Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 Morgunblaóiö/Bjarni „Kreppan“ eftir Ásmund seldist fyrir 250.000 kr AFSTEYPA höggmyndarinnar „Kreppunnar" eftir Ásmund Sveinsson seldist fyrir 6.000 pund eöa um 250.000 ísl. kr. i sýningu sem bresk bronsafsteypufyrirtæki héldu í London fyrir skömmu. Meðal fyrirtækja sem þarna sýndu var Burleighfield sem Asmundarsafn skiptir við, og fékk það leyfi til að sýna eina af myndum Ásmundar. Fyrir val- inu varð „Kreppan" frá 1933. „Þetta er mjög gott verð, nánast einsdæmi, fyrir svona litla mynd,“ sagði Gunnar Kvaran safnvörður í Ásmund- arsafni. „Myndin er aðeins 28 cm og er hún til í 5 eintökum. Myndin hefur verið seld hér í safninu fyrir mun lægra verð, en þetta verð er í samræmi við það sem gengur og gerist í Evr- ópu. Þessi mynd átti ekki endi- lega að seljast, heldur var verið að athuga fyrir hvaða verð hægt væri að selja þessi verk. Gunnar sagði að það hefði verið bandarískt gallerí sem keypti myndina, en ekki væri fyrirhugað að setja afsteypur á markað erlendis. Hinsvegar verður haldið áfram að steypa myndir Ásmundar i brons i 5 tölusettum eintökum og selja hér heima. „Auðvitað getur verið að til- boð komi erlendis frá, því þetta hefur vakið töluverða athygli og er mikil auglýsing fyrir list Ásmundar og safnið,“ sagði Gunnar Kvaran. Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra: Vextir verða lækkað- ir í þessum mánuði „VEXTIR verða lækkaðir í þessum mánuði,“ sagði Matthías Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra er blaðamaður Mbl. spurði hann í gær um horfur í vaxtamálum. Hann sagði ennfremur, að verðlagsþróun að undanfórnu sýndi, að verðbólgan færi nú ört minnkandi á nýjan leik og svigrúm til vaxtalækkunar væri því að skapast. Viðskiptaráðherra sagði enn- fremur: „Gert var ráð fyrir að breyting framfærsluvísitölunnar í marsmánuði yrði um \xk% og virðist sú spá ætla að rætast. Árshraði verðbólgunnar, gengið út frá þessum forsendum, mun því minnka úr 38% i um 20%. Sé hins vegar miðað við verðlagsþróun síðustu þriggja mánaða mun verð- bólgan minnka úr 51% í um 35%.“ Varðandi vaxtamálin almennt sagði viðskiptaráðherra: „Ég vil þó leggja ríka áherslu á, að þannig verði á vaxtamálum haldið að auk- ið jafnvægi skapist á fjármagns- markaði. Við lækkun vaxta verður að hafa það sjónarmið ofarlega í huga. Þær tölur sem ég hef fyrir framan mig sýna svo ekki verður um villst að vaxtastefnan á síð- asta ári var rétt. Á því ári var sparifé sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu að nálgast 29%, en var til dæmis fyrir fimm árum að- eins tæp 19%. Það er mikil nauð- syn að draga úr erlendum lántök- um. Þess vegna er mikið undir því komið að okkur takist að örva inn- lendan sparnað og þar með inn- lenda lánsfjáröflun. Af þeirri ástæðu ber tvímælalaust aö halda fast við þá vaxtastefnu sem mörk- uð var síðastliðið sumar.“ Morgunblaðið/JúlíuB Mannvirki á Melavelli fjarlægð linnið er nú að því að fjarlægja mannvirki á gamla Melavellinum enda hefur hann lokið hlutverki sínu í þágu reykvískra íþróttamanna. Að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra hefur endanleg ákvörðun um skipulag svæðisin8 ekki verið tekin, en í ráði er að skipta því á milli Háskóla íslands og Þjóðarbókhlöðunnar. Þá mun einnig vera í ráði að breikka Suðurgötu til vesturs og leggja akbraut þar sem áður voru áhorfendastæði. Grindavík: Samkomulag bæjarstjórnar og íslandslax um vatnstöku FULLTRÚAR stjórnar fslandslax hf. og bæjarstjórnar Grindavíkur hafa náð samkomulagi um ágreinings- atriði sem tengjast leigu íslandslax á kirkjujörðinni Stað við Grindavík og vatnstökuréttindum. Bæjarstjórnin hafnaði leigusamningnum í lok síð- asta mánaðar en bæjarstjórnar- fulltrúarnir geta nú fallist á hann með hliðsjón af því samkomulagi sem náðst hefur við íslandslax hf. Samningsdrögin voru samþykkt samhljóða á bæjarráðsfundi rétt fyrir páska og er búist við því að Pólski flóttamaður- inn fer til Kanada PÓLSKI flóttamaðurinn, sem varð um kyrrt hér er pólskt íþróttalið sótti ísland heim í september sl., hefur fengið innflytjendaleyfi í Kanada. Er gert ráð fyrir að hann verði kominn þangað undir lok þessa raánaðar, skv. upplýsingum Útlendingaeftirlitsins hér. Sendiherra Kanada á íslandi, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi, póstlagði tilskilda pappira fyrir Pólverjann í gærmorgun. Má reikna með að maðurinn, sem er tækni- teiknari að mennt, verði búinn að fá þá í hendurnar undir næstu helgi. Hann á bróður i Kanada. í vetur hefur hann dvalist meðal pólskra kunningja í Reykjavík. ríkið og stjórn fslandslax hf. stað- festi samkomulagið á næstu dögum. Að sögn bæjarstjórans í Grinda- vík, Jóns Gunnars Stefánssonar, tryggir