Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 47

Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 47 Dágóð byrjun hjá íslensku þátttakendunum á Húsavík Skák Margeir Pétursson Taflfélagiö á Húsavík heldur upp á 60 ára afmæli sitt med því að halda alþjóðlegt skákmót sem Jó- hann Þórir Jónsson, ritstjóri Skákblaðsins, hefur skipulagt. Þetta er þriðja alþjóðaskákmótið sem Tímaritið Skák gengst fyrir í samvinnu við aðila utan Reykja- víkur. Fyrri mótin tvö voru haldin í Grindavík og á Neskaupstað í fyrra. Mótið á Húsavík er álíka sterkt og hin tvö. Það er í 8. styrk- leikaflokki FIDE sem þýðir að keppendur geta unnið sér inn áfanga að bæði stórmeistara- og alþjóðlegum meistaratitli. I mótinu taka þátt fjórir stórmeistarar, Bandaríkjamenn- irnir Lombardy og Lein, Guð- mundur Sigurjónsson og Helgi Ólafsson, sem vann sér rétt til titilsins daginn áður en Húsa- víkurmótið hófst. Þá eru fjórir alþjóðlegir meistarar með, þeir Jón L. Árnason, Helmers frá Noregi og Bandaríkjamennirnir Zuckerman og Tisdall. Aðrir þátttakendur eru Karl Þorsteins og Sævar Bjarnason, sem báðir eru á meðal okkar þekktustu skákmanna, og Norðlendingarn- ir Pálmi R. Pétursson og Áskell Örn Kárason, sem heyja nú frumraun sína gegn svo öflugri mótstöðu. Til að hljóta áfanga að stór- meistaratitli þarf 8 v., en 6 v. duga til áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Úrslit í fyrstu umferðinni urðu þannig: 1. umferð: Sævar — Áskell 'k — 'k Helgi — Guðmundur fr. Pálmi — Tisdall 0—1 Lein — Helmers 1—0 Karl — Zuckerman 0—1 Jón — Lombardy 'k — 'k Skák stórmeistaranna Helga og Guðmundar var frestað því hinn fyrrnefndi komst ekki í tæka tíð frá mótinu í Kaup- mannahöfn. 2. umferð: Áskell — Lombardy 0—1 Zuckerman — Jón 'k — 'k Helmers — Karl 'k — 'k Tisdall — Lein 0—1 Guðmundur Pálmi 'k — 'k Sævar — Helgi 'k — 'k 3. umferð: Helgi — Áskell 1—0 Pálmi — Sævar 0—1 Lein — Guðmundur 'k — 'k Karl — Tisdall 'k-'k Jón — Helmers 1—0 Lombardy — Zuckerman 'k — 'k Staðan eftir þrjár umferðir: 1. Lein 2'k v. 2.-5. Sævar, Jón, Lombardy og Zuckerman 2 v. 6. Helgi l'k v. og skák frestað, 7. Tisdall 1 'k v. 8. Guðmundur 1 v. og skák frestað, 9. Karl 1 v. 10.—12. Pálmi, Áskell og Helm- ers 'k v. Anatoly Lein fluttist til Bandaríkjanna frá Sovétríkjun- um fyrir rúmum áratug. Hann stendur nú afar vel að vígi eftir að hafa unnið tvo alþjóðlega meistara í fyrstu tveimur um- ferðunum. Lein er afar öflugur skákmaður, en hann er ekki sér- lega vel heima í byrjanafræðun- um og það hefur löngum háð honum. Lein á 49 ára afmæli í dag. íslendingarnir hafa flestir staðið sig með sóma. Helst svíð- ur að Karl skuli hafa tapað fyrir Zuckerman með hvítu í fyrstu umferðinni, því flestir telja að hann ætti að geta náð áfanga í alþjóðatitilinn á mótinu. Áskell Örn Kárason er uppal- inn á Húsavík og hræðilegur af- leikur hans gegn Lombardy olli heimamönnum því sárum von- brigðum. Eftir mikið tímahrak gátu keppendur loks slappað af er tímamörkunum í 40. leik var náð, en í stað þess að taka lífinu með ró lék Áskell herfilega af sér. Svart: Lombardy Hvítt: Áskell 41. Dxd57? Sennilega er 41. Dc3 nákvæm- asti leikurinn í stöðunni og hvít- ur heldur sínu, enda er hann peði yfir, þó svartur hafi virkari stöðu. Eftir það virðist hvorki 41. ... Dg3, 43. Hgl né 42. - d4, 43. Dd3 vera honum skeinuhætt. 41. — Hel+, 42. Hxel — Dxd5, 43. b4 — Dd2, 44. He4 og hvítur gafst upp um leið. Jón L. Árnason varð fyrstur til að vinna útlending: Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Helmers (Noregi) Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — a6 Paulsen-afbrigðið. 5. Bd3 — Rf6, 6. 0-0 — d6, 7. c4 — g6 Friðrik Olafsson átti einna mestan þátt í að gera þetta af- brigði vinsælt fyrir 10 árum, en það hefur ekki reynst nægilega traust til að festa rætur. 