Morgunblaðið - 19.03.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 19.03.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 55 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Foreldrum gert mis- hátt undir höfði BréfriUri telur það rangt að hjón eigi einungis aðgang að um 10% dagheim- ilisrýma auk þess sem einstæðir foreldrar greiði mun minna fyrir dagvist en hjón. Móðir hringdi: f sjónvarpsþætti sl. þriðju- dagskvöld voru m.a. rædd dagvist- unarmál í Reykjavík. Þar spurði fulltrúi Kvennalista borgarstjóra hvort hann væri ekki sammála sér um að það væri þjóðhagslegra ha- gkvæmara að leggja höfuðáherslu á heilsdagsrými barnaheimila þar sem að þeir nýttu sér hálfsdagsr- ými væru hvort sem er heima og gætu gætt barna sinna sjálfir. Borgarstjóri var ekki sammála þessu og það er ég ekki heldur. Hvernig er það, eiga einstæð for- eldri ein rétt á barnaheimilum hér? Hvað greiða þau í dagvistun- argjöld, 2.400 krónur. Þeir hafa forgang að dagheimilum en við hin, sem kjósum að búa í hjónab- andi, greiðum 3.600 krónur og eig- um aðgang að 10% dagheimilisr- ýma, þangað til börnin eru orðin þrigja ára. Þar að auki megum við iðulega bíða eftir leikskólarými þar til barnið er komi langt á fjórða ár. Það er mikill misskilningur að öll dagheimilisbörn eigi foreldra sem séu heima og þurfi ekki á gæslu að halda fyrir börnin. Mikill meirihluti mæðra þeirra starfar utan heimilis þann tíma dagsins sem börnin, eldri sem yngri, sækja skóla, 4—5 tíma á dag. Mig langar að beina nokkrum spurningum til fulltrúa Kvennalista: Er vinna þessara kvenna ekki þjóðhagslega hagkvæm? Hverjir greiða skatt- ana sem þessi barnaheimili eru byggð fyrir? Hver er réttur barns- ins, eiga ekki öll börn rétt á að nýta sér þá þjónustu sem þarna er veitt og fá að taka þátt í leik og starfi leikskólanna, sem flestir eru sammála um að sé hverju barni holl og nauðsynleg? Að lokum langar mig að þakka Davíð Oddssyni, borgarstjóra, fyrir hans þátt í þessum umræð- um. Ég dáðist að stillingu hans og þolinmæði gagnvart sumum fyrir- spyrjendunum, það var engu lík- ara en að þeir vissu ekki hvað mannasiðir eru. Sanngirni á báða bóga Þessar linur eru skrifaðar 8. mars 1985 þegar rokkviður og regn dynja á gluggarúðunum. Mikið er ég fegin að eiga þak yfir höfuðið. Ég finn hvernig öryggiskenndin streymir um mig. Þakklæti til Skaparans er ríkt þessa stundina, ég segi þessa stundina, því oft er grunnt á þakklætinu til Guðs og manna. Nú beinist þakklæti mitt til höfundar lífsins, aðallega fyrir þetta góða tíðarfar undanfarna mánuði. Veturinn hefur sem sagt farið í verkfall án þess þó að gera nokkra tilraun til kröfugerða. Hann brýtur heldur engin lög, vegna þess að hann ber virðingu fyrir yfirboðara sínum, honum sem raðar niður tíð og tímum. Það er meira en hægt er að segja um okkur mennina. menn lægju afvelta 1 vitlausu veðri, þar gilda líka lögmál, þ.e. hæfni til að standa við erfiðar að- stæður, fyrir háa sem lága, kven- fólk sem karlmenn. Hringt án árangurs Jóhanna Þorstcinsdóttir, Esp- igerði 4, hringdi: Um síðustu helgi vorum við samankomnir nokkrir vinir og ætluðum að panta miðnætursnarl í Smiðjukaffi. Ég hringdi árang- urslaust á hátt á þriðja klukku- tíma og þá sjaldan er svarað var kom drukkinn maður í símann sem greinilega var að skemmta sér á skemmtistaðnum Ypsilon, en hann og Smiðjukaffi eru með sama síma. