Morgunblaðið - 22.02.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 22.02.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Klæði á vopnin og hvað svo? Athyglisverðar norskar umræður um friðarmál - eftir Björn Friðfinnsson Inngangur Á alþjóðaráðstefnu Rauða krossins um friðarmál, sem haldin var á Álandseyjum í haust, var um það rætt, hvernig hlutfall óbreyttra borgara af þeim sem láta lífið í styrjaldarátökum hefur farið vaxandi. Einnig var bent á i umræðum, hvernig deilur milli ríkja og innan ríkja leiða stöðugt til vopnaðra átaka, þrátt fyrir stóraukið starf Sameinuðu þjóð- anna og svæðabundinna alþjóða- samtaka, sem hafa það verkefni að vinna að bættri sambúð ríkja og friði. Á það var líka lögð rík áherzla í máli þátttakenda, að friður er ekki aðeins stund milli stríða, heldur samstarf allra þjóða og ríkja. Hann byggist á friðsamlegri lausn deilumála, virðingu fyrir mann- réttindum og samvinnu um að lina þjáningu og koma í veg fyrir ofbeldi. Friður er ekki sama og kyrrstaða og friður er óhugsandi meðan víða ríkir þjóðfélagslegt og efnahagslegt misrétti, kynþátta- mismunun og virðingarleysi fyrir grundvallarmannréttindum. Það væri til lítils að banna stríð með lögum eða samþykki rlþjóð- legra ráðstefna ef ekki fylgdi fleira með. Er hægt að banna þjóð að grípa til vopna gegn innrásar- her eða gegn valdhafa, sem tekið hefur völdin með ofbeldi og treður fótum mannréttindi þegnanna? Slíkt bann myndi væntanlega hafa lítil áhrif. Forsenda friðar er vissulega af- vopnun, en hún verður að byggjast á gagnkvæmu trausti og sam- komulagi um framangreind grundvallaratriði. Þegnar einstakra ríkja munu aldrei geta reitt sig á einhliða af- vopnun i skugga ógnar, en sameig- inlega geta þjóðir heims samið um afvopnun undir eftirliti og þar með vikið þeirri ógn frá, sem mannkyni stafar af nýjum vopna- kerfum. En „gömlu“ vopnin eru líka hættuleg. Nú er talið að þau séu látin tala á a.m.k. 30 átaka- svæðum á plánetunni og að síð- ustu 40 árin hafi um 50 milljónir jarðarbúa látið lífið í um 150 vopnuðum átökum ýmist milli ríkja eða innan þeirra. Áð baki allra þeirra átaka er djúpstæður ágreiningur af einu eða öðru tagi, ágreiningur sem ekki hefur tekizt að leysa með friðsamlegu móti. En hvernig á þá að leysa mál án þess að grípa til vopna? Frumkvæði Björns Egge Formaður norska Rauða kross- ins, Björn Egge, hefur að undan- förnu tekið virkan þátt í umræð- um um friðarmál í heimalandi sínu. Hefur Björn ritað greinar í norsk blöð, sem orðið hafa tilefni líflegra rökræðna. Björn Egge er hershöfðingi, sem tók þátt í síðari heimsstyrjöldinni og einnig stýrði hann hluta af liði Sameinuðu þjóðanna í Kongó á sínum tíma. Hann þekkir því hernaðarátök af eigin reynslu og er mjög hugleikið að finna árang- ursríkari leiðir til þess að koma í veg fyrir þau en nú virðast færar. Fyrir forgöngu hans hélt norski Rauði krossinn málþing í Osló á sl. ári þar sem ýmsir sérfræðingar í alþjóðamálum og samningatækni ræddu um það, hvernig bæta mætti málamiðlun milli ríkja í milliríkjadeilum. Má þeirra á meðal nefna prófessor að nafni Roger Fisher frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, en hann stýrir verkefni á vegum háskólans, er nefnist „Harvard Negotiation Project", þar sem hugmyndin er að nýta nýjustu niðurstöður vís- indalegra rannsókna á sviði fé- lagsfræði, sálfræði, hagfræði og fleiri greina í því skyni að finna leiðir til lausna á ýmsum flóknum og erfiðum deilumálum. Annar þekktur sérfræðingur sem sótti málþingið var dr. Edward de Bono frá Möltu, en hann er höfundur kenningar um það, hvernig finna megi lausnir á flóknum deilumál- um með nýjum aðferðum. Þá má nefna Svisslendinginn Jacques Moreillon frá Alþjóðaráði Rauða krossins, en hann er helzti sér- fræðingur Rauða krossins í þjóða- rétti og alþjóðlegri mannúðar- löggjöf. Á málþinginu kom m.a. fram sú skoðun, að ein leið sem líkleg væri til árangurs væri að Alþjóðaráð Rauða krossins hefði á sínum veg- um sérfræðinga til þess að grípa inn í, þegar venjulegar samninga- viðræður hefðu farið út um þúfur og hernaðarátök virtust óumflýj- Björn Egge, formaður Rauða kross Noregs „Þegnar einstakra ríkja munu aldrei geta reitt sig á einhliða afvopnun í skugga ógnar, en sam- eiginlega geta þjóðir heims samið um afvopn- un undir eftirliti og þar með vikið þeirri ógn frá, sem mannkyni stafar af nýjum vopnakerfum. En „gömlu“ vopnin eru líka hættuleg.