Morgunblaðið - 22.02.1985, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985
Hljóp maraþonhlaup afturábak
og setti nýtt heimsmet
ALBERT Freese var ekki sigur-
vegari í maraþonhlaupi sem (ram
fór í Kaliforníu fyrir skömmu og
hann var heldur ekki nálægt því
aö vinna, en hann komst í heims-
metabók Guinnes, er hann setti
nýtt heimsmet í maraþonhlaupi,
meö því aó hlaupa afturábak.
Stjórn Frjálsíþróttasambands
íslands hefur valiö þrjá hlaupara
til þátttöku t víðavangshlaupi
heimsins, sem háö veröur í Lissa-
bon í Portúgal 24. mars næst-
komandi.
Hlaupararnir eru Siguröur Pétur
Sigmundsson FH, Garöar Sigurös-
son ÍR og Steinn Jóhannsson ÍR.
Keppir Siguröur Pétur í karlaflokki
en Garöar og Steinn í flokki ungl-
inga 19 ára og yngri.
Um er aö ræða heimsmeistara-
mót í víðavangshlaupum. island
sendi fullskipaöa sveit til keppni
1977 í Glasgow og í fyrra er hlaup-
iö fór fram í New York.
Freese bætti gamla heimsmetiö
um 21 mínútu, hann hljóp þessa 42
kílómetra (afturábak) á þremur
klukkustundum 59 mínútum og 7
sekúndum. Eldra metið var 4
klukkustundir 20 mínútur og 36
sekúndur og var sett í Honulúlú-
maraþoninu 1982 af Donald Davis
Viöavangshlaup njóta gífurlegra
vinsælda í Evrópu og Bandaríkjun-
um og allir bestu langhlauparar
heimsins mæta jafnan til leiks í
víöavangshlaup heimsins. í fyrra
sigraöi Portúgalinn Carlos Lopes í
karlaflokki og Maria Puica í
kvennaflokki, en þau unnu sín gull-
verölaunin hvort á Ólympíuleikun-
um í Los Angeles tæpu hálfu ári
síöar.
Siguröur Pétur hefur náö besta
árangri íslendings í maraþonhlaupi
og Garðar og Steinn eru hlaupar-
ar, sem sýnt hafa stórstígar fram-
farir.
frá Bandaríkjunum.
Freese sem er 39 ára, sagöi
„guð hefur skapaö okkur og gert
okkur hverju og einu mögulegt aö
gera ýmsa hluti, og þú veröur aö
velja eitthvaö sem þú getur hugs-
anlega náö árangri í, óg hef valið
mér maraþonhlaup afturábak og
sett mér þar ákveöiö takmark,
sem ég hef nú náð.“
Freese hefur æft mjög mikiö og
hleypur hann 120 kílómetra á viku
afturábak, hann var aö vona þaö
fyrir hlaupiö, aö hann næði betri
tíma, eöa 3 klukkustundir og 30
mínútur, en þaö tókst ekki þótt
hann væri nálægt því.
„Þegar hlaupiö byrjaöi spuröi
fólk: „Hey, Bubby af hverju hleypur
þú afturábak?“ sagöi Freese. „En
ég bara brosti og hélt áfram.“
Freese sagöi aö þetta maraþon-
hlaup væri sennilega hans síöasta
sem hlaupari afturábak, ég vill ekki
gera fólkinu þaö sem býr nálægt
þeim staö sem ég hef veriö aö æfa
mig, aö byrja á því aö hlaupa eðli-
lega. Þegar ég fer næst aö hlaupa
á ströndinni meö eölilegum hætti,
þá myndi fólk sem þekkir mig
stoppa mig og segja: „Hey, þú
hleypur ekki rétt.“
Þrír hlauparar
keppa í Portúgal
• Pétur Pétursson hefur verió afar óheppinn hvaö meiósli varöar á
yfirstandandi keppnistímabili og lítiö sem ekkert getaö leikiö meö
Feyenoord. En nú hefur hann náó sór og er staðráðinn í aö standa sig.
