Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
ÚTVARP / S JÓN VARP
Sjónvarpið reynist oft hinn
ágætasti upplýsingamiðill.
Þannig hafði ég talið sjálfan mig,
all fróðan um vinnuhætti um borð
í skuttogurum, enda starfað um
skeið við sölu á veiðarfærum til
slíkra skipa, en að lokinni sýningu
íslenska sjónvarpsins á þriðju-
dagskvöldið á prýðisgóðri fræðslu-
mynd um veiðiskap slíkra togara,
varð mér ljóst að landkrabbinn
getur ekki með góðu móti sett sig
inní þessa hluti nema þá helst með
hjálp myndaugans. Annars kom
mér mest á óvart í þessari mynd,
hversu snyrtilegur og þrautskipu-
lagður vinnustaður þeirra skut-
togaramanna er. Þar er greinilega
hver lófastór blettur nýttur og
brúin líkist einna helst stjórnstöð
í geimskipi. Það hlýtur að vera
merkileg reynsla að vinna á slík-
um vinnustað, þar sem menn
verða að taka sameiginlega á
hverjum vanda og enginn getur
hlaupist undan merkjum hvað
sem á dynur. Við sem heima sitj-
um lítum með virðingu til þeirra
manna er vinna á fiskiskipum árið
um kring, og draga þar lífsbjörg
íslensku þjóðarinnar í bú.
Undirstöðuatvinnu-
vegurinn filmaður
Já, það er svo sannarlega
ástæða til að gera undirstöðuat-
vinnuvegi þjóðarinnar skil á
filmu. Slíkt upplýsir ekki bara
landkrabbana um hin vandasömu,
ábyrgðarmiklu og tæknivæddu
störf sjómannanna, heldur má og
vefa inní slíkar myndir ýmsar
nytsamar ábendingar varðandi
verkun og meðferð afla. Forystu-
mönnum í sjávarútvegi virðist
raunar ljós máttur kvikmyndar-
innar sem fræðslu- og áróðurs-
tækis. Þannig hefir Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna leitað til Lif-
andi mynda hf. um gerð tveggja
heimildarmynda er lýsa annars-
vegar vinnslu fisks og hinsvegar
dreifingu hans og sölu í Banda-
ríkjunum, Heiðar Marteinsson í
Vestmannaeyjum hefir filmað
humarveiðitúr báts frá Eyjum,
Sýn sf. vinnur að heimildarkvik-
mynd um síldarfabrikkuna I
Djúpuvík og fleira mætti nefna.
Væri óskandi að sjónvarpið sýndi
þessar myndir og fengi vísa menn
til að ræða efni þeirra og boðskap.
Öryggis- og
varnarmál
En við fræddumst ekki aðeins
um sjávarútveginn í þriðjudags-
dagskránni heldur og í „Kastljósi"
um varnar- og öryggismál íslands.
Þar hefir heimildarkvikmyndin
einnig mikilvægu hlutverki að
gegna að mínu mati, því í lýð-
frjálsu landi ætti hinum almenna
borgara að gefast færi á að meta
af hlutlægni og algáðri skynsemi
stöðu þessara mála frá degi til
dags. Hlýtur skipan öryggismála-
fulltrúa að vera fagnaðarefni öll-
um lýðræðissinnum, því þar kem-
ur til skjalanna sérfróður ein-
staklingur er getur væntanlega
upplýst almenning og stjórnvöld
um stöðu þessara mála á hverjum
tíma. Niðurstöður þessa sérfræð-
ings getur svo hver og einn metið
og vegið á eigin vogarskálum.
Kannski er von til þess að við
björgumst undan himnabálinu ef
almenningur fær skynsamlega
fræðslu um varnar- og öryggis-
mál, þannig aö stjórnmálamenn
og hernaðaryfirvöld búi við hæfi-
legt aðhald? Annars er máski
hæpið að tala um skynsemi í þessu
sambandi, þannig hefir verið
reiknað út að miðað við SALT II-
viðræðurnar sem stóðu í 7 ár og
tóku aðeins til eins „vopnakerfis",
þá muni núverandi Genfarviðræð-
ur er taka til þriggja vopnakerfa
máski standa til ársins 2048. Þetta
er nú meira sagt í gríni, en ekki
verður vopnabúnaðurinn einfald-
ari eftir því sem árin líða.
Ólafur M.
Jóhannesson
Elísabet F.
Eiríksdóttir
syngur ís-
lensk lög
Elísabet F. Ei-
O t 45 ríksdóttir syng-
í — ur lög eftir
Kristin Magnússon og
Karl O. Runólfsson í út-
varpi í kvöld kl. 21.45.
Elísabet tók söngkenn-
arapróf frá Söngskólan-
um í Reykjavík 1980 og
var Þuríður Pálsdóttir
söngkona hennar aðal-
kennari. Frá því að Elísa-
bet lauk prófi hefur hún
kennt við Söngskólann í
Reykjavík. Hún hefur sótt
söngnámskeið bæði í Vín-
arborg og á ítaliu.
