Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTRUDAOUR 10. APRfL 1986 46 Minning: Eyjólfur Ingi Ámunda- son skipatœknifrœðingur Faeddur 25. ágúst 1952 Dáinn 30. mars 1985 Svo óvænt stöndum við frammi fyrir því að Eyfi er ekki lengur hér með okkur. Eyfi frændi var alltaf tilbúinn til hjálpar eða í leik þó aldursmunur væri nokkur, það skipti ekki máli. Minningarnar verða svo margar á slíkri stund og ekki hægt að telja upp einstök at- riði, það yrði efni í heila bók, því svo margar voru stundirnar sem við áttum með honum. Við þökkum fyrir árin sem við áttum saman, og vitum það að Eyfi tekur vel á móti okkur þegar við kveðjum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Aldís, Eygló og Elísa. Kveðja frá bræðrum Innst inni vitum við öll að ein- hvern tíma kemur sá dagur er við kveðjum þennan heim. En þegar ungt fólk kært og nákomið er kall- að brott í blóma lífsins skyndilega og óvænt verður sársaukinn mikill og erfitt að fyllast ekki þeirri hugsun að ekkert réttlæti geti fal- ist í slíku. Sú hugsun gerist áleitin að hinn látni hafi horfið okkur, sem eftir lifum áður en ætlunar- verki hans yrði lokið. Þá vill okkur gjarnan gleymast að árafjöldi er ekki mælikvarði á það hve vel tekst til um líf manna. Æviár Eyj- ólfs, bróður okkar, urðu ekki mörg, en honum auðnaðist eigi að síður að öðlast þá lífshamingju, sem við öll þráum og að geta miðl- að af henni til annarra. Hann var allmiklu yngri en við bræður hans og af þeim sökum var samband milli hans og okkar með nokkuð öðrum hætti fyrst framan af en gerist meðal bræðra á líku reki. En hann náði því fljótt að verða tekinn sem jafningi því hann var bráðþroska og fylgdist vel með umhverfi sínu og varð ungur hlutgengur í umræðum fullorðna fólksins. Hann varð góður félagi okkar þegar árin liðu og fann þá enginn fyrir aldursmuni. Eyjólfur óist upp við mikið ást- ríki á heimili foreldra okkar, Ámunda Eyjólfssonar og Helgu Ingvarsdóttur, á Hamarsbraut 12 í Hafnarfirði. Hann hændist snemma mjög að föður okkar og fylgdist grannt með störfum hans í skipasmíðastöð nærri æskuheim- ilinu. Þessi félagsskapur þeirra feðga entist meðan Eyjólfur lifði og voru þeir mestu mátar allt til hinstu stundar. Hann var mikill vinur bræðrabarna sinna og lét sér mjög annt um þroska þeirra og viðgang. Hann fylgdist af áhuga með skólagöngu þeirra og árangri í námi sem væru þau hans eigin bðrn. Eitt af því sem hvað mest ein- kenndi skaphöfn Eyjólfs var hve jákvæður hann var gagnvart um- hverfi sínu og samferðamönnum. Hann gat verið snöggur upp á lag- ið ef honum líkaði ekki hvernig haldið var á málum en hann var líka jafnfljótur að taka menn í sátt aftur. Hið jákvæða viðhorf hans átti ekki hvað síst þátt í því að hann var hamhleypa til allra verka. „Ekkert mál, við drífum í því,“ var viðkvæðið hjá honum, þegar aðrir voru hikandi og tvf- stígandi. Að loknu barnaskólanámi fór Eyjólfur í Flensborgarskóla og sótti síðan einn vetur námskeið við Verzlunarskóla íslands. Hann tók virkan þátt í félagslífi nem- enda á skólaárum sínum í Flens- borg, lagði hönd á plóginn við upp- færslu skólaleikrita og lék jafnvel sjálfur. Hann hóf nám í vélvirkjun hjá Stálvík hf. í Garðabæ og