„Ég get leikiö mitt
hlutverk hjá Feyenoord
segir Pétur Pétursson í viðtali við „Voetball“
• Steinþór Guöbjartsson, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeild-
ar KR, mun dvelja í vikutíma hjá
Arsenal í boöi félagsins og kynna
sér meðferó á meiöslum leik-
manna. Steínþór mun veröa aó-
stoöarþjálfari hjá Gordon Lee í
sumar.
Steinþór
til Arsenal
FRAMKVÆMDASTJÓRA knatt-
spyrnudeildar KR, Steinþóri Guð-
bjartssyni, hefur veriö boöiö tii
Arsenal til aö kynna sér meöferö
á meióslum leikmanna.
Steinþór, sem er íþróttakennari
aö mennt og hefur sérhæft sig í
íþróttameiöslum, mun starfa meö
hinum þekkta Roy Johnsson
sjúkraþjálfara Arsenal. En hann
hefur um langt árabil veriö kennari
enska knattspyrnusambandsins
varöandi meiðsl á knattspyrnu-
mönnum.
Steinþór mun jafnframt fylgjast
meö æfingum hjá Arsenal og
kynna sér þjálfun. En ákveöiö hef-
ur verið aö hann muni starfa í
sumar sem aöstoöarþjálfari hjá
Gordon Lee viö þjálfun meistara-
flokks KR. Æfingar undir stjórn
Gordons munu hefjast eftir rúma
viku hjá KR.
„Efasemdirnar um Pétur Pét-
ursson. Útsiitinn markakóngur
eöa bara hrakfallabálkur." Undir
þessarí fyrirsögn birtíst þann 26.
janúar grein um Pétur Pétursson
í hollenska vikublaðinu „Voetball
InternationaT*. í greininni er rætt
viö lækni Feyenoord, stjóra Ant-
werpen, þjálfara Feyenoord og
Pétur sjálfan um stöðu hans í dag
og framtíöina.
Framan af keppnistímabilinu
gekk hvorki né rak hjá Feyenoord,
Johan Cruijff var farinn og þaö var
rétt eins og ógurlegir timburmenn
hrjáöu liöið eftir meistaratitilinn
síöasta keppnistímabil. Hver leik-
urinn öörum verri var leikinn og til
aö kóróna allt saman var liðiö
slegiö út úr Evrópukeppni meist-
araliöa á mjög svo niöurlægjandi
hátt af grísku smáliði.
Á þessum tíma spilaði Pétur,
sem er á árs leigusamningi frá
Antwerpen vinstri kant, var uppá-
lagt aö liggja út viö hliöarlínu.
Hinumegin skartaöi Feynoord
Ruud Gullit einni skærustu stjörnu
landsliðsins, og var þá oft eins og
aöeins ein leiö væri upp aö marki
andstæöinganna, upp hægrameg-
in og Gullit meö knöttinn. Liöiö
fékk á sig óvægna gagnrýni og fór
Pétur ekki varhluta af henni, þó
leikskipulaginu væri mikið um aö
kenna. Svo fór aö birta til, Pétur
lék tvo leiki sem senter, skoraöi
tvö mörk í öðrum og átti fjölda
tækifæra í hinum, en þá komu
meiðsli til sögunnar.
Ben van de Bosch er íþrótta-
læknir Feyenoord og sá sem skar
Pétur upp við meiöslum í hné fyrir
fjórum árum. Hann liggur ekkert á
skoðunum sínum. „Eflir uppskurö-
inn breyttist hann sem leikmaöur.
Ég er sannfærður um aö þaö er
orsökin fyrir því aö hann var látin
spila á miöjunni hjá Antwerpen.
Hann tapaði sprengjukraftinum,
hraöanum og stökkkraftinum.
