Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 Húsnæðisstofnun ríkisins: Ráðgjafarþjónusta fyrir húsbyggjendur og íbúðakaupendur í greiðsluerfiðleikum MORGUNBLAÐINl hefur borist eftirfarand fréttatilkynning frá Húsiueðisstofnun ríkisins: Að gefnu tilefni er rétt að ítreka það, að ráðgjafarþjónusta Hús- næðisstofnunar hefur, frá því hún tói til starfa hinn 19. febrúar sl., lagt áherslu á að veita aðstoð og gefa ráð ðllum þeim húsbyggjend- um og fbúðakaupendum, sem hafa leitaö tii hennar og eiga í greiðslu- erfíðleikum, án tillits til þess hvort vanskil væru fyrir hendi eða ekki. í því sambandi skal tekið fram, að vanskil eru ekki notuð sem algildur mælikvarði á greiðsluvanda fólks. Þegar starf- semi ráðgjafarþjónustunnar hófst var lögð áhersla á að ráðgjafar- þjónustan væri opin öllum hús- byggjendum og íbúðakaupendum. Svo er enn, og þar er leitast við að veita öllum þeim aðilum sem til hennar leita hverskyns leiðbein- ingar, ráð og aðstoð, eftir því sem aðstæður frekast leyfa. Aðstoð sú sem veitt hefur verið er i megin- atriðum þríþætt. 1. Lánafyrirgreiðsla. 2. Aðstoð við að skuldbreyta skammtímalánum í bankakerfinu með ágætri samvinnu við banka og sparisjóði. 3. Aðstoða fólk við að meta greiðslustöðu sína og greiðslu- vandamál og leiðbeina því eftir föngum. í fjórða lagi er síðan að sjálf- sögðu unnið að gagnasöfnun og gagnaúrvinnsiu fyrir félagsmála- ráðuneytið svo þar verði hægt að meta hverra úrbóta er þörf á öðr- um sviðum og hvernig vandamál fólks verði best leyst í takt við þær hugmyndir er unnið er að nú á vegum ríkisstjórnarinnar. íslendingar lausir allra mála við Stóra norræna símafélagið um næstu áramót: Ekki ljóst hvort það leiðir til lækk- unar gjaldskrár — segir Jón Skúlason símamálastjóri „VIÐ MUNUM borga þeirra hlut út um næstu áramót, það er alveg rétt,“ sagði Jón Skúlason, póst- og Einvígið um sæti á millisvæðamótinu: Margeir fer á föstudag til ísrael NÚ ER Ijóst að Margeir Pétursson, teflir í ísrael einvígi sitt um sæti á einu þriggja millisvæöamóta í skák við ísraelsmanninn Schvidler. Heldur Margeir utan á föstudag ásamt að- stoðarmanni sínum sem verður Bragi Kristjánsson. Sjálft einvígið hefst á sunnudag- inn og verða tefldar fjórar umferð- ir, ein á hverjum degi. Verði skák- mennirnir jafnir eftir fjórar um- ferðir, leggur Skáksamband (slands til að tefldar verði tvær umferðir til viðbótar og verði skákmennirnir þá enn jafnir, að Margeir komist áfram, en árangur hans á svæða- mótinu í Gausdal í Noregi, var betri en Scvidlers á svæðamóti því sem hann tók þátt í i Þýskalandi. Skák- mennirnir tefla um 54. og síðasta sætið á þessum þremur millisvæða- mótum. símamálastjóri í samtali við Morg- unblaðið, er hann var spurður hvort möguleiki myndi skapast á því um næstu áramót að verð á símtölum milli landa myndi lækka, en þá eru fslendingar lausir allra mála við Stóra norræna símafélagið. „Það hefur hins vegar ekkert verið rætt um gjðld eftir það. Það er ákvörðun samgönguráðherra hvort af lækkun getur orðið og það sem um það hefur verið sagt eru