Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 31

Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 31 fttofgullWftfctfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Ónæmir lánveitendur? Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, viður- kenndi það á fundi Framsókn- arfélags Reykjavíkur á sunnu- daginn, að það hefðu verið pólitísk mistök að skerða kaupgjaldsvísitöluna í maí 1982 en láta lánskjaravísitöl- una virka áfram. Sýnist for- sætisráðherra hafa áttað sig á þessu nú eftir að áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum hafa látið til sín taka. Fer vel á því að forsætisráðherra sjái að sér í þessu máli og lofi úr- bótum. Raunar hefði það átt að liggja á borðinu miklu fyrr, að þeim sem standa í íbúðakaup- um var búinn mikill vandi með lánskjaravísitölunni eins og hún er saman sett. Forsætis- ráðherra hefur nú viðurkennt, að það voru mikil pólitísk mis- tök að láta ekki sama verð- stuðul gilda um lánin og giltu um kaupgjaldið. Nú eru tæp þrjú ár síðan þetta misræmi var búið til. Hvers vegna hafa þeir sem stunda lánveitingar og eru í nánustum tengslum við skuldarana ekki áttað sig á þessum mistökum og gert nauðsynlegar leiðréttingar eða tillögur um þær? í Morgunblaðsfrétt á laug- ardaginn var frá því skýrt, að stjórn Lífeyrissjóðs verslun- armanna hafi ákveðið að gefa lántakendum hjá sjóðnum kost á lengingu lána um 5 ár til að færa greiðslubyrði af lánunum aftur í það horf sem hefði verið, ef ekki hefði komið til þess misgengis sem stafar af hinum ólíku verðstuðlum sem gilda um lánin annars vegar og kaupið hins vegar. Hér er rétt að málum staðið af hálfu öflugs lánasjóðs. Ekki er verið að bíða eftir fyrirmælum frá einum eða neinum heldur tekið af skarið lánþegum í vil. Bankarnir hafa verið að losna undan forræði ríkisins í vaxtamálum. Ýmislegt bendir til þess, að þeir sem andvígir eru auknu vaxtafrelsi ætli að nota þrýstinginn vegna skulda húsbyggjenda til að þrengja aftur að bönkunum í þessu efni. Með hliðsjón af þeirri yf- irlýsingu Steingríms Her- mannssonar, að stefnan í lánamálum hafi byggst á röngum forsendum í tæp þrjú ár, hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna enginn í lánakerfinu hafi fyrr séð ástæðu til að vekja máls á þessum mistökum og leiðrétta þau. Eru lánveitendur hús- byggjenda ónæmir fyrir því sem er að gerast í kringum þá? Er það ekki frekar hlut- verk sérfræðinganna í banka- og hagkerfinu að útiloka eða leiðrétta mistök af þessu tagi en stjórnmálamanna, svo að ekki sé minnst á þolendur sjálfa, skuldarana? Æskilegt væri að fleiri lán- veitendur færu að fordæmi Lífeyrissjóðs verslunarmanna og gerðu að eigin frumkvæði ráðstafanir til að létta undir með viðskiptavinum sínum. Því miður verður að segja þá sögu eins og hún er, að „þjón- usta“ er ekki það orð sem lán- veitendum á Islandi er efst í huga þegar þeir hugsa til viðskiptavina sinna. í því sam- bandi nota menn frekar orðið „fyrirgreiðsla" eða jafnvel „greiði". Lánastofnanir hefðu fyrir löngu átt að endurskoða hug sinn í þessu efni. Stjórn- endur þeirra mættu líka minn- ast þess, að þeir þurfa ekki að bíða eftir fyrirmælum stjórn- málamanna um stórt og smátt í rekstri þessara stofnana. Framsókn- armenn og ríkisstjórnm Fyrir fáeinum vikum varð hljóðlát bylting í Fram- sóknarfélagi Reykjavíkur. Al- freð Þorsteinsson, sem á