Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 B 27 V 1 Óskarsverdlaunahifinii f ár, Sally Field, sýnir hvere hún er megnug í aðalhlutverkinu f f fylgsnum hjart- ans. (Stjörnubíó). sem leigjanda. Því hinn blindi Wills, stríðshetja úr fyrra stríði, er einfaldlega niðursetningur, hornreka á erfiðum tfmum. Með erfitt hlutverk hans fer óþekktur leikari, John Malkovich, með mikl- um ágætum. Reyndar fer hann einnig með hlutverk f Vígvöllunum, algjöra andstæðu, en skilar þvf af jafn mikilli prýði. Tvenn önnur hjón koma talsvert til sögunnar. Systir Field, sem rekur hárgreiðslustofu f þorpinu, maður hennar, (vel leikinn af Ed Harris, The Right Stuff), glaumgosi sem heldur við konu vinar síns. Hliðarsaga sem þéttir myndefnið og gefur áhorfandanum heil- steyptari mynd af lífi sveitafólks í kreppunni í því mikla fylki, Texas. En fyrst og fremst er það Sally Field sem ber f fylgsnum hjartans uppi með óvenju tjáningaríkum leik. Hann þarf þó ekki að koma á óvart, því hlutverkið er ekki svo fjarri þeim bestu sem hún hefur skilað, eins og Norma Rae og Sybil. Og ekki verður horfið svo frá leikhópnum að ekki sé getið hinna ungu leikara í hlutverkum barna Fields, Yankton Hatten og Gennie James. Bæði standa sig með prýði og láta vel að stjórn. Ytra borðið er heilsteypt og vandað, svo sem hæfir Benton, sem er þó enn betri stjórnandi leikara, og Nestor Almendros, sem hér vinnur listilega úr blæbrigð- um suðursins, jafnvel svo að minnir á stemmninguna f lista- verki hans, Days of Heaven. Eitt atriði er þó raunalega ólánlegt og verður fyrst og fremst að skrifast á leikstjórann: fellibylurinn með frámunalega klaufalegum tökum og sviðsetningum. En í heildina er í fylgsnum hjart- ans engin meðalmynd, frekar en nokkur fyrri mynda Bentons. Hún er failegur óður um manneskjur sem rétta úr sér og víkja hvergi þegar á reynir, og manni þykir vænt um í minningunni. MARAZZI ítölsk fágun MARAZZI eru stærstu flísaframleiðendur á Ítalíu, og í fararbroddi þróunar flísagerðar í heiminum. Nú bjóða þeir nýja gerð flísa — MARLIT — sem sameinar helstu kosti allra flísategunda á markaðinum. Meðal fjölmargra eigin- leika MARLIT flísanna má nefna: • Gegnheilar (massífar). • Enginn glerungur, öldótt yfirborð, stamar en þó auðveldar að halda hreinum. • Hámarks þéttleiki — lágmarks vatnsdrægni. • Frostheldnar — til notkunar jafnt utan- húss sem innan. • Fást bæði sem tröppu- og sökkulflísar. • Auðveldur frágangur. • Gráyrjóttar, drapplitar og Ijósbeige. • Allar stærðir jafnþykkar, 10x20, 20x20, 20x30, 30x30 cm. • Níðsterkar, gullfallegar á mjög hagstædu verði. Söluaðtlar MARAZZI flísa eru: Nýborg hf., Ármúla 23, Reykjavík Arnarfell sf., Espigrund 4, Akranesi Droplnn, Hafnargötu 90, Keflavík Miöstööln, Faxastfg 26, Vestmannaeyjum Norðurfell, Kaupangi, Akureyri Raftæknl, Óseyri 6, Akureyri S.G. Búöln, Eyrarvegi 37, Selfossi Trésmiöja Daniels Kristjánssonar, Skeiði, fsafirði. Trésmiöjan Borg, Ketilsbraut 7, Húsavík w MARAZZI TlMABÆR Sendum allan föstudaginn langa Öll kvöld og nætur yfir páskana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.