getgátur. Um það liggur ekk- ert fyrir og það fer eftir verð- bólgustigi og ýmsu öðru, hver kostnaðurinn við símtölin milli fslands og annarra landa verður. Það eru svo margir óvissuþættir, sem við vitum ekkert um, en hafa þarna afgerandi áhrif,“ sagði Jón ennfremur. Jón sagði verð á símtölum milli (slands og annarra ianda vera reiknað í gullfrönkum, en þó að- allega SDR og færi kostnaðurinn vegna simtalsins eftir vegalengd- um og öðru. Skýringuna á því að það væri ódýrara að hringja erl- endis frá hingað til lands, en öfugt, sagði hann vera þá, að ým- is lönd flokkuðu simtöl saman í mismunandi hópa til að einfalda gjaldskrá, þó að fjarlægðirnar væru ef til vill mismunandi. Hann sagði að eftir því sem hann best vissi, þá væri þó galdtaka fyrir símtöl að meðaltali svipuð burtséð frá því hvert landið væri. Bjórdósir rekur á Mýrum *! s UNDANFARNAR vikur hefur á þriðja tug bjórdósa rekið á fjörur tveggja hlunnindajarða á Mýrum vestra. Mbl. hefur spurnir af að á fjörur jarðar einnar þar vestra hafl rekið 15 dósir af dönskum bjór og 2 dósir af ameriskum bjór. AmerÍ8ki bjórinn er sömu teg- undar og bjór sem rak á sama stað í hitteðfyrra. Á fjörur ann- arrar jarðar skammt þar frá hefur 5 bjórdósir rekið. Bændur kunna að vonum vel að meta þennan „hvalreka“ á fjörur sín- ar, en vilja síður fá „hópferðir" á jarðir sínar og var blaðamaður því beðinn að halda bæjanöfnum fyrir sig. Strengjasveitin á æfíngU í gær. Morgunblaðið/Arni Sæberg Ensk strengjasveit heldur tvenna tónleika á íslandi — Michael Thomas stjórnar STRENGJASVEITIN, Kreisler String Orchestra, frá Englandi er nú hér á landi og heldur tvenna tónleika. Fyrri tónleikarnir verða í Bústaðakirkju í kvöld klukkan 20.30 og þeir síðari verða í Langholtskirkju á laugardag- inn, 13. apríl, klukkan 17. Strengjasveitin var upphaf- lega stofnuð árið 1978 af nem- endum í Royal Northern College of Music í Manchester og hét þá Manchester String Orchestra. Hljómsveitin fór þá víða um England til tónleikahalds. Á síð- asta ári tók hljómsveitin upp nafnið Kreisler String Orchestra og eru meðlimir hljómsveitar- innar flestir að stíga sín fyrstu skref sem atvinnuhljómlistar- menn. Hljómsveitin er skipuð 23 hljómlistarmönnum, sem eru á aldrinum 19 til 26 ára. Stjórnandinn, Michael Thom- as, er einnig ungur að árum, 25 ára. Hann hóf fíðlunám átta ára gamall. Tveimur árum siðar stofnaði hann sinn fyrsta strengjakvartett. Árið 1977 hóf hann nám við RNCM. Þar vann hann til margs konar verðlauna bæði fyrir einleik og kammert- ónlist. Thomas er nú fyrsti fiðlu- leikari Brodsky strengjakvart- ettsins, sem er orðinn vinsæll strengjakvartett í Englandi i dag. Thomas sagði i samtali við blm. Mbl. að Island hefði orðið fyrir valinu m.a. vegna þess að einn íslendingur væri í hljóm- sveitinni, Arnþór Jónsson, selló- leikari. „Arnþór stundaði nám í Englandi með flestum krökkun- um sem eru í hljómsveitinni og hefur komið flest sumur til London til að spila með þeim. Annars er hann búsettur á (s- landi. Markmið hljómsveitarinnar er að ferðast um og spila