Morgunblaðið - 22.02.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.02.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR 1985 43 Sigurður óskarsson, í miðju, afhendir Ingólfi Theódórssyni netaafskurðarvélina sem veldur gjörbyltingu í afskurði og Sigurður fann upp. Lengst til vinstri er Stefán ólafsson í vélsmiðjunni Þór, en þar eru afskurðarvélarnar smíðaðar. Netaafskurðarvélin færð neta- gerðarmeistaranum í sjúkrahús Hinn kunni athafnamaður og netagerðar- meistari, Ingólfur Theódórsson í Vest- mannaeyjum, hafði pantað netaafskurðarvél hjá Sigurði óskarssyni uppfinningamanni og kafara með meiru í Eyjum og lagði netagerðarmeistar- inn kapp á að fá vélina 1. febrúar. Þegar sá dagur rann upp vildi svo til að Ingólfur var á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja vegna aðgerðar, en Siggi óskars var ekkert að súta það heldur arkaði með vélina upp á þriðju hæð sjúkrahússins og afhenti Ingólfi við góðar undirtektir, því netaafskurðar- vélar eru með óvæntari gestum á sjúkrahúsum. Simmons hefur misst tímaskyn og lifir í furðulegri „rökkurmóðu“ Simmons strokinn og sætur með Tom Selleck t.v. Margir úr tónlistarheiminum reyna einu sinni eða oftar fyrir sér á ævinni í kvikmyndaleik og hvað Gene Simmons varðar er hann engin undantekning. Hann leikur á móti Tom Selleck í mynd- inni „Runaway". Hann þykir gera það gott í myndinni og þykir for- vitnilegur lubbalaus, en hann er með pena herraklippingu á mynd- inni með Selleck. Frumraun Simmons í kvik- myndaleik varpaði nokkru ljósi á persónuna, en líf popp- og rokk- tónlistarfólks er oft erilsamt og rótlaust. Svo virðist sem Simmons hafi verið eitt svæsnasta dæmið um slíkt. Hann viðurkennir að hafa síðustu árin lifað í nokkurs konar undarlegri rökkurmóðu, þar sem tíminn, dagur og nótt, skipti engu máli, enda tapaði hann tíma- skyninu. „Oftast nær veit ég ekki í hvaða borg ég er, og mér stendur á sama hvaða dagur er, mánaðar- dagur eða árstími. Ef ég vil vita hvort er dagur eða nótt, dreg ég bara gluggatjöldin frá. Þessir hlutir eru löngu hættir að skipta mig máli, það gera endalausu ferðalögin með hljómsveitinni. En ég elska þetta ferðalíf, það gefur í kunnuglegri „stellingum", málað- ur með tunguna lafandi ... mér kraft, ég myndi visna ef ég róaði mig niður. Auk þess þarf ég ekki að hafa fyrir neinu, ef ég er svangur, kalla ég á þjón, ef ég vil sofa, þá hengi ég skilti utan á dyrnar, aðrir pakka niður fyrir mig, taka upp úr töskunum, þjóna mér til hins ýtrasta, ég þarf ekki einu sinni að stilla gítarinn sjálf- ur,“ segir Simmons. Simmons er mikið kvennagull og hefur gaman af því að skipta um vinkonur. „Ég gæti aldrei bundist einni konu, því ég er alltaf á ferð og flugi. Textar Kiss fjalla mjög um ástalíf mitt. Ég fæ ofsa- lega mikið út úr því þegar konur kasta nærbuxunum sínum í mig þegar ég er á sviðinu ..." Svo mörg voru þau orð. Ég verö meö kynningu á Stendhal snyrti- vörum í dag frá kl.13.00-18.00 í Topptískunni Aðalstræti Reykjavik Bestu kveðjur, Yolande Keizer, sérfræðingur frá Stendhal, París. MEMOREX Diskettur - Tölvusegulbönd Þeir sem gera kröfur um hámarksöryggi gagna nota einungis MEMOREX. Fyrirliggjandi fyrir flestar gerðir tölva. Allar MEMOREX diskettur og tölvusegulbönd eru gæðaprófuð frá verksmiðju. Biðjið um MEMOREX á næsta smásölustað. MEMOREX er hágæða vara á góðu verði. Heildsala, smásala Umboðsmenn óskast víða um land. Hafið samband við sölumenn í síma 27333. acohf Laugavegi 168, S 27333. LEYNDAR- DÓMAR FORTÍÐAR- INNAR Myndir af undrum Egyptalands, hinum voldugu pýramídum, týnda dal konunganna, hinum dular- fulla Sfinx, stórkostlegum rústum Karnaks, óviö- jafnanlegu grafhýsi Tutankamons. David Lawson, ástralskur fyrirlesari segir frá sumum af hinum uppgröfnu leyndardómum Egyptalands svo sem: • Skeggjaða drottningin. Hvers vegna afskræmdi faraó andlit henn- ar? • Hvað sagði Sfinxinn? • Hvernig dularfullur draumur eg- ypsks prins rættist. • Bréfið sem faraó svaraöi aldrei. NK. SUNNUDAG (24. febr.) kl. 17:00 og 20:00 (sama sýningin bæði skiptin) í GAMLA BÍÓI Enginn aðgangseyrir. Aðeins samskot fyrir kostnaöi. ★ 5-sýningin (17:00) er upppöntuö. Fáein sæti eftir á 8-sýning- unni (20:00). Pantið i sima 4-60-10. E.t.v. veröur 3-sýning. Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.