sín- um tíma var framarlega fyrir framsóknarmenn í Reykjavík og sat meðal annars í borgar- stjórn, náði kjöri sem formað- ur með Kristni Finnbogasyni og fleiri kunnum frammá- mönnum. Frá því að þessi stjórnarskipti urðu hefur dá- lítið líf færst í framsóknarfé- lagið í höfuðborginni. Á fundi félagsins á sunnu- daginn höfðu þeir Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, og Haraldur ólafsson, eini þingmaður flokksins á öllu höfuðborgarsvæðinu, framsögu. Greinilegt er af frásögnum af fundinum, að ekki voru lagðar fram tillögur um neinar kraftaverkalausnir til að lyfta Framsóknarflokkn- um upp úr öldudalnum. Hitt er ljóst, að framsóknarmenn hugsa ekki lengra en til haustsins, þegar þeir velta fyrir sér langlífi stjórnarinn- ar. Að mati þeirra ræðst það af því, hvort samningar takast um hóflegar launahækkanir, hvort stjórnin lifir yfirvofandi kjarasamninga af eða ekki. Af þessum yfirlýsingum er ljóst, að menn eru ekki aðeins að ræða um launamál á sam- ráðsfundunum sem nú eru hafnir heldur einnig líf ríkis- stjórnarinnar. Stuðlar það að skynsamlegu samkomulagi? RÆTT VIÐ RÚSSNESKA KVIKMYNDAGERÐARMANNINN, ANDREITARKOVSKÍ SOVETSTJORNIN REVNTR AÐ KVIKSETJA MIG „SOVÉSK stjórnvöld vilja ekki að myndir mínar séu sýndar. Þau hafa gert allt, sem í þeirra valdi er, til að spilla fyrir mér í Sovétríkjunum og erlendis,“ sagði sovéski kvikmyndagerðar- maðurinn Andrei Tarkovskí á fundi með blaðamönnum á laugardaginn. Tarkovskí kom hingað á föstudag í tilefni þess að aliar myndir hans, sjö að tölu, eru sýndar á sérstakri kvikmyndahátíð í Háskólabíói og Regnboganum. Hann hélt af landi brott í gær, en kona hans, Larissa, er hér enn. Tarkovskí er fæddur í Rússlandi í apríl 1932. Faðir hans, Arseni, var vel þekkt Ijóðskáld. Tarkovski stundaði í fyrstu nám í tón- list, en síðan myndlist og loks jarðfræði og starfaði m.a. í Síb- eríu. Hann lærði hrafl í austur- lenskum tungumálum, „en ekkert af þessu var fyrir mig,“ segir hann. Það var svo árið 1954 að hann hóf nám í kvikmyndagerð við Kvikmyndastofnunina í Moskvu og hafði þar með fundið starf við sitt hæfi. Hann stundaði nám við stofnunina í alls fjögur ár undir handleiðslu hins fræga kvikmyndaleikstjóra Mikhaels Romm. Sex myndir á tuttugu árum Lokaprófsmynd Tarkovskís var fyrst sýnd árið 1960. Það stefndi í skjótan frama því fyrstu mynd hans í fullri lengd, Æsku ívans, var mjög vel tekið og hlaut Gullna Ijónið, fyrstu verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. Næsta mynd Tarkovskís var um helgimyndateiknarann Andrei Rubljov, sem uppi var á 16. öld. Hann lauk henni 1967, en hún var ekki sýnd í Moskvu fyrr en 1971. Þá hafði hún unnið til verðlauna í Cannes. Síðan kom Solaris, sem var í vísindaskáldskaparstíl, en það er almennt talin vera hin tor- skildasta af myndum hans. Hún fékk einnig verðlaun í Cannes 1972. Árið 1975 gerði Tarkovskí Spegilinn, sem þykir mjög óvana- leg í kvikmyndatækni og frásagn- armáta. Fjórum árum seinna gerði hann Stalker, og var hún sýnd hér á kvikmyndahátíð. Síð- asta mynd hans er svo Nostalgia, sem hann lauk við á Ítalíu og sýnd í Cannes 1983. Gert erfltt fyrir Sex kvikmyndir á tuttugu árum er minna en Tarkovskí hefði kosið. „Mér var gert erfitt fyrir," segir hann. Myndir hans féllu ekki í góðan jarðveg hjá fulltrúum kommúnistaflokksins og ráða- mönnum hinnar opinberu