sem víð- ast. Við erum ekki á leið til ann- arra landa i bráðina, en líklega förum við til Madeira í nóvem- ber og til Spánar eftir ár. Við höfum farið viða um England, en aðallega leikum við í London. Hljómsveitarmeðlimirnir hafa verið mjög samhuga um að spila saman þó þeir fái ekki greiðslu fyrir vinnu sína hér. Flestir eru þeir i vinnu annars staðar þó svo að hljómsveitarstarfið sé tíma- frekt,“ sagði Thomas að lokum. Þrír aðilar hafa styrkt hljómsveitina til fararinnar: Flugleiðir, British Council og Ávöxtun sf., en meðlimir hljómsveitarinnar fjármagna sjálfir það sem upp á vantar. Á efnisskrá strengjasveitar- innar í kvöld er tilbrigði eftir Benjamin Britten, konsert i A-moll eftir Bach og er einleik- ari Ian Belton. Síðan verður ser- enaða fyrir strengi eftir Antonin Dvorak. Á laugardaginn i Lang- holtskirkju hefst efnisskráin á tilbrigðum eftir Benjamin Britt- en, þá er konsert fyrir tvær fiðl- ur og strengi eftir Bach og eru einleikarar Michael Thomas og Simon Lewis. Síðan leikur strengjasveitin fantasiu eftir Vaughan-Williams og loks ser- enöðu fyrir strengi eftir Tsjaik- ofsky. Viðbygging Hótels Sögu: Fyrsti hlutinn tekinn í notkun í byrjun næsta árs Hótel Saga, öðru nafni Bændahöllin, við Hagatorg eins og hún mun Ifta út þegar viðbyggingunni til vinstri á myndinni "erður lokið. VIÐBYGGING Hótel Sögu er rúmlega fokheld og verður fyrsti hluti byggingarinnar tekinn í notkun í byrjun næsta árs. Áætlað er að byggingunni verði að fullu lokið í raaí 1987. í viðbyggingunni verða 113 gistiherbergi, fundar- og ráðstefnuaðstaða og skrifstofu- aðstaða fyrir bændasamtökin. ( allt er byggingin um 9 þús- und fermetrar, 28 þúsund rúm- metrar. Áætlaður bygginga- kostnaður er 260 milljónir. 35% af kostnaðnum er fjármagnaður með eigin fé en það sem upp á vantar er fjármagnað með lán- um, bæði innlendum og erlend- um. Á blaðamannafundi sem stjórnendur hótelsins efndu til i tengslum við „reisugilli" bygg- ingarinnar, sem þeir raunar nefna „risgjöld", gerðu þeir grein fyrir framkvæmdunum. Kom fram að gjaldeyrisskil Hótel Sögu voru 36 milljónir í fyrra og áætlað aö gjaldeyrisöflun vegna hótelsins beint og óbeint væri 55—60 milljónir á árinu. Þegar stækkunin kemst 1 gagnið er von- ast til að gjaldeyrisöflunin tvö- faldist. Herbergjanýting Sögu hefur verið góð á undanförnum árum. Yfir allt sl. ár var hún t.d. 71%, eti var 86% mánuðina maí til september. Telja stjórnendur hótelsins fulla þörf fyrir viðbót- ina og að nýtingin verði svipuð yfir aðalferðamannatímann en heildarnýtingin yfir árið fari niður í rúm 50%. Stéttarsamband bænda og Framleiðsluráð iandbúnaðarins fá 3. hæð viðbyggingarinnar til sinna nota en Búnaðarfélag ts- lands, sem deilt hefur 3. hæð að- albyggingarinnar með þessum aðilum, fær alla þá hæð til af- nota. Sá hluti 3. hæðar nýbygg- ingarinnar sem Stéttarsamband- ið og Framleiðsluráð ekki nota verður leigður öðrum aðilum, sem tengjast landbúnaðinum, m.a. hefur verið rætt um að sér- búgreinafélögin fái þar aðstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.