Andinn vill þaö líkast til en líkam-
inn er ekki fær um aö framkvæma
þaö.“
„Þetta er einfaldlega ekki rétt,“
segir Pétur þegar samband er haft
viö hann. „Snerpan og stökkkraft-
urinn er ennþá fyrir hendi, sjáöu til,
ég spilaöi þrjá leiki fyrir island síö-
asta keppnistímabil, ég hef sjaldan
fundiö mig eins vel á mínum
knattspyrnuferli og þá, en hvaöa
stööu spilaöi ég? Senter auövit-
aö.“
í greininni er talaö viö stjóra
Antwerpen sem ber Pétri vel sög-
una. „Mjög viöfelldinn strákur meö
sjarma sem fáir leikmenn hafa yfir
aö ráöa, áhorfendur stóöu ætíö
meö honum ... Viö reiknum meö
því aö Pétur komi til baka til Ant-
werpen eftir aö leigusamningurinn
rennur út, viö höfum fengiö nýjan
þjálfara, útlendingum hefur fækk-
aö. Svo Pétur er hjartanlega vel-
kominn.“
„Ég fer aldrei, aldrei aftur til
Antwerpen," segir Pétur. „Látum
þá borga mér allt þaö sem þeir
skulda mér, þaö var aöalástæöa
þess aö ég vildi ekki spila fyrir þá
meira," og þaö er greinilegt á tali
hans aö honum liggur þungt hugur
til stjórnar Antwerpen. „Óheppnin
viröist elta mig hjá Feyenoord, ég
hef ekki átt i vandræöum vegna
meiösla annars staöar. Einnig fæ
ég ekki aö spila mínar stööur. Ég
er fyrst og fremst „senter” sem
einnig get spilaö sóknartengiliö,
ekki vinstri kantur sem brýst upp
aö endamörkum og gefur fyrir.
Þetta var allt að koma áður en
meiöslin komu til sögunnar, þá
fékk ég líka aö spila eins og mér
hentaöi betur.“
Ab Faié hefur enn trú á islend-
ingnum. „Það var greinilega um
framfarir aö ræöa hjá Pétri þar til
meiðslin komu til, út frá þeim
punkti geng ég ... því skyldi hann
ekki geta unnið sér pláss í liöinu?
Þaö er alltaf erfitt en hann hefur
sjálfstraust."
Um framtíöina segir stjórnar-
maöur Feynoord: „Viö komum til
meö aö ræöa viö Antwerpen um
möguleika á nýjum leigusamningi.
Aö kaupa hann kemur ekki til
greina, til þess er veröiö of hátt
(sa. 500.000 HLF).
Líf atvinnumannsins getur veriö
Morgunblaóinu hefur borist
eftirfarandi fréttafilkynning:
„JL-húsið kemur til meö að
styrkja þennan íþróttamann veg-
lega til æfinga og keppni áriö
1985. Tómas Guójónsson KR,
sem eins og kunnugt er hefur
veriö eínn fremsti borðtennisspil-
ari íslendinga undanfarin ár,
skuldbindur sig á móti aó spila
meö JL-auglýsingu á keppnis-
búningi sínum.
Adidas-umboöiö á Islandi,
erfitt og þetta er ekki einstök saga,
þaö þarf ekki aö leita lengra en í
næsta tölublaö á undan þessu sem
hér um ræöir til aö finna viötal í
þessum dúr viö austurrísku stjörn-
una Felix Gasselich sem Ajax
keypti fyrir 1,4 milljónir HFL 1984
og hefur ekki getaö unniö sér sæti
í aðalliðinu.
En Pétur Pétursson er ekki á því
aö gefast upp. „Ég á sex mánuöi
eftir af leigutímabilinu til þess aö
sanna þaö aö ég get leikiö mitt
hlutverk hjá Feyenoord, þaö ætla
ég aö gera.“
Þýtt ojj undursagt úr „Voetball International af
fréttamanni Mbl. í Hollandi, H.l. Haraldssyni.
Björgvin Scram & Co., hefur enn
einu sinni sýnt velvilja í garö
íþróttamanna nú meö því aö út-
vega Tómasi allan þann útbúnaö
sem hann þarf til æfinga og
keppni.
Er gott til þess aö vita aö svo
margir aöilar sjái sér fært aö hlúa
aö afreksmönnum okkar þannig
aö þeir geti helgaö sig betur íþrótt
sinni og náö þannig sem bestum
árangri.“
(Fréttatilkynning)
________________________TEKST: EMILE SCHELVIS-----------
DE TWIJFELS ROND PETDR PETDRSSON
Versleten topscorer of gewóón
_________________Vipechvogel?
• Fyrirsögnin í hollenska blaðinu. „Útslitinn markakóngur eða bara hrakfallabálkur".
JL-húsið styrkir
Tómas Guðjónsson