Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 60
áeila
HL DAGIEGRA NOTA
OfÚZ ÍO.CO-CO-IO
ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Isafjörður:
Stefnir í verk-
fall sjómanna
ÚTLITIÐ er svart hvað snertir sættir í kjaradeilu útvegs-
manna og sjómanna á ísafirði og þungt hljóðið í forsvars-
mönnum samningsaðilanna er Morgunblaðið ræddi við þá í
gær. Árangurslaus samningafundur var í kjaradeilunni á
laugardag og engin nýr samningafundur boðaður, en verkfall
skellur á á miðnætti á miðvikudag, hafí samningar ekki
tekist. Samið hefur verið við sjómenn annars staðar á landinu
en á Vestfjörðum, en sjómenn á ísafírði hafa einir Vestfírð-
inga sett fram kröfugerð, þó félög sjómanna í öðrum plássum
hafí sagt upp samningum.
„Þetta eru miklu hærri kröfur
en sjómenn annars staðar hafa
fengið fram,“ sagði Guðmundur
Guðmundsson, formaður Útgerð-
armannafélags Vestfjarða í sam-
tali við Mbl. „Þeim hefur staðið
til boða sömu samningar og ann-
ars staðar hefur samist um á
landinu. Þeir vilja meira og því er
allt strand."
Rúnar Grímsson, varaformað-
ur verkalýðs- og sjómannafélags-
ins Baldurs á Isafirði kvað meg-
inkröfur sjómanna vera starfs-
aldurshækkanir og leiðréttingar
til handa línusjómönnum á Isa-
firði. Starfsaldurshækkunum,
sem þeir hefðu haldið að ætti
vera ein af meginkröfunum í sjó-
mannasamningunum hefði verið
ýtt út af borðinu, en hins vegar
væri vitað mál að að þessu hlyti
að koma. Það væri undarlegt ef
sjómenn einir verkseljenda á ís-
landi ættu ekki að njóta starfs-
aldurshækkana, sem þeir gerðu
kröfu um að kæmi á kauptrygg-
ingu, en ekki á hlut, eins og
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ héldi fram í Mbl. á föstudag.
Sjómennsku þyrfti að læra eins
og annað og mætti að minnsta
kosti meta til 4ra ára iðnnáms.
„Við erum búnir að slá mikið af
og breyta okkar kröfum, en kom-
ið fyrir ekki. Þeir hafa boðið
okkur, það sem samdist um ann-
ars staðar, en við höfum sérkröf-
ur sem þurfa að ræðast og má
örugglega komast að niðurstöðu
um, séu málin rædd. Það hefur
bara ekki væri neinn samnings-
vilja að finna hjá útvegsmönnum.
Það þarf tvo til að samningar
takist. Við semjum ekki nema
þeir tali við okkur,“ sagði Rúnar.
Guðmundur kvaðst ekki geta
metið það nákvæmlega í tölum
hve kröfur sjómanna væru mikl-
ar, en það væri útilokað að út-
vegsmannafélag Vestfjarða
myndi fallast á hærri kröfur en
annars staðar hefði samist um.
„Útlitið er mjög svart og ekki
hægt að sjá það í dag að það séu
neinar líkur á samkomulagi, því
miður,“ sagði Guðmundur að lok-
um.
„Ég vona auðvitað að samning-
ar náist án þess að til verkfalls
komi, en er ekki bjartsýnn á það.
Það virðist vera svo í kjarabar-
áttu hér á landi, að það sé útilok-
að fyrir launþega að ná fram
kjarabótum öðru vísi en að fara í
verkfall og þá er rokið upp til
handa og fóta. Mitt mat er hins
vegar það að það mætti ná sam-
an, ef það væri einhver vilji til
þess,“ sagði Rúnar að lokum.
Haukasigur í „Ljónagryfjunni“
ívar Webster og félagar hans í Haukum sigruðu fslandsmeistara Njarð-
víkinga í „Ljónagryfjunni" í Njarðvík í gærkvöldi, 87:80, í fyrsta eða
fyrri úrslitaleik liðanna um íslandsmeistaratitilinn. Hér skorar Webst-
er eina af körfum sínum. Sjá nánar á íþróttasíðu á bls. B12.
Þjófnaður
úr herbergjum
á Loftleiðum
FJARMUNIR hafa horfið úr bót-
elherbergjum á Hótel Loftleiðum
að undanförnu. Grunur leikur á að
sá, sem valdur er af þjófnaðinum
hafi komizt yfír svokallaðan höf-
uðlykil, þ.e. lykil, sem gengur að
öllum dyrum hússins, því að engin
ummerki voru um innbrot.
Málið var á laugardag kært til
Rannsóknalögreglu ríkisins,
sem unnið hefur að rannsókn
málsins yfir helgina, en sam-
kvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins mun málið enn óupp-
lýst.
Sérstök vakt var sett í hótelið
um helgina eftir að grunur
vaknaði um að þjófur með lykil
gengi laus í hótelinu.
Peningar hurfu einungis úr 5
eða 6 herbergjum. Þjófurinn
mun ekki hafa tekið mikla fjár-
muni úr hverju herbergi, en
málið fór að verða grunsamlegt,
er gestir hótelsins fóru að
kvarta við hótelstjórnina um
hvarf fjármuna.
