Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 „Við Hrafnakletta með lyng í laut lagðist margur hjá íorunaut“ Hrafnaklettasteinninn í mynni gjárinnar. Ljóamyndir Mbl. Sigurgeir. Stórvirk moksturstreki bsjarsjóós á fullri ferð í miðri Hrafnaklettagjánni, bílar af Vörubílastöð Vestmannaeyja cru fjær, en búið er að leggja veg inn gjána fyrir verkið. Bæjarstjórn Vestmannaeyja og vörubflstjórar hreinsa náttúrufyrirbæri af gosösku Hluti gjár Hrafnaklettanna, sem nú er nær sléttfull af ösku og mold, en þykkt jarðvegsins niður á gömlu grundina er um 3 metrar og gjáin 10—15 metra breið. Hugmyndasamkeppni um hlutverk og mótun Arnarhóls Myndlist Bragi Ásgeirsson Um þessar mundir og út vikuna stendur yfir sýning í Kjarvalssal á þeirri 31 tillögu er barst í hug- myndasamkeppni um hlutverk og mótun Arnarhóls og umhverfis hans. Þessi samkeppni er hin merkasta og glæsilegasta er ég veit um að fram hafi farið hér- lendis um afmarkað verkefni og er rétt og skylt að vekja sérstaka at- hygli á því. 1 tilefni sýningarinnar og sam- keppninnar allrar hefur verið gef- inn út veglegur kynningarbækl- ingur um framkvæmdina ásamt skilgreiningum á þeim tillögum er hlutu verðlaun og viðurkenningar. Þar segir m.a. í formála dóm- nefndar „að fyrirsjáanlegt er að lokið verði við byggingu Seðla- banka íslands árið 1986 en það ár halda Reykvíkingar 200 ára kaup- staðarréttindi borgarinnar hátíð- leg. Aðalinngangurinn í seðla- bankabygginguna verður að sunn- anverðu og verður aðkoma að hon- um á þaki Kolaports, bifreiða- geymslu Reykjavíkurborgar. Þetta svæði tengist Arnarhóli beint auk þess sem bankinn veitir skjól, sem eykur nýtingarmöguleika hólsins, ef rétt er á haldið. Vegna legu sinnar og hæðar er hóllinn ákjós- anlegur útsýnisstaður. En hann er einnig kjörinn til útivistar fáist þar skjól auk þess sem stórhátíða- höld borgarbúa hafa gjarnan farið þar fram“. Þetta er allt rétt og skynsamlega athugað og ^vo má einnig bæta því við, svo sem fram kemur í einni tillögunni „að Arn- arhóll er nyrsti hlekkur í keðju þeirra opnu svæða er teygja sig úr Vatnsmýri norður að Ingólfsgarði. Þungamiðja byggingarinnar snýst um ásinn frá Tjörninni til sjávar og verður að líta á það sem eina heild". Þetta er og alveg rétt og ber mjög að fagna því eftir að búið er að sneiða drjúgan hluta af Menntaskólalóðinni og misþyrma hinum rismikla Stjórnarráðsbletti til hags fyrir blikkbeljuna — aðal mengunarvald allra stórborga, sem nær jafnt til húsveggja, minnismerkja svo og heilsu fólks þannig að jafnvel sígarettan er hér smáatriði — að fegra skuli og hlú að einu nokkurn veginn óspjölluðu vininni í miðborginni. Það ber því að taka ofan fyrir umræddri hugmyndasamkeppni og vonandi gefur hún það góöa raun, að ekki verði lagt í mikil- vægar framkvæmdir í framtíðinni án undangenginnar samkeppni sem slíkrar. Þetta er venja út í hinum stóra heimi og reynist á endanum langsamlegast hag- kvæmasta lausnin þrátt fyrir mik- inn kostnað og vegleg verðlaun. Samkeppnin kann þannig að marka mikilvæg tímamót í bygg- ingarsögu íslands og hin mikla og almenna þátttaka staðfestir að húsameistarar og Iistamenn eru hér með á nótunum. Það er athyglisvert hve mikla vinnu gerendurnir hafa lagt í til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.