Morgunblaðið - 21.02.1985, Page 15

Morgunblaðið - 21.02.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 15 Kona um konur Leiklist Jóhann Hjálmarsson Alþýðuleikhúsið: KLASSAPÍUR eftir Caryl Churchill. Þýðing: Hákon Leifsson. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Aðstoðarleikstjóri: Elfa Gísladótt- ir. Leikmynd og búningar: Guðrún Erla Geirsdóttir. Lýsing: Árni Baldvinsson. Klassapíur eftir Caryl Chur- chill er leikrit eftir konu um konur frá níundu öld til okkar daga. Fulltrúar hinna ýmsu stétta birtast í leikritinu og skýra frá lífsreynslu sinni. I upphafi býður nútímakonan Margrét til veislu. Konur liðins tíma opna hug sinn, sumar á hógværan hátt, aðrar með ofsa. Umræðuefni eru margvísleg: heimspeki, ljóðlist, trúarbrögð, ástir, ferðalög, helvíti. Auk Margrétar eru á sviðinu Isabella Bird sem á nítjándu öld gat sér gott orð sem ferðabóka- höfundur; Gréta, stigin út úr málverki eftir Bruegel; Grishild- ur góða; Lafði Nijó, japönsk hjá- kona keisara og síðar nunna, og Jóhanna páfi sem talin er hafa verið páfi 854—856, en fæddi barn í skrúðgöngu og var af þeim sökum grýtt í hel. Allar voru þessar konur at- kvæðamiklar, hver með sínum hætti, en verða ekki verulega sannfærandi í Klassapíum nema helst Gréta. Hlutverkið nýtur sterkrar túlkunar Ásu Svavars- dóttur sem er allt að því djöful- leg, einkum í lýsingum á mann- legri grimmd. Geðþekk er sú mynd sem Anna S. Einarsdóttir dregur upp af Isabellu. Sigur- jóna Sverrisdóttir leikur Grís- hildi góðu, Sólveig Halldórsdótt- ir Lafði Nijó og Sigrún Edda Björnsdóttir Jóhönnu páfa. Frá höfundarins hendi eru þessi hlutverk daufgerð og leikurun- um tekst ekki að gæða þau eftir- minnilegu lífi. Hér skortir líka nokkuð á hnitmiðun í leikstjórn. í síðari hluta verksins er Mar- grét sýnd sem hin dæmigerða nútímakona á framabraut, köld og miskunnarlaus. Margrét Áka- dóttir sem leikur nöfnu sína nær á henni góðum tökum, túlkar af jafn mikilli innlifun stolt hennar og vanmátt. Þessi hluti er í raunsæisstíl, dálítið í anda vana- bundinna ádeiluleikrita og segir í rauninni ekkert nýtt. Þó er reynt að skyggnast inn í hugar- fylgsni áhrifakonu og afhjúpa hana, tengja um leið háttalag hennar við enskt samfélag eins og það hefur þróast undir stjórn Thatchers og dómur kveðinn upp um hinar verri hliðar markaðs- hyggjunnar. Kristín Bjarnadóttir er hin mædda Elísabet, fátæk, en ekki reiðubúin að gefast upp fyrir Margréti, systur sinni. Kristín gerir Elísabetu góð skil. Sigrún Edda Björnsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir leika stelpur á gelgjuskeiði. Leikur þeirra er ólíkur. Sigrún kann vel að túlka dyntóttar og ærsla- fengnar stelpur, en túlkar hina vanþroskuðu Ásu af full mikilli ákefð. Sólveig Halldórsdóttir kemur Kit aftur á móti til skila með hófstilltri túlkun og dregur áreynslulítið fram hið spaugi- lega. Anna S. Einarsdóttir er Rósa, kona manns sem verður í starfi sínu að lúta í lægra haldi fyrir hinni kappsömu Margréti. Anna fer þokkalega með þetta hlut- verk. Sigurjóna Sverrisdóttir er hressileg Dúdda og ekki verður að Ásu Svavarsdóttur fundið í hlutverki Diddu. Guðný J. Helgadóttir fer snot- urlega með hlutverk þjónustu- stúlku í fyrri hluta verksins. Þýðing Hákonar Leifssonar er áheyrileg. Tónlist Leifs Þórarinssonar þótti mér á köflum falleg, en ekki er verulegur styrkur að henni. Inga Bjarnason leikstjóri hef- ur þegar á heildina er litið skap- að skemmtilega sýningu og leyst ýmiskonar vanda hins þrönga húsnæðis. Leikmynd Guðrúnar Erlu Geirsdóttur er myndræn og stækkaði sviðið ótrúlega. Loka- þátturinn þegar konur hins liðna birtast verður ekki síst minn- isstæður vegna leikmyndarinn- ar. Lýsing Árna Baldvinssonar átti sinn þátt í lífi leikmyndar- innar. Klassapíur er ekkert bylt- ingarverk í leikritun þótt hlut- verkin séu öll í höndum kvenna. En hér er drepið á ýmislegt sem ómaksins vert er að rifja upp. íbiza er staöur unga fólksins og í sumar mun straumurinn örugglega liggja þangaö ef marka má allar þær fyrirspurnir sem við höfum nú þegar fengið. Guðmundur farar- stjóri sór um að halda uppi fjörinu allan sólarhringinn og á dagskrá eru m.a. ökuferðir í allskonar farartækjum. siglingar, sjóskíði, seglbretti, fótbolti, hjólaferðir, diskótek, kvöldveislur, morgunveislur, næturveislur og síðdegisveislur, fyrir utan sólbaðið ogallt hitt. Á Bossaströndinni á fbiza eru Úrvalshótelin Arlanza og Sal Rossa tilbúin til þess að taka á móti sprellfjörugum Úrvalsfarþegum. Brottfarir: 29/5 (örfá sæti laus), 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9. Sérstök fjölskylduferð: 10/7. FerðatHhögun: Leiguflug. Dvalartími: 3 vikur. Verð frá kr. 24,880,- Barnaafsláttur: 0—1 árs greiða 10%, 2—11 ára greiða 50%, og 12—16 ára greiða 70%, nema 15 ára fá 50% afslátt í tilefni 15 ára afmælis Úrvals. FERMSKRIFSIDaN ÚRVM Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími (91/-26900. Ibiza er stjörnuferðastaðurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.