“ anleg. Slíkt sérfræðingalið yrði til viðbótar við þær alþjóðastofnanir, sem í dag vinna að lausn deilu- mála og til þess yrði gripið þegar öll önnur ráð virtust gagnslaus. Síðasta stig deilumála, sem þróast til vopnaðra átaka, einkennist oftast af því, að hinar pólitísku, efnahagslegu og hugsjónalegu ást- æður deiluaðila virðast algjörlega ósamrýmanlegar. Upphaf styrjaldarátaka sé sjaldnast fyrirhugað markmið deiluaðila en segja megi að þeir missi stjórn á atburðarásinni. Óháð lið sérfræðinga, sem kæmi á vettvang og reyndi að miðla mál- um, gæti komið hér að gagni. Sér- fræðingar Alþjóðaráðs Rauða krossins hefðu það að leiðarljósi að koma í veg fyrir þær þjáningar, sem stríð myndi valda meðal deiluaðilja, þeir myndu byggja starf sitt á grundvallarreglum mannúðarstarfs Rauða krossins. Það var rifjað upp, að í Kúbu- deilunni 1962 þreifuðu John F. Kennedy forseti og Nikita Krúsj- eff forsætisráðherra fyrir sér um milligöngu Alþjóðaráðs Rauða krossins, en þá var Rauði krossinn ekki undir það búinn að kalla fyr- irvaralaust til starfa hina hæfustu menn sem með þurfti. Björn Egge og stjórn norska Rauða krossins tóku upp þessar hugmyndir og að þeirra frum- kvæði var samþykkt að beina því til Alþjóðaráðsins að það veitti fulltrúum sínum aukna þjálfun i hvers kyns samningagerð og samningatækni. Hér er hins vegar um viðkvæmt mál að ræða fyrir Rauða kross- hreyfinguna. Þótt hún vilji með öllu móti koma í veg fyrir hörm- ungar styrjalda, verður hún að velja sér starfsaðferðir, sem ekki stofna hlutleysi hreyfingarinnar í voða, en það er meginskilyrði fyrir því að hún geti komið að gagni á ófriðartímum. Umrædur um mál- ið í Noregi Björn Egge hefur eins og áður segir fjallað um þetta í greinum sem hann hefur skrifað í blöð i Noregi. Sendiherra Noregs hjá Sameinuðu þjóðunum og einn þeirra, sem til greina gætu komið síðar á þessu ári til framboðs í stöðu nóttamannafulltrúa SÞ, Tom Vraalsen, skrifaði þá grein í Aftenposten og sagði að ekki mætti dreifa kröftunum við lausn viðkvæmra milliríkjadeilna. Nær væri að efla enn samningaleið og málamiðlunarstarf Sameinuðu Um tóbaksreykingar - eftir Ugga Jónsson Á síðustu árum, eftir að skað- semi tóbaksreykinga hefur komið í ljós, hefur margt verið rætt og ritað um þær og hafa menn aðal- lega skipst í tvo hópa í kringum málefnið. Annars vegar reykinga- menn og hins vegar reyklausa menn, (ég mun til hagræðis nefna þá bindindismenn hér eftir). Bind- indismenn eru eins og gefur að skilja lítið gefnir fyrir tóbak og vilja margir hverjir helst láta bannfæra það alveg. Hafa þeir meira að segja verið svo áhuga- samir um upprætingu tóbaksnotk- unar að víða um land hafa þeir stofnað félög til hjálpar málefni þessu. Varla er þörf á að tíunda starfsemi þeirra hér, hún hefur vart farið fram hjá neinum. Reykingamenn eiga sér hins vegar ekki nein „hagsmunasam- tök“ sem mótsvar við þessu og þegja þeir því yfirleitt og láta sér nægja að leiðast nöldur bindind- ismannanna. Virðist því sem bind- indismenn og þeirra sjónarmið hafi náð yfirhöndinni enda hafa þeir læknavísindin með sér. Einn- ig hafa þeir dygga aðstoð stjórn- valda á bak við sig og er skemmst að minnast svívirðilegra tóbaks- hækkana sem dundu yfir á síðasta ári, auk þess sem nú eru nýverið gengin í gildi lög sem ekki heimila reykingamönnum að stunda iðju sína nema á afmörkuðum stöðum. Um þessi lög er að mörgu leyti ekki nema gott eitt að segja þar sem oft skapast þær aðstæður að reykingar eru óheppilegar, t.d. í flugvélum, langferðabifreiðum og víðar. Ekki er laust við að í orðum og gerðum þessara hópa, þyki hinum hlutlausa gæta nokkurs ofstækis á báða bóga. En hver er sá