Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985
41
Stykkishólmur:
Fundur um fíkni-
efnavandann
Stykkishólmi, 14. febrúar.
SVO SEM kunnugt er hefir Lions-hreyfingin ákveðið um allan heim að beita
sér fyrir baráttu allra til fyrirbyggjandi starfs í áfengis- og fíkniefnamálum.
Hafa verið skipaðir fulltrúar í ölíum Lions-klúbbum þessa lands og eiga þeir að
vera bæði tengiliðir milli aðalsvæðis og hinsvegar áhugamenn um starf í
þessum efnum í hverjum klúbbi.
Fíkniefnafulltrúi Lions á íslandi,
Þór Guðjónsson, hefir ritað öllum
klúbbum þar sem hann bendir á 7
atriði málefni þessu til framdrátt-
ar.
1. Stuðla að fræðslu á hinum ýmsu
skólastigum í landinu um þessi
mál.
2. Gangast fyrir ritgerðasam-
keppni og veggspjaldagerð um
fíkniefnavarnir í skólum landsins.
3. Vinna að útgáfu fræðslurita um
fíkniefnavarnir og styðja slíka út-
gáfu.
4. Útvega myndbandsspólur og
kvikmyndir um fíkniefnavarnir.
5. Styðja heilbrigða tómstunda-
iðju.
6. Leita samstarfs við aðra aðila
sem vinna að fíkniefnavörnum.
7. Fá aðila sem vinna að ungl-
ingamálum til að flytja erindi um
fíkniefnavandamálið á Lions-
fundum. Ennfremur að stuðlað
verði að erindaflutningi um fíkni-
efnavarnir í hópum foreldra og
unglinga og reyna að koma á um-
ræðum um efni erindanna.
Fyrsti fundur um þessi mál var
svo haldinn í Lions-klúbbi Stykkis-
hólms í gær, þar sem Sigfús Sig-
urðsson, sem er fulltrúi klúbbsins
um þessi mál, reifaði þau í stuttu
máli og Pálmi Frímannsson heilsu-
gæslulæknir í Stykkishólmi flutti
erindi um hinn gífurlega vanda
sem hér væri á ferðum og skil-
greindi vímuefni frá lyfja- og heil-
brigðissjónarmiði. Var ræða Pálma
ítarleg og víða komið við.
Á eftir spunnust nokkrar um-
ræður um málið og eins voru gerð-
ar fyrirspurnir til frummælanda
sem hann svaraði.
Þar sem fundartími var liðinn og
meira en það var ákveðið að fresta
umræðum til síðari tíma, en það
fer ekki á milli mála að þetta um-
ræðuefni og sú vá sem fyrir dyrum
er, verður hugsandi mönnum mikið
áhyggjuefni og er þegar orðið.
Á Lions-hreyfingin heiður skilið
fyrir að taka á þessum málum og
hve raunverulega og vel undirbúin
hún heldur af stað í þessa miklu
baráttu. Þessi fundur markar
vissulega sín spor á þessum tíma-
mótum.
Árni
Foreldraráð Laugarnesskóla
harmar skilningsleysi yfirvalda
Foreldraráð Laugarnesskóla hefur
sent menntamálaráðuneytinu, fjár-
málaráðuneytinu, Kennarafélagi
Reykjavíkur, Kennarasambandi ls-
lands og öllum fjölmiðlum eftirfar-
andi bréf:
„Fundur haldinn í foreldraráði
Laugarnesskóla fimmtudaginn 14.
febrúar 1985 harmar það skiln-
ingsleysi yfirvalda gagnvart kjör-
um og aðbúnaði kennara sem við-
gengst víða í grunnskólum.
Við foreldrar sjáum fram á að
verði ekkert að gert er hætta á að
börnin okkar njóti ekki kennslu
hjá kennurum með full réttindi.
Því krefjumst við að stjórnvöld
bæti kjör og aðbúnað kennara, svo
að börn í dag fái notið þeirrar
kennslu sem þeim er ætlað í
grunnskólalögunum.
Fundurinn mótmælir harðlega
framkomnum hugmyndum um
bónusgreiðslur fyrir aukinn fjölda
nemenda í bekkjardeildum. Slíkar
hugmyndir eru aðeins til þess að
auka álag á kennara sem og
minnka þá aðstoð sem sumir nem-
endur þurfa á að halda."
Bréfið er undirritað af 14 fund-
armönnum.
(Kréttatilkynning.)
Það eru óneitanlega tilþrif í þessu atriði.
