Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 43

Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 43
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 43 stóð upp úr veikindum, fyrir nokkrum árum, gersamlega þrek- laus og heilsulítill, tók hann mig að sér „til að koma einhverju þreki í skrokkinn á þér“. Eins og oft gerist meðal skólafé- laga varð samgangur okkar minni með árunum. Alltaf var samt jafnánægjulegt að hitta hann og þótt hann væri ofhlaðinn störfum átti hann alltaf tíma aflögu fyrir spjall og gat þá komið víða við. Hann hafði ákaflega jákvæð við- horf til lífsins og á síðari árum geislaði beinlínis frá honum rð- semi og hlýja. Fyrir tæpum 150 árum kvaddi eitt þjóðskáldið vin sinn með ljóði og er ljóðbrotið hér að ofan upp- haf þess. Ég vil gera þessi orð að mínum um leið og ég votta Krist- ínu, óskari Erni, örnu Björk og örvari, foreldrum hans, systkin- um og öðrum vandamönnum mína innilegustu samúð. Hann var drengur góður og minning hans mun lifa. Kristinn J. Albertsson Genginn er góður vinur. Grétar vinur okkar er horfinn, dáinn á miðjum starfsdegi frá mörgum mikilvægum og óloknum verkefn- um. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að hann skuli vera hrif- inn svo skjótt frá yndislegri eig- inkonu, þrem börnum sem þörfn- uðust hans svo mjög og ástríkum foreldrum. Grétar var fæddur 17. septem- ber 1947 í Neskaupstað. Hann var elsta barn foreldra sinna, önnu Jónsdóttur félagsráðgjafa og Óskars Ágústssonar múrara. Foreldrar hans fluttu búferlum til Reykjavíkur þegar hann var níu ára gamall. Eftir það dvaldist hann tvö sumur hjá móðurömmu sinni í Neskaupstað og var ákaf- lega kært á milli þeirra, enda reyndi gamla konan strax þá hugsunarsemi og ábyrgðartilfinn- ingu, sem voru svo ríkir þættir í fari Grétars. Grétar gekk menntaveginn og sóttist nám mjög vel, enda lagt af stað með ákjósanlegt veganesti sem voru góðar gáfur samfara af- burða samviskusemi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1967. Með námi í Menntaskólanum vann Grétar á sumrin með föður sínum við múr- verk og lauk sveinsprófi í þeirri iðn vorið 1968. Það átti eftir að koma honum að góðum notum. Síðan fór hann til Kanada þar sem hann lagði stund á líffræði og lauk þvf námi eftir fjögur ár. Jafnframt náminu erlendis vann hann á sjúkrahúsum og þar fékk byr undir báða vængi sú tilfinning hans að hjálpa og verða öðrum til bjargar. Leiðin lá því í læknadeild Háskóla íslands er heim kom, en hann varð að hverfa frá námi þrem árum seinna. Árið 1974 réðst Grétar til starfa við Rannsóknastofu Háskóla ís- lands í lifeðlisfræði og þar var starfsvettvangur hans uns yfir lauk. Árið 1978 hóf hann einnig kennslu í Fósturskóla íslands og siðustu tvö árin var aðstoðar- skólastjóri þar. Grétar kvæntist árið 1968 Lilju Guðmundsdóttur og eignuðust þau einn son, óskar örn. Þau slitu samvistir. Seinni kona hans er Kristín Jónsdóttir og eiga þau tvö börn, Örnu Björk og Örvar. Við, sem áttum því láni að fagna, að vera vinir Grétars, höf- um margs að minnast þegar leiðir skilja. ótal minningar leita fram í hugann og frá þeim stafar birtu og hlýju um drenginn góða. Grétar var einstakur maður, gæddur þeim eiginleikum sem ætíð eru manninum til sóma og gerir það að verkum að aðalslund- in stendur alltaf hærri. Hann var sérstaklega jákvæður og tók rnikinn þátt í lifi og starfi vina sinna. Það var ávallt uppörv- andi þegar Grétar kom með sitt jákvæða hugarfar, ræddi málin, gaf góð ráð og það var næsta ótrúlegt hvað hann gat miðlað öðrum. Hann var sérlega hjálpsamur og óspar að bjóða fram krafta sína í annarra þágu. Við reyndum það oft og betri mann var vart hægt að hugsa sér, jafn verklaginn og ráðagóður sem hann var. Það var alveg sama hvað Grétar tók sér fyrir hendur, því fylgdi hann eftir af eljusemi, frábærri vandvirkni og áreiðanleika. Hann var jarð- bundinn, kynnti sér