Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL1985 47 góður. Allir sem einn eftir að ákvörðun var tekin réðust á verkið og kláruðu það, sama hvað á móti blés. Hvað vorum við að gera, hvaða tilgangi þjónaði þessi æði- bunugangur? Nú, Vormót sem eiga að vera á vorin er ekki hægt að hafa á haustin, því þá heita þau ekki lengur Vormót. Þeir kostir sem góður einstakl- ingur þarf að hafa til þess að ná góðum árangri í starfi og leik eru m.a. að vera hugmyndaríkur, fljótur, samningslipur, þolinn og áræðinn. Alla þessa kosti hafði Eyfi til að bera, enda gott til hans að leita og ræða við um úrlausn ýmissa verkefna. Eftir langa skólagöngu og með framtíðina á móti sér er erfitt að þurfa nú að sjá á eftir einum af sínum bestu vinum hverfa án þess að fá nokkuð að gert, en þeir tímar koma að leiðir mætast á ný og verða þá fagnaðarfundir eins og forðum. Foreldrum Eyfa, bræðrum hans og fjölskyldum þeirra færum við og fjölskyldur okkar innilegar samúðarkveðj ur. Þórður og Svavar. Rannveig V. Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 15. desember 1897 Dáin 22. mars 1985 Hún elsku amma mín er dáin. Loksins fékk hún hvíldina. Margar fallegar minningar eig- um við, sem hittumst á Laufásveg- inum á uppvaxtarárunum. Þar stóðu amma og afi alltaf brosandi og tóku á móti stóra hópnum sín- um. Þar var í góðu veðri brugðið á leik í fallega garðinum þeirra, eða jafnvel tínd rifsber í fötur. Inni var einnig nóg pláss fyrir allan hópinn. í eldhúsinu stóð amma og bakaði pönnukökurnar sínar handa okkur öllum og voru þær fljótar að hverfa ofan í svanga maga. Margar minningar koma upp í hugann, ekki síst þegar amma og afi komu i heimsókn til okkar og amma settist á rúmstokkinn hjá mér. Þá kenndi hún mér jafnan litlar bænir eða vers, sem ég síðan þuldi yfir dúkkunum mínum áður en ég fór að sofa. Einnig þegar farið var með allan hópinn f Þjóð- leikhúsið eða á jólaböllin i Oddfellow. Amma og afi voru sérstaklega samrýnd hjón — kannski svolítið háð hvort öðru — en það var líka aldrei talað um annað í einu, það var alltaf heildin, amma og afi. Afi lést 20. júnf 1971 á áttræðis- afmæli sínu. Hann hné niður í veislunni á Laufásveginum og var því ansi snögglega skorið á þann lífsstreng. Ég held að hún amma mín elskulega hafi aldrei almenni- lega náð sér eftir það áfall. Sex árum seinna var næstelsti sonur hennar bráðkvaddur og tók hún það mjög nærri sér. Amma var jarðsett föstudaginn 29. mars frá Dómkirkjunni. Sólin skein í heiði og allt var svo bjart og fallegt. Þannig trúi ég að hafi einnig verið í hjörtum okkar allra. Minningarnar og treginn, en þó þakklæti, efst í huga. Ég trúi því að afi og Siggi frændi hafi beðið eftir ömmu, tek- ið é móti henni og hjálpað henni á leiðarenda, þar sem hún nú mun endurheimta krafta sina og líða vel. Við ástvinir ömmu þökkum henni fyrir allt og biðjum Guð að blessa hana. Helga SVAR MITT eftir Billy Graham Trúin veitir kraft Oft hef ég heyrt sagt: „Trú þú á drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn." Þetta stendur í Nýja testamentinu. Hvers vegna leggið þér og yðar líkar áherslu á þetta vers, en sneiðið hjá orðum eins og þeim, sem Jesús sagði við rfka unglinginn: „Haltu boðorðin"? Fyrri orðin eru komin frá Páli, en hin siðari sagði Jesús. Hvor teljið þér mikilvegari, og hvers vegna takið þér önnur fram yfir hin? Ég játa, að ég nota orð Páls við fangavörðinn í Fil- ippíborg: „Trú þú á drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn." En við sleppum ekki hinum orðunum varðandi hjálpræðið. Ég hef predikað meira um boðorðin en nokkurt annað efni í Biblíunni, nema krossinn. Þér látið að því liggja, að mótsagnir séu í Biblíunni. Ég held, að svo sé ekki. Þannig eru versin tvö, sem þér vitnið til, alls ekki í mótsögn hvort við annað. Biblían segir: „Sá, sem heldur boðorð hans, er stöðugur í honum, og hann í honum." Við höldum ekki boðorð Guðs eins og okkur ber skylda til, og það sýnir okkur þörf okkar á Kristi. Það er eins og Biblían segir: „Þannig hefur lög- málið orðið tyftari vor til Krists, til þess að vér réttlætt- umst af trú“. Trú á Krist er ekki einungis kenning mín eða ein- hverra annarra sem rannsaka Biblíuna. Hún er skýr kenning Nýja testamentisins og grundvöllur kristilegr- ar breytni. En þetta felur auðvitað ekki í sér, að þá eigum við að vanmeta aðra mikilvæga kafla ritningarinnar eða sleppa þeim, eins og þeim, sem þér minnist á. Nei, í trúnni á Krist er okkur einmitt gefinn nýr kraftur til að halda boðorðin. SAAB 90 VERÐ KR: 511.000 KOMDU OG KEYRÐANN TÖGGURHR UMBODID BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530 Fermingargjöf sem getur skipt sköpum Sölustaðir: Flest apótek, Hjálparsveitir skáta um land allt, Skátabúðin Snorrabraut og ýmsar sérverslanir. LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.