Morgunblaðið - 04.04.1985, Qupperneq 46
46 B
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985
félk í
fréttum
rsir,
Delon litli
girðir niður
um sig
Hann gengur langt, áhuginn á
því hvernig frægt fólk klæðir
sig og lifir lífinu. Gárungar spyrja
stundum algera sérfræðinga í
frægu fólki hvernig nærfötum það
gangi í og gera þannig gys að sér-
fræðingunum. En eftir að hafa
skoðað meðfylgjandi mynd ættu
allir að geta talist sérfræðingar í
nærfatatísku Anthonys Delon,
syni leikarans fræga Alains Del-
on. Anthony hinn ungi er gleði- og
söngmaður mikill eins og sam-
kvæmisfólki er gjarnan lýst á ís-
lenskri tungu og finnst afar gam-
an að láta á sér bera. Þess vegna
var hann til í að girða niður um
sig fyrir alla sem berja vildu dýrð-
ina augum, þar með töldum ljós-
myndaranum. Af svipbrigðum
kvennanna, vakti uppátæki
glaumgosans unga mikla kát-
ínu...
Tanni kemst
allra sinna ferða
- segir Sveinn Sigurbjarnarson frá Eskifirði
EskifírAi, 1. mpríl.
SVEINN Sigurbjarnason frá Eski-
firði, þaulvanur jökla- og fjallabíl-
stjóri var einn þeirra manna sem
lögðu hart að sér við leit að Akur-
eyringunum þremur, sem lentu í
órörum á Vatnajökli nú um helg-
ina. „Ég kom inn í þetta þannig að
björgunarsveitarmenn á Egilsstöð-
um höfðu samband við mig um
klukkan tvö aðfaranótt laugar-
dags,“ sagði Sveinn er fréttaritari
Morgunblaðsins hafði samband
við hann eftir björgunina.
„Ég hófst þá þegar handa við
að útbúa mig og snjóbílinn til
fararinnar og vorum við komnir
af stað með Tanna á vörubíl um
klukkan fjögur. Bíllinn er mjög
vel útbúinn til jöklaferða. Hann
er með loran-tækjum og snjó-
tönn og kemst þvi flestra sinna
ferða. Eftir að hafa hitt Egils-
staðamenn héldum við af stað og
var keyrt að Grenisöldu á
Fljótsdalsheiði á vörubílunum,
en þaðan er um 90 kílómetra
bein loftlína á staðinn þar sem
þremenningarnir voru. Telst
mér til að við höfum ekið um 120
kílómetra frá Grenisöldu að
staðnum, sem þeir voru á. Við
vorum á tveimur snjóbíium.
Veðrið var slæmt og við sáum
varla handa okkar skil þegar á
jökulinn var komið. Var keyrt
eftir loran-tækjunum. Okkur
gekk vel að finna mennina utan
þess, að við misstum einu sinni
loran-merkið og þurftum því að
fara til baka suður á jökulinn,
fjær Kverkfjöllum, til að freista
þess að fá rétt merki svo loran-
tækið ynni rétt. Eftir að við náð-
um merkinu keyrðum við í um
einn tíma að staðnum. Þá sáum
við fyrsta blysið frá þeim í um
600 til 800 metra fjarlægð frá
okkur. Þá vorum við farnir að
sjá út úr skafrenningnum og
einnig betur frá okkur en verið
hafði fram að því. Þeir skutu síð-
an upp þremur öðrum blysum
þar til við fundum þá.
Þeir voru vel haldnir og einnig
sá sem í sprungunni var. Þeir
sem voru á sprungubarminum
höfðu reist tjald og hlaðið snjó-
hús utan um það. Þeir voru vel
útbúnir og væsti ekki um þá. Sá
sem fallið hafði í sprunguna var
ómeiddur og gat gengið um niðri
í sprungunni, og klifraði meðal
annars 10 metra upp eftir henni
á syllu sem þar var. Þá fékk
hann næga fæðu frá félögum
sínum. Hann kvartaði einna
helst yfir því að þarna undir
virtist vera jarðhiti og þar var
því mjög rakt. Einn okkar fór
niður til hans í öryggisskyni og
til að fylgjast með að hann færi
rétt í sigbeltið og síðan náðum
við honum upp. Var þá liðinn um
klukkutími frá því við hittum þá.
Það liðu um fimm tímar frá
því við komum að jöklinum og
þar til við fundum mennina.
Þegar þessu var lokið hófum við
leit að Bandaríkjamönnunum,
sem lent höfðu á jöklinum og
leituðum í um fimm stundar-
fjórðunga eða þar til við fengum
fyrirmæli frá stjórnstöð um að
halda ofan af jöklinum. Þegar ég
hugsa til baka finnst mér að
þann lærdóm megi draga af
þessari leit, að þar sem vitað var
að mennirnir voru ekki í hættu
og óslasaðir, með góðan útbúnað
og búnir að láta vita af högum
sínum og að þá vantaði sigvað og
festingar, fannst mér ekki
ástæða til að gera eins mikið
veður út af þessu eins og gert
var. Ég tel að nægjanlegt hefði
verið að senda velbúinn leiðang-
ur, búinn loran-tækjum, sem er
algert skilyrði til ferða í snjóbyl
á jökli og í dimmu, auk aðstoðar
flugvélar til að staðsetja menn-
ina.
