Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 5
MORGTJNBLAÐIÐ, MIÐYIKUÐAGUR 10. APRÍL 1985 5 ísland með í Eurovision ’86? — tveir menn fylgjast með keppninni í Svíþjóð 5. maí „I»AÐ ER ætlunin að athuga málið Kaumgæfilega með það í huga að taka þátt f keppninni 1986,“ sagði Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar- maður og Iramkvæmdastjóri SATT (Samtaka alþýðutónskálda og -tón- listarmanna), í samtali við Mbl. um hugsanlega þátttöku íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni. Jóhann sagði að það hefði verið baráttumál SATT og FTT (Félags tónskálda og textahöfunda) um nokkurra ára skeið að íslendingar tækju þátt í söngvakeppni Euro- vision. „Við höfum átt fundi með Markúsi Erni Antonssyni útvarps- stjóra og Hinrik Bjarnasyni, for- Lík finnst LÍK Hilmars Grétars Hilmarsson- ar, sem féll í Ölfusá við ölfus- árbrú 29. september 1984, fannst rekið við Kirkjuferju í Ölfusá á páskadag. Hilmar heitinn var 16 ára gamall, fæddur 5. júlí 1968. Hann var til heimilis að Keilufelli 13 í Reykjavík. stöðumanni Lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins, og niður- staðan er sú að þeir Hinrik og Rúnar Júlíusson tónlistarmaður munu verða viðstaddir þegar keppnin fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 5. maí næstkomandi. Þeir munu fylgjast vel með öllu og kynna sér málin með það í huga að við verðum með á næsta ári,“ sagði Jóhann. Hann minnti á að til þessa hefðu það verið helstu rök gegn þátttöku íslendinga að hætta væri á að sigur félli okkur í skaut og að þar með kæmi það í hlut íslenska sjónvarpsins að halda keppnina árið eftir. Nú væru fordæmi þess, bæði frá ísrael og Lúxemborg, að hægt væri að framselja réttinn. „Þátttaka í Eurovision-söngva- keppninni gæti orðið mikil lyfti- stöng fyrir íslenskt tónlistarlíf," sagði Jóhann G. Jóhannsson, „m.a. vegna þess að þá yrði farið að skipuleggja söngvakeppni innan- lands — þetta gæti orðið til að lyfta tónlistarlífinu hér upp úr öldudalnum." Eyrarfoss í Sundahöfn í gær. Morminbl»4ié/(,M.K.M. Eyrarfoss í árekstri á Elbu á skírdag EYRARFOSS, skip Eimskipafélags íslands, lenti í árekstri við 5000 tonna fínnskt skip í mynni árinnar Elbu skammt frá Hamborg í Vestur- Þýskalandi á skírdag. Eyrarfoss er lítið skemmdur, kominn til Reykja- víkur, en finnska skipið skemmdist nokkru meira. Engin slys urðu á fólki. Birgir Harðarson, forstöðumað- ur meginlandsdeildar Eimskips, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær að áreksturinn hefði orðið þegar skipin voru að athafna sig utan við höfnina í Hamborg. „Eyr- arfoss var að taka lóðs um borð og sigldi hægt meðfram síðunni á finnska skipinu, Careliu, þegar hann þurfti skyndilega að bakka. Við það snerist Eyrarfoss og lenti á finnska skipinu. Þetta gerðist mjög hratt og hefur verið lokið á 3—4 mínútum." Stefni Eyrarfoss og kúla, sem er undir sjávarmáli, skekktust nokk- uð en lítið lak inn í skipið. Farmur, sem m.a. var bílar, skemmdist ekk- ert, að sögn Birgis. Rifa kom á finnska skipið en með þvi að dæla milli tanka var hægt að rétta það við. Eyrarfoss er um 1900 tonn. I0NDON- REYKJAVIK -á3dögum Vissiröu að vara sem er í London á föstudegi getur hæglega veriö komin til Reykjavíkur á mánudegi. Lestum í Ipswich alla föstudaga. HAFSKIP HF. framtíð fyrir stafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.