitur- lyfjasmygl og sala hefur margfaldazt, launmorð og vopnuð rán, einkum gagnvart Bandaríkjamönnum og Evrópumönnum, annaðhvort búsettum á svæðunum eða ferðamönnum, fjársvikamál, meðal annars umfangsmikil fölsunarstarfsemi á kreditkortum og svo mætti lengi telja. að hefur reynzt mjög flókið að afhjúpa þessa mörgu glæpahringi sem er talið að sam- einist i einni ailsherjar Asíu- Mafíu. Athafnasemin er hvað mest í Hong Kong og á Taiwan, en fleiri lönd dragast inn í mál- in. Japönsk glæpamannasamtök vinna i nánum tengslum við Hong Kong-Taiwan-mafíuna og nú er álitið að um 20 prósent af því heróíni sem er smyglað til Bandaríkjanna komi inn í landið fyrir meðalgöngu þessara sam- taka. Þá þykir sannað að Víet- namar hafi gengið til liðs við þau, einkum hvað varðar eitur- lyfjasöluna. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa miklar áhyggjur af því að vandinn eigi enn eftir að magnast eftir því sem fleiri Hong Kong-Kínverjar flytjast þaðan til Bandaríkjanna. Ekki er vafi á, að bandarísk stjórn- völd verða að gera einhverjar ráðstafanir til að hafa hemil á innflutningi fólks frá Hong Kong sem á sjálfsagt eftir að ná hámarki í kringum 1990 eða fyrr, eftir að Bretar og Kínverj- ar gerðu samkomulagið um framtíð Hong Kong. Japanir eru sagðir drjúgir í eiturlyfjabransanum, en þeir hafa fram að þessu aðallega ein- beitt sér að vændi, kvennasölu og alls kyns fjárglæfrum. ímynd hins dæmigerða japanska gangsters — yakuza — er maður með útflúraðan skrokk og helm- ing fingra afstýfðan, er ógnvekj- andi í augum Bandaríkjamanna og raunar viða í Asíu sjálfri líka. Fyrir skömmu var málið til um- fjöilunar í japönskum blöðum eftir að mikið hafði verið skrifað um það bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Japönsk blöð vís- uðu á bug sem rógburði öllum frásögnum um skipulagða jap- anska giæpahringi, en þeim bar ásamt um að þær væru ýktar stórlega og til þess fallnar að spilla samskiptum annarra þjóða, einkum Vesturlanda við Japani. I grein um þetta efni i vikurit- inu Far Eastern Economic Re- view segir að sögur og fréttir um glæpastarfsemi í Asíu geti að vísu verið ýktar nokkuð, en engu að síður sé það sannað mál, að fóiskuverk af öllu tagi fari eins og eldur í sinu um álfuna. Þrátt fyrir að lögregluyfirvöld segist leggja sig fram við að hafa upp á höfuðpaurunum, geti það verið máiskraf eitt, því að svo mikil spiliing og mútur viðgangist, meðai annars hjá lögregluyfir- völdum og rannsóknarlögreglu á Thailandi, í Hong Kong og víðar að það sé ekki heigium hent að koma höndum yfir þá seku. Svo gríðarlegar fjárupphæðir er um að tefla, að margir ærlegir hafi fallið fyrir freistingum og gengið í einhverju tilliti til liðs við sam- tökin — og upp frá því eru þeir svo fastir í netinu og sæta kúgun og vita að þeir verða drepnir ef þeir svíkja mafíósana. Eins og áður var minnzt á eru glæpirnir margs konar, en eit- urlyfjasalan hefur þó blómstrað hvað mest. Þar velta samtökin milljörðum og fjársterkir menn, oft í háum og traustvekjandi embættum, eru þar oft og einatt á bak við. Mörg lönd koma við sögu eins sölufarms af heróíni. Salan hefst í Thailandi og hefur Kínverji milligöngu um hana. Varningurinn er fluttur til Italíu með grísku skipi. Evrópsku viðskiptaaðiiarnir leggja síðan féð inn á svissneska banka og fjárfesta í Suður-Ameríku fyrir afganginn. Slík viðskipti eru al- geng að sögn Far Eastern Eco- nomic Review. Eins og margir vita var svæðið Thailand, Burma og Laos löng- um kallað Gullni þríhyrningur- inn og þaðan var flutt gífurlegt heróínmagn árum saman. Að nokkru tókst að rjúfa þríhyrn- inginn á árunum upp úr 1970 og síðan hafa a.m.k. Burma og Laos ekki verið fyrirferðarmikil á eit- urlyfjamarkaðinum í Suðaust- ur-Asíu. Það er að segja ekki fyrr en á þessu ári. Eins og víð- ast hvar eru það Kínverjar sem skipuleggja söluna með þvílíkri kænsku, að leyniþjónustur standa ráðþrota. Samvinna í eiturlyfjasölu hef- ur svo vaxið hröðum skrefum milli Thailands, Hong Kong og Taiwans og vitað er um að minnsta kosti tíu samtök sem starfa á þessum þremur stöðum. Mjög erfitt er þó að afla upplýs- inga um þetta, enda thailenzka lögreglan sögð hafa innan sinna vébanda marga starfsmenn, sem á einn eða annan hátt hafa geng- ið þessum samtökum á hönd. Samt er sama hvar borið er niður, að sögn rannsóknar- manna, það virðast alltaf vera Kínverjar, sem eru þeir sem skipuleggja og leggja almennt á ráðin. Er þá átt við Kínverja sem búa utan Kína. Og þegar Kínverjar flytjast t.d. til Evrópu má nokkurn veginn ganga út frá því sem gefnu að aíténd fjórð- ungur þeirra gangi samtökum um eiturlyfjasölu á hönd. I Hol- landi einú til dæmis eru nú um fjörutíu þúsund innflytjendur, þar af hafa um tíu þúsund þeirra flutt ólöglega inn í landið. Eins og allir vita er Amsterdam miðstöð heróínverzlunar í Evr- ópu og öll sú verzlun er í höndum Hong Kong-samtakanna en síð- an annast kínverskir innflytj- endur dyggilega að koma heróín- inu síðustu áfangana. Hinn t.hai- lenzki armur eiturlyfjasamtak- anna hefur einnig fært sig upp á skaftið í Evrópu og ætlar sér stærri hlut. í Hong Kong er mjög mikið framleitt af heróíni, gerðu úr ópíum eða morfíni í rannsóknarstöðvum á staðnum. Vegna þess að Hong Kong hefur tekizt að efla mjög löggæzlu sína hefur nokkuð dregið úr útflutn- ingi, þótt hlutfallsminnkun sé lítil. Singapore og Malaysía, Víet- nam, Japan, Suður-Kórea auk þeirra landa sem áður eru nefnd ætla sér einnig stærri skerf af kökunni. Innan samtakanna er mikil barátta enda ótrúlegir fjármunir í húfi. Og það skal auðvitað haft bak við eyrað að eiturlyfin eru ekki öll send á Bandaríkjamarkað eða til Evr- ópu, því að Asíumarkaðurinn sjálfur er sá stærsti í heimi. (Heimildir: Far Eastern Economic Review o.fl.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.