Morgunblaðið - 13.03.1985, Side 2

Morgunblaðið - 13.03.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 Landsvirkjun semur við Sumitomo vegna Blönduvirkjunar: Kaupa rafla og hverfla fyrir 14,4 milljónir dollara STJORN Landsvirkjunar hefur ákveðið að taka tiiboði japanska stórfyrir- Uekisins Sumitomo í þann verkhluta Blönduvirkjunar sem tekur til rafla og hverfla. Alls bárust um 25 tilboð í þennan verkhluta Blönduvirkjunar, en þau voru opnuð þann 30. ágúst 1984 og hafa síðan verið til skoðunar og samanburðar hjá fyrirtækinu og stjórn þess. Niðurstöður samanhurðar á tilboðunum leiddu í Ijós að hagstæðasta tilboðið reyndist vera frá Sumitomo Corporation en það hljóðar upp á 14,4 milljónir dollara, að meðtöldum verðbótum á byggingartíma, en það jafngildir um 612 milljónum króna á núgildandi verðlagi. „Samningsupphæðin að með- töldum verðbótum á byggingar- tíma er 14,4 milljónir Bandaríkja- dollara og þetta er stærsti verk- hlutinn af þeim sex sem boðnir voru út á sl. ári,“ sagði Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkj- unar, í samtali við blm. Mbl. Hall- dór sagði að fulltrúum Sumitomo hefði verið tilkynnt að stjórn Landsvirkjunar hygðist taka þessu tilboði þeirra og væri stefnt að því að ljúka samningagerð fyrir mánaðarlok. Þessi samningur nær ekki ein- ungis til þessara tækjakaupa, heldur einnig til framkvæmda- hlutans, þ.e. uppsetningarinnar á vélunum. Halldór sagði að þetta væri allt liður í verkáætlun fyrir Blönduvirkjun, eins og hún lítur út nú, en hún ráðgerir að Blöndu- virkjun verði komin í notkun sumarið 1988. „Hins vegar er þetta ekki endanleg tímasetning," sagði Halldór, „því það kemur til álita að fresta virkjuninni um einhvern tíma og endanlegrar ákvörðunar í því efni er ekki að vænta fyrr en að vori, en þá tekur stjórn Lands- virkjunar ákvörðun um hvort við höldum verkáætlun óbreyttri eða seinkum framkvæmdum um eitt ár eða meira." Halldór sagði að meiningin væri að búa þannig um hnútana í samningagerðinni við Japanina að Landsvirkjun væri í aðstöðu til þess að fresta afhendingu Sumi- tomo á vélum og búnaði eftir því sem þurfa þætti, þegar þar að kæmi, í samræmi við þær frestan- ir sem hugsanlega yrðu ákveðnar í vor. Aðspurður um skiptingu á milli verðbóta og verðs í þessu tilboði sagði Halldór að samningsupp- hæðin væri um 12,8 milljónir doll- ara og síðan væru verðbætur reiknaðar miðað við ákveðnar for- sendur um 1,6 milljónir dollara. Guólaugur Friðþórsson við sundlaugina, skömmu áður en sundið hófst. MorKunblaðið/SijjurKeir Vestmannaeyjar: 22 nemendur synda Guðlaugssund Vestmannaeyjum, 12. mars. I>AU VORU knálega tekin sundtökin í sundlauginni í Vestmannaeyjum í dag þegar 22 nemendur Stýrimannaskólans í Eyjum þreyttu svokallað Guðlaugssund. Hver nemandi synti II ferðir í lauginni og samanlögð vegalengdin sem nemendurnir lögðu að baki var rúmar 3 sjómflur, en það er sú vegalengd sem Guðlaugur Friðþórsson synti I köldum sjó til lands eftir Helliseyjarslysið fyrir réttu ári síðan, 12. mars 1984. Óþarfi ætti að vera að rekja enn afrekssögu Guðlaugs þennan dag fyrir ári, hún er öllum kunn. Þrek og æðruleysi Guðlaugs eiga sér ekki hliðstæðu. Nemendur Stýrimannaskólans voru í dag að minnast þessa mikla þrekvirkis Guðlaugs, en hann var um tíma nemandi við skólann. Er stefnt að því að Guðlaugssundið verði framvegis árlegur liður í skólastarfi Stýrimannaskólans. Friðrik Ásmundsson skólastjóri ávarpaði viðstadda áður en sundið hófst í morgun og kom það fram í máli hans að það væri von Guð- laugs Friðþórssonar að sund þetta yrði til þess að minna á og vekja umræður