hlutina vand- lega og var ákaflega vel að sér um margvislegustu málefni, enda áhugasviðið vitt; jafnréttismaður mikill og trúði á hið góða i öllum, enda laðaði hann fram það besta i samferðamönnum sinum. Grétar tók mjög nærri sér ef órétti var beitt, enda var viðkvæm lund undir karlmannlegu yfir- bragðinu. Hann naut lifsins og var alltaf reiðubúinn að gera eitthvað skemmtilegt, og það var margt, þau ár sem við nutum samvista hans. Bridgekvöldin með honum og Kristinu eru ógleymanleg. Þar voru málin reifuð og fundin lausn og gleymdist spilamennskan þá oft i heitum skoðanaskiptum um landsins gagn og nauðsynjar. Húsið hjá Kristínu og Grétari var alltaf fullt af gleði og ham- ingju. Það var gaman að koma þar og gott að njóta gestrisni þeirra, enda voru þau einkar samstillt og samtaka. Oft var eitthvað gómsætt á borðum að hætti húsbóndans, því þar lagði Grétar sig fram eins og á öðrum sviðum. Traust og góð vinátta kallar á ýmsar hefðir. Okkur vinum hans í haust- og vorfagnaði mun nú vera ljóst að þeir verða ekki samir og áður, því svo hátt og óvægið hefur nú verið reitt til höggs. Það er erf- itt að kveðja slíkan drengskapar- mann sem fellur frá í blóma lífs- ins og fátt er hægt að segja til huggunar á slíkri stund. Elsku Kristín okkar, óskar Örn, Arna Björk, Örvar, Anna og óskar. Þið grátið góðan dreng en það er hamingja að hafa átt annan eins mannkostamann að eigin- manni, föður og syni. Við vonum að allar þær elskulegu minningar sem þið eigið nú, bregði birtu á skugga sorgarinnar. Fast ég trúi: Frá oss leið vinur minn til vænna funda og verka frægra, sæll að skunda fullkomnunar fram á skeið. (Jónas Hallgrímsson) Lilja og Þórður Góður drengur er fallinn frá í blóma lífsins. Með örfáum orðum viljum við þakka Jóni Grétari kynnin og kennsluna á námsárum okkar i Fósturskóla Islands. Jón Grétar kenndi okkur námsgreinar tengdar líffræði, sem í fljótu bragði gætu virst aukagreinar í fóstrunámi. En vegna skilnings hans og áhuga á fóstrustarfinu varð námsefnið í höndum hans bæði hagnýtt og áhugavert. Virð- ing hans fyrir lifendum og lífi var slík að enginn var ósnortinn. Jón Grétar var félagi okkar jafnt sem kennari. Minningarnar um ferðalögin standa þar hæst. Vistfræðiferðin til Vestmanna- eyja, fjöruferðin á Seltjarnarnes og hin ógleymanlega ferð til Ungverjalands vorið 1983. Minn- ingin um hið einstaka lundarfar hans, brosið, kímnina og hlýjuna í augum hans. Það er skarð höggvið í hópinn. Missir konu hans og barna er mikill. Fyrir hönd bekkjarfélaga okkar vottum við þeim og öðrum aðstandendum hans okkar ein- lægu samúð. Lilja Oddsdóttir, Sigríður K. Gísládóttir, Valborg Snævarr. í dag er til moldar borinn frá Langholtskirkju vinur okkar, Jón Grétar óskarsson, Melbæ 28, Reykjavík. Við hjónin kynntumst Grétari þegar hann kvæntist vinkonu okkar, Kristínu Jónsdóttur kenn- ara. Frá þeim tíma höfum við not- ið vináttu þeirra og fjölmargra ánægjulegra samverustunda. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Einkum leita þó á hugann allar þær góðu stundir er við áttum saman á sviði húsbygginga, heilsuræktar og vistfræði. I þessum málum var Grétar í sérflokki. Hann var af- burðaverklaginn, fróður mjög og gæddur krafti sem flestum okkar er honum kynntust var óskiljan- legur. Hann lagði sig fram við að ná árangri í því sem hann tók sér fyrir hendur. Vinnudagur hans var því oft langur. Með samheldni og miklum dugnaði tókst þeim hjónum á fáeinum árum að koma sér upp húsi hér í Árbænum. Mun- aði þar miklu að Grétar gat fram- kvæmt flestallt sem snerti hús- bygginguna. Sama var á hverju hann snerti, allt lék í höndum hans. í persónulegum samskiptum við fólk gaf Grétar frá sér mikla hlýju og hafði það viðmót til að bera, að þeir sem honum kynntust löðuðust að honum. Þegar maður stendur frammi fyrir því að náinn vinur er horfinn af braut finnur maður til tómleika og vanmáttar