Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 26
 MORGÚNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGÚR 10. HQM 1985 Samskipti ráðuneytis og ís- landslax við Suðurnesjamenn — eftir Karl Steinar Guðnason Vinnubrögð landbúnaðar- og kirkjumálaráðiierra varðandi ís- landslax hf. Grindavík hafa vakið verðskuldaða athygli. Það er fá- gætt að einstakir ráðherrar gangi svo langt sem hann gerði í þjónk- un við fyrirtæki og einstaklinga. Í umræðum á Alþingi um fyrir- spurnir mínar tók ég það sérstak- lega fram að ég teldi það framtak samvinnuhreyfingarinnar að stað- setja laxeldisstöð í Grindavík mjög lofsvert. Ég ræddi og um nauðsyn atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum en atvinnulíf þar hefur staðið á brauðfótum um langt skeið. Ég gagnrýndi hinsvegar þau vinnubrögð, sem landbúnaðar- ráðherra hefur viðhaft í þessu máli. Auðvitað var einnig ástæða til að gagnrýna vinnubrögð for- svarsmanna Islandslax hf. en þeir voru ekki til andsvara á Alþingi. Það hefur hinsvegar komið fram að undanförnu í blaðagrein- um þeirra hér í Morgunblaðinu að þessum herrum finnst í raun eðli- legt að vaða áfram í blindni að hætti harsvíraðra gróðafyrir- tækja, — án tillits til siðferðis, heiðarleika og virðingar fyrir rétt- kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Sem samvinnumaður geri ég meiri kröfur til samvinnuhreyfingarinn- ar en þessir piltar gera. Ástæða er til að rifja upp meg- inatriði þau sem um er að ræða því í blaðagreinum hafa umræður verið affluttar og látið í veðri vaka að þetta væri spurning um hvort menn væru með eða á móti at- vinnuuppbyggingu. Samningar höfðu náðst Samningaviðræðum við Hita- veitu Suðurnesja var lokið. Fyrir- tækið íslandslax hf. hafði sætt sig við sama samning og Fjárfest- ingafélagið sem nú reisir laxeld- isstöð í Vogum. Samninganefnd- armenn HS fullyrða að ekki hafi komið fram neinar athugasemdir um kostnaðarverð á vatni og teng- ingu. Það kom hinsvegar í ljós við nánari athugun að leiðin frá Svartsengi til laxeldisstöðvarinn- ar var lengri en áætlað var. Því var fyrirhugað að leiðrétta þá skekkju. Kostnaður íslandslax hf. átti að vera óbreyttur per lengd- armetra. Þessar upplýsingar staðfesta allir stjórnarmenn Hitaveitu Suð- urnesja, m.a. Jóhann Einvarðsson aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra. Þessum mönnum og reynd- ar öllum sem til málsins þekkja hér syðra var það því mikið undr- unarefni að jafnframt samninga- viðræðum íslandslax við HS er landbúnaðarráðherra að pukrast við samningagerð um hitavatns- réttindi í jörðinni Stað í Grinda- vík. I umræðunni á Alþingi sóru tveir ráðherrar það af sér að hafa haft hugmynd um þetta leyni- makk, m.a. 1. þingmaður Reyknes- inga, Matthías H. Mathiesen. Virti bæjarstjórn- ina ekki svars í desember sl. óskaði bæjar- stjórn Grindavíkur eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá að kaupa jörðina Stað. Jörðin er í út- jaðri byggðar Grindavíkur og því eðlilegt með tilliti til hagsmuna heildarinnar að þessi ósk komi fram. Ráðherra virti bæjarstjórn- ina ekki svars. Hinsvegar ræðst hann í að semja við eitt laxeldis- fyrirtæki um hitaréttindi jarðar- innar, sem auðvitað hlýtur að hafa