Ærslaleikur frumsýndur í Borgarnesi:
Rómantískt aldamóta-
verk um fornar ástir
- segir höfundurinn, Trausti Jónsson veðurfrædingur
Borgarnesi, 20. febrúar.
LEIKDEILD UMF Skallagríms
frumsýnir nýtt íslenskt gamanleik-
rit, „Ingiríði Óskarsdóttur“ eftir
Trausta Jónsson veðurfræðing, í
samkomuhúsinu í Borgarnesi nk.
laugardag, 23. febrúar, kl. 21.
Leikritið er með söngvum og
tónlist, aðallega eftir Bjarna
Valtý Guðjónsson. Hljómsveitar-
stjórn og útsetningar annast
Björn Leifsson en leikstjóri er
Guðjón Ingi Sigurðsson. Leikend-
ur í verkinu eru 9 en alls hafa um
30 manns tekið þátt í uppfærsl-
unni.
Leikurinn gerist á Flæðiskeri
sem mun vera eyja vestanlands.
Höfundurinn, Trausti Jónsson,
sagði í samtali sem birtist í Morg-
unblaðinu fyrir nokkru að leikritið
væri ærslaleikur eða farsi. „Þetta
er algjör andstæða tímamótaverks
og það er ekkert sagt í þessu sem
hefur ekki verið sagt ótal sinnum.
Það vottar ekki fyrir frumlegri
hugsun i verkinu og flest er stælt
og stolið úr svipuðum leikjum þó
efnið sjálft sé allt annað. Einna
helst væri hægt að segja þetta
rómantískt aldamótaverk. Sögu-
þráðurinn í sjálfu sér er ákaflega
flókinn og það yrði alltof langt
mál að útskýra öðruvísi en þylja
allt leikritið. Það eina sem
kannski einkennir verkið er að það
fjallar að miklu um fornar ástir,"
sagði Trausti þegar blaðamaður-
inn reyndi að grafast fyrir um
þetta verk hans.
— HBj.
Tveir leikaranna í „Ingiríður Óskarsdóttir", Blængur Alfreðsson tekur Ingv-
ar Sigurðsson föstum tökum.
Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída:
Útflutningur ís-
lenskrar verðbólgu
Ekki veit ég, hvort fslendingar
hafa gert sér grein fyrir því, að
valdatími Ronalds Reagan,
hérna í henni Ameríku, hefir
verið slæmt tímabil fyrir af-
komu íslands. Hin vel heppnaða
barátta hans gegn verðbólgunni
hefir orðið til þess, að langflest-
ar vörur, þar með taldar matvör-
ur, hafa staðið í stað eða jafnvel
lækkað í verði á undanförnum
árum. Verðbólgan 1984 varð ekki
nema 4%, sem er svo smávægi-
legt, að hún á það varla skilið að
vera kölluð bólga.
Verð á fiskafurðum á þessum
langmikilvægasta markaði fs-
lendinga hefir að mestu haldizt
óbreytt eða lækkað, og hefir bað
haft stórslæm áhrif á afkomu
sjávarútvegsins og þjóðarínnar
heild. Hér áður fyrr, sérstaklega
þegar demókratar voru við völd,
var hér víðunandi verðbólga og
verðlag hækkaði nægt og bít-
andi, eins og tíðkast hjá öllum
löndum með háþróað efnahagslíf
eins og t.d. fsland.
Nú eru sumir Ameríkanar
loksins farnir að sjá, að verð-
bólgulaust efnahagslíf er ef til
vill ekki eins ákjósanlegt og
verðbólguandstæðingar hafa
haldið fram öll þessi ár. Þessir
glöggu menn benda á, að það geti
verið mjög slæmt fyrir iðnrek-
endur og aðra framleiðendur að
geta ekki velt smávægilegum
framleiðslukostnaðarhækkunum
út í verð vörunnar, eins og svo
auðvelt var að gera áður, og
kenna bara um verðbólgunni.
Núna er feikilegur þrýstingur á
móti hvers kyns hækkunum.
í annan stað er bent á, að
launþegar verði órólegir og
óánægðir, þegar laun standi svo
að segja i stað. Kauphækkanir
eru nú fáar og langt á milli. Það
er ekkert líkt því sem var, þegar
blessuð verðbólgan sá um að
launatékkarnir hækkuðu með
reglulegu millibili. Verðbólgu-
leysi orsakar slen og óánægju
hjá vinnulýðnum.