sem engin orð fá lýst. Það er og verður óskiljanlegt að slíkir menn þurfi að falla frá, langt um aldur fram. Að leiðarlokum þökkum við Grétari samfylgdina. Minningin um góðan dreng og frábæran vin mun lifa áfram í huga okkar. Eiginkonu, börnum og foreldr- um vottum við innilega samúð. Megi minningin um góðan dreng verða þeim styrkur í söknuði þeirra. Pétur og Jóhanna Það er ekki laust við að manni sé tregt tungu að hræra nú þegar örlögin hafa skyndilega kvatt á braut ungan mann i blóma lífsins. „Eitt sinn skal hver deyja,“ minnir Þórir Jökull okkur á i þekktri vísu ortri á banadægri. Vissulega bera þessi orð vott um skilning þess er mælir, æðruleysi, yfirvegun og óumflýjanlegar stað- reyndir. Hitt er annað mál að okkur gengur oft illa að skila þvi sem skaparinn lánar okkur. Oft finnst manni sem almættinu hafi fatast i verki sinu, og dauðinn tekið þann sem sist skyldi. En við erum ekki spurð. Rökvisi mildar að jafnaði harminn, en tilgangsleysið bland- ar hann oft beiskju. Sameiginleg vegferð i áraraðir getur bundið fólk slíkum böndum væntumþykju, tryggðar og vin- áttu, að þau verða ekki slitin án djúps trega og saknaðar og þeim mun sárari er skilnaðarstundin sem hana ber fyrr að á lífsleiðinni. Mannkosta- og dugnaðardrengur, sem hefur ekki enn náð fertugs aldri þegar kallið kemur, á mörgu ólokið og fer mikils á mis. En þó er sárast að horfa upp á sársauka vina sinna svo vanmáttugur sem maður er. Jón Grétar fær ekki lengur að blómstra áfram í sól og birtu sinna nánustu. Ástvinirnir sem eftir sitja hugga sig þá við minninguna sem er öðrum veru- leika mikilvægari og hana getur enginn tekið frá okkur. Þannig verður hann í minningunni eins og ófölnað vorblóm. Hér verður æviferill Jóns Grét- ars óskarssonar ekki rakinn enda segir hann i rauninni ekki mikið um fjölbreytta hæfileika hans og mannkosti. Mér er enn í fersku minni, þegar Kristín vinkona mín kynnti mig fyrir mannsefninu sínu, það var um vor, ilmur í lofti og allt gró- andi. Það þurfti ekki langan tíma til að komast að því hvern mann Jón Grétar hafði að geyma. Þar var á ferð einstaklega traustur og heilsteyptur maður, hjálpsamur og velviljaður. Ekki má gleyma því, hversu lærdómsríkt var að ræða við hann á fámennum stund- um. Hann var ein af þessum fá- gætu manneskjum, sem eru bjart- ar ytra sem innra og auðga líf þeirra sem eru nærri. Sátt hans við guð og menn var grunnur orða hans. Hann mat ekki samferða- menn sína að ytri gæðum. Hann nam þá af innsæi sálarinnar og þeirri vissu, að neisti almættisins blundar í okkur öllum. Það er ekki nema eðlilegt, að slíkur maður, sem kallaður er burt úr þessum heimi um hásumar lífs síns, frá konu og ungum börnum, sé grátinn. Þá er að muna að án gleði er engin sorg. Þótt við séum nú i miðjum skugga af mikilli birtu, þá er ýmislegt sem okkur ber að þakka fyrir. Jón Grétar lifði það að vera börnum sinum mikill og góður faðir fyrstu árin og ég veit, að þar hafa þau fengið dýrmætt veganesti, sem þau munu búa að allt sitt líf. Hann gaf Krist- inu konu sinni niu hamingjusöm ár og varpaði himnesku ljósi á umhverfi sitt, sem hann gaf okkur hlutdeild í. Þessi orð eru fremur skrifuð af vilja en mætti, þau eru einungis fátækleg kveðja, þegar þögnin hæfir aðstæðum best. Ég votta Kristínu og börnum Jóns Grétars og foreldrum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Frammi fyrir svo mikilli sorg getur maður ekkert annað en beðið um styrk og blessun þeim til handa. Sigríður Ingvarsdóttir í dag kveðjum við vin okkar og skólabróður, Jón Grétar óskars- son. Við bekkjarbræðurnir höfum haldið hópinn frá þvi við útskrif- uðumst úr menntaskóla og höfum haft náin tengsl æ síðan. Hafi ein- hver okkar félaganna hugleitt það, hver félli fyrstur í valinn, hefði Jón Grétar síst komið upp í hug- ann, enda var hann hraustur og vel á sig kominn. Það kom þvi sem reiðarslag þegar fréttist, að