áhrif á kostnaðarverð hennar. Ekki hafði bæjarstjórnin hug- mynd um þennan verknað fyrr en samningur hafði verið gerður. Þetta eru kauðaleg vinnubrögð, sem ástæðulaust er að þegja yfir. Nú hlýtur það að vera krafa Grindvíkinga að þessi „mistök" verði ekki til þess að jörðin verði seld á okurverði og jafnframt að allur hagnaður af vatnssölunni renni í bæjarsjóð Grindavíkur. Svört skýrsla um vatnsmálin Það kann einhver að undrast yf- ir viðkvæmni Suðurnesjamanna vegna vatnstöku. Margur hefur það sjálfsagt í huga að það rignir „stundum" á Suðurnesjum og því hljóti þar að vera nóg vatn. Á fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1. og 3. nóv. sl. Karl Steinar.Guðnason fluttu tveir sérfræðingar frá Orkustofnun erindi sem kalla má „svarta skýrslu". Þar var því hald- ið fram að vatnsforði syðra væri af skornum skammti. Sveitar- stjórnarmenn fóru afar svartsýnir af þeim fundi. Erindi þessara sér- fræðinga varð til þess að fundur- inn gerði svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur SSS hs dinn 2. og 3. nóv. 1984 vekur athygli á vax- andi ásókn í vatnsfon' a Suður- nesjasvæðisins og nauðsyn þess að vatnsbúskaparmál svæðisins verði samræmd og skipulCgð. Stjórn SSS er því falið að fylgjast náið með þróun þessara mála og stuðla að samræmdum aðgerðum sveit- arfélaganna.“ Mér er kunnugt um að síðan hefur SSS unnið að þessum mál- um. Pað virðÍ3t hins vegar ljóst nú að gjörðir landbúnaðarráðherra stefna í aðra áw. Þær koma í veg fyrir að sveitarfélögin geti skipu- lagt vatnsnýtinguna. í greindum samningi er reglugerð bæjar- stjórnar Grindavíkur um vatns- mál gjörsamlega hundsuð. For- dæmi hefur landbúnaðarráðherra gefið fyrir því að hver einasti Iandeigandi sem vill geti borað eftir vatni án þess að bera það undir lögbæran aðila. Nú er því haldið fram að gerðar hafi verið frekari rannsóknir á vatnasvæði Suðurnesja, sem gefi allt aðrar niðurstöður. Gott ef satt er. Hinsvegar hefur íslandslax hf. ekki enn séð ástæðu til að gera þessar skýrslur opinberar. Full- trúar á aðalfundi SSS hafa ekki enn fengið aðgang að þeim. Þessi vinnubrögð eru mjög í ætt við fyrirlitningu á kjörnum fulltrúum á Suðurnesjum, sem menn syðra kunna ekki að meta. Atvinnuuppbygging Suðurnesjamenn fagna hverju nýju atvinnufyrirtæki. Ný fram- sækin fyrirtæki eru nauðsynleg til að bæta atvinnuástand á Suður- nesjum. Þar hefur atvinnuleysi vaxið með hverju ári og vissulega eru váboðar framundan. Það vek- ur því athygli þegar hagsmuna- gæslumenn Sambandsins sem ekkert þekkja til þess öryggisleys- is og þeirrar vanvirðu sem at- vinnuleysi er, skuli leyfa sér að tala um áhyggjur alþingismanna af þeim hofmóði sem framkvæmd- astjóri Islandslax hf. gerði hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Hann sagði að þingmenn „vældu" um atvinnuleysi og þótti greini- lega lítið til koma. Ef sá hugsun- arháttur er ríkjandi á þessum bæ, er ekki von á góðu. Það er sjálfsagt ástæða þess að Suðurnesjamenn áttu þess ekki kost að bjóða í framkvæmdir þær sem nú eiga sér stað suður i Grindavík. Það er sjálfsagt ástæða þess að flest verk þar eru unnin af utanhéraðsmönnum án þess að kanna hvort Suðurnesja- menn gætu sinnt þeim verkefnum. Það