Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
21
Heima hjá hirðingjunum. Tjöldin eru mismunandi stór og ekki alltaf auðvelt
að sjá hvar á að fara inn og út en börnin voru glaðleg og þótti gaman að stilla
sér upp. Konurnar voru almennt fljótar að stinga sér undir tjaldskörina ef
þær sáu ókunna karla með myndavélar.
Algawrash hjálparstjóri á Rauðahafssvæðinu segir frá: við erum að reyna að
breyta náttúrunni. Baki í myndavélina snýr Georg Stanley kafteinn úr
Eyjum, hægramegin sér í Friðrik Pál Jónsson fréttamann á útvarpinu.
í æð. Mengistu hefur ævinlega
verið vel til vina við þjóðernis-
sinnana í byltingarstjórninni og
nýtur nokkurrar hylli, heyrist
manni á fólki. „Það hefur ýmislegt
verið gert í hans nafni,“ segir
einn, sem þekkir gjörla til. Annar
telur að í stjórninni (sem kölluð er
Dirg (Dörg), á amarísku þýðir það
„skuggi") hljóti nú að fara fram
mikil valdabarátta: tekst Meng-
istu og þjóðernissinnunum að
halda völdum eða lýkur næsta
skotbardaga í keisarahöllinni með
sigri Legesse Asfaw? Þeir drápu
nokkra á stjórnarfundi þar í
kringum '77 þegar Mengistu varð
formaður en ekki bara varafor-
maður bráðabirgðabyltingar-
stjórnarinnar. Á eftir fylgdi
„Rauði hryllingurinn", þegar
skothríðin var látlaus allar nætur
og líkunum var sópað upp af göt-
um Addis Ababa á morgnana.
Enginn veit hve margir týndu lífi
í herferðinni sem farin var á með-
an ástand var ótryggt og mennirn-
ir vildu sýna vald sitt. Þeir voru
margir.
Nú er í landinu mjög svipað
ástand sem var þegar marxista-
hópar úr hernum tóku sig saman
um að steypa keisaranum. Þá var
gríðarleg hungursneyð, fólk og
skepnur féllu eins og flugur, sífellt
hækkaði matvöruverð og keisar-
inn lét hunda sína borða af silf-
urdiskum í höllinni. Nú er líka
hungursneyð, matvöruverð fer
hækkandi en keisarinn tekur ekki
lengur á móti tignum gestum á
flugvellinum í Addis með tvö
glansandi ljón í bandi.
En hvaða meiningar sem Meng-
istu kann svo að hafa um stjórn-
mál i landi sínu hefur hann ekki
getað komið í veg fyrir austur-
evrópsku skiltin um allar trissur.
FÓLKIÐ VERÐUR AÐ
FARA HEIM
Nils Nicolaisen, æðsti maður
Lútherska heimssambandsins í
Addis Ababa, gefur í skyn að
stjórnmálakerfi landsins hafi haft
Nils Nicolaisen framkvæmdastjóri
Lútherska heimssambandsins í
Addis: Pólitískan vilja skorti á Vest-
urlöndum.
sín áhrif á hungursneyðina í land-
inu. „Þetta er kommúnistaland og
kannski þess vegna hefur ekki ver-
ið pólitískur vilji á Vesturlöndum
að veita Eþíópíu þá hjálp sem
hingað þurfti að berast miklu fyrr.
Það er almenningsálitið og frjálsir
fjölmiðlar á Vesturlöndum, sem
orðið hefur til þess að hingað
berst nú hjálp. Grasrótahreyfing
fjöldans í Bandaríkjunum og
Vestur-Evrópu beitir stjórnmála-
mennina þrýstingi.
„Þetta er alvarlegasta ástand,
sem skapast hefur í landinu síðan
1880—90,“ segir Nicolaisen. „Það
er eiginlega ekki hægt að bera
hungursneyðina 1973 og ’74 við
ástandið núna. Þá fórust um tvö
hundruð þúsund manns úr hungri,
nú veit enginn hve margir hafa
dáið. Þeir eru miklu fleiri en tvö
hundruð þúsund."
Hann segir að stjórnvöld í
Eþíópíu og alþjóðlegar hjálpar-
stofnanir hafi talað fyrir daufum
eyrum í tvö ár. „Á meðan höfum
við horft á vandann vaxa en það er
ekki fyrr en nú sem við erum farin
að fá viðbrögð. Norðurlöndin hafa
staðið sig vel, hjálpin þaðan hefur
borist fljótt og auðvitað er fyrsta
hjálpin best. En það næst ekki í
nærri alla — það eru stórir hópar
fólks í afskekktum héruðum, sem
við náum ekki til. Enginn veit
hvernig ástandið er í þorpunum
lengst í burtu. Svo gerir borgara-
styrjöldin okkur verulega mikið
erfiðara fyrir."
í ár berast til Eþíópíu tólf
hundruð þúsund tonn af matvæl-
um og öðrum hjálpargögnum. Það
á að vera nóg til að fæða alla en
erfitt er að koma vörunum út til
fólksins. „Við ætlum að fæða 800
þúsund manns á næstu tólf mán-
uðum,“ segir Nicolaisen í sínum
tónlitla róm á afar snyrtilegri
skrifstofu heimssambandsins
nærri þjóðminjasafninu í Addis.
Þar starfaði séra Bernharður
Guðmundsson fréttafulltrúi kirkj-
unnar um tveggja ára skeið við
útvarpsstöð, sem nú er notuð til að
Beöið eftir mat í hirðingjabúðunum í
Amatere.
útvarpa fagnaðarerindi herfor-
ingjastjórnarinnar.
Nicolaisen leggur áherslu á að
samstarf erlendu hjálparstofnan-
anna við heimamenn og stjórnvöld
landsins hafi gengið vel. Skrif-
finnskan sé þó á stundum erfið, nú
taki mest á taugarnar að bíða eftir
lyfjum gegn kólerunni, sem breið-
ist nú út um Wollo og fleiri héruð.
„Með þjóðflutningunum breiðist
kóleran út með sprengikrafti,"
segir Nicolaisen, „og því verður
stöðugt mikilvægara að fólkið
setjist ekki að i búðunum. Ef
eitthvað verður úr Litlu rigning-
unum verður foraðið í búðunum
metradjúpt og þá er engin leið að
stöðva útbreiðslu veikinnar og
jafnvel fleiri farsótta. Fólkið verð-
ur að fara heim til sín og halda
áfram að lifa sínu lífi.“
GREIN OG MYNDIR
ÓMAR VALDIMARSSON
RENAUITU
ÁST VIÐ FYRSTU KYNNI
Renault 11 heftir fengið margar viðurkenningar fyrtr frábæra hönnun og flöðrunin er engu lík. Rými og þægindi koma öilum
í gott skap. Komdu og reyndu hann, það verður ást við fyrstu kynni. Þú getur reitt þig á Renautt
KRISTINN GUÐNASON Hl.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633