8. Rc3 — Bg7, 9. Be3 — 0-0, 10. f3 — Rbd7, 11. b4 — He8, 12. Dd2 — b6,13. Hacl — Bb7,14. Rb3 — d5 Þessi framrás nægir yfirleitt til að jafna taflið í slíkum stöð- um. 15. exd5 — exd5, 16. c5 — bxc5, 17. bxc5 — Re5, 18. Hfel — Dc7, 19. Bfl — Rc4? Lítur vel út, en hvítur á öflugt svar: 20. Rxd5! — Rxd5, 21. Bxc4 — Rxe3, 22. Hxe3 — Hxe3, 23. Dxe3 — Be5, 24. g3 — Bxg3 Biskupaparið veitti svörtum greinilega ekki nægilegt mót- vægi fyrir peðið svo hann leggur allt undir og fórnar manni. Auk þess var Helmers orðinn naumur á tíma. 25. hxg3 — Dxg3+, 26. Kfl — Bxf3, 27. Rd4! Svarta sóknin er ekki eins hættuleg og hún lítur út fyrir að vera og Jón teflir vörnina af ör- ynK'. 27. — Dg2+, 28. Kel — Bc6, 29. Rxc6 — Dxc6, 30. De7 — Dhl+, 31. Kd2 — Dh2+, 32. Kc3 — Dg3+, 33. Kb2 — Df2+, 34. Kbl — Hb8+, 35. Bb3 — Df5+, 36. Hc2 — a5, 37. c6 — a4, 38. c7 — Hxb3+, 39. axb3 — axb3, 40. c8=D+ gefið. Aflabrögð í Vestfirðingafjórðungi f febrúar: Afli góður en verkfall setti strik í reikninginn Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi yfirlit um aflabrögð í Vest- fírðingafjórðungi frá skrifstofu Fiskifélags íslands á ísafirði: Suúureyri: Elín Þorbjarnardóttir tv. 140,6 3 Ingimar Magnússon 42,9 8 l*orlákur Helgi 34,2 4 Heildaraflinn í mánuðinum var 488 lestir, en var 932 lestir á sama tíma í fyrra. Er heildaraflinn frá byrjun vertíðar í haust þá orðinn 1.670 lestir, en í fyrra var aflinn orðinn 2.901 lest á sama tíma. 1 febrúar stunduðu 55 bátar frá Vestfjörðum rækjuveiðar á inn- Lestir Bátar Arnarfjörður 91 8 ísafjarðardjúp 105 32 Húnafíói 228 15 424 55 fjörðum, en í fyrra voru 56 bátar að veiðum á sama tíma. Aflinn í febrúar skiptist þannig eftir veiðisvæðum: Alls Lestir Bátar Alls 130 60 9 257 729 641 34 1.837 811 231 13 807 1.670 932 56 2.901 Tvö skip stunduðu rækjuveiðar á djúpslóð í febrúar, Sólrún frá Bol- ungarvík, sem landaði 14 lestum og Hafþór frá ísafirði, sem land- aði 50 lestum. Afli var góður á Vestfjarðamið- um í febrúar, bæði hjá bátum og togurum, en vegna verkfalls yfir- manna hættu bátarnir róðrum eftir 18. febrúar og skömmu síðar hættu einnig flestir togararnir. í febrúar stunduðu 14 (13) tog- arar og 20 (15) bátar botnfisk- veiðar frá Vestfjörðum, og réru bátarnir allir með línu. Heildar- aflinn í mánuðinum var 4.411 lest- ir, og er aflinn frá áramótum þá orðinn 10.449 lestir. í fyrra var aflinn í febrúar 5.584 lestir og afl- inn frá áramótum var þá orðinn 10.028 lestir. Aflahæsti línubáturinn í mán- uðinum var Patrekur frá Pat- reksfirði með 166,6 lestir í 16 lögn- um, en hann var einnig aflahæstur í febrúar á seinasta ári, þá með 185,9 lesteir í 22 lögnum. Sléttanes frá Þingeyri var nú aflahæst tog- aranna með 261,4 lestir, en í fyrra var Páll Pálsson frá Hnífsdal afla- hæstur í febrúar með 407,4 lestir. Aflinn í einstökum verstöðvum: Patreksfjördur: Lestir í feróum Sigurey tv. 162,0 3 Patrekur 166,6 16 Vestri 144,7 16 Jón l*óróarson 130,9 15 hrymur 117,7 15 Brimnes 41,0 8 Tálknafjöróur Tálknfiróingur tv. 196,1 3 María Júlía l/n 98,6 8 Geir KE 67 47,3 8 Bíldurdalur: Solvi Bjarnason 1». 180,6 3 hingeyri Sléttanes tv. 261,4 3 FramncN tv. 254,9 3 Flateyri: Sif 68,8 12 Áageir Torfason 61,1 13 Bohingavilt: Dagrún tv. 162,9 3 Hciórún tv. 110,8 3 Fhxn 130,0 14 llugrún 96,9 13 Kristján 58,5 16 Páll Helgi n. 41,7 16 ísafjöróur: (•uóbjörg tv. 244,2 2 Páll Pálsson tv. 221,0 4 (■uóbjaKur tv. 1704 2 Júlíus (íeirmundss. tv. 35,5 1 Orri 128,3 13 Víkingur III 100,8 11 (■uóný 80,9 12 SúAavík: Bessi tv. 257,0 4 llólmavík: Marz 36,9 8 Framanritaðar aflatölur eru miðaðar við slægðan fisk hjá tog- urum, en óslægðan fisk hjá bátum. Aflinn í einstökum verstöðvum í febrúar 1985 1984 lcstir lestir Patreksfjöróur 795 (816) TálknafjörAur 353 (461) Bfldudalur 203 (69) Þingcyri 593 (568) Klateyri 134 (424) Suóureyri 244 (249) Bolungavík £49 (889) ísafjörAur 1.108 (1.783) Súóavík 295 (325) Hólmavík 37 (0) 4.411 (5.584) Janúar 6.038 (4.444) 10.449 (10.028) Rækjuveiðar Rækjuveiðar voru stundaðar í Arnarfirði og Húnaflóa allan mánuðin, en í Isafjarðardjúpi voru veiðar bannaðar, þar til síðustu daga mánaðarins, en þá voru veið- ar leyfðar á ný. Ármúla 8 — 108 Reykjavík Sími (91) 19294

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.