hlut- lausi? Er hann meðal annars sá sem tilheyrir gleymda hópnum sem fjallað er um hér á eftir? Er e.t.v. enginn hlutlaus? Gleymdi hópurinn Einn hópur og hans rök hefur alveg orðið útundan í þessari um- ræðu en það eru hófreykinga- menn. Þennan hóp skipar ein- göngu fólk sem reykir einungis sér til ánægju og á það yfirleitt frem- ur gott með að hætta sínum reyk- ingum ef það vill. Það má segja að oft á tíðum sé þetta eins konar tómstundagaman og kemur jafn- vel fyrir að menn fái leið á tóbak- inu rétt eins og hverri annarri frí- stundaiðju sem verður of hvers- dagsleg. Þetta fólk er tiltölulega sak- laust og vill einungis fá að reykja sitt tóbak ótruflað í mestu mak- indum og án þess að ergja aðra með iðju sinni. Forsjálni þessa fólks gerir það að verkum að nýju lögin koma ekki til með að hafa nein áhrif á það. Það má segja að þessi hópur lendi nokkurn veginn á milli ofstækishópanna tveggja og er að því er virðist hinn já- kvæði þáttur I málinu. Uggi Jónsson „Mælist ég til þess aö menn reyni aö stilla reykingum síiium í hóf, ef þeir á annað borð vilja þær viðhafa. Illt fyrirbæri, herra eða þjónn Bindindismenn einblína gjarn- an á algert tóbaksleysi og eru margir hverjir dauðhræddir við tóbakið. Kemur það e.t.v. ekki minnst til af því að fyrir skömmu sannaðist að kona í Svíþjóð lést af völdum óbeinna reykinga á vinnu- stað. Líta bindindismenn því oft á reyktóbak sem illt fyrirbæri og fyrirlíta alla notkun þess. Þótt hófreykingamenn séu yfirleitt lítt hrifnir af notkun reyktóbaks eins og hún kemur okkur oftast fyrir sjónir taka þeir ekki jafn djúpt í árinni og bindindismenn. I hópi hófreykingafólks er nefnilega ófrávíkjanleg regla í gildi: „Sá sem reykir í hófi er herra yfir tó- bakinu, sem er þjónn herrans og hann drottnar yfir og ræður hvort og hvenær hann vill njóta þjón- ustu þjónsins. í hópi reykingafólks er reglan sú ama á hvolfi að heita má. Þ.e. að reykingamaðurinn er þjónn tó- baksins og það drottnar yfir hon- um. í raun má segja að reykinga- maðurinn sé þræll í ánauð og segja mér kunnugir að þetta sé sá þrældómur sem hvað erfiðast er að losna úr. Þessa vegna er jú augljóst að mikilvægt er að rata hinn gullna meðalveg í þessum efnum sem öðrum og læra að nota tóbak, en ekki að misnota það. Líkingin í sambandi við tóbaksreykingar má beita svolítilli líkingu. Þ.e. að þær séu ekki alveg óáþekkar víndrykkju. (Líkast til eru ein- hverjir ósammála þessu og vel má vera að þeir hafi eitthvað fyrir sér í því, en að mér vitandi liggja eng- ar sönnur fyrir um þetta. Þessari kenningu er líka rétt að taka með þeim fyrirvara að e.t.v. sé hún bundin við persónugerð.) Við víndrykkju hendir það margan manninn að drekka of mikið og verður sá hinn sami þá sjúkur af víninu. Fæwi (sem betur fer) hendir það hins vegar að verða sjúkir í vínið og verða þeir þá gjarnan vínþrælar. Við tóbaksreykingar eiga sér ekki alveg ósvipaðir atburðir stað. Þ.e.a.s. að menn geta auðveldlega reykt of mikið og verður þeim þá flökurt af. Einnig getur það átt sér stað, að menn missi tökin á tóbaksneyslu sinni og verða þá eins og alvitað er svokallaðir tó- baksþrælar. Þetta er í raun aðeins spurning- in um að þekkja sín takmörk, beita viljastyrknum og streitast á móti því að verða háður einhverju. Þetta lögmál gildir fyrir ótal aðr- ar nautnir og fíknir, t.d. sætindi, kaffi, tölvuspil o.fl. o.fl. jafnvel video. Sem sagt: Allt er best í hófi. Mælist ég þess vegna til þess að menn reyni að stilla reykingum sínum í hóf ef þeir á annað borð vilja þær viðhafa. Það er nefnilega svo að því sjaldnar sem maður gerir eitthvað sem manni þykir ánægjulegt, því meiri nautn en það í hvert sinn. Að lokum vil ég þó aðeins taka fram að með þessari grein er ég ekki beinlínis að mæla reykingum bót, heldur vil ég aðeins hvetja þá sem nú eru að fikta með tóbak að velta einni spurningu fyrir sér: Hvort viljið þið vera þjónar herr- ans eða herrar þjónsins? Ykkar er valið. Vggi Jónsson er nemandi í mennta- skólanum á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.