um öryggismál sjó- manna. „Við viljum einnig með þessu sundi vekja athygli á nauð- syn góðrar sundkunnáttu sjó- manna,“ sagði Friðrik Ásmunds- son. Hjónin Anna Jónsdóttir og Þorsteinn Sigurðsson frá Blátindi hafa fært Stýrimannaskólanum að gjöf vandaða bók sem ætlað er að varðveita frásagnir af Guð- laugssundum og nöfn sundmanna. Verður bókin í varðveislu Skjala- safnsins í Eyjum. Sóknarprestur- inn í Eyjum, séra Kjartan örn Sigurbjörnsson, ávarpaði nem- endurna og færði hverjum þeirra áritaða Biblíu að gjöf frá Hinu íslenska Biblíufélagi. Skólastjóri Stýrimannaskólans svo og Guð- laugur Friðþórsson fengu einnig áritaða Biblíu að gjöf. Eyjólfur Martinsson fræði Guðlaugi gjöf frá Bátaábyrgðarfélagi Vest- mannaeyja. Eftir formlega setningarathöfn kl. 10.30 í morgun stakk fyrsti nemandinn, Ágúst Ingi Sigurðs- son, sér til sunds og um kl. 13.30 í dag höfðu nemendurnir saman- lagt synt 3 sjómílur í þessu fyrsta Guðlaugssundi. __hkj. Ríkisstjórnin hvetur kennara til að snúa aftur til starfa: Óðu í land eftir útaf- keyrslu ÍsanrAi, 12.1 LAUST eftir miðnætti aðfara- nætur mánudags fór fólksbíll út af veginum við Hafrafell í Skutulsfirði. Þungfært var vegna hlákublota og missti ökumaðurinn vald á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og út í sjó. Urðu ökumaður og tveir far- þegar að vaða í land úr ökla- djúpum sjó. Enginn meiddist en bíllinn sem var af Skoda- gerð er mikið skemmdur. Úlfar 99 Get ekki mælt með því við félagsmenn HIK“ — segir formadur félagsins „ÞRÁTT fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná bráðabirgðasamkomulagi við HÍK eru ekki horfur á að samkomulag náist railli samninganefndar ríkisins og HÍK um sérkjarasamninga og verður það mál því lögum samkvæmt úrskurð- að af Kjaradómi,“ segir í fyrsta hluta ályktunar, sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær í tilefni kjaradeilu Hins íslenska kennarafélags og ríkisins. í öðrum hluta ályktunarinnar segir: „Með tilvísun til þeirra for- sendna, er fram koma í dómi Kjara- dóms frá 16. febrúar sl., telur ríkis- stjórnin eðlilegt, að tekið verði tillit til þeirra auknu krafna sem gerðar eru til kennarastarfsins, samanber skýrslu á vegum menntamálaráð- herra um endurmat á störfum kennara og leiðréttur verði við röð- un í launaflokka sá launamunur, sem er með kennurum og öðrum ríkisstarfsmönnum með sambæri- lega menntun. Ástand sjávar fer enn batnandi ÁSTAND sjávar á norður- og austurmiðum var í vetur enn hagstæðara en á sama tíma 1984 og munar um 1° í hitastigi, en 1984 var aftur mikil breyting til batnaðar frá því sem var svölu árin 1981-1983. Um framvind- una er það að segja að ætla má, að ástand sjávar í vor á norðurmiðum geti áfram orðið gott og þá lífsskilyrðin í sjónum yfirleitt, þótt ekki sé unnt að fullyrða um það. Þessar upplýsingar er meðal annars að finna í fréttatilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Hafrannsóknastofnun. Þar segir auk þessa eftirfarandi um rannsóknir stofnunarinnar á ástandi sjávar í febrúar: Rannsóknaskipið Árni Frið- riksson var í sjórannsóknaleið- angri á miðunum umhverfis landið siðari hluta febrúar sl. Einnig voru gerðar mælingar á loðnustofninum við Suðaustur- land. Helstu niðurstöður hita- og seltumælinga eru þessar: Hlýsjórinn fyrir Vestfjörðum var 4—6° heitur og áhrifa hans gætti fyrir Norðurlandi með hitastigi um 3—4° og seltu nær 35%«. Fyrir Austfjörðum var sjávarhiti 2—3° og selta 34,8%o. Kaldi sjórinn út af Norður- og Norðausturlandi með hitastigi undir 0° var langt undan, en seltan í Austur-íslandsstraumi djúpt út af Langanesi var þó fremur