Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Minning: Asgeir Kristófers son bifvélavirki Fæddur 23. júlí 1910 Dáinn 14. febrúar 1985 Þann 14. þ.m. lést í Landa- kotsspítala frændi minn og vinur, Ásgeir Kristófersson, til heimilis að Bólstaðarhlíð 10. Þeim, sem fylgst höfðu með veikindum hans, þurfti ekki að koma á óvart, hver endalokin yrðu, heldur hitt, hve mikið æðruleysi og þrek hann sýndi í þessum langvarandi og kvalafullu veikindum. Ásgeir heitinn var sonur þeirra hjónanna Guðjóníar Stígsdóttur og Kristófers Jónssonar sjómanns. Var hann þriðja barn þeirra af sex. Börnin voru ung er faðir þeirra lést. Lenti það þá á herðum Ásgeirs, og eldri systra hans, að sjá fyrir heimilinu. Var hann alla tíð móður sinni stoð og stytta og sleppti aldrei af henni hendinni enda dvaldi hún á heimili hans til æviloka. Þann 16. nóv. 1945 gekk Ásgeir að eiga Sigríði Sigurjónsdóttur og eignuðust þau 4 börn, sem öll hafa stofnað sitt eigið heimili, en þau eru; Birna Guðjónía, Valur Stefán, Ásgeir Kristófer og Guðlaug Snæ- björg. Hiklaust má telja það eitt mesta gæfuspor Ásgeirs heitins að hafa átt samleið með Sigríði, sem alla tíð lét sér mjög annt um líðan hans og aðbúð. Ævistarf Ásgeirs heitins var viðgerð og viðhald bifreiða. Hóf hann ungur að vinna á bifvéla- verkstæði Sveins Egilssonar og vann þar fjölda ára, síðustu árin sem verkstjóri. Síðar stofnaði hann eigið verkstæði og rak það af myndarskap og dugnaði eftir margra ára erfiða baráttu og erf- iðar aðstæður. Við Ásgeir heitinn kynntumst fyrst að ráði 1929 er ég dvaldi á heimili þeirra systkina og móður þeirra næstu tvö ár. Eftir það voru samskipti okkar hin nánustu, miðað við aðstæður. Ásgeir heit- inn var hinn prúðasti og viðfelldn- asti í allri umgengni; hjálpsamur, traustur og vinafastur. Munu flestir þeir, sem kynntust honum geta borið um það. Það er stórt skarð fyrir skildi í okkar fámenna þjóðfélagi, þegar góðir og traustir menn hverfa af sjónarsviðinu. Endurminningar mínar um Ás- geir heitinn eru einhverjar þær dýrmætustu, sem ég á um horfinn samferðamann. Það var ævinlega hlýja og birta, sem mætti manni, þegar litið var inn til þeirra Ás- geirs og Sigríðar, alveg eins og ríkt hafði á heimili móður hans og systkina. Ég leyfi mér að senda Sigríði, börnum þeirra og eftirlifandi systkinum Ásgeirs heitins mínar innilegustu samúðarkveðjur með þakklæti fyrir allt og allt. Blessuð sé heitins. minning Ásgeirs Eyjólfur Til hafs sól hraðar sér, hallar út degi, eitt skeiðrúm endast hér, á lífsins vegi. .... (A.J.) Eins og sól gengur til viðar að loknum degi, eins er víst að lífi lýkur með dauða. Það er lögmál sem við öll verðum að hlýða. Oft kemur dauðinn sem líknandi eng- ill að frelsa sál úr þjáðum líkama. Það gerðist er mágur minn Ásgeir Kristófersson kvaddi þennan heim þann 14. febrúar sl. eftir langt og erfitt sjúkdómsstríð. Ásgeir Júlíus hét hann fullu nafni, fæddist 23. júlí 1910 í Reykjavík. Hann var þriðji af sex börnum hjónanna Guðjóníu Stígsdóttur og Kristó- fers Jónssonar sjómanns, en hann lézt er Ásgeir var á 13. ári. Þá voru harðir tímar og þurfti mik- inn dugnað til að bjargast af. Þá voru engar tryggingar. Þá gilti lífsreglan „hjálpaðu þér sjálfur og þá hjálpar Guð þér“. Guðjónía var stolt kona og fá- dæma dugleg, útsjónarsöm og myndarleg að hverju sem hún gekk. Hún vann í fiski (þurfti að vera komin að vaskakarinu kl. 6 á morgnana) hún þvoði fyrir fólk og saumaði líka og sinnti svo heimili sínu að auki. Ásgeiri þótti ákaf- lega vænt um móður sína og var henni góður sonur. Börnin fóru að vinna um leið og þau gátu, til að létta undir með heimilinu. Allt komst það af og aldrei leitað neinnar hjálpar. Ásgeir og bræður hans tveir, Kristján (látinn fyrir rúmu ári) og Hörður, lærðu allir bifvélavirkja- iðn hjá mági þeirra, Sveini Egils- syni sem rak Ford-verkstæðið við Laugaveg um langt árabil og