kvik- myndastofnunar. Þær þóttu á all- an hátt aðfinnsluverðar, hug- myndalega og kvikmyndalega. Reynt var að fá Tarkovskí til að breyta myndum sínum, fella úr þeim atriði, og þegar það tókst ekki, voru þær einfaldlega ekki sýndar eða dreifing þeirra, innan- lands og erlendis, takmörkuð. Heilu árin liðu án þess að Tarko- vskí fengi nokkurt verkefni. Þetta voru erfiðir tímar fyrir mann, sem þurfti að sjá fyrir konu og þremur börnum, og hefur að auki mikinn metnað til kvikmyndagerðar. Tarkovskí fór frá Sovétríkjun- um ásamt konu sinni árið 1982 til að vinna að gerð Nostalgiu á ít- alíu. Fjórtán ára sonur þeirra hjóna fékk ekki að slást í för með þeim og varð eftir hjá móður- ömmu sinni. Sömu sögu er að segja af tveimur uppkomnum börnum Tarkovskí-hjónanna, sem stunda háskólanám í Moskvu. Þegar Nostalgia var frumsýnd í Cannes sendu sovésk yfirvöld sér- stakan erindreka þangað, en í stað þess að aðstoða Tarkovskí eins og látið var í veðri vaka að hann hefði fyrirmæli um, gerði hann allt sem hann gat til að eyðileggja fyrir honum. Að hátíðinni lokinni boðaði Tarkovskí til blaðamanna- fundar í Mílanó og greindi frá því að hann ætlaði ekki að snúa aftur til Sovétríkjanna. Hann gæti það einfaldlega ekki. Eftir það hafa Sovétmenn hert á baráttunni gegn honum og reynt hvað þeir geta til að bregða fæti fyrir hann. Yfirlýsing sendiráösins út í hött „Sovésk yfirvöld hafa fullan hug á að kviksetja mig, en ég kæri mig ekki um það,“ sagði Tarkovskí á blaðamannafundinum á laugar- dag. Hann var spurður hvernig sér liði sem einstaklingi á Vesturlönd- um. „Það liggur í hlutarins eðli,“ sagði hann, „að manni, sem er neyddur til að snúa ekki heim, get- ur ekki liðið vel.“ En hann bætti við: „Það þýðir samt ekki að ef einhver háttsettur maður í Sovét- ríkjunum segði, að ég gæti komið núna, að ég færi.“ Talið barst að tilraun sovéska sendiráðsins í Reykjavík til að koma í veg fyrir sýningu á mynd- um Tarkovskís hér og yfirlýsingu sovéska viðskiptafulltrúans í dagblöðunum í vikunni sem leið. Er það rétt, var spurt, að sendi- ráðið sé aðeins að hafa áhyggjur af greiðslum vegna höfundarrétt- ar á kvikmyndunum og pólitík komi þar hvergi nærri? „Nei, þessi ummæli eru út í hött,“ sagði Tar- kovskí. „Þeir vilja ekki að myndir mínar séu sýndar og barátta mín fái opinbera umfjöllun." Hann benti á, að um allan heim giltu alveg sérstakar reglur um kvik- myndahátíðir. Gerður væri grein- armunur á kvikmyndasýningum á menningarhátíðum, sem stæðu í nokkra daga, og svo venjulegri kvikmyndasölu. Islendingar væru því í fullum rétti til að sýna mynd- ir hans hér með þeim hætti sem gert hefur verið. Fulltrúar Tarkovskí-nefndar- innar á íslandi, sem stendur að kvikmyndahátíðinni, greindu frá því í framhaldi af þessum orðum Tarkovskís, að viðskiptafulltrúi sovéska sendiráðsins í Reykjavík hefði sýnt ótrúlegan yfirgang í vikunni sem leið, er hann birtist öllum að óvörum í Regnboganum og heimtaði að fá í sína vörslu ein- takið af myndinni Stalker. Þeirri kröfu var að sjálfsögðu synjað og fór sendifulltrúinn að svo búnu á brott. Kvikmyndagerð í kreppu Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Tarkovskí um álit hans á vestrænni kvikmyndagerð um þessar mundir. „Það er mjög erfitt ástand,“ sagði hann. Astæðuna kvað hann vera þá, að hugmyndir um skjóttekinn gróða réðu ferð- inni, hagnaðarvonin væri sett ofar