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég reyni að nýta mér þjónustu Smiðjukaffis í gegnum síma og alltaf hefur það farið á sama veg, þ.e. að ekki næst samband. Er ekki vert að taka það til at- hugunar að hafa sitt hvorn sím- ann á þessum tveimur stöðum og koma því þannig fyrir að maður nái sambandi við matsölustaðinn? Við viljum helst fara okkar eig- in leiðir og eftir okkar eigin lögum eða bara hafa engin lög. Við heimtum og heimtum. Það er nú ekki eins og að ausa súpu á disk að leysa allar þessar kröfuflækjur! Ég held að okkur væri hollt að hugsa til forfeðra og mæðra okkar, sem urðu að berjast áfram algjörlega með eigin kröftum og fannst sómi að því að vera nægju- söm, byrja með lítið, en vinna sig upp til þess að verða bjargálna. Hve margir skyldu hafa byrjað búskap í einu herbergi og eldhús- króki eða aðgangi að eldhúsi og vegnað vel? Þetta mátti nú reynd- ar breytast til bóta og ég vil sam- gleðjast þeim sem geta búið vel um sig og sína í upphafi. Svo ekki meira um það. Það eru gerðar kröfur. Þær elta hver aðra í öllum mögulegum myndum. Sjálfsagt er rétt og skylt að greiða úr vanda náungans ef hann er illa staddur og krafan er réttlætanleg. Óréttlæti er öllum hugsandi mönnum þyrnir í aug- um. Ritningin segir: „f þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera." Hún segir líka að við eigum að sýna þeim virðingu sem virðing ber. Virðing. Hugtakið sem þetta orð byggist á er hundsað á mörg- um sviðum. Ef við bærum meiri virðingu hvert fyrir öðru væri öðru vísi í samskiptum manna á meðal. Ég hugsa til þeirra sem við höfum valið til þess að stjórna þjóðarskútunni. Þeir fá stundum engan frið til þess að greiða úr málefnaflækjunum sem að þeim berast. Yrði ekki affarasælla að mætast á miðri leið með sann- girni, virðingu og trausti í stað þess að leggja stein í götuna og hindra þannig meðferð mála til lausnar. Kröfur eru oft réttlætan- legar og nauðsynlegar en það er ekki sama hvernig á málum er haldið. Sanngirni verður að gæta á báða bóga með virðingu og drenglyndi. Þegar mér finnst ódrengilega vegið að þeim sem völdin hafa og sem vilja áreiðan- lega gera sitt besta fyrir Iand og lýð frá hvaða stjórnmálaflokki sem þeir koma, dettur mér oft í hug vísan sem ég lærði fyrir löngu. Ekki er hollt að hafa ból hefðar uppá Jökulstindi, af því þar er ekkert skjól úti, fyrir frosti, snjó og vindi. Lífsreynd kona FlipnFile FYRIR DISKLINGA OG SNÆLDUR Fæst einnig: Bókabúö Braga, Laugav. 118 v/Hlemm. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verö. Steinull — glerull — hólkar. Armula 16 sími 38640 Þ. NRGRÍMSSON &C0 ÞJÓNUSTA MEÐm^ Við höfum ávallt Kapphostað að veita MAZDA e endum sem fjölbreyttasta og besta þjónusti verkstaeði ohhar. Fullhominn tækjakostur þrautþjálfaðir starfemenn okkar gera okkur kle að veita ábyrgð á allri verkstæðisþjónustu. bílaverkstæði geta nú veitt fjölþættari þjónusi © Almennar mótor- og gírkassaviðgerðir © Reglubundnar skoðanir...................... © Vélastillingar ............................ © Mjólastillingar ........................... © Púströraviðgerðir ......................... \6 / Boddíviðgerðir ......................... wj 5lípun á hemiadiskum (allar tegundi bifreiða).......................... © Smurþjónusta Ljósastillingar . Ö) Ásetning á silsalistum og grjótgrindum................. Upphækkanir ........... (l2) Og það nýjasta hjá okkur: Framrúðuviðgerðir á öllum gerðum bifreii meðan beðið er. MAZDA eigendur: Látið okkur annast skoðanir viðhald bílsins, það margborgar sig. BÍLABORG HF. Smiöshöfða 23 sími812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.