Elísabet söng í nokkur
ár með Þjóðleikhúskórn-
um og hefur komið fram í
Sögum úr Vínarskógi og
Meyjarskemmunni í Þjóð-
Elísabet F. Eiríksdóttir
leikhúsinu og Töfraflaut-
unni, Míkadó og Rakaran-
um frá Sevilla með ís-
lensku óperunni.
Lögin sem Elísabet
syngur í kvöld eru Viltu fá
minn vin að sjá, Heimþrá,
Dans (Vikivaki) og Den
farende Svend eftir Karl
Ó. Runólfsson. Lögin sem
hún syngur eftir Kristin
eru Góða nótt, Fuglinn,
Háfjöllin og Vina mín.
Milli stafs og hurðar
lánskjaravísitalan i brennidepli
^■■■1 í kvöld kl. 22.35
nn 35 verður þáttur-
~~ inn Milli stafs
og hurðar frá RÚVAK á
dagskrá í umsjá þeirra
Hildu Torfadóttur og
ólafs Torfasonar. Þáttur
þessi er mánaðarlega á
dagskrá og fjallar um
málefni þeirra sem eiga
erfitt uppdráttar í viður-
eigninni við „kerfið". Að
þessu sinni verður fjallað
um þá sem reynt hafa að
eignast húsnæði síðan
lánskjaravísitalan kom til
skjalanna 1979.
Þátttakendur í umræð-
unum með umsjónar-
mönnum eru fjórir. Magn-
ús Jónsson, veðurfræðing-
ur og menntaskólakennari
á Akureyri, rekur
greiðsluvanda sinn og
hvernig hann missir nú
stöðugt eignarhluta í ný-
byggingu þrátt fyrir
gífurlega greiðslubyrði
vaxta og afborgana.
„Raunvextir" lánskjara-
vísitölunnar eru að „éta
upp íbúðina hans“, svo
notuð séu orð fram-
kvæmdastjora eins lífeyr-
issjóðanna nýlega, um það
sem er að gerast hjá
Magnúsi og þúsundum
annarra ungra Islendinga
núna.
Bjarni Bragi Jónsson,
aðstoðarbankastjóri
Seðlabankans, gerir grein
fyrir lánskjaravísitölunni
og jafnframt fleiri stað-
reyndum og hugmyndum
sínum um fasteigna- og
efnahagsmál. Helgi Guð-
mundsson, trésmiður í
Reykjavík, sem ritað hef-
ur greinar í Þjóðviljann
um „ránskjaravísitöluna"
gagnrýnir yfirvöld fyrir
notkun hennar.
Sigurður E. Guðmunds-
son framkvæmdastjóri
Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins, skýrir sjónarmið frá
þeim bæjardyrum og Jón
Helgason, formaður
verkalyðsfélagsins Ein-
ingar, sem telur um 4.000
félagsmenn á Eyjafjarð-
arsvæðinu, og fram-
kvæmdastjóri lífeyris-
sjóðsins Sameiningar,
skýrir mál láglaunahóp-
anna.
Hvískur
fjallað um ástina
■■ Þátturinn
OA 00 Hvískur er á
dagskrá út-
varps í kvöld kl. 20. Um-
sjónarmaður er Hörður
Sigurðarson.
Að þessu sinni verður
fjallað um ástina. Spjall-
að verður við ungt fólk um
afstöðu þeirra til þessara
mála og varpað verður
fram ýmsum spurningum
s.s. hvort ástin sé orðið
dautt fyrirbæri.
Rætt verður við Guð-
rúnu Svövu Svavarsdóttur
myndlistarkonu. Hún gaf
út ljóðabókina „Þegar þú
ert ekki“ fyrir nokkrum
árum þar sem hún yrkir
um hjónaskilnað sinn.
Mun hún víkja að þeim
málum í þættinum í
kvöld.
Þá verður rætt við Pét-
ur Gunnarsson rithöfund
og loks les Hörður nokkur
ástarljóð, bæði raunsæ og
rómantísk.
UTVARP
FIMMTUDAGUR
21. febrúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn. A virkum degi. 7.25
Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Sigurðar G.
Tómassonar frá kvöldinu áð-
ur.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veðurfregnir.
Morgunorð — Valdls Magn-
úsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Plpuhattur galdramanns-
ins" ' eftir Tove Jansson.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir
les þýðingu Steinunnar
Briem (6).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.). Tónleikar.
11.00 „Ég man þá tlð"
Lög frá liönum árum. Um-
sjón: Hermann Ragnar Stef-
ánsson.
11.30 Fyrrverandi þingmenn
Vesturlands segja frá. Eð-
varð Ingólfsson ræðir við
Braga Nlelsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.20 Barnagaman
Umsjón: Sigrún Jóna Krist-
jánsdóttir.