listrænum kröfum. „Það er sjald- gæft að það finnist leikstjórar, sem standa fyrir persónulegri af- stöðu. I hópi hinna ungu kvik- myndaleikstjóra er engan að sjá, sem virðist geta fetað í fótspor manna eins og Bergmans, Kuros- awa, Bunuels eða Fellinis," sagði hann. „En kvikmyndagerð ágóða- hyggjunnar er líka í kreppu,“ bætti hann við. „Áhorfendur eru orðnir dasaðir, leiðir. Nú þurfa menn líka að vera nafn til að fá tækifæri til að gera myndir. Þetta er vítahringur. Til að geta sér orð- stír þurfa menn nefnilega líka peninga." Átti Tarkovskí einhver heilræði handa ungum íslenskum kvik- myndagerðarmönnum? Hann kvaðst eiga afar erfitt með að gefa tslendingum ráð því hann þekkti ekki nógu vel til hér og hefði ekki séð neina íslenska kvikmynd. „En þið verðið alltaf í peningavand- ræðum,“ sagði hann, og lagði á það ríka áherslu að íslendingar reyndu ekki að apa eftir erlendri kvikmyndagerð. Hann hafði heyrt að verið væri að frumsýna nýja íslenska kvikmynd, sem gerð væri utan um eina popphljómsveit. „Fyrir alla muni, reynið ekki að gera slíkt áfram. Það er alveg út í hött. Heimurinn er fullur af slík- um myndurn." íslendingar byggi á hugvitinu Tarkovskí taldi að íslenskir kvikmyndagerðarmenn ættu fremur að reyna að marka sér sér- staka leið, leggja upp úr hugviti. Honum fannst t.d. skynsamlegt að þeir reyndu að gera myndir, sem bæru skýr höfundareinkenni. „Slíkum myndum má síðan koma til sýningar á erlendum kvik- myndahátíðum og reyna að afla samstarfsmanna um stærri verk í kringum þær.“ Sjálfsagt væri að íslenskar myndir hefðu þjóðleg sérkenni, en þær gætu ekki vænst þess að ná langt nema þær hefðu jafnframt alþjóðlega skirskotun. Tarkovskí og Larissa, kona hans, hafa gert árangurslausar tilraunir til að fá 14 ára gamlan son þeirra og móður Larissu frá Sovétríkjunum. Óskum þar að lút- andi hefur ekki einu sinni verið svarað. Yfirvöld í Moskvu hafa neitað að taka á móti beiðnum um það á þeim forsendum, að Tar- kovskí-hjónin geti ekki boðið nein- um til að hitta sig erlendis. Þar eigi þau ekki heimili, heldur í Sov- étríkjunum og þau eigi að snúa heim. „Ég á von á því, að ég fái ítalskan ríkisborgararétt innan skamms,“ sagði Tarkovskí, og kvaðst binda vonir við að í fram- haldi af því kynni hann að eiga auðveldar með að fá beiðnum sín- um svarað. GM. Áhugamenn um úrbæt- ur í húsnæðismálum: „Vandinn að- eins leystur með víðtækri samstöðu“ Morgunblaðinu hefur borizt fréttatilkynning frá áhugamönnum um úrbæt- ur í húsnæðismálum í fjór- um liðum, þar sem þeir vilja vekja athygli á eftir- farandi: „1) Fulltrúar hreyfingar- innar hafa þegar hafið við- ræður við fulltrúa þingflokk- anna þar sem gerð hefur ver- ið grein fyrir þeim vanda sem húsnæðiskaupendur og -byggjendur standa frammi fyrir jafnframt því sem lagð- ar hafa verið fram hug- myndir um leiðir til úrbóta. Fulltrúum þingflokkanna og fjölmiðlum hafa verið af- hentir ítarlegir útreikningar þar sem sýnt er fram á um- fang vandans. 2) Forsætisráðherra hefur lýst vilja til að taka upp við- ræður við fulltrúa Áhuga- manna um úrbætur í hús- - næðismálum. Við fögnum yf- irlýsingum hans á fundi framsóknarmanna í Reykja- vík sl. sunnudag, þar sem fram kom skilningur á þörf- inni fyrir að leiðrétta greiðslur af húsnæðislánum aftur í tímann, og létta á greiðslubyrði af þeim til frambúðar. 