Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 19 frelsið 3* 1984 Tímaritið Frelsið: í sjálf- heldu sér- hagsmuna „ADAM Smith benti á þaö í hinni miklu bók sinni, Auðlegð þjóðanna, að á markaönum væri til ósýnileg hönd og að hún leiddi einstaklinga, sem væru að keppa að eiginhags- rnununi, að því að vinna að almanna- hagsmunum, þótt sú hefði alls ekki verið ætlun þeirra. Mér hefur virst, að þessu sé þveröfugt farið í stjórn- málura; þar sé líka til ósýnileg hönd, en hún leiði góðfúsa menn, sem að- eins eru að vinna að almannahags- munum með stjórnmálaafskiptum sínum, að því að þjóna sérhagsmun- um.“ Þessi orð lét hagfræðingurinn víðkunni, Milton Friedman, falla í upphafi fyrirlesturs síns á Hótel Sögu 1. september í fyrra, en lest- ur hans, „I sjálfheldu sérhags- munanna", er meðal efnis í þriðja hefti tímaritsins Frelsið 1984, sem nýlega er komið út. Einnig eru birtar fyrirspurnir, sem fundar- menn beindu til Friedmans, og svör hans við þeim. Björn Bjarnason, aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins, á grein í ritinu, sem hann nefnir „Sigfús í Heklu. Brot um athafnaskáld." Hann segir, að saga Sigfúsar Bjarnasonar sýni í senn áræði, út- sjónarsemi og manngæsku. „Öll- um, sem kynntust Sigfúsi í Heklu," skrifar Björn, „er hann ógleymanlegur. Þeir rifja gjarnan upp, hversu árrisull hann var og virtist leggja í vana sinn að ljúka sem flestum skylduverkefnum fyrir venjulegan fótaferðartíma annarra." Jónas H. Haralz, bankastjóri Landsbankans, skrifar grein, sem nefnd er „Velferð og hagþróun". Þar fjallar hann um stefnu þá í velferðarmálum, sem fylgt hefur verið í vestrænum samfélögum síðastliðin ár, eða frá lokum síðari heimsstyrjaldar, í ljósi þeirrar hagþróunar, sem varð á sama tíma og jafnframt í ljósi þeirra kenninga um hagþróun og hag- stjórn sem efst hafa verið á baugi á þessum árum. „Tilgangur minn,‘‘ skrifar Jónas, „er að vekja til íhugunar og umræðu um það, hvaðan við höfum komið, hvaða veg við höfum gengið og hvaða landslag við höfum haft fyrir sjónum.“ Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri Morgunblaðsins, birtir þýðingar sínar á nokkrum ljóðum tveggja norskra skálda; það er verk eftir Stein Mehren og Tove Lie. Ritstjóri Frelsisins, Hannes H. Gissurarson, skrifar um síð- asta þing Mont Pélérin-þinganna, þar sem hann var gerður félagi, fyrstur íslendinga og yngstur manna frá upphafi. Loks er í tímaritinu að finna ritdóma um bækur eftir Birgi Björn Sigurjónsson, Magna Guð- mundsson og Friedrich A. Hayek. Höfundar dómanna eru Hannes H. Gissurarson og ólafur ísleifs- son, hagfræðingur. „Ég hefði ekkiþurft að kvíða neinu“ Biskupsfrúin predikaði í Dómkirkjunni „Fólkið í kirkjunni predikaði alveg jafnt til mín eins og ég til þess. Það var svo gott samspil allan tímann í messunni svo að ég hefði ekki þurft að kvíða neinu,“ sagði Sólveig Ásgeirs- dóttir, biskupsfrú, í samtali við Mbl., en hún predikaði í Dóm- kirkjunni við messu sl. sunnudag. Sr. Þórir Stephensen þjónaði fyrir altari, Ólöf Kolbiún Harðardóttir söng einsöng og foreldrar ferm- ingarbarna lásu bænir og ritn- ingartexta. „Það eru margir kirkjugest- anna búnir að hringja i mig og sýnir það að mér hafi tekist að ná sambandi við söfnuðinn. Fólkið gaf mér líka ákaflega mikið. Eg fann hvað allir voru mér velviljaðir. Þetta var mjög góður söfnuður og skiptir hann miklu máli fyrir ræðumenn," sagði Sólveig. Sólveig sagðist aldrei hafa hugsað sér að stíga í predikun- arstólinn. „Ég varð meira að segja að spyrja Þóri hvernig ætti að koma sér í stólinn þó svo að ég hafi oft verið meðal kirkjugesta. Ég var mjög Biskupsfrúin, Sólveig Ásgeirsdóttir, f predikunarstól Dómkirkjunnar sl. sunnudag. ánægð yfir því að hafa gert verið ósátt við sjálfa mig hefði þetta — ég held ég hefði alltaf ég sagt nei. Texti dagsins var um illa anda og fannst mér hann bæði erfiður og hrika- legur í byrjun svo að ég var að hugsa um að sleppa-honum og tala um eitthvað fallegt í stað- inn. En síðan hætti ég við það og sagði söfnuðinum frá því vegna þess að lífið er ekki bara slétt og fellt. Ég fékk góð ráð og leiðbein- ingar hjá manninum mínum og uppörvun og ég fann að hann- treysti mér fyllilega. En fram- ar öllu er ég Guði þakklát fyrir handleiðslu hans og ég vona að ég hafi komið orði hans til skila. Þessi reynsla mín á sunnudaginn er mér ákaflega dýrmæt og fyrir það er ég inni- lega þakklát," sagði Sólveig að lokum. Sr. Þórir Stephensen sagði að kirkjusókn hefði verið óvenju- mikil. Kirkjan tekur um 600 manns í sæti, en á sunnudaginn komu 620. Kvenfélag dómkirkjunnar hafði sinn árlega fjáröflunar- dag þá og var selt kaffi eftir guðsþjónustuna til styrktar orgelsjóði dómkirkjunnar. Þórir sagði að það væri orðin venja að fá leikmenn til að pre- dika þennan fjáröflunardag kvenfélagsins og mæltist það mjög vel fyrir meðal kirkju- gesta. Útkoman verdur alltaf sú sama: Þú færð mest fyrlr peningana, þegar þú kaupir MAZDA! Til dæmis MAZDA 626 árgerð 1985: Hann kostarfrá aðeins kr.426.300 MEST FYRIR PENiNGANA Opið laugardaga frá kl. 10—4 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.