er krafa manna hér syðra að heimamenn njóti þeirra starfa sem bjóðast á svæðinu. Annars koma Suðurnesjamenn til með að hafa lítið af viðkomandi fyrirtæki að segja. Þeir létu ekki sjá sig! í Morgunblaðinu hafa tveir hagsmunagæslumenn Sambands- ins gert mikið úr því að sumir al- þingismenn kjördæmisins hafi ekki þegið boð íslandslax hf. um skoðunarferð. Þessi ásökun sýnir enn hofmóðinn, sem þessir menn eru haldnir. Sannfærður er ég um að þeir þingmenn sem tök höfðu á að koma þangað hafa gert það. Hvað mig áhrærir hefi ég þetta að segja: 1. Eg var staddur á áríðandi þing- flokksfundi norður á Akureyri á þessum tíma. Ég kom skila- boðum um það á framfæri. Losað um tunguhaftið — eftir Astríði Ebbu Arnórsdóttir í Kastljósi 29. mars sl. kom m.a. fram Magnús Gunnarsson, for- maður Vinnuveitendasambands íslands. Aðspurður um möguleika á vísitölubindingu launa, svaraði hann, að það myndu þeir aldrei samþykkja, vegna slæmrar reynslu af vísitölubindingu launa. í sama þætti viku fyrr var for- sætisráðhera spurður um mögu- leika á afnámi vísitölubindingar á m.a. lífeyrissjóðslánum. Hann taldi öll vandkvæði á slíku og gæti tæpast orðið um afnám lánskjara- vísitölu að ræða. Meðal annars orsökuðu óvísitölutryggð lán, að lánasjóðir gætu ekki endurgreitt þau lán sem þeir hefðu tekið, m.a. erlendis frá, til lánveitinga. Húsnæðiseigendur og lántak- endur hafa líka slæma reynslu. Vísitölubindingu á almenn laun var kippt úr sambandi, til skamms tíma var sagt, þó reynslan sýndi reyndar annað. „Hver heildarkostnaður minn verður að 25 árum liönum af þessu láni, svo og annarra „grunn- hygginna“ lántakenda lífeyrissjóðslána, læt ég lesendum eftir að yfir- vega.“ Samkvæmt fyrrnefndum orðum forsætisráðherra geta því laun- þegar og húsnæðiseigendur ekki endurgreitt þau lán, sem þeir hafa tekið. Ég verð að segja að mér er létt: Orð forsætisráðherra hljóta að merkja: a) Vísitölubindingu á alla þætti, þ.e. bæði laun og lán, og þá væntanlega nokkur ár aftur í tímann til að leiðrétta misrétt- ið eða b) afnám vísitölubindingar af öll- um þáttum, þ.e. launa og lána, Ástríður Ebba Arnórsdóttur einnig með leiðréttingu aftur í tímann. Þessi tafla sýnir þróun 4ra lána sem tekin eru á svipuðu tímabili, en með mismunandi kjörum: Un- UpptMfl.Ettirat. taka tánalj. pr.l/ras Bygg.ajóður ríkiaina 1962 10.000 22.016 LHayriaaj. atm. rikiaina 1961 120.000 «23.5*1 Landabanki iaianda alm. akuldabr.lán 1962 60.000 106622 Handhafabréf, attirat. af kaupveröi ibúOar 1982 60.000 32.000 Það er hreint ótrúlegt að annað eins ósamræmi í lánamálum og framangreind tafla ber með sér skuli hafa viðgengist og mál að linni. Bent skal sérstaklega á, að þrátt fyrir skilvísar greiðslur af- borgana og vaxta hefur lífeyris- sjóðslánið, sem upphaflega var 120.000 og veitt er til 25 ára hækk- að að eftirstöðvum um 352,97% eða í tæplega hálfa milljón króna á aðeins 4 árum. Hver heildar- kostnaður minn verður að 25 árum liðnum af þessu eina láni, svo og annarra „grunnhygginna" lántak- enda lífeyrissjóðslána, læt ég les- endum eftir að yfirvega. „Grunnh- ygginna" segi ég. Það er oft haft á orði í opinberum umræðum að fasteignaeigendur hafi reist sér hurðarás um öxl, en hér á landi