samningurinn ótvíræð yfir- ráð Vatnsveitu Grindavíkur yfir vatnstöku i sveitarfélaginu og að farið verði eftir vatnsveitureglu- gerð bæjarins. Vatnsveitureglu- gerðin gerir ráð fyrir því að sækja verði um leyfi til vatnstöku hverju sinni en að sögn Jóns Gunnars hef- ur sú stefna verið mörkuð að slíkri umsókn fylgi álit Orkustofnunar sem þá verði stuðst við við af- greiðslu umsókna. Jón sagði að í samkomulaginu væri einnig kveðið á um minniháttar atriði svo sem varðandi byggingarskilmála og það að íslandslax hf. eigi heimilisfang í Grindavík. Jón Gunnar sagði einnig að full- trúar bæjarstjórnarinnar hefðu í gær átt fund með landbúnaðarráð- herra um kaup Grindavíkurkaup- Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll: Stuðningsfólk velkomið á setninguna á morgun Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins verður settur í íþróttahöllinni í Laugardal klukkan 17.30 á morg- un. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnmálaflokkur heldur lands- fund í Laugardalshöll, en önnur húskynni rýma vart jafn fjölmenn- an fund. Setningarfundurinn verð- ur opinn öllu stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins meðan hús- rúm leyfir. Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, flytur yfirlits- ræðu um þróun íslenzkra stjórn- mála frá síðasta landsfundi. Atján manna hljómsveit Gunnars Þórð- arssonar leikur lög eftir hann, samin á tuttugu ára tónskáldsferli, með aðstoð söngvarans Björgvins Halldórssonar, en skólahljómsveit úr Mosfellssveit mætir einnig til leiks. Rúmlega eitt þúsund fulltrúar hvaðanæva af landinu sækja landsfund. Landsfundargögn verða afhent gegn framvísun kjörbréfa frá klukkan eitt á morgun í Laugardalshöll. Þar Morgunblaðiö/Friðþjófur llnnið að undirbúningi fyrir landsfundinn í Laugardalshöll í gær verður kaffi á boðstólum frá sama tíma og aðstaða til að ræða málin óformlega við gesti og gangandi. í anddyri Laugardalshallar verður sett upp sýning á bókum, fræðsluritum og blöðum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gef- ið út. Starfshópar, sem sinna af- mörkuðum málefnum, starfa á föstudag og laugardag, til undir- búnings stefnumarkandi álykt- unum, sem landsfundur afgreið- ir. Á föstudag flytur Einar Há- konarson myndlistarmaður er- indi um menningu og listir, Katrín Fjeldsted læknir um fjöl- skylduna í nútímaþjóðfélagi, Magnús Gústafsson forstjóri um starfstækifæri í matvælaþjón- ustu, Margrét Einarsdóttir sjúkraliði um velferð einstakl- ings og þjóðar, Sigríður Þórð- ardóttir kennari um ár æskunn- ar og Tómas I. Olrich mennta- skólakennari um efnið „í orði og á borði“. Landsfundur afgreiðir al- menna stjórnmálaályktun, auk ályktana um einstaka mála- flokka, kýs formann, varafor- mann og miðstjórn. Lokahóf verður í veitingahúsinu Broad- way að kvöldi nk. sunnudags. staðar á Stað. Sagði hann að samn- ingaviðræður um viðskiptin væru nú komnar vel af stað. 7 bátar staðn- ir að ólögleg- um veiðum Landhelgisgæzlan stóð í gær fimm togbáta og tvo netabáta að meintum ólöglegum veiðum. Togbátarnir voru á veiðum á hólfi, sem lokað er togbát- um, en netabátarnir höfðu lagt net sín áður en páskastoppi var lokið. Togbátarnir voru að veiðum út af Stafnesi, en samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins er um- rætt veiðisvæði sérstaklega ætlað línu- og netabátum og var það lokað togbátum á miðnætti aðfaranætur þriðjudagsins. Netabátarnir voru að veiðum austur af Hrollaugseyjum og höfðu lagt net sín fyrir hádegi í gær, ekki var leyfilegt að leggja net- in að loknu páskastoppi fyrr en eftir hádegið. Bátarnir voru færðir til hafnar af Landhelgisgæzlunni og verður mál þeirra tekið fyrir á við- komandi sýslumannsembættum. Bátar þessir eru Sigurjón GK 49, Geir goði GK 220, Jón Gunnlaugs GK 444, Haukur Böðvarsson (S 847, Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10, Freyr SF 20 og Erlingur SF 65. Ríkissaksóknari óskaði í gær rannsóknar Rannsóknarlögreglu ríkisins á meintum brotum togbát- anna fimm. Gellir hf.: Tækjum fyrir hundruð þús. króna stolið ÞREMUR myndbandstækjum, fimm útvörpum og þremur myndavélum var stolið þegar brotist var inn í verzlun- ina Gelli hf. (Skipholti. Innbrotið var tilkynnt til Rannsóknarlögreglu ríkto- ins á páskadag. Verðmæti munanna mun vera hátt á þriðja hundrað þús- und krónur, en eitt myndbandstækj- anna er metið á um eitt hundrað þús- und krónur. Ekki hefur enn tektot að upplýsa þjófnaðinn. Mikil skemmdarverk voru unnin á húsnæði Digranesskóla um pásk- ana. Einkum var skrifstofa skóla- stjóra grátt leikin, en engu var stol- ið. Þá var brotist inn í tvo sumar- bústaði við Kaldárdalsveg um pásk- ana og skemmdir unnar á þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.