Morgunblaðið - 22.02.1985, Page 21

Morgunblaðið - 22.02.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 þurfa ekki að vera hluti af sömu heild. Það er ekkert sem ákvarðar að rásir 1—4 (o.s.frv.) undir tæknistjórn RUV þurfi að vera undir sömu dagskrárstjórn. Þvert á móti, æskilegt væri að sundra því embættismanna- og flokka- veldi sem nú fer eða fer ekki með stjórn eftir því hvað og hve mikið er í húfi. Þetta fyrirkomulag gerði t.a m. mun auðveldara fyrir félög og einstaklinga að koma upp „út- varpi“ í þessari nýju mynd. Þau þyrftu ekki að verja peningum í sendibúnað og gætu átt samstarf um rekstur annars búnaðar, sem e.t.v. væri lika í eigu RUV. Þessar hugmyndir eru reyndar hluti af stærra máli sem Eiður bryddar uppá, og aðrir hafa gert áður, um „boðveitukerfi". Hér er átt við „sameiginlegan boðbera", eða það sem heitir á ensku „common carri- er“. Því kerfi má lýsa stuttlega og taka símkerfi sem dæmi. Tækni- búnaður, þjónusta, rekstur og allt annað sem varðar vöxt og viðhald kerfisins sjálfs er í almennings- eign. Hinsvegar getur enginn sagt af eða á um það sem talað er í símtækið: það er öllum opið fyrir lágmarksgjald. Sama grundvallar- atriði gilti þá um útvarp. Boð- veita, samanber rafmagns- eða hitaveita, liggur í hvert hús, menn skrúfa frá eða fyrir að vilja og þörf, en stóri munurinn er sá að í stað þess að efni berist allt frá einni orkustöð kemur það frá ótal aðiljum — gæti þess vegna komið úr hugarfylgsni hvers einasta ís- lendings! Smám saman verður hægt að koma á fullkomnu boð- veitukerfi sem fullnýtir gífurlega flutningsgetu nýjustu tækni, allt upp í hundruð rása í einu, bæði mynd og hljóð. Ríkið hefði hins- vegar ekkert yfir efni að segja. Eins og fram kemur í grein Eiðs Guðnasonar er með þessum hætti hægt að tryggja fjölbreytni, ekki bara fjöldaframboð af því sama. Hugmyndir um boðveitu ættu að liggja til grundvallar í þeirri nýskipan útvarpsmála sem nú er fyrirhuguð. Hún hefur þann kost að hægt er að byrja strax með þeim búnaði sem Ríkisútvarpið á, og smámsaman fær út kvíarnar með hliðsjón af fenginni reynslu og tækniþróun sem verður. Jafn- framt getur RUV tekið mið af breyttum aðstæðum, verið sú kjölfesta sem smáþjóð þarf vissu- lega á að halda, án þess að þyngslaleg mara einokunarsam- tryggingarinnar verði áfram baggi á frjórri umræðu. Þessi leið, svo gæfuleg sem hún virðist, er mun erfiðari en sú að afsala sér ábyrgð og láta markaðsöflin sjá um afganginn. Vel er hugsanlegt að markaðurinn beri nokkrar smáútvarpsstöðvar í höfuðborg- inni og einhvers konar útvarp í mýflugumynd hér og þar í þétt- býliskjörnum. Og vissulega skap- aðist í kringum slíka starfsemi eftirvænting og tilbreyting sem óhætt er að segja að yrði vel þegin. En eins og höfundur margívitnaðs Reykjavíkurbréfs bendir á er brýn þörf á að hugsa stórt þegar stór vandi steðjar að (annað er a.m.k. ekki hægt að lesa úr bréfinu). Hin leiðin sem í grófum drátt- um hefur verið studd hér, er að því leytinu ólíklegri til að verða valin því hún skapar svo megna óvissu. Hún er geysiróttæk og ef vel tæk- ist til skipaði hún íslandi í for- ystusveit í fjölmiðlamálum. í fyrsta lagi ylli afnám miðstýr- ingar hjá Ríkisútvarpinu mikilli óvissu hjá stofnuninni og beinlínis knýði hana til endurmats á stöðu sinni. í öðru lagi yrðu „varðhund- ar valdsins" í útvarpsráði rúnir valdinu og gætu ekki með nokkru góðu móti haft stjórn á því hvaða málefni væru tekin fyrir í erind- um, umræðuþáttum og þvílíkum dagskrárliðum, né undir stjórn hverra, og því síður hverjir veld- ust til dagskrárgerðar af öðru tagi. Utan stofnunarinnar sköpuð- ust ótal tækifæri fyrir félaga- samtök, einstaklinga og hópa að koma beint inn í þjóðmála- og menningarumræðuna, en með þeim hætti sem hver veldi sér sjálfur. Ástand skapaðist þar sem ótal heilar yrðu