Morgunblaðið - 22.02.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985
19
þjóðanna en að fjölga sátta-
semjurunum. Hann endaði grein
sína með orðunum: „Skomaker —
bli ved din lest“.
Og nú færðist fjör í umræðurn-
ar. Þótti sumum sendiherrann
hafa sýnt nokkurn hofmóð í skrif-
um sínum og að þróun alþjóða-
mála síðustu árin bæri vott um að
ríki heims þyrftu á hjálp fleiri að-
ila en Sameinuðu þjóðanna að
halda til þess að forða því að
deilumál leiði til vopnaðra átaka.
Tveir af starfsmönnum norsku
friðarrannsóknarstofnunarinnar
rituðu m.a. grein, þar sem þeir
töldu ástæðu til þess að fjölga
kostum í „friðarsáttum" (freds-
megling) og þar sem tillögur
Björns Egge fjölluðu um viðbót-
arkosti við þá möguléika, sem
Sameinuðu þjóðirnar hafa til
málamiðlunar, væri ekki ástæða
til annars fyrir talsmenn Samein-
uðu þjóðanna en að taka tillögun-
um vel.
Björn Egge hefur í síðustu grein
sinni um málið, sem hann birti í
Aftenposten í október s.l., lagt
áherzlu á rétt Rauða kross-hreyf-
ingarinnar til þess að taka frum-
kvæði í mannúðarmálum og undir
það falli „friðarsættir“, þegar öll
önnur sund hafa lokast, þ.á m.
sáttatilraunir á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Forsendur fyrir slíku
starfi séu þó að allir aðilar deil-
unnar fallist á það, að Rauöi
krossinn reyni að miðla málum og
málamiðlunarstarfið brjóti ekki í
bága við hlutleysi hreyfingarinn-
ar.
því tilefni. Aðstandendur eru af
ýmsu þjóðerni, bæði frá stórveld-
um austurs og vesturs og óháðum
ríkjum.
Nefnist stofnunin á enskri
tungu „The Foundation for Int-
ernational Conciliation" og á hún
að starfa sjálfstætt og eigi í hagn-
aðarskyni.
Hugmyndin er að nýta nýjar að-
ferðir í sáttastarfi í líkingu við
þær, sem settar hafa verið fram í
áðurnefndu samningaverkefni
Harvard-háskóla og sem notaðar
voru í Camp David-samningunum
1978. Um aðferðir við þá samn-
ingagerð hafa verið skrifaðar eft-
irtektarverðar greinar af háskóla-
mönnum og öðrum sérfræðingum
og vissulega varð árangurinn
óvæntur, hvern þátt sem nýjar
samningaaðferðir hafa átt í því.
Ekki er þó við því að búast að
hinir lærðu menn hafi fundið
neinn „stórasannleik" um það at-
riði, hvernig setja eigi niður deilur
á plánetunni, þar sem vopnuð átök
eru yfirvofandi. Þar dugar engin
ein aðferð eða ein stofnun. En
vissulega er nauðsynlegt að kanna
allar leiðir og safna þekkingu um
þær aðferðir, sem bezt hafa
reynst.
Klædi á vopnin,
en hvað svo?
Björn Egge hefur beint umræð-
um um friðarmál að því umræðu-
efni, hvað gera skuli þegar styrj-
öld er um það bil að skella á og
Sameinuðu þjóðirnar og svæðis-
bundin ríkjasamtök geta ekki
komið í veg fyrir hana. Hann hef-
ur einnig beint huga manna að því
grundvallaratriði, hvað komið geti
í stað vopnavalds. Þótt komiö hafi
verið á fót alþjóðastofnunum í því
skyni, brestur getu þeirra sorglega
oft.
Klæði á vopnin, en hvað svo?
Það er vissulega umhugsunar-
efni fyrir okkur íslendinga jafnt
sem aðrar þjóðir.
Febrúar 1985
Alþjóðaráð
Rauða krossins
býr sig undir sáttastarf
Alþjóðaráð Rauða krossins
(ICRC), sem mannað er Svisslend-
ingum, hefur nú ákveðið að búa
sig undir sáttastarf af þessu tagi,
ef eftir hjálp þess verði leitað. Er
ætlunin að gera það bæði með
þjálfun eigin starfsmanna og eins
með því að leita til sérfræðinga
frá óháðum stofnunum. í ágúst sl.
var ein slík stofnun sett á fót í
og voru fulltrúar Alþjóða- Björn Friðfinnsson á sæti ístjórn
is viðstaddir fundahöld af Rauða kross Islands.
Forsætisráðherra um rækjuvinnsluleyfi
til Kaupfélagsins á Patreksfirði:
„Eðlilegt að veita leyfið
til að nýta hús og skip“
„MÉR finnst mjög eðlilegt að
Kaupfélag V-Barðstrendinga fái
rækjuvinnsluleyfi, því þeir eru
þarna með hús sem ekkert þarf að
breyta nema setja í einhverjar vél-
ar. Þetta hús nýtist ekki fyrir slát-
urhús, þár sem veriö er að slátra
mest öllu fé á svæðinu út af riðu-
veiki,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra er blm.
Mbl. spurði hann hvort það væri að
hans mati eðlilegt að Kaupfélagið á
Patreksfirði fengi leyfi til rækju-
vinnslu, en fyrirtækið Vatneyri
ekki, sem sótti um rækjuvinnslu-
leyfi fyrir hálfu öðru ári.
Steingrímur sagði að tvö skip
þeirra Patreksfirðinga stæðu
ónotuð ákveðinn hluta ársins, þar
sem þau fengju ekki meiri kvóta,
og því sagðist hann telja það
mjög eðlilegt að þeir fengju
rækjuleyfi. Það yrði til þess að
bæði skip og hús nýttust betur.
„Ég vil taka það fram,“ sagði for-
sætisráðherra, „að ef svipað er
ástatt með þá hjá Vatneyrinni tel
ég það fyllilega eðlilegt að þeir
fái vinnsluleyfi einnig. Þar á ég
við að húsið hjá þeim fullnægi
þeim kröfum, sem gerðar eru til
rækjuvinnslustöðva og þeir hafi
skip til rækjuveiðanna."
á morgun kl. 1—4
KAUPIÐ NYJAN
LADA LUX
Verö
Lán
248.000
128.000
Þér greiöiö
120.000
VERÐ Á LADA BILUM
Lada 1200
Lada sport
Lada safír
Lada station
kr. 198.500
kr. 408.000
kr. 219.600
kr. 216.00
NYIR 0G N0TAÐIR BÍLAR TIL SÝNIS 0G SÖLU
TÖKUM VEL MEÐ FARNA LADA UPP í NÝJA
Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf!
jíðTiu Suðurlandsbraut 14 - Simi 38600 Söludeild 31236 i
ttttmuumm#r
^tiYrtns»iti»lit
BÍLASÝNING
Höfum í okkar þjónustu tvo innahúsarkitekta, sem standa
yður ávallt til boða, þegar um er aö ræöa val og skipulagn-
ingu á nýjum eldhúsinnréttingum —allar leiðbeiningar eru aö
sjálfsögöu án allra skuldbindinga.
15% afsláttur af
Alno heimilistækjum,
séu þau keypt með
innréttingum.
BlllDeldhús
Grensásvegi8 (áður Axminster) simi 84448