var Geiri eins og hann var kallaður, verkstæðisformaður þar. Hann stofnaði síðar sitt eigið fyrirtæki, Bifreiðaverkstæði Ásgeirs Kristó- ferssonar sem hann rak svo þar til fyrir ári síðan að sonur hans tók við. Þá var heilsunni farið að hraka. Árið 1945 kvæntist Geiri eftir- lifandi konu sinni, Sigríði Sigur- jónsdóttur, sem reyndist honum hinn ágætasti Hfsförunautur. Saman byggðu þau upp mynd- arlegt hemili í Bólstaðarhlíð 10 og saman stóðu þau að uppbyggingu og rekstri verkstæðisins. Og síðast en ekki sízt, þegar Geiri veiktist sl. sumar, þá stóð hún við hlið hans tilbúin að gera honum allt til hjálpar sem hún gat. Hvern ein- asta dag sem hann var á sjúkra- húsinu sat hún tímunum saman við rúm hans uns yfir lauk. Sigga og Geiri eignuðust fjögur börn, þau eru: Birna Guðjónía, Valur Stefán, Ásgeir Kristófer og Guðlaug Snæbjörg. öll hafa þau fest ráð sitt og stofnað eigið heim- ili. Geiri var maður fáskiptinn og dulur í skapi en hann var vinur vina sinna. Hann hafði gaman af lestri góðra bóka og eins af góðri tónlist og leitaði sér hvíldar við að hlusta. Hörður þakkar bróður sínum langt og gott samstarf. Þeir bræð- ur unnu saman lengstan hluta ævinnar. Ég þakka líka fyrir góð samskipti öll þau ár sem ég hefi verið í sömu fjölskyldu. Elsku Sigga og börnin! Við Hörður vottum ykkur dýpstu sam- úð. Geira biðjum við blessunar Guðs. Pálína Stefánsdóttir ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar veröa að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliö- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Hafdís Halldórs dóttir Keflavík Frá verðlaunaafhendingu fþróttafélags lögreglunnar. Verölaunaafhending í getraun íþróttafélags iögreglunnar: 15 ára stúlka hlaut 1. verðlaun í umferðargetraun Ég sá Hafdísi fyrst sem litla stúlku í sömu götu og við. Eldri systur hennar gættu hennar eins og títt er en þær voru svo ábúðar- fullar og ástúðlegar í þessu vanda- sama trúnaðarstarfi að eftir var tekið. Mikill samgangur og félags- skapur var með krökkunum og jafnöldrunum á Hólabrautinni þá. Þetta voru þeim áhyggjulaus og yndisleg ár undir verndarvæng fjölskyldna sem gerðu allt til að skapa þeim sem þroskavænlegust skilyrði. Þar var fjölskylda Elísa- betar Ólafsdóttur og Halldórs Brynjólfssonar skipstjóra ekki síst. Þegar fjölskyldan flutti í aðra götu var Hafdís enn lítil svo að ég sá hana ekki í nokkur ár. Hins vegar bar svo við á síðastliðnu hausti að við hittumst á ný. Hún var að hefja nám við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og var í hópi sem ég átti að kenna. Hafdís var fönguleg stúlka, mjög fínleg, róleg í fasi, virkaði jafnvel hlédræg. Hún minnti mig mjög á eldri systur sínar, sem ég þekkti svo vel er þær voru á sama aldri og hún nú. Ég hlakkaði til að Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróörarstöö viö Hagkaup, sími 82895. kynnast henni, það var eins og að hitta aftur gamlan vin. Náms- og kennsluáætlun í áfanganum sem Hafdís var að fást við var þannig að gerðar voru miklar kröfur til heimanáms, samviskusemi og nákvæmni í öllu, annars gekk dæmið ekki upp. Þetta reyndist mörgum erfitt að uppfylla en Hafdís varð einbeitt- ari eftir því sem harðnaði fyrir og náði ágætum árangri. Þannig var skapgerð hennar. Hún var viðmótsþýð og alúðleg í framkomu, en kröfuhörð við sjálfa sig og framúrskarandi samvisku- söm. í einu og öllu gaf hún þau fyrirheit að mikils mætti af henni vænta með auknum þroska ... Síðastliðinn laugardag barst helfregnin. Lífi þessarar yndis- legu stúlku var lokið hér í heimi, miklar vonir brostnar. Skólasystkini og starfsfólk Fjöl- brautaskóla Suðurnesja kveðja hana harmi slegin og færa fjöl- skyldu hennar og vinum dýpstu samúðarkveðjur. Ingólfur Halldórsson n - ■ og aldrei svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ Það var sem ég væri slegin ill- þyrmilega þegar mér barst sú harmafregn