lauk sveinsprófi í þeirri iðn 1974. Meistarabréf fékk hann 1977. Að loknu sveinsprófi settist hann í Tækniskóla Islands og lauk þar prófi úr raungreinadeild. Síðan hóf hann nám við Tækniskólann í Helsingör í Danmörku og útskrif- aðist sem skipatæknifræðingur vorið 1981 frá þeim skóla. Þá flutt- ist hann heim aftur og starfaði hjá Stálvík hf. fram til 15. mars á þessu ári er hann hóf störf hjá Verkfræðistofunni Straumi hf. Hann hélt góðu sambandi við fyrri húsbændur og skipti í raun Um vinnu í samráði við þá. Hann hafði brennandi áhuga á starfsgrein sinni og viðaði að sér miklu af fræðibókum um skipaverkfræði. En hann lét sig fleira varða en þau fræði og hafði yndi af lestri góðra bóka. Hann var öldruðum foreldrum stoð og stytta og er þeirra missir mikill. Okkur bræðrum og fjöl- skyldum okkar var hann kær vin- ur og félagi. Ástvinamissi er ekki unnt að bæta og er Eyjólfs sárt saknað. En minninguna um Eyjólf eigum við áfram og yfir henni er birta og heiðríkja. Gunnar og Halldór Það voru sorgleg tíðindi sem bárust mér morguninn 1. apríl síð- astliðinn, þegar ég frétti að Eyj- ólfur æskuvinur minn hefði farist af slysförum. Eyjólfur Ingi Ámundason fædd- ist 25. ágúst 1952, sonur hjónanna Helgu Ingadóttur og Ámunda Eyj- ólfssonar. Hann var yngstur þriggja sona þeirra. Eyvi, eins og við félagarnir köll- uðum hann, ólst upp á Ham- arsbraut 12 í Hafnarfirði. Þegar maður minnist Eyva þá minnist maður æskuára sinna, svo miklir mátar vorum við. Það væri efni í heila bók að rifja upp allar þær stundir er við áttum saman, því mikið var brallað og stutt í næsta verkefni þarna á Hamarsbraut- inni. Eyvi var traustur félagi og það mátti treysta því sem hann sagði. Hann var samviskusamur í leikjum og starfi að ég tali nú ekki um í námi. Já, það er margs að minnast frá þessum árum hvort sem var á heimaslóðum og er þá fjaran og slippurinn meðtalin, eða í Krísuvíkurskólanum, skátaúti- legum og í Hjálparsveit skáta. Á framhaldsskólaárunum skiljast leiðir þó svo að við hittumst öðru hvoru. Hann fór í Tækniskólann og síðan til Danmerkur og lauk þar prófi sem skipatæknifræðing- ur. Leiðir okkar áttu eftir að liggja saman á ný, þó sérstaklega vegna starfa okkar. Hann vann lengstum í Stálvfk og það var gott að leita ráða hjá Eyva, því heiðar- leikinn og samviskusemin var honum svo sjálfsögð og ég veit fyrir víst að því sem hann tók sér fyrir hendur fylgdi hann eftir með forsjá og harðfylgi. Nú er horfinn gamall vinur sem átti svo fastan sess í tilveru minni á æskuárun- um, en minningin lifir. Helgu og Ámunda þakka ég all- ar stundirnar sem ég átti á heimili þeirra hvort sem var í kjallaran- um við hefilbekkinn eða í skápn- um á loftinu, þar sem leynifélagið okkar Eyva hafði aðsetur. Að lok- um votta ég og fjölskylda mín að- standendum og vinum innilega samúð. Guðmundur Jónsson Frá því ég man eftir mér hefur Eyfi frændi eins og við kölluðum hann alltaf verið nálægur. Hann var duglegur að leika við okkur systurnar og kunni að njóta þess að vera með börnum. Og seinna er ég hóf búskap jukust þessi tengsl er hann og Bjarni maðurinn minn urðu tryggir vinir. Þarna átti Bjarni dyggan hjálparmann bæði við störf og leik og margt