lagðir í bleyti til að finna bestu lausnina. Meðal þeirra sem yrðu að sætta sig við óvissuástand eru atvinnumenn í listum og menningu — þeir sem ríkinu er ætlað að ráða til starfa mest af „skyldurækni" að því er manni skilst. Alls óvíst er að vinna keypt af þeim í þeim mæli og á því verði sem þeir geta sætt sig við. Jafnframt verða fagurker- ar af ýmsu tagi að búa sig undir verstu hremmingar, jafnvel svo hrikalegar að þágufallssýki verði hreinasta blessun í samanburði. Þá má búast við margháttuðum mistökum og æsingamálum, rifr- ildi og uppákomum sem valda munu mörgum manninum raun — öðrum gleði. Öll þessi óvissa yrði samt hvati endurreisnar: eins og á sem ryður sig í vorleysingum er móbrún og úfin áður en hún syng- ur sumarseiðinn og silungurinn gengur. Raunar þarf ekki að skapast slíkt ástand sem ofan greinir sé tilhugsunin einhverjum ofraun. Eiður bendir á góðan kost í sinni grein, og tekur þar undir með Þorbirni Broddasyni og fleirum, sem hvatt hafa til þess að farið verði hægt í sakirnar svo menn standi ekki berskjaldaðir frammi fyrir orðnum óumbreytanlegum hlut, svo sem auglýsingaútvarpi af þeirri gerð sem ber því versta í bandarískri dægurrnenningu ófag- urt vitni. Bent hefur verið á að í Danmörku og Noregi hafi menn sett sér tilraunatímabil, með ákveðnum tímasetningum fyrir endurskoðun að fenginni reynslu. Eiður bendir á að í Noregi hafi verið opnað fyrir tilraunastarf- semi með útvarp án þess að aðiljar í öðrum fjölmiðlarekstri hafi fengið til þess leyfi. Með því að nota tækjabúnað RUV getum við byrjað slíkt tilraunatímabil svo að segja strax, og unnið skipulega að síðari áfanga, eftir tvö til þrjú ár, þar sem enn yrðu færðar út kví- arnar, hugsanlega með vísi að öfl- ugu boðveitukerfi fyrir landið allt, og alla landsmenn. Ekki er hægt að láta staðar numið án þess að drepið sé á fjár- hagshliðina. Ekkert fæst ókeypis í þessum heimi, allra síst auglýs- ingaútvarp, gagnstætt því sem haldið hefur verið fram. Slíkt út- varp er niðurgreitt með hækkuðu vöruverði til almennings. Svo ein- falt er það. Á útvarpsmarkaðnum er það ekki dagskrárefni sem er keypt og selt, heldur hlustendur seldir auglýsendum. Þetta er stór- kostleg svikamylla þar sem alla jafna er best borgið hag þeirra sem milliliðastarfsemina stunda — auglýsingafyrirtækja, síðan eigenda útvarpsstöðvanna, þá auglýsenda, og síðast hlustenda. Fróðlegt væri að sjá Hagvang kanna hvernig auglýsinga- og kynningarstarfsemi hefur sogað til sín fé undanfarin ár, meðan Ríkisútvarpið, og aðrar slíkar stofnanir, lepja dauðann úr skel. Þetta er sóunarkerfi sem almenn- ingur borgar fyrir. Almenningur borgar líka afnotagjöld og hvað svo sem segja má um innheimtu- kerfi þeirra renna þau þó tiltölu- lega hindrunarlaust og að mestu óskert til þess sem til er ætlast. Boðveitukerfi af því tagi sem um er rætt verður að greiðast að stór- um hluta með afnotagjöldum, að hluta með lágum aðgangsgjöldum og að einhvérjum hluta með aug- lýsingum, því miður verður vart snúið af þeirri braut. Hluti af- notagjalda rynni í einn sjóð, t.a.m. til RUV, en hluti þeirra til dag- skrárfélaga sem fólk veldi sjálft og merkti við á greiðsluseðli. Þá er fordæmi fyrir því, af hálfu Reykjavíkurborgar, að bæjar- og sveitarfélög leggi fram fé til fjöl- miðlunar úr almannasjóðum, sem er í rauninni sjálfsagt. Slík blanda sýnist heillavænleg, þar sem tryggt væri að auglýsingar skiptu aldrei sköpum, hvorki um efni né getu manna til að nýta sér miðil- inn að eigin ósk. Spurt í sakleysi Kveikjan að þessari blaðagrein var sem fyrr segir hljómmikil að- vörun í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins. Enn og aftur: það er rétt sem þar kemur fram. íslendingar standa frammi fyrir þeim vanda að efla eigin menningu gagnvart erlendum áhrifum. Það er einnig rétt að þróun í