Morgunblaðið - 22.02.1985, Page 1
72 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
44. tbl. 72. árg.___________________________________FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kaupmannahorn, 21. febrúar. Frá frétUritara Morioinbladsins, Gunnnri Rytgaard.
HORFUR eru á því, að stórfelld
átök hefjist á dönskum vinnu-
markaði innan skamms. Hefur
danska alþýðusambandið boðað
víðtæk verkföll, sem nái m.a. til
starfsmanna við raforkuver og
olíu- og bensínstöðvar. Eiga
verkföllin að hefjast 4. marz nk.,
hafi samningar ekki náðst fyrir
þann tíma. Danska vinnuveit-
endasambandið mun taka af-
stöðu til þess næsta mánudag,
William Heinesen
Heinesen
úthlutuð
Sonning-
verðlaunin
„Ég er mjög glaður yfir að
hafa hlotið þessi bókmennta-
verðlaun," sagði færeyska
skáldið Willam Heinesen í við-
tali við Morgunblaðið í gær, en
þá voru honum veitt Sonning-
vcrðlaunin svonefndu. Hann
kvaðst ekki álíta, að sér hefðu
verið veitt þessi verðlaun í til-
efni neins ákveðins verks. Síð-
asta bók hans kom út 1980, en
nú væri von á nýju verki eftir
hann, sem hefði að geyma smá-
sögur.
Heinesen, sem er 85 ára að
aldri, sagði að alls hefðu kom-
ið út eftir hann um 20 bækur.
„Ég er mjög ánægður með þær
móttökur, sem verk mín hafa
hlotið á íslandi," sagði hann
ennfremur. Kvaðst hann þrátt
fyrir háan aldur ákveðinn í að
fara tii Kaupmannahafnar í
apríl, þegar Sonning-verð-
launin yrðu afhent, en þau
næmu 200.000 d.kr. (um
700.000 ísl. kr.).
hvort og í hve miklum mæli það
muni svara með verkbanni.
Sáttasemjarinn í þessari
vinnudeilu, Per Lindegaard
ríkislögmaður, getur frestað
verkfallinu tvisvar sinnum, í
tvær vikur hvort skiptið. Grípi
hann til þess, þýðir það, að
verkföllin hefjast ekki fyrr en
1. apríl nk. Það yrði um pásk-
ana, þegar atvinnustarfsemin
liggur niðri hvort sem er að
miklu leyti.
En með því myndu verkföll-
in fyrst í stað fremur bitna á
samfélaginu en atvinnurek-
endum. Þeir eru líka vafalaust
margir, sem fagna myndu því,
að verkfallsaðgerðir gegn
„rafmagni og hita“ hæfust
ekki fyrr en í apríl. Enda þótt
aðeins hafi dregið úr vetrar-
hörkunum í Danmörku eins og
er, þá er því spáð, að þær eigi
eftir að vaxa á nýjan leik og
frostið komist þá aftur niður í
mínús 15 stig á Celsius eða
verði jafnvel enn meira.
Auk starfsmanna orkuver-
anna eiga verkföllin að ná til
hafnarverkamanna og járn-
iðnaðarmanna auk margra
starfsmanna í byggingariðn-
aði og þjónustustarfsemi. Mun
meirihluti þeirra 300.000
manna, sem eru í danska al-
þýðusambandinu taka þátt í
verkföllunum.
Danmörk:
Víðtæk verkföll
innan skamms?
Kaupir starfs-
fólkið Pan-Am?
Miami, Flórida, 21. febrúar. AF.
FLUGMENN bandaríska flugfélags-
ins Pan Am greindu frá því í gær, að
þeir heföu lagt til að starfsmenn fé-
Íagsins fengju að kaupa meirihluta
hlutafjár félagsins í kjölfar þess að
samningaviðræður um hækkun
launa þeirra fóru út um þúfur.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og frú Margaret Thatch-
er, forsætisráðherra Bretlands, sjást hér ásamt hundi for-
setans „Lucky". Mynd þessi var tekin í svonefndum Rósa-
garði Hvíta hússins er brezki forsætisráðherrann kom
þangað til viðræðna við forsetann. Sjá frétt á bls. 24.
Átök á landamærum
Kma og Víetnams
Feking, 21. febrúar. AP.