var oft skeggrætt og miklar áætlanir gerðar um framtíðina enda áttu þeir mjög gott með að vinna sam- an. Og eftir að sonur okkar fæ- ddist og fór að hafa vit var Eyfi frændi í miklu uppáhaldi enda gaf hann sér alltaf tíma og hafði gam- an af að leika við hann. Það er erfitt að sætta sig við að hann Eyfi sé horfinn okkur og hans skarð verður aldrei fyllt en minn- ing hans mun lifa með okkur um ókomna framtíð. Helga og Bjarni { dag, 10. apríl, er til moldar borinn Eyjólfur Ingi Ámundason, skipatæknifræðingur, aðeins 32 ára að aldri. Eyjólfur kom fyrst 12 ára gam- all í sumarvinnu til okkar í Stálvík og vann þá við að mála og snyrta til. Strax kom i ljós að hann var laginn til allra verka, útsjónar- samur og röskur. Þessir eiginleik- ar komu frekar fram þegar Eyjólf- ur óx upp og honum tókst vel að flétta saman hið verklega og bók- lega nám, sem lauk fyrir tæpum þremur árum, þegar hann útskrif- aðist sem skipatæknifræðingur með mjög góðum vitnisburði frá Helsingör-Skipsteknikum vorið 1981. Það var ánægjulegt að vera viðstaddur og taka þátt í gleðinni með Eyjólfi, Ámunda föður hans og Halldóri bróður hans, fagna unnum sigri ásamt skólabræðrum og fleiri vinum hans við skólann. Greinilega báru skólabræður Eyjólfs virðingu fyrir honum sak- ir dugnaðar og skyldurækni við námið og þess árangurs sem hann náði. Ekki var hitt síður ánægju- legt að finna þá vináttu og sam- heldni er skapast hafði þarna hjá góðum hópi kringum Eyjólf, vin- átta sem mér er kunnugt um að var rækt áfram að námi loknu er heim kom, þótt lengra væri orðið milli þeirra. Að frátöldum skóla- árunum vann Eyjólfur alltaf hjá okkur í Stálvík, lærði og lauk prófi í vélvirkjun 1974 og öðlaðist meistarabréf árið 1977, hafði hann þá unnið í öllum framleiðsludeild- um fyrirtækisins, fengið alhliða verklega þekkingu og reynslu hjá meisturum mismunandi starfs- greina. Þetta var því góður grunn- ur til þess að byggja tæknifræði- námið á. Frá þeim tíma vann Eyj- ólfur ýmist að hönnun skipa, verð- útreikningum. samningamálum, og öðru er að stjórnun Stálvíkur hf. laut. Eyjólfur þekkti því Stálvík hf. út og inn eftir 20 ára starfstíma- bil. Á grundvelli þess var hann gerðui’ að framleiðslustjóra á sl. ári og að sjálfsögðu var kraftur hans og samviskusemi hin sama og til allra annarra starfa, þarna var hann vakinn og sofinn yfir verkefnunum. Áður en hann hætti hjá okkur 15. mars sl. til þess að kynnast starfsemi annars staðar, fullvissaði hann mig um að öll verk væru í eðlilegum farvegi og kvaddi með þeim hug að koma aft- ur seinna með nýja reynslu. Eyjólfi gekk vel að starfa með sínum gömlu meisturum og kom þar til gagnkvæm virðing og hið glaðværa jákvæða hugarfar, sem jafnan fylgdi honum. Eyjólfur var skapléttur, glettinn en ákveðinn, átti ríka skaphöfn, sem gat gosið eins og landið okkar ef tilefni gafst, en var jafn skjótt hinn broshýri og glaði sveinn er málið var útrætt. Fyrir mér var Eyjólfur ffa 12 ára aldri ætíð hinn bjarti ljóm- andi persónuleiki, brosandi sál. Frá honum geislaði orka, kraftur og vilji til þess að láta gott af sér leiða. Eyjólfur sótti þekkingum yfir hafið, vann þjóð sinni og samferðamönnum vel, var fjöl- skyldu sinni til