á sunnudaginn var að vinkona mín, Hafdís Halldórs- dóttir hefði týnt lífi í bílslysi aðfaranótt laugardagsins 16. febrúar sl. Kynni okkar hófust er við áttum báðar heima í Keflavík og vorum bekkjarsystur. Mjög fljótlega bundumst við böndum vináttu og átti sú gagnkvæma tillitssemi eft- ir að styrkjast, aukast og eflast. Enn sem komið er hefur það ekki átt fyrir mér að liggja að hafa á eiga margar vinkonur eða vini. Þá ég við félaga sem ég hef getað leit- að til og rætt við þau vandamál sem eitt og sérhvert okkar hlýtum að standa frammi fyrir misjafn- lega oft. En ef sú félagafátækt var eitthvað til að amast yfir þá bætti Hafdís hana ríkulega upp. Atvikin höguðu því þannig að á miðju ári 1981 flutti ég frá Kefla- vík og settist að á Selfossi. Ekki varð sú breyting á búsetu þó til þess að rýra þau vináttubönd, sem tii hafði verið stofnað milli okkar Hafdísar. Þau styrktust miklu fremur og ævinlega héldum við sambandi með því meðal annars að skiptast á sendibréfum. Ég varð því harmi slegin og mig setti hljóða er ég heyrði þau tíð- indi að Hafdís hafði verið kölluð svo sviplega burt úr okkar samfé- lagi. Nú sest ég niður og skrifa þess- ar línur vegna þess að mig langar með þeim hætti að heiðra minn- ingu Hafdísar Halldórsdóttur, þeirrar góðu vinkonu minnar. Ef til vill væri þó mesta virðingin fólgin í því ef upp kæmi sú staða, að mér auðnaðist kjarkur og þor til að framfylgja einhverjum þeirri löngunum og framtíðardraumum sem Hafdís beið eftir að rættust. Ég held líka að við sem kveðjum Hafdísi Halldórsdóttur nú og sem syrgjum hana svo mikið megum ekki láta brottför hennar verða til þess að við gefum eftir. Treystum því heldur að æðri máttarvöld leggi okkur lið nú sem endranær og styrki okkur svo við fáum yfir- stigið þann harm sem nú hefur dunið yfir. Um leið og ég þakka Hafdísi ferðalagið, sem varð svo átakan- lega stutt, votta ég foreldrum hennar, systkinum og öðrum ást- vinum mína dýpstu samúð. Kristín María FYRIK nokkru voru afhent verðlaun í getraun um umferðarmál og ýmis- legt varðandi Ólympíuleikana árið 1984 á vegum íþróttasambands lög- reglumanna. Vinningar voru gefnir af Ferðaskrifstofu Félags íslenzkra bifreiðaeigenda, Arnarflugi og Rauða krossinum. Alls hlutu 19 manns verðlaun, en tæplega tvö þús- und úrlausnir bárust. Fyrstu verðlaun hlaut 15 ára stúlka úr Hveragerði, Guðrún Helgadóttir, tvo flugfarseðla til Amsterdam með Arnarflugi ásamt vikudvöl í sumarhúsi á veg- ÞKIHJA tölublað Blika, tímarit um fugla á íslandi, er komið út. Kitið er gefið út af dýrafræðideild Náttúru- fræðistofnunar íslands, í samvinnu við Fuglaverndarfélag íslands og áhugamenn um fugla. í Blika er reynt að birta sem fjölbreytilegast efni um íslenska fugla, bæði fyrir leikmenn og lærða. Áhersla er lögð á nýtt efni sem hefur ekki birst áður á prenti, fremur en endursagt efni. Ritnefnd Blika skipa: Ævar Pet- um Ferðaskrifstofu FÍB. Önnur verðlaun hlaut Egill Þorláksson, starfsmaður í Kísiliðjunni við Mý- vatn, flugfarseðil með Arnarflugi til Amsterdam og til baka. Þriðju verðlaun hlaut Inga Bjarnadóttir, einnig flugfarseðil til Amsterdam með Árnarflugi. Hildur B. Gunn- arsdóttir úr Reykjavík hlaut 4. verðlaun, félagsaðild að Félagi ís- lenzkra bifreiðaeigenda ásamt duftslökkvitæki í bifreið. Fjórtán aukavinningar voru dregnir út, sjúkrabögglar í bifreiðar frá Rauða krossi íslands. ersen, formaður, Arnþór Garðars- son, Erling ólafsson, Gunnlaugur Pétursson og Kjartan Magnússon. Ritið kemur út óreglulega en þó a.m.k. eitt hefti á ári. Þeir sem óska að fá ritið sent við útgáfu er boðið að vera á útsendingarlista. Um eiginleg ársgjöld er ekki að ræða, heldur er hvert hefti inn- heimt með gíróseðli. Afgreiðsla ritsins er á Náttúru- fræðistofnun íslands, Laugavegi 105, pósthólf 5320,125 Reykjavík. Nýtt hefti Blika komið út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.