Samninganefnd rfldsins:
Kennurum hefur verið
boðin 30 % launahækkun
— Grunnskólakennarar leggja niður störf í dag
SAMNINGANEFND ríkisins hefur boðið Hinu íslenska kennarafélagi 30%
launahækkun, það er um 10%hiekkun umfram aðra ríkisstarfsmenn, að því
er fram keraur f fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. „Með því að
bjóða HÍK 10% hækkun umfram það sem aðrir kunna að fá, hefur kennurum
í HÍK verið tryggð yfir 30% launahækkun frá síðasta hausti á meðan aðrir
launþegar hafa samið um rúmlega 20% hækkun. Allir hljóta að sjá, að lengra
er ekki hægt að ganga í þessu efni gagnvart öðrum opinberum starfsmönnum
á hinum almenna vinnumarkaði,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu
fjármálaráðuneytisins. Ennfremur segir, að ekki hafi verið ágreiningur innan
ríkisstjórnarinnar um meðferð þessa máls.
Allir grunnskólar á Stór-
Reykjavíkursvæðinu verða lokaðir
í dag og vilja kennarar með því
sýna samstöðu við kennara í Hinu
íslenska kennarafélagi. Ætla
grunnskólakennarar að nota dag-
inn til að funda um stöðu skóla-
mála og munu kennarar á lands-
byggðinni margir fara að dæmi
þeirra, t.d. á Akranesi og á Akur-
eyri.
Fræðsluráð Reykjavíkur hélt
fund í gær og lýsti áhyggjum sín-
um yfir því að niðurfelling
kennslu sé notuð sem vopn í kjara-
baráttu og beinir því til samtaka
kennara að slíkt verði ekki gert.
Ragnhildur Helgadóttir,
menntamálaráðherra, hélt fund
með skólameisturum fram-
haldsskóla í gær. Hún kvað meg-
inefni fundarins hafa verið að
ræða hugsanlegar neyðarráðstaf-
anir til að aðstoða þá nemendur.
sem verði að lesa utanskóla því
kennarar þeirra mæti ekki til
starfa. Að sögn menntamálaráð-
herra sneru færri kennarar til
starfa í gær en búist var við.
Sjá nánar á bls 4.
Skinnauppboð í Kaupmannahöfn:
Heldur lægra verð
en var í febrúar
SÍÐASTLIÐINN fóstudag fór fram
uppboð á loóskinnum f Kaupmanna-
höfn.
Að sögn Jóns Ragnars Björnsson-
ar hjá Félagi íslenskra loðdýra-
ræktenda fékkst nokkuð lægra verð
fyrir skinnin en á febrúaruppboð-
Tillaga á ríkisstjómarfundi í dag:
Bindiskylda
sparisjóða
— Lánastofnanir fjármagni sjálfar afurðalán til innlendra framleiðsluatvinnuvega
banka og
úr 28 % í 18 %
RÍKINSTJÓRNIN fjallar á fundi
NÍnum árdegis, samkvæmt heimild-
um Mbl., um hugmyndir Seðlabanka
íslands að breyttu fyrirkomulagi af-
urðalána og bindiákyldu innlána-
stofnana við Seðlabankann, sem
bankinn hefur unnið að allt frá því á
síðasta ári að ósk viðskíptaráðherra,
Matthíasar Á. Mathiesen. Tillögur
bankans gera ráð fyrir lækkun
bindiskyldu lánastofnana við Seðla-
bankann úr 28% ( 18%. Á móti er
gert ráð fyrir að bankastofnanir taki
sjálfar á sig fjármögnun á afurðalán-
um til innlendra framleiðsluatvinnu-
vega, sem Seðlabankinn hefur end-
urlánað til af ofangreindu bindifé.
Tillögur um lækkun bindiskyldu
lágu fyrst fyrir í Seðlabankanum
um mánaðamótin október/nóv-
ember sl. og var þá ætlunin að þær
kæmu til framkvæmda 21. des-
ember sl. Undir árslok komu fram
hörð mótmæli og áætlun þess efn-
is, að nýju reglurnar tækju siðan
gildi 21. janúar runnu ennfremur
út í sandinn. Tillögurnar eru f
samræmi við stefnuyfirlýsingu
núverandi ríkisstjórnar.
inu, en að þrátt fyrir það hafi verð-
ið verið prýðilega gott.
Af islenskum skinnum voru boðin
upp 37.743 blárefaskinn af betri
flokki. 91% skinnanna seldust og
var meðalverð 1.897 ísl. kr. (539
d.kr.) Það samsvarar um 4% lækk-
un frá því á febrúaruppboðinu.
Boðin voru upp 19.422 skinn af
undirtegundum blárefs og seldust
um 95% þeirra. Meðalverð var 1.436
ísl. kr. (408 d.kr.) og er það um 1%
hækkun.
Af tegundinni Shadow, eða
skuggaref, voru 18.643 skinn boðin
upp og seldist um 51%. Meðalverð
er um 9% lægra en á síðasta upp-
boði, eða 2.140 krónur (608 d.kr.).
Fyrir undirtegundir af skuggaref
fengust 1.517 ísl. kr. (431 d.kr.) og er
það um 4% lækkun. Alls seldust
75% af þeim 4.333 skinnum sem
voru boðin upp.
Silfurrefaskinnin seldust öll,
samtals 2.999, á 5.705 isl. kr. (1.507
d.kr.) hvert skinn.
Minkaskinn seldust i stórum stil
á t.ððu verði. Boðnar voru upp tæp-
ar tvær milljónir skinna og seldist
svo til hvert einasta þeirra á allt að
1.400 isl. kr. (400 d.kr.) hvert.