lítil. í köldu árferði gæti það bent til hafíshættu í vor, en það er þó ólíklegt eins og veður- fari háttar. Skilin við Suðausturland voru að venju við Lónsbug og hitastig á loðnuslóð grunnt með Suðurlandi var um 6°. Hiti og selta dýpra fyrir Suð- urlandi voru í góðu meðallagi eða yfir 7° og 35,15%». Leiðangursmenn á Árna Frið- rikssyni voru Svend-Aage Malm- berg, leiðangursstjóri, Hjálmar Vilhjálmsson, Sveinn Svein- björnsson, Jón Ólafsson, ólafur S. Ástþórsson, Gísli Ólafsson og Stefán Kristmannsson. Skip- stjóri var Ingi Lárusson. Þá segir í síðasta hlutanum: „Ríkisstjórnin beinir þeirri ósk og áskorun til þeirra félagsmanna HÍK, sem lagt hafa niður störf, að þeir snúi nú þegar aftur til kennslu- starfa og virði þær lagareglur sem gilda um kjarasamninga opinberra starfsmanna." Til viðbótar þessu ályktaði ríkis- stjórnin um kjaramál opinberra starfsmanna. Þar segir: „í fram- haldi af þeim umræðum, sem fram hafa farið um samanburð á kjörum opinberra starfsmanna og manna með sambærilega menntun, sér- hæfni og ábyrgð, sem vinna hlið- stæð störf á hinum almenna mark- aði, lýsir ríkisstjórnin því yfir, að hún er reiðubúin til reglubundins samstarfs á sviði kjararannsókna við samtök opinberra starfsmanna. Tilgangur slíkra rannsókna yrði að tryggja eðlilegt samræmi I kjörum milli ríkisstarfsmanna og manna í sambærilegum störfum á hinum al- menna vinnumarkaði. 1 sama til- gangi leggur ríkisstjórnin áherslu á að lokið verði sem fyrst þeirri sam- anburðarathugun, sem nú er unnið að skv. samkomulagi ríkisins og Launamálaráðs Bandalags háskóla- manna“. „Stríðshanskanum kastað“ „Ég tel að með þessu sé ríkis- stjómin að kasta stríðshanskan- um“, sagði Kristján Thorlacius, formaður HÍK þegar ályktun ríkis- stjórnarinnar var borin undir hann. „Mér finnst hæpið að kennarar snúi til starfa aftur vegna þessarar yfir- lýsingar, enda kemur ekkert það fram í henni sem ekki hefur verið sagt áður. Vandinn felst í því, að fjármálaráðuneytið hefur ekki sýnt neinn góðvilja í verki. Á fundi HÍK með fjármálaráðherra í dag höfn- uðum viö endanlega tilboði samn- inganefndar ríkisins um 1—3 launaflokka hækkun, enda tók til- boðið ekkert tillit til endurmats- skýrslúnnar. Ég get því ekki mælt með því við félagsmenn HÍK að þeir líti á þessa yfirlýsingu sem mark- tækt loforð", sagði formaður HlK. Almennur félagsfundur HÍK verður haldinn í kvöld og verða þá að öllum líkindum greidd atkvæði um það hvort kennarar snúa aftur til starfa. Kristján sagði það mjög alvarlegt fyrir nemendur ef lausn deilunnar drægist fram yfir kjara- dóm og sagði að nú þegar væru bæði kennarar og nemendur farnir að falast eftir vinnu. Húsnæðiskerfið: 142 millj. kr. í vanskilum VANSKIL í húsnæðiskerfinu á síðastliðnu ári reyndust vera hjá Byggingarsjóði ríkisins 136 milljónir króna. Vanskil vegna nýbygginga vóru 17,7% af því sem gjaldféll 1. maí 1984. Sambærileg vanskil 1983 voru 13,6%. Vanskil vegna lána til kaupa á eldri fbúðum reyndust 47,7% af því sem gjaldféll 1. nóvember sl. Samsvarandi vanskil 1983 vóru 40,5% Um síðastliðin áramót vóru samtals 14.700 lán í vanskilum, en einstaklingar vóru færri, því sumir vóru með fleiri en eitt lán. manna. Þetta kom fram í svari Al- exanders Stefánssonar félagsmála- ráðherra á Alþingi í gær, er hann svaraði fyrirspurnum um vanskil í húsnæðiskerfinu. Hjá Byggingarsjóði verkamanna vóru vanskilin 6,2 milljónir um sl. áramót. Dráttarvextir vegna van- skila hjá Byggingarsjóði ríkisins vóru 29 milljónir á sl. ári og 0,8 rpiljjónir hjá Bygging^r,sj(jði. Yítka-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.