VÍETNAMAR skutu mörg hundruð sprengikúlum á landamærastöðvar Kín-
verja í gær og á átta stöðum kom til beinna hernaðarátaka milli hermanna
þessara tveggja fyrrverandi vinaþjóða. f tilkvnningu kínversku fréttastofunn-
ar um þessa atburði sagði, að árásum Víetnama hefði verið hrundið. Ekki var
greint frá mannfalli.
Víetnamar hófu aðgerðir sínar á
þriðjudagskvöld með því að ráðast
á stöðvar Kínverja í héruðunum
Yunnan og Guangxi er liggja að
landamærunum við Víetnam.
Gerðist það í sama mund og
hátíðahöld Kínverja vegna nýs árs
voru að hefjast.
Viðbrögð Kínverja við þessum
árásum hafa verið snögg og ákveð-
in. Þá er fyrirhugað, að aðalritari
kínverska kommúnistaflokksins,
Hu Yaobang, heimsæki landa-
mærastöðvarnar næstu daga, en
hann lýsti því yfir fyrr í vikunni,
að Kínverjar myndu „ryðja úr vegi
þessari hættu á landamærunum“.
Li Xaiannian, forseti Kína, hef-
ur einnig varað Vietnama við öll-
um frekari hernaðaraðgerðum á
landamærunum: „Til þessa hefur
ekki verið unnt að koma vitinu
fyrir stjórnvöld í Víetnam. Her
Víetnams hefur ráðizt yfir landa-
mærin hvað eftir annað," sagði
hann í ræðu í gær.
Á árinu 1979 kom til beinna
styrjaldarátaka á landamærum
Víetnams og Kína í kjölfar innrás-
ar Víetnama í Kambódíu.
Arkady Shevchenko um leiðtoga Sovétríkjannæ
Sáttir við núverandi
hernaðarjafnvægi
Indiana, 21. febrúar. AP.
SOVÉTRÍKIN eru fús til þess aö
semja viö Bandaríkin um takmark-
anir á kjarnorkuvopnum sökum þess
að leiðtogar kommúnistaríkjanna
eru ekki öruggir um hernaðarstöðu
sína í framtíðinni. Kom þetta fram í
fyrirlestri, sem Arkady Shevchenko,
fyrrum sendistarfsmaður Sovétríkj-
anna, flutti við Indiana-háskólann í
Pennsylvaníu í gærkvöldi.
„Þeir gera sér grein fyrir því nú,
að þeir geta ekki gert sér vonir um
að Bandaríkjamenn afvopnist ein-
hliða í Evrópu. Æðstu menn Sov-
étríkjanna á hernaðarsviðinu eru
einnig sáttir við núverandi hern-
aðarjafnvægi í Evrópu. SS-flaugar
þeirra geta lagt Vestur-Evrópu í
rúst á 5—10 mínútum. Það sem
þeir óttast nú er að þeir verði ekki
eins ánægðir í framtíðinni," sagði
Shevchenko.
Shevchenko bað um hæli í
Bandaríkjunum sem pólitískur
flóttamaður í apríl 1978 er hann
var einn af aðstoðarframkvæmda-
stjórum Sameinuðu þjóðanna. í
fyrirlestri sínum í gær hélt hann
því fram, að lélegur efnahagur
Sovétríkjanna hefði átt sinn þátt í
Arkady Shevrhenko
því að fá leiðtogana þar til að
ganga að samningaborðinu.
„Sovézku leiðtogarnir vilja fá
frið til þess að geta snúið sér að
aðkallandi vandamálum heima
fyrir,“ sagði Shevchenko. Bætti
hann því við, að framleiðslugeta
Sovétríkjanna á sviði landbúnaðar
væri aðeins fjórðungur þess, sem
hún væri i Vestur-Evrópu og 40%
vinnufærra manna í Sovétríkjun-
um ynnu erfiðisvinnu. „1 Englandi
hefur svo hátt hlutfall ekki sést
síðan á síðustu öld,“ sagði Shevch-
enko.
Hjálpandi hendur
Simamynd/AF
Hjúkrunarfræðingurinn Nancy West hjálpar Murrey Haydon að setjast upp í gær, á meðan
Samuel Yared læknir skoðar hann. Skipt var um hjarta í Haydon á sunnudag og fékk hann þá
gervihjarta, sem ber tegundarheitið „Jarvik-7“.