Við þekkjum þetta svo vel af
íslandi. Þegar verðbólgan er í al-
gleymi, er gróska og fjör á öllum
sviðum. Einstaklingunum finnst
upp til hópa, að þeir séu fjár-
málasnillingar og þeir njóta þess
að láta verðbólguölduna bera sig
áfram. Allir eru þeir sannfærðir
um að þeir hafi gert reyfara-
kaup, þegar þeir keyptu íbúðina
eða húsið, því á fáum árum hafa
slíkar eignir þotið upp í verði.
„Ég borgaði ekki nema 1,8 millj-
ónir,“ segja þeir roggnir. Það
eykur á vellíðan og hamingju
lífsins.
íslendingar eru búnir að sjá
það, að þeir geta ekki eða vilja
ekki lifa án verðbólgu. Launþeg-
arnir lýstu vilja sínum í verk-
fallinu mikla í haust er leið. Og
af framansögðu má sjá, að það
er líka feikilega mikilvægt, að
næfileg verðbólga ríki jbeim
löndum, þar sem við seljum af-
urðir okkar. Verð það, sem við
fáum fyrir fiskinn, barf að
hækka með reglulegu millibili,
svo við getum eytt fyrirfram út á
þessar hækkanir á íslandi, eins
og gert hefir verið í marga ára-
tugi. Við mörlandar eigum ekki
einungis erfitt með að lifa án
verðbólgu í okkar eigin landi,
heldur hefir það sýnt sig, að út-
flutningsverzlunin þrífst ekki al-
mennilega nema þessa nauðsyn-
legu og vingjarnlegu bólgu sé
einnig fyrir að finna í markaðs-
löndum okkar.
En hvað getum við gert til að
bæta þetta ófremdarástand?
Getum við snúið þessari þróun
við? Líklega getum við ekki haft
mikil áhrif á skömmum tíma, en
eitthvað verðum við samt að
reyna að gera. Byrja mætti á því
að viðurkenna, að við getum ekki
lifað án verðbólgu. Siðan þurfum
við að vinna skipulega að því að
útbreiða verðbólguboðskapinn á
erlendum vettvangi, fyrst og
fremst í Ameríku.
Ameríkanar prédika um lýð-
ræði og einkaframtak, og reyna
eftir beztu getu að snúa þjóðum
heimsins á sína braut. Öll vitum
við, hvað hinir vondu kommar í
Rússlandi hafast að. Þeir halda
uppi þrotlausum áróðri um
ágæti kommúnismans um alla
heimskringluna. Svíar boða af-
vopnun og bann kjarnavopna.
Þetta eru nú bara þeir helztu,
sem flytja vilja út lífsstefnur
sínar og hafa áhrif á aðra jarð-
arbúa. Nú skulum við bæta ís-
landi í hópinn og hefjast handa
við að breiða út okkar lífsins
boðskap, verðbólgukenninguna.
Þetta ætti að vera mjög tíma-
bært, því mikið er rætt og ritað
um það, að Islendingar eigi að
hefja útflutning þekkingar. Og
mýgrút eigum við af mennta-
mönnunum. Ég gæti trúað, að á
landinu séu nú fleiri doktorar en
sjómenn. Hér er þeirra tækifæri
til að leggja sitt lóð á vogarskál-
arnar.
í áróðrinum þarf að beita öll-
um tiltækum ráðum og sýna
mikil klókindi. Hið ritaða mál er
mjög mikilvægt, en einnig væri
hægt að hefja útvarp á ensku.
Senda mætti leikflokka til að
setja upp góð íslenzk verðbólgu-
leikrit, popparar gætu sungið
verðbólgunni prís o.s.frv. Koma
yrði á allslags skiptiheimsókn-
um, og gætum við þannig sent
góða verðbólgumenn til að halda
fyrirlestra við bandaríska há-
skóla.
Ef til vill yrði hægt að fá am-
erísku verkalýðssamböndin til
að bjóða Kristjáni Thorlacius í
sex mánaða kynnisdvöl. Gæti
hann eflaust hrært eitthvað upp
í þeim. Hver veit, nema hægt
væri að lauma nokkrum tslenzk-
um bankastjórum inn í banka-
kerfið vestra og ættu þeir að
geta gert þar einhvern usla á
skömmum tíma. Þeirra yrði
ábyggilega ekki saknað á Fróni,
því af nógu er að taka.
Ef allt annað bregzt, væri
hægt að finna nokkra særinga-
menn á íslandi. sem reynt gætu
að særa eða vekja upp verð-
bólgudrauginn í Ameríku. Öllum
ráðum verður að beita, því hér er
til mikils að vinna.