Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 33

Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 33 Svar við grein Jakobs Björnsson- ar Hringavitleysu orkuveislunnar TWh 8- 6- j|||| aBURÐARVERKSMIDJfl }||$| HÚSHITUN j1 ALMENNUR IÐNAÐUR ÞJÓNUSTUGREINAR HEIMILI I TWh = ÞÚS. MILLJÓN kWh 1964 1970 1980 1990 2000 AR - eftir Pál Bergþórsson Smágrein mín í Morgunblaðinu 15. febrúar um reynslu af orku- spám hefur komið nokkru róti á aðstandendur orkuspárnefndar. í svargrein 1. mars víkur Jakob Björnsson þrisvar sinnum að því að ég sé nú veðurfræðingur. Það er reynsla mín, að slíkur mál- flutningur bendi til þess að við- komandi eigi í einhverjum vand- ræðum með málstað sinn. Ekki þarf að fræða mig á því að mikil og margþætt vinna sé lögð í hverja orkuspá, en þær hafa verið gerðar á nokkurra ára fresti um langt skeið. En með flóknum vinnubrögðum er ekki allt fengið. Það er yfirsýnin sem skiptir máli. Þó að gerð sé áætlun að bestu manna ráði um hvert smáatriði 1 orkunotkun komandi ára, er ekki víst að hinar mörgu smáu skekkj- ur útrými hver annarri. Hitt er til í dæminu að þær safnist saman í eina stóra villu. Stundum sjá menn ekki skóginn fyrir trjánum. Það hefur reyndar verið reglan í meira en áratug, og alltaf hefur verið spáð mun meiri aukningu orkunotkunar en reynslan hefur sýnt fram að þessu. Þetta sýnir hvað valt er að treysta flóknum vinnubrögðum, og hvað það er nauðsynlegt að vanmeta ekki dóm reynslunnar. Ekki þarf Jakob að undrast þótt leikmönnum þyki þessar einhliða skekkjur athyglis- verðar. Og það er óþarfi að bregða mönnum um vanþekkingu, þó að þeir taki ekki skilyrðislaust ofan hattinn fyrir þessum „þrauthugs- „Og af tvennu ófull- komnu er skárra aö vera vitur eftir á en aö vera þaö ekki, forsmá reynsluna. Og vita skal Jakob Björnsson þaö, aö orkumál eru ekki einkamál fárra út- valdra. viÖ sem berum milljarðabagga orku- skuldanna, höfum full- an rétt og fulla ástæöu til aÖ láta málið til okkar taka, hvaö sem líður ásökunum hans um vanþekkingu.“ uðu“ útreikningum, og telji að meira tillit hefði átt að taka til staðreyndanna. Hér er birt orkuspá frá 1973 (Sveitarstjórnarmál, 1973). Aðal- uppistaða hennar er sýnilega sú, að árleg viðbót við almenna orkunotkun (án álvers og áburðar- verksmiðju) fari mjög vaxandi með hverju ári, verði um 75 gíga- wattstundir í fyrstu, 125 árið 1980, 175 árið 1985, en að meðaltali 270 á árunum 1990—2000. Hver varð svo reyndin? Spáin stóðst aðeins til 1975. En í stað þess að árlega viðbótin færi svo vaxandi, stóð hún í stað, var 75 gígawattstundir á ári að meðaltali alla tíð síðan, með eðlilegum og skýranlegum sveifl- um til eða frá. Þetta var orðið mjög áberandi árin 1979 og 1980. Nú voru gerðar nýjar spár 1981 og 1983. Þá var tækifæri að taka tillit til reynslunnar, leiðrétta úreltar hugmyndir, svo framarlega sem menn töldu ekki óskeikulleika hugsmíða sinna æðri dómi sög- unnar. En hér fór líkt og fyrir manninum sem sagði, þegar hon- um var bent á að útreikningar hans stönguðust á við staðreyndir: Já, staðreyndirnar koma illa út úr samanburðinum. Því fremur hefði nú verið ástæða að breyta um reiknilíkan, nota til dæmis línu- legt aðhvarf orkunotkunar og tíma, sem það hafði einmitt sýnt sig fyrr og enn betur í nágranna- löndum, að árlega viðbótin við orkunotkun var hætt að vaxa. Það er rétt að það má kallast að vera vitur eftir á, að benda á þetta nú. En það er eðlilegt að þeir sem standa utan við innsta hringinn séu seinni að taka við sér en aðrir, sem hafa það hlutverk að fylgjast með þróun mála. Og af tvennu ófullkomnu er skárra að vera vitur eftir á en að vera það ekki, forsmá Páll Bergþórsson reynsluna. Og vita skal Jakob Björnsson það, að orkumál eru ekki einkamál fárra útvaldra. Við sem berum milljarðabagga orkuskuldanna, höfum fullan rétt og fulla ástæðu til að láta málið til okkar taka, hvað sem líður ásök- unum hans um vanþekkingu. En til þess að halla á engan, má taka fram, að tiltölulega smáar eru syndir orkuspárnefndar hjá þeim ráðstöfunum stjórnvalda að vefja þjóðina skuldum til þess að framleiða orku, sem síðan er seld útlendingum langt undir tilkostn- aði. Og vel má vera, að orkuspár- nefnd — og Landsvirkjun — hafi þá málsbót, að vegna þessarar opinberu sölustefnu hafi verið réttmætt að leggja vel í um áætl- un orkunotkunar og orkufram- kvæmdir. Nú er verið að undirbúa stækkun álversins. Ætli það verði ekki réttlætt með ófyrirséðri um- framorku, sem sé fundið fé að selja billega? Hringavitleysa orkuveislunnar er ekki á enda. Pill Bergþórsson er veðurfræding- ur. ASEA framleiddi fyrsta 3ja fasa rafmótorinn árið 1890. í dag er ASEA MOTORS einn af stærstu mótorframleiðendum í heimi. Nýi mótorinn frá ASEA, gerð MBT, er hljóðlátur, sterkbyggður og sparneytinn á orku. Rönning á ávallt til mótora í birgðageymslum og veitir tæknipjónustu. Endurseljendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.