fjölmiðlamálum undanfarin ár, upphaf að því sem stefnir í að verða enn meira, lofar ekki góðu um að vel takist til. Nú vill svo til að sterkur áróður er rekinn fyrir því að koma á lagg- irnar auglýsingaútvarpi á íslandi, sniðnu að erlendri fyrirmynd. Jafnframt munu menn hafa fyrir augum og eyrum forsmekkinn að slíku. Ríkisútvarpið tók sig nefni- lega til og „stal glæpnum". Sá sem þetta ritar hefur aldrei hlýtt á þá dagskrá sem þar er á borð borin og þykist því geta spurt í einlægni og sakleysi eftirfarandi spurninga um rás 2: — Hefur sú tegund auglýsinga- útvarps sem nú er rekið vakið von um að sá miðill og fleiri slíkir verði öflugt menningarlegt and- svar við því ástandi sem höfundur Reykjavíkurbréfs lýsir? — Nánar má spyrja: hefur rás 2 opnað dægurmálaumræðu og bryddað upp á nýjungum sem áhugaverðar þykja? — Sérstaklega er vert að spyrja að því hvort miðillinn hafi verið opnaður alenningi og listamönn- um landsins og skipulega sóst eft- _____________________________2Í_ ir því að þar megi fara fram frjó efling lífs og lista i dagsins önn; i stuttu máli: hefur rás 2 verið afl- gjafi og innblástur í dægurmenn- ingu landans? Sé svarið játandi verður maður að viðurkenna að e.t.v. sé auglýs- ingaútvarp svar Islands við er- lendum áhrifum, landlægri stöðn- un og þverrandi móðurmálstil- finningu. Sé svarið hins vegar neikvætt verða aðrir að svara fyrir það hvers vegna Ríkisút- varpið standi fyrir slíkri starf- semi. Brýnast verkefna í dag er að frjóvga og efla dægurmenningu sem hefur öfluga skírskotun til þess lífs sem fólk lifir og er órjúf- anlegur hluti af sérstöðu íslend- inga og sjálfsvirðingu. Að lokum þetta: Erlend áhrif geta verið góð, þau geta verið slæm, það fer eftir þeim sem við tekur. Það er lygi að dægurmenn- ingu Bandaríkjamanna sé stjórn- að frá Hollywood, eins er það lygi að á Bretlandsevjum sé einungis iðkað popp og fótbolti, jafnstór er það lygi að „ekkert sé að gerast" annars staðar. En með því að ein- beita okkur að einungis innflutn- ingi þess sem auðseljanlegast er á alþjóðlegum fjölmiðlamarkaði er sú hætta fyrir hendi að við trúum slíkum lygum, að við setjum okkur í sjálfskipað menningarlegt svelti með því einhæfa mataræði sem markaðurinn einn býður á mat- seðli gróðavonarinnar. Fari slíkt saman við plastfæði heimafyrir samkvæmt uppskrift sömu kokka- bóka og menningariðnaðurinn notar rennur upp sú stund að „gervimennska fjölmiðlaheims- ins“ verður heimurinn. Reykjavík- urbréf Morgunblaðsins 29. des- ember er tímabær og þörf áminn- ing til þeirra sem nú ráða nýskip- an útvarpsmála á tslandi. Þeirra vandi er stór, og þarf sterk bein til að rísa undir. Takist vel til þarf engu að kvíða um það að á íslandi búi innan tíðar einungis sérvitrir dagróðrakarlar og ratsjárgæslu- menn. Steíán Jón Haístein hefur unnið bjá Ríkisútvarpinu bædi sem fréttamaður og dagskrárgerðar- maður. Hann hefur BA-próf í fjöf miðlafræðum frá Bretlandi og stundar nú framhaldsnám í sömu grein í Bandarikjunum. Hann er einnig fréttaritari RUV restra. HVERFAFUNDIR BORGARSTJORA1985 Hvað hefur áunnist? DAVÍÐ ODDSSON BORGARSTJÓRI FLYTUR RÆÐU OG SVARAR FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA. 5.FUNDUR Breiðholtshverfin Laugardagur 23. febrúar kl. 14.30 í Menningarmiöstöðinni við Gerðuberg. Fundarstjóri: Bjarni Guðbrandsson pípulagningameistari. Fundarritari: Rúnar G. Sigmarsson, verkfræöingur. Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta. Reykvíkingar! Fjölmenniö á hverfafundi borgarstjóra. Komið sjónarmiðum ykk- ar á framfæri og kynnist umhverfi ykkar betur. Á fundinum veröa sýnd líkön, litskyggnur og skipulagsupp- drættir. REYKVÍKINGAR! FJÖLMENNIÐ Á HVERFAFUNDI BORGARSTJÓRA. KOMIÐ SJÓNARMIÐUM YKKAR Á FRAMFÆRI OG KYNNIST UMHVERFI YKKAR BETUR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.