hefur ríkt sú stefna að um 80% íslendinga byggju í eigin húsnæði, enda vart upp á annað að bjóða. En hvaðan á að fjármagna 70% útborgun af íbúð á ársgrundvelli ef ekki hjá lífeyrissjóðum og bygg- ingasjóði ríkisins. Ég tel það vissulega grunn- hyggni af mér og þúsundum ann- arra fasteignaeigenda í landinu að greiða möglunarlaust af þessum okurlánum eins og m.a. lífeyris- sjóðslánin eru í dag og eiga eftir að vera að öllu óbreyttu. Þetta er svo sannarlega gjöf en ekki gjald. Þótt gjafmildi sé talinn mikill mannkostur held ég fæstir hafi efni á slíku örlæti. Ástríður Ebba Árnórsdóttir starfar sem rítari í lögmannsstofu í Rcykjavík. 2. Ég er þaulkunnugur staðhátt- um í Staðarlandi enda var ég tvö sumur með skátaskóla í næsta nágrenni (Húsatóftum), hvar gönguferðir að athafna- svæði íslandslax hf. voru al- gengar. 3. Ég hef reynt eftir bestu getu að afla mér upplýsinga um þetta fyrirtæki, m.a. ræddi Erlendur Einarsson, sem ég met býsna mikils, ítarlega um fyrirtækið á fundi Alþýðuflokksmanna syð- ra fyrir skömmu. Að lokum ítreka ég að vinnu- brögð landbúnaðarráðherra tel ég vera fyrir neðan virðingu embætt- isins. Ég vona Samvinnuhreyf- ingarinnar vegna að samskipti ráðuneytisins og íslandslax hf. við Suðurnesjamenn megi verða far- sæl og á annan hátt farið en verið hefur. Þá þarf fyrirtækið ekki að una við það að gerðar séu sérstak- ar samþykktir um ósannsögli þessara aðila líkt og gerðist á fundi stjórnar Hitaveitu Suður- nesja föstudaginn 29. marz síð- astliðinn. Karl Steinar GuAnason er alþingis- maður tyrir Alþýðuflokkinn. Magnús Ólafsson, Bjössi bolla, er í opnuviðtali Æskunnar að þessu Æskan komin út ANNAÐ tölublað Æskunnar 1985 er komið út. Meðal efnis að þessu sinni eru smásögur, verðlaunaþrautir, get- raunir, teiknimyndasögur, brandar- ar, opnuviðtal og veggmynd af dúett- inum Wham. Opnuviðtalið er við Magnús Ólafsson, öðru nafni Bjössa bollu. Rætt er við Söru Stefánsdóttur, 11 ára, sem varð íslandsmeistari t frjálsum dansi fyrir skömmu. Flugleiðir og Æskan bjóða til verðlaunagetraunar og eru verð- launin flugferð fyrir tvo til Aust- urríkis. Urslit í vinsældavali poppþáttarins eru kynnt. Æskan efnir til skoðanakönnunar á efni blaðsins. Birtar eru lýsingar les- enda á draumaprinsum og -prins- essum. Þrjár 14 ára stelpur úr Garðaskóla skrifa um goðin sín i Duran Duran. Litmyndir úr Kardemommubænum og páska- föndur er í blaðinu. Fastir þættir eru á sínum stað. Ritstjórar Æskunnar eru Eð- varð Ingólfsson og Karl Helgason. Útgefandi er Stórstúka íslands. Tímaritið Heimir HEIMIR, tímarit íslenskra karla- kóra, desemberhefti 1984, er ný- komið út. Ritið er fjölbreytt að vanda, en meðal efnis eru fréttir frá kórun- um, grein um fyrstu söngferð ís- lensks kórs til útlanda árið 1905, nákvæm skrá yfir aðildarkórana 22, formenn þeirra og söngstjóra o.fl. o.fl. Þá fylgir heftinu að vanda nýlegt sönglag fyrir karla- kór, að þessu sinni eftir Sigurð Ágústsson frá Birtingaholti. Ritið er sent áskrifendum og nokkrir tugir eintaka verða seldir í lausa- sölu hjá kórum og sérsamböndun- um Heklu og Kötlu. Ritstjórar eru þeir Þorsteinn R. Helgason og Ragnar Ingólfsson, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.