sóma og hugsaði sérlega vel um hag fullorðinna foreldra sinna, ekki síst ef eitt- hvað amaði að. Árin urðu færri en við hefðum óskað eftir, en örlögunum verður ekki breytt. Þeir deyja ungir, sem guð elskar. Við sem eftir lifum huggum okkar við minninguna um góðan dreng, sem var kallaður frá okkur í blóma lífsins. „Deyr fé deyja frændur, en orðstír deyr eigi þeim sér góðan getur." Þannig þekkti ég þennan vin minn frá 12 ára aldri að ég er sannfærður um að hann á góða heimvon. Við hjónin og fjöiskylda okkar öll kveðjum nú góðan vin og sam- ferðamann með virðingu og þökk fyrir það, sem hann var okkur og samfélaginu. Við vottum ykkur, Helga og Ámundi, ásamt fjöl- skyldu ykkar samúð okkar. Við vitum að Eyjólfur Ingi mun upp- skera vel, því þannig sáði hann. Jón Sveinsson Við lékum okkur í Hellufjörunni þegar við vorum strákar. Þar myndaðist heimur okkar af sjálfu sér, þar sem lognaldan lék sér við fjörusteina. Við smíðuðum okkur báta, gerðum jafnvel út á fjöru- kola eða við dunduðum okkur við að hitta eitt og annað lauslegt, sem flaut í flæðarmálinu. Tíminn hætti stundum að vera til i smá- vegis grjótkasti niðrí Hellufjöru, og aflabrögð grásleppukarla voru áhugamál okkar. Síðar lágu leiðir okkar saman i Flensborg og i skátaútilegum í Krísuvík. Barnsskónum var slitið, unglingsárin flugu hjá. Ég var heimagangur á Hamarsbrautinni, enda skyldleiki okkar mikill, svo og fjölskyldutengsl. Tíminn leið hratt, leiðir skildi um stund þegar námsár tóku við. Slíkar hugrenningar koma upp þegar hugurinn reikar aftur í tím- anri við sviplegt fráfall Eyjólfs Inga Ámundasonar, skipatækni- fræðings. Hann fæddist á Ham- arsbraut 12 í Hafnarfirði þann 25. ágúst 1952, sonur hjónanna Ám- unda Eyjólfssonar, húsasmíða- meistara, og konu hans, Helgu Ingvarsdóttur. Hann var yngstur þriggja bræðra. Eyfi bjó alla tíð á Hamars- brautinni. Hann valdi sér lífs- starf, sem var kannski ekki svo langt frá hugmyndum okkar í Hellufjörunni forðum tíð. Námi í skipatæknifræði lauk hann í Danmörku fyrir nokkrum árum, eftir nám og störf í Stálvík. Allur námsferill bar vott um skapgerð hans. Eyfi var skapheitur og til- finningaríkur maður, sem ekki gekk gruflandi að hlutunum. Fals og óvissa voru honum ekki að skapi, hann talaði löngum hreint út og var áhlaupsmaður til verka. Við munum hann þannig — hrein- skiptinn, en stutt í glettnina. Sviplegt slys bindur enda á sög- una. Söguna. sem manni finnst varla hafa byrjað. Eyfí var stoð og stytta foreldra sinna. Missir þeirra er mikill — svo mikill, að orö eru þar lítils megnug. Það er huggun í harmi aö minning um góðan dreng lifir. Minnumst orða viturs manns, sem sagði að tárin hindruðu sorgina í að snúast upp í örvæntingu. Tárin sem menn kyngja eru miklu beiskari en þau sem menn fella. Fyrir hönd foreldra minna og systkina sendi ég aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Leifur Helgason Við urðum harmi slegin þegar sú fregn barst okkur til eyrna að vinur okkar og fyrrum skólafélagi, Eyfi, væri látinn, aðeins 32ja ára aö aldri. Við kynntumst Eyfa fyrst á námsárum okkar í Danmörku. Þangað kom hann árið 1977 og hóf nám í skipatæknifræði við Hels- ingör Teknikum. Áður hafði hann