Þá finnst mér fréttaflutningur
sumra fjölmiðla ganga algjör-
lega út í öfgar og lýsir sér best í
þessu tilfelli þegar það kom
fram í ákveðnum fjölmiðli, að
maðurinn væri fastur í sprung-
unni og óvíst væri að hann lifði
af aðra nótt. Slíkar fréttir eru
verri en engar og til þess eins
fallnar að auka á áhyggjur ætt-
ingja og vina sem heima sitja,"
sagði Sveinn. Aðspurður sagði
hann, að í svona ferðum fyndi
hann ekki til þreytu á meðan á
aðgerðum stæði en er þeim lyki
væri vel þegið að leggja sig, en
það gat Sveinn gert um miðnætti
á sunnudagskvöldið og hafði
hann þá vakað i 58 tíma stans-
laust. Sveinn lét það þó ekki
aftra sér frá að mæta til vinnu
klukkan hálf átta í morgun og
var hann farinn að undirbúa
næstu fjallaferð, sem er páska-
ferð á öræfi og jökla núna í vik-
unni. — Ævar
Þá var öldin önnur er Díana
prinsessa var leigukokkur
Ung stúlka að nafni Sophie
Kimbali greindi nýlega frá
því í viðtali við enskt vikublað,
hvernig hún og Díana prinsessa af
Wales unnu saman sem leigukokk-
ar á táningsárum sínum. Frú
Kimball er enn í dag einn besti
vinur prinsessunnar og þessir dag-
ar eru síður en svo eitthvað sem
Díana óskar eftir að liggi í láginni
enda saklaus sumarvinna meðan
þær stöllur bjuggu saman í lítilli
íbúð og reyndu að hafa ofan af
fyrir sér.
Sophie var I Eggelston Hall-
matreiðsluskólanum og þegar hún
hafði útskrifast réðu þær sig hjá
„Lumleys", sem er eitt virtasta
leigukokkafyrirtæki Bretlands.
„Við lentum í ýmsum ævintýrum,"
segir Sophie og lætur þess getið,
að Dí sé afbragðs kokkur og mjög
nýstárlegur og frumlegur. „Stund-
um urðu vandræði við matargerð,
þetta voru oft erfið verkefni,
matseld fyrir fjölmennar veislur,
en ég þekkti enga sem var jafn
klók að koma sér út úr svoleiðis
klípum og Díana, hún hafði ráð
undir rifi hverju ef eitthvað fór
úrskeiðis í matartilbúningnum.
Góðir kokkar verða að geta
smakkað á matnum sem þeir laga
og fundið ef allt er ekki í stakasta
lagi. Sophie segir: „Di hafði gott
lag á þessu, hún er mikil matkona,
nýtur matarins og ekki einungis
dýrindisréttanna, hún hefur átt
það til að senda eftir hamborgur-
um og frönskum á næsta Mac-
Donalds, ef til vill minnir það
hana á gömlu góðu dagana er við
unnum saman sem leigukokkar,"
segir Sophie ...
, i. » 1111
—i graH 1 Mii /ÉaámmM r
MorgunblaöiA/Einar Kristinssou
Félagar úr Flugbjörgunarsveitinni á Helhi sem fóru á Vatnajökul Frá
vinstri: Óskar Jónsson, Nói Sigurðsson. Sighvatur Sveinbjörnsson, Erl-
ingur Gíslason, Karl Bergmann, Þröstur Jónsson. Kristinn Bergsson og
Gunnar Bragason.
Sáum ekkert frá
okkurá
„VIÐ fórum í startholurnar um
ellefuleytið á föstudagskvöldið
og fórum þá i Sigöídu þar sem
við biðum eftir björgunarsveit-
um frá Reykjavík," sagði Gunn-
ar Bragason, félagi í Flugbjörg-
unarsveitinni á Hellu, sem tók
þátt í leitinni á Vatnajökli um
helgina.
„Veðrið var ekkí svo slæmt
þegar við lögðum upp þá um
nóttina, vel ratljóst, tunglskir
og heiður himinn. í Jökulheim-
um var einnig ágætt skyggni og
við héldum áfram í skálann við
Grímsvötn. Á þeirri leið fór
veðrið versnandi og þar fór að
skafa. Við vorum um fimm tíma
frá Jökulheimum að Gríms-
vatnaskálanum, en venjan er að
fara þessa leið á tveimur tímum.
Veðrið var þá orðið þannig að við
sáum ekkert frá okkur. Síðan
tímabili
héldum við áfram, vélsleðarnir á
undan og snjóbíll frá Lands-
virkjun á eftir og áttum skammt,
eftir ófarið þegar við urðum að
hörfa til baka vegna veðurs Þá
var ákveðíð að skipta hópnum og
við fórum ásamt. hjálparsveitar-
mönnum aftur S Grímsvatna-
skálann og biðum átekta
Við héldum svo til í skáianum
um nóttina eftir að hafa frétt að
mennirnir voru fundnir, Um
morguninn var svo ætlunin að
hefja leit að Bandarikja-
mönnunum og þyrla Landhelgis ■
gæslunnar kom með vistir til
okkar. Skömmu síðar fann hún
Bandarikjamennina og þar með
var þessum bjórgunaraðgerðum
í raun lokið, og við héldum til
byggða. Þá var veðrið orðið
ágætt þarna hjá okkur og gekk
niðurferðin því öllu betur en
ferðin upp á laugardeginum."