Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 15

Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 15 íslenska hljómsveitin: Konur í aðalhlutverk- um á næstu tónleikum TÖLFTU tónleikar íslensku hljómsveitarinnar á þessu starfsári veróa haldnir í Bústaðakirkju mið- vikudaginn 20. mars og hefjast klukkan 20.30. Tónleikarnir bera yf- irskriftina „Maestra", en sérstakur gestur hljómsveitarinnar er banda- ríski stjórnandinn Margaret Hillis, sem er einn virtasti kvenstjórnandi heims, að þvf er segir f frétt frá hljómsveitinni. Einleikari með hljómsveitinni er Anna Guðný Guð- mundsdóttir, píanóleikari, og er þetta í fyrsta sinn í sögu hljómsveit- arleiks á íslandi, að konur eru f tveimur aðalhlutverkunum. Á efnisskránni eru Svftan úr Gleðileiknum á brúnni eftir Mart- inu, Skref fyrir kammersveit eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, frum- flutningur, píanókonsert i C dúr K 415 eftir Mozart og Sinfónfa nr. 63 í C dúr eftir Haydn. I frétt frá íslensku hljómsveit- inni um tónleikana segir m.a.: „Næsta sjaldgæft er að kvenfólk fáist við hljómsveitarstjórn, þvf hlýtur það að vekja aðdáun að kona er með virtari stjórnendum Bandaríkjanna. Margaret Hillis vakti alþjóðlega athygli haustið 1977 þegar hún stjórnaði Sinfón- íuhljómsveit Chicago f Lincoln Center í New York við flutning 8. sinfóniu Mahlers. Þetta gerði hún fyrirvaralaust f forföllum Georgs Solti, en hún hafði æft kórinn fyrir tónleikana. Hún hefur feng- ist við kór- og hljómsveitarstjórn í þrjá áratugi og hefur stjórnað mörgum helstu hljómsveitum Bandarfkjanna f sinfónískum verkum, kórverkum og óperum. Auk þess hefur hún tekið upp fjölda hljómplatna og fimm sinn- um hlotið „Grammy“-verðlaun fyrir kórstjórn. Margaret er nú fastur stjórnandi Chicago Symph- ony Chorus, sinfóniuhljómsveitar Elgin, og tónlistarstjóri banda- rísku kórsamtakanna (American Choral Foundation). Hljómsveit- arstjórn Hillis einkennist af mik- illi festu og yfirvegun, sem byggir á þeirri skoðun hennar, að stjórn- andanum beri að forðast allan Margaret Hillis, hljómsveitarstjóri. \Zterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! leikaraskap. Olíkt mörgum starfsbræðrum sínum fylgir hún fyrirmælum tónskáldanna til hins ítrasta. Anna Guðný Guðmundsdóttir pf- anóleikari stundaði nám við Tón- listarskólann f Reykjavfk, sfðast hjá Margréti Eiríksdóttur, og lauk burtfararprófi vorið 1979. Þá lá leiðin til Lundúna þar sem hún nam við Guildhall School of Music and Drama hjá James Gibb og Gordon Back. Lagði hún einkum áherslu á kammertónlist og lauk Post Graduate Diploma vorið 1981. Anna hefur verið afkasta- mikil f íslensku tónlistarlffi. Hún hefur m.a. starfað með Söngsveit- inni Fílharmóníu, íslensku óper- unni og íslensku hljómsveitinni, auk þess sem hún er virk i kamm- ermúsik og ljóðaflutningi. Þetta er f fyrsta sinn sem Anna Guðný leikur einleik með hljómsveitinni. Hróðmar I. Sigurbjörnsson lauk burtfararprófi f gitarleik frá Tónskóla Sigursveins vorið 1982. Árið áður hóf hann jafnframt Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. nám f tónfræðadeild Tónlistar- skólans í Reykjavík. Tónsmfða- kennarar hans voru Þorkell Sigur- björnsson og Atli Heimir Sveins- son. Hann útskrifaðist úr deild- inni síðastliðið vor og stundar nú nám við tónlistarháskólann i Ut- Hróðmar I. Sigurbjörnsson, tón- skáld. recht, Hollandi, hjá Josep Straess- er. Hróðmar hefur samið verk fyrir ýmiss konar hljóðfæraskipan auk útsetninga og leikhústónlist- ar. Hið nýja tónverk hans, Skref var samið nú i haust að tilhlutan Islensku hljómsveitarinnar.“ Þau eiga ad fermast í ár Þeirra bíður frekara nám og starf. Þetta er oft á tíðum löng leið og torsótt. Það skiptir því máli að þau séu vel búin til fararinnar. Eitt af því sem þeim er nauðsynlegt að hafa í farteskinu er vönduð ensk-islensk orðabók því enska er alþjóðlegt tungumál sem gegnir mikilvægara hlutverki í samskiptum manna. menntun og störfum en nokkur önnur tunga samtfmans. Af þessu tilefni viljum við draga athygli foreldra og forráðamanna unglinga að hinni nýju ensk-íslensku orðabók fyrirtækisins sem kom út fyrir síðustu jól. Við þorum að mæla með henni sem nytsamlegri og skemmtilegri gjöf. Hún hefur hlotið meðmæli málsmetandi manna. Þannig kemst t.d. Heimir Pálsson að orði f Helgarpósti: „Sumar bækur eru þann veg vaxnar að maður tárast af gleðt við að handfjalla þær. Ein slikra bóka er Ensk-íslenska orðabókin þeirra Sörens. Jóhanns og Örlygs. Astæður táranna eru þijár: t fyrsta lagi er bókin stórfenglega vönduð. í öðru lagt bætir hún úr mjóg alvarlegri þórf. Og í þrlðja lagi er útgáfan svo séríslenskt fyrirbæri að mann skorttr öll orð tll að lýsa því." QunnlaugurÁstgeirsson segir í sama blaði þar sem hann fjallar „Um bókmenntir á því herrans ári 1984": „Mest og merkust er htn mikla enska orðabók Arnar og Örlygs sem er eitt mesta stórvlrki í bókaútgáfu siðan Guðbrandur sálugi leið." Svavar Sigmundsson orðabókarritstjóri skrifar um bókina í tímaritið Storð og kemst m.a. svo að orði: „Mún er auk þess að vera langstærsta orðabók um enska tungu sem við höfum elgnast. lika sú langbesta, og jafnframt höfum við eignast mikla fróðleiksnámu um alfræðileg efni." Góð orðabók er gott veganesti sem borgar sig þegar tll lengri tíma er litið. Ensk-íslenska orðabókin fæst í öllum bókabúðum og á forlagi SMdstensk °Rðabok BÓKAÚTGÁFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.