Jón Grétar hefði skyndilega veikst og að enginn von væri um bata. Jón Grétar var hógvær maður, en traustur og skemmtilegur fé- lagi. I skóla hafði hann sig lítið í frammi, sinnti sinum eigin áhuga- málum og gerði ekki veður út af smámunum. Þar kynntumst við vel þeirri atorku og dugnaði sem einkenndi Jón Grétar alla tið. Hann tók að sér kvöld- og helgar- vinnu með skólanum og lauk jafn- framt iðnnámi um svipað leyti og hann tók stúdentspróf. í okkar fámenna hóp er nú rofið skarð. Á slíkri stundu koma ýmsar hugrenningar upp i hugann. Minn- ingar um brosmildan félaga og ánægjulegar samverustundir. Vanmáttur gagnvart dauðanum. En ekki síst leitar hugurinn til þeirra, sem stóðu Jóni Grétari miklu nær, fjölskyldu hans, Krist- ínu og börnunum þremur. Um leið og við kveðjum góðan dreng send- um við þeim samúðarkveðjur. Bekkjarbræður úr 6-R, MR 1967 Orðlaus og hljóð var okkar hinzta kveðja, allt var á hvörfum, laufið fauk af grein. Minningin aðeins eftir til að gleðja undarleg, sár og tregahrein. (Úr ljóðinu Kveðja eftir Kára Tryggvason) Sú ánægja sem við urðum að- njótandi í samskiptum okkar við Jón Grétar gleymist seint. Hann var okkur góður vinur og félagi. Við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Nemendur í 2. bekk Fóst- urskóla íslands Það var venjulegur þriðjudagur í byrjun mars, kennsla var í full- um gangi. í hádeginu var sest niður um stund og rætt það sem efst var á baugi. Menn ræddu framtíðina, hvernig sumrinu skyldi varið. Ráðgerð var sameig- inleg ferð á þing lífeðlisfræðinga í Svíþjóð, þar sem nokkur okkar ætluðu að koma niðurstöðum rannsókna sinna á framfæri. Síð- an hélt daglega lifið áfram sinn vanagang. En daginn eftir vantaði einn f okkar hóp. Hann hafði orðið fyrir alvarlegu áfalli og það leit út fyrir að hann ætti ekki afturkvæmt. Sú varð raunin á og Jón Grétar óskarsson lífeðlisfræðingur lést viku síðar, aðeins þrjátiu og sjö ára að aldri. Jón Grétar hóf kennslu- og rannsóknastörf hjá Rannsókna- stofu í lífeðlisfræði 1974. Góðir hæfileikar hans komu strax i ljós og hann varð stofnuninni og sam- starfsmönnum sínum stoð og styrkur. Jón Grétar var að eðlisfari mjög traustur og heilsteyptur maður. Þeim verkefnum sem um hendur hans og huga fóru skilaði hann öllum með miklum sóma. Hann var maður hógvær og vann aldrei verk sin á kostnað annarra, og okkur fannst jafnvel að hann ætti að meta sjálfan sig meir að verð- leikum. Yfirburðir hans lágu í skap- styrk og yfirvegun. Skipulagsgáfa hans og verksvit reyndust sér- staklega vel i þeim rannsóknum stofnunarinnar sem vörðuðu þolmælingar á stórum hópi manna. Aðdáunarverð var lagni hans við að tala við skólabörn og unglinga, og fá þau til að taka þátt i slíkum rannsóknum af áhuga og hrifningu. Eðli sínu samkvæmt var Jón Grétar líka einlægur í samskipt- um við okkur. Við skynjuðum hann sem fastan punkt vegna hlýlegs og traustvekjandi viðmóts og ekki síður vegna langs starfs- tima hans hjá okkar ungu stofnun. Hann hafði óvenjulega hæfileika til að ná sambandi við fólk þannig að því leið vel í návist hans. Yfir honum var jafnan friskur blær at- hafnasemi og græskulausrar gam- ansemi. Jón Grétar og kona hans, Krist- in, áttu mikinn þátt i að skapa það andrúmsloft sem hér hefur rikt; sjálfsagt hefur verið talið að mak- ar taki þátt i félagslifi hjá stofn- uninni og þá oft verið glatt á hjalla. Stórt skarð hefur verið höggvið í okkar hóp, skarð sem við vitum að verður ekki fyllt, en missir fjöl- skyldu Jóns Grétars er sárari og meiri. Við sendum henni okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að henni veitist styrkur til að standast þessa raun. Með ljóðlinum úr kvæði Jakobs Jóh. Smára kveðjum við Jón Grét- ar: Eilifðin bíður bak við draumsins gler og birtu slær á allt, sem jarðneskt er. Samstarfsfólk Rannsóknastofu í lífeölisfræði, Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.