Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985
5
Vinsældalisti rásar 2:
Survivor í
efsta sæti
Tíu vinsælustu lög hlustenda rás-
ar 2 í þessari viku voru kynnt í
gærkvöldi:
1. (1) Moment of Truth ... Survi-
vor
2. (3) Save a prayer ... Wham!
3. (15) Love and pride ... King
4. (2) I Want to know what love
is... Foreigner
5. (4) Everything she wants ...
Wham!
6. (9) Shout... Tears for fears
7. (5) Forever young ... Alpha-
ville
8. (7) We belong ... Pat Benatar
9. (6) Búkalú ... Stuðmenn
10. (8) Easy lover ... Philip Bail-
ey
Tölur innan sviga tákna sætin
sem lögin voru í á vinsældalista
síðustu viku.
Eldingu laust niður
á Vatnsendahæð:
Símasam-
bandslaust
út á land
ELDINGU laust niður á Vatns-
endahæð ura klukkan níu í
gærmorgun og við það rofnaði
símasamband við Norður- og
Vesturland svo og Reykjanes-
skaga. Um hádegi var komið
bráðabirgðasamband aftur við
Norðurland og Reykjanesskaga
og síðar um daginn komst aftur
á samband við Vesturland.
Að sögn Kristjáns Rein-
hardssonar, deildarstjóra hjá
Pósti og síma, var unnið að
fullnaðarviðgerð í gær og bú-
ist við að henni lyki undir
kvöldið. Eldingin orsakaði
spennuhögg sem leiddi til
bruna í svokölluðum burðar-
bylgjumagnara og rofnaði við
það símasambandið við áður-
nefnda landshluta. Einnig
brunnu útjöfnunarliðir á milli
Vatnsendastöðvarinnar og
símstöðvarinnar í Breiðholti,
en engar skemmdir urðu á
símalínum.
Blönduós:
Fjölsóttur
grímudans-
leikur
Klönduósi, 21. febrúar.
NEMENDUR grunnskólans á
Blönduósi héldu sinn árlega grímu-
dansleik að kvöldi sprengidags í fé-
lagsheimilinu. Um 370 manns sóttu
samkomu þessa, sem aldrei hefur
verið svo fjölsótt fyrr.
Meðal grímuklæddra gesta
mátti greina hispursmeyjar og
fyrirmenn, staðfasta tindáta og
jafnvel heimilistalvan og hey-
bagginn brugðu fyrir sig betri
fætinum og létu sjá sig. Þótti sam-
koman takast hið bezta. Ekki voru
veitt nein verðlaun fyrir bezta
grímubúninginn að þessu sinni
enda varla gerlegt.
í vetur stunda 209 nemendur
nám við grunnskóla Blönduóss í 10
bekkjardeildum. Skólastjóri er
Eiríkur Jónsson og réðst hann til
starfa við skólann síðastliðið
haust. Fastráðnir kennarar auk
skólastjóra eru 13 og stundakenn-
arar fjórir.
J.S.
stórútsölumarkadnum
Fosshálsi 27
er stórkostlegt vöruúrval
mjög góðu verði
. ___________^71)73500
Blóm
Sælgæti
Koparvörur
Þurrskreytingar
Odýr handklæði
40 fm bas meö eingöngu
ódýr barnaföt
og efni
Halfgerö utsala a utsölunni.
Ofsalegt efnaurval o.m.fl. o.m.fl. o.m.fl. o.m.fl.
Fjöldi fyrirtækja
svo sem Vogue hf. — Karnabær — Hummel sf.
— Axel Ó. — Blómasel — Gjafavörudeildin sf.
o.m.fl.
Bútar í úrvali
Skór á alla fjölskylduna
íþróttafatnaöur
ogging-gallar
Skiöagallar
Stretch-skiðabuxur
Vesti — ulpur o.fl. og fl.
Steinar hf. — Belgjageröin hf.
Barnafataversl. Fell — o.m.fl.
OPIÐ TIL KL 71 KVÖLD — OPIÐ A
MORGUN LAUGARDAG KL 10—4.