3) Nauðsynlegt er að hraðað verði sem kostur er lausn á þeim vanda sem hér um ræðir, og er lögð áhersla á að á meðan sé ekki beitt hörkulegum innheimtuað- gerðum gegn fólki í greiðslu- vanda vegna íbúðakaupa. 4) Greinilegt er að al- mennur skilningur ríkir á því ástandi sem hér hefur skapast. Við fögnum því hve margir hafa nú lýst sig reiðubúna að leggja þessu máli lið enda verður vandinn einungis leystur með víð- tækri samstöðu." „Kann ekki að gera kvik- myndir um samyrkjubú“ — sagði Tarkovskí í Háskólabíói „ÉG ÁITA mig enn ekki almennilega á þvf hvar ég er staddur. ísland kom mér strax á óvart, þó aó ég hafí lesið talsvert um það,“ sagði rússneski kvikmyndagerðarmaöurinn Andrei Tarkovskí í upphafi ávarps síns í Háskóla- bíói sl. föstudagskvöld. Þá var mynd hans, Nostalgia (Heimþrá), frumsýnd hér á landi, en myndina gerði Tarkovskf árið 1983 og segir að hún sé það verk sitt, sem sér þyki einna venst um. „í Nostalgiu er enginn söguþráð- ur beint. Myndin er eiginlega sjúkdómssaga um heimþrána," sagði Tarkovskf. „Mér þykir sér- staklega vænt um hana, því að hún er eina myndin, sem ég hef gert, sem sýnir mitt innra ástand. Ég hafði ekki áður gert mér grein fyrir því, að hve miklu leyti kvikmynd gæti sogað til sín höfundinn og orð- ið að sálarástandi hans. Ef ég væri spurður af hverju mér þætti vænna um Nostalgiu en önnur verk myndi ég svara því til, að hún líktist ekki kvikmynd. Sú mynd mfn, er mest líkist kvikmynd, er Solaris, en hún er það verk mitt, er ég hef minnst- ar mætur á. I þeim efnum fer smekkur minn og smekkur sov- éskra kvikmyndayfirvalda alveg f þveröfuga átt. Er ég hafði lokið við gerð Solaris fór kvikmyndaeftirlitið fram á, að ég gerði á henni 32 breytingar. Ekki mátti sýna fólk striplandi á nærbuxunum einum saman og al- gjört bann var við öllum rúmsen- um. Einnig átti ég að koma þvf til skila til áhorfenda, að atburðarrás- in ætti sér stað í hinni kommún- ísku framtíð. Ef ég hefði fram- kvæmt allar þessar breytingar, hefðu um 15 mínútur orðið eftir af myndinni,“ sagði Tarkovskí f ávarpi sínu. Tarkovskí kvaðst hafa gert árangurslausar tilraunir til að fá son sinn og tengdamóður frá Sov- étrikjunum. „Ég skrifaði fyrst bréf til ráðherra í Moskvu til að biðja um leyfið fyrir þau. Mér var ekki svarað. Þá skrifaði ég Andropov, en fékk ekki heldur svar frá honum. Ég skrifaði honum aftur, en fékk aldrei svar. Sfðan dó hann. Þá skrifaði ég bréf til Chernenkos. Ég fékk ekkert svar frá honum heldur. Þá velti ég því fyrir mér hvort ég þyrfti að bíða dauða hans lika. Þegar hér var komið sögu boðaði ég til blaðamannafundar f Milanó og lýsti því yfir, að ég gæti ekki snúið til baka, enda kann ég ekki að taka myndir af samyrkjubúum. Mynd mín, Nostalgia, hefur því ekki verið sýnd sovéskum áhorf- endum og er það hið versta, sem hent hefur mig sem kvikmynda- leikstjóra. Ég er búinn að missa áhorfandann minn. Engu að síður er ég fullur vonar og hef nóga krafta til að halda áfram að vinna. Mig langar til að halda áfram störfum hér fyrir vestan. Margir búast við að ég breytist og fari að gera eitthvað, sem á vel við hérna fyrir vestan, en ég hef hugsað mér að halda áfram að gera myndir í þeim anda, sem ég er vanur að gera, á meðan ég á kost á þvf. Mig langar til að halda áfram að gera eitthvað fyrir rússneska menningu og rússneskt fólk.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.