Morgunblaðið - 19.03.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 19.03.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 23 in líða mikið fyrir þetta fyrir- komulag. Þróunarlöndin hafa nær eingöngu hráefni og landbúnað- arvörur að selja og afla með gjald- eyris. Þau þurfa að keppa við niðurgreiddar landbúnaðarvörur iðnrfkjanna, en kaupa iðnaðarvör- ur þeirra á mun hærra verði en ella. Þetta veldur því m.a. að ágóði iðnríkjanna af viðskiptum við þróunarlöndin er mun meiri en svokölluð þróunaraðstoð, sem þau veita. Þetta er nokkuð misjafnt eftir löndum, en hér er átt við heildina. Þróunaraðstoð komún- istaríkjanna sker sig úr að því leyti, að hún er eingöngu fólgin í vopnasölu, til þess að gera spillt- um einræðisstjórnum kommún- ista kleift að halda niðri lýðnum eða fara með ófriði á hendur grannþjóðum. Það væri verðugt verkefni fyrir sósíaldemókrata, lýðræðisjafnað- armenn, sem vilja rísa undir nafni, á Norðurlöndum, að sam- einast um frumkvæði að og bar- áttu fyrir afnámi styrkja- og niður- greiðslukerfanna, sem eru við lýði í iðnríkjunum og þar með í baráttu fyrir bættum viðskiptakjörum til handa hinum snauðu og van- þróuðu. Fyrir þróunarlöndin trúi ég, að þetta skipti meira máli en öll sú þróunaraðstoð, sem veitt er í dag, samanlögð. Fyrir okkur er þetta stærra mál en sjálft landhelgis- málið. Eina hneykslið, sem varð á ný- afstöðnu þingi Norðurlandaráðs f Reykjavík var það, að forráða- menn íslendinga skuli hafa orðið uppvísir að því að skilja ekki sam- hengið milli lélegra lffskjara sjó- manna og fiskverkunarfólks á ís- landi og hins norska ríkisimperi- alisma. Eða, sem er ekki skárra, hafi þeir skilið það, að þá skuli hafa brostið kjark til að halda fast á málstað þjóðar okkar frammi fyrir hinum erlendu hátignum. Jón Baldrin Hannibalsson er for- maður Alþýðuflokksins og þing- maður flokksins fyrir Reykjavíkur- kjördæmi. Hryllings- sjónarspil á skyndi- bitastað Löngu8tröBd, Kaliforníu, 12. mnre. AP. RÚMLEGA fertugur maður, Islams- trúar, myrti fyrrum eiginkonu sína með hryllilegum hætti að 150 manns ásjáandi á hamborgarasölustað um háannatímann. Maðurinn sagði konu sína hafa brotið lög Islams er hún fékk skilnaðinn og er hún neit- aði ítrekað að snúa aftur til hjóna- bandsins, síðast á matsölustaðnum, ærðist eiginmaðurinn og stakk hana mörgum stungum með blaðlöngum hnífi í hálsinn. Fjölmenni reyndi að koma kon- unni til hjálpar, en maðurinn vingsaði hnifnum vfgalega f kring um sig milli þess sem hann lagði honum til fyrrum konu sinnar. Fólk kom höggum á hann, með matarbökkum, stólum og fleiru, það meira að segja grýtti hann með hamborgurum og pylsum, brauði og öllu tiltæku, en ekkert hreif, alger berserksgangur hafði runnið á hann. Það var ekki fyrr en konan hafði hnigið niður á gólf- * ið helsærð eftir að hann sleppti taki á henni, að hann linnti látun- um. í sama mund dreif að örygg- isvörð og skipaði manninum að kasta frá sér hnífnum eða deyja að öðrum kosti. Afhenti maðurinn vopn sitt þá án mótþróa, brosti og spurði hvort konan væri látin. Hin látna var 32 ára og vann á matsölustaðnum. Hún átti mat- arhlé og fyrrum eiginmaðurinn vissi af því, heimsótti hana og bað hana að snúa aftur til sín. Tékknesk æska veldur áhyggjum: Offíta og undar legar skoðanir Praf Tékkóslóvakíu, 15. mars. AP. RÚMLEGA fimmtungur barna í Tékkóslóvakíu þjáist af offitu að því er sagði í dag í leiðara blaðs- ins Rude Pravo, málgagns kommúnistaflokksins. f leiðara Rude Pravo var kvartað undan því, að í Tékkó- slóvakíu væru allt of fá leik- fimihús og leikvangar þar sem fólk getur sprett úr spori eða stundað aðrar æfingar og sagt, að áætlanir um að koma upp fleiri leikfimihúsum og sund- laugum við skóla hafi farið út um þúfur. „Sannleikurinn er sá, að minni líkamleg þjálfun er farin að hafa veruleg áhrif á heilsu- far þjóðarinnar og sýnir sig best í því, að rúmlega fimmt- ungur barnanna þjáist af offitu,“ sagði í Rude Pravo. í fyrra var gengist fyrir mik- illi skokkherferð í Tékkó- slóvakíu og tóku þátt í henni um fimm milljónir manna. í Rude Pravo sagði hins vegar, að langflestir hefðu látið sér nægja tilskildar æfingar og hlaup og hætt að því búnu. í annarri grein í Rude Pravo sagði, að þegar kannaðar hefðu verið skoðanir ungs fólks á líf- inu og tilverunni hefði komið í ljós, að innan við helmingur hefði tileinkað sér lífssýn, sem eitthvað ætti skylt við marx- leninisma. Aöalfundur Reykjavíkurdeildar RKÍ veröur haldinn í Múlabæ Ármúla 34 þriöjudaginn 2. apríl 1985 kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Önnur mál. Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauöa kross íslands. fHtvgtmMafrffe ■ Gódan daginn! EDITHPIAF AAKUREYRl Leikhúsferð til Akureyrar felur í sér flug og gistingu í tvær nætur á hóteli, aðgöngumiða á söngleikinn Edith Piaf og glæsilegan kvöldverð í Sjallanum, Smiðjunni eða Laxdalshúsi. Farþegum í leikhúsferð Flugleiða er auk þess boðið á dansleik i Sjallanum víðfræga. Þá geta þeir sem óska fengið ódýran bílaleigubíl og ekið um bæinn og nágrenni hans. LE1TIO FREKARI UPPLÝSINGA ÆBRf A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA. mmm m m a rinip hjA umboðsmönnum og FERÐA- rLUKjLEitJlK SKRIFSTOFUM. M

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.