13.30 Tónleikar
14.00 „Blessuð skepnan" eftir
James Herriot. Bryndls Vlg-
lundsdóttir les þýðingu slna
(11).
14.30 A frlvaktinni
Sigrún Siguröardóttir kynnir
óskalög sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Slðdegistónleikar
a. Fiðlusónata I A-dúr op.
12 nr. 2 eftir Ludwig van
Beethoven. Betty-Jean Hag-
en og John Newmark leika.
b. Strengjakvartett I a-moll
op. 13 eftir Felix Mendels-
sohn. Oxford-kvartettinn
leikur.
17.10 Siðdegisútvarp
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynn-
ingar.
19.55 Daglegt mál. Siguröur G.
Tómasson flytur þáttinn.
20.00 Hviskur
Umsjón: Hörður Sigurðar-
son.
20.30 Frá tónleikum Sinfónlu-
hljómsveitar Islands I Há-
skólablói. (Beint útvarp frá
fyrri hluta tónleikanna.)
Stjórnandi: Klauspeter Sei-
bel. Einleikari: Guðný Guð-
mundsdóttir.
a. „Langnætti" eftir Jón
Nordal.
b. Fiölukonsert I A-dúr,
K219 eftir Wolfgang Amade-
us Mozart.
Kynnir: Jón Múli Arnason.
21.25 „Náttból Iskógí"
Guömundur Danlelsson les
nýjar þýðingar sinar á þret-
tán Ijóðum frá tlu löndum.
21.45 Einsöngur I útvarpssal
Ellsabet F. Eirlksdóttir syng-
ur lög eftir Kristin Magnús-
son og Karl O. Runólfsson.
Ólafur Vignir Albertsson leik-
ur á planó.
22.00 Lestur Passlusálma (16)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Milli stafs og hurðar
Umsjón: Hilda Torfadóttir og
Olafur Torfason. (RÚVAK).
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
SJÓNVARP
19.15 A döfinni
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson.
Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
19.25 Krakkarnir I hverfinu
10. Baldur rýfur keðjuna
Kanadlskur myndaflokkur f
þrettán þáttum, um atvik I llfi
nokkurra borgarbarna.
Þýðandi Kristrún Þórðard-
óttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 60 ára afmælismót
Skáksambands Islands
Skákskýringaþáttur.
FÖSTUDAGUR
22. febrúar
20.55 Kastljós. Þáttur um inn-
lend málefni. Umsjónarmað-
ur Ólafur Sigurðsson.
21.25 Skólallf 1. Vita in schola
Fyrstl þáttur af þremur um
félagsllf og skólabrag I (s-
lenskum framhaldsskólum.
I þessum þætti verður staldr-
að við l Menntaskólanum I
Reykjavlk. Fjallað verður um
hefðir þessa aldna skóla.
fylgst með félagsllfí og
íþróttaiðkunum og rætt við
eldri og yngri nemendur um
skólallfið fyrr og nú.
Umsjón: Sigurður G. Val-
geirsson.
Stjórn upptöku: Valdimar
Leifsson.
22.15 Gasljós (Gaslight) s/h
Bandarlsk sakamálamynd
frá 1944, gerð eftir sam-
nefndu leikriti eftir Patrick
Hamilton.
Aðalhlutverk: Charles Boyer,
Ingrid Bergman og Joseph
Cotten.
Myndin gerist I Englandi á
öldinni sem leið. Kona er
myrt til fjár og morðinginn
finnst ekki. Fimmtán árum
slðar gerast atburðir sem
varpa nýju Ijósi á málið. Þýð-
andi Kristrún Þóröardóttir.
00JÍ0 Fréttir I dagskrárlok.
10.00-12.00 Morgunþátt-
ur
Stjórnendur: Kristján Sigur-
jónsson og Siguröur Sverr-
isson.
14.00—15.00 Dægurflugur
Nýjustu dægurlögin.
Stjórnandi: Leópold Sveins
son.
15.00—16.00 I gegnum tlöina
Stjórnandi: Jón Ólafsson.
16.00—17.00 Bylgjur
Framsækin rokktónlist.
Stjórnendur: Asmundur
Jónsson og Arni Danlel Júll-
usson.
17.00—18.00 Einu sinni áður
var
Vinsæl lög frá 1955 til 1962
= Rokktlmabiliö.
Stjórnandi: Bertram Möller.
Hlé
20.00—21.00 Vinsældalisti
hlustenda Rásar 2
10 vinsælustu lögin leikin.
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
21.00—22.00 Þriðji maðurinn
Stjórnendur: Ingólfur Mar
geirsson og Arni Þórarins-
son.
22.00—23.00 Rðkkurtónar.
Stjórnandi: Svavar Gests.
23.00—24.00 Vör
Stjórnendur Guðni Rúnar
Agnarsson og Vala Har-
aldsdóttir.
Sá guli