lokið námi í vélvirkjun og hafði meistarabréf í þeirri iðn. Óhjákvæmilega skapaðist mjög náið samband innan þessa fá- menna hóps Islendinga þar sem við bjuggum öll á sama stúdentag- arði í Helsingör. Strax í upphafi varð Eyfi virkur og vinsæll þátt- takandi í félagslífinu, enda opinn og fljótur að kynnast öllum. Sjald- an var efnt til fagnaðar, ferðalaga eða annarra samskipta íslend- inganna án Eyfa. Fáir fylgdust betur með gangi mála heima og allir nutu góðs af blaðasendingun- um sem hann fékk frá fjölskyldu sinni á íslandi. Jafnframt lagði Eyfi sig fram um að kynnast Danmörku og eignaðist marga danska vini sem hann hélt tryggð við eftir að heim var komið. Eyfi var víðlesinn og vel að sér á mörgum sviðum. Áhugamálin voru mörg og þessvegna urðu um- ræður jafnan fjörlegar og upp- byggjandi þar sem hann var þátt- takandi. Það sem við minnumst helst úr fari Eyfa er atorkan og krafturinn í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur, hvort heldur var í námi eða utan skólans. Okkur varð fljótlega ljóst að Eyfi hafði bjargfast markmið með námi sínu og engin tilviljun réð vali hans þar sem áhugi hans á skipum og skipa- smíði var brennandi. Hann bjó yf- ir mikilli reynslu og staðgóðri þekkingu á því sviði. Við sem vor- um samferða Eyfa í námi nutum þessarar reynslu og þekkingar hans óspart, bæði á meðan á námi stóð og ekki síður er alvaran tók við að námi loknu. Hugur hans stefndi til starfa á Islandi og strax að loknu námi hélt hann heim og hóf störf á teiknistofu Stálvíkur hf. Þá starf- aði hann um skeið við góðan orð- stír hjá Skipalyftunni hf. í Vest- mannaeyjum. Við vitum hversu náin tengsl Eyfi hafði við fjölskyldu sina og söknuður mikill viö fráfall hans. Við viljum votta foreldrum hans, Ámunda Eyjólfssyni og Helgu Ingvarsdóttur, bræðrunum Gunn- ari og Ingólfi Halldóri og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð og biðjum um styrk þeim til handa á erfiðri stund. Hjá okkur lifir minning um góð- an vin. Sævar, Svana, _ Kristbjörn, Helga, Hjörtur, Ágústa, Siggi, Gummi, Óli, Gísli og Jói. Við viljum minnast vinar okkar Eyfa með nokkrum orðum. Þegar einn af æskuvinum í starfi og leik er horfinn, koma upp í hugann þeir tfmar þegar við vor- um í leit að okkar framtíðarupp- byggingu og útkoman varð skipa- tæknifræðingur, bankastarfsmað- ur og smiður. Allir þrír áttum við sameiginlegt áhugamál og var það skátastarf. Fyrst ylfingar, svo skátar, næst dróttskátar og að endingu innganga i Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Ekki var tíminn lengi að líða enda alltaf nóg að starfa á öllum þrepum skátastarfsins. Tíminn sem fór í verkið skipti ekki máli, heldur aðeins það að árangur næð- ist okkur og öðrum til ánægju og eftirbreytni. Æskuheimili hvers okkar var alltaf opið fyrir hínum þegar eitthvað þurfti aÖ framkvæma, ákveða eða skipuleggja og; helst vildi allt heimilisfólkið fá að taka þátt í starfinu. Aö miklu var veriö að vinna og átti árangur að verða Lokað Skrifstofur vorar veröa lokaöar eftir haaegi miö- vikudaginn 10. april vegna jaröarfarar HENNINGSBUSK. Hraöfrystistööin í Reykjavík ht., Mýrargötu 26 Reykjavfk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.