Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.04.1985, Blaðsíða 7
Viktoría Mullova á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 1 I ■....- - ■ ■ ' "■ Morgunblaöiö/Júlíus Frá blaöamannafundi áhugamanna um úrbætur í húsnædismálum. Frá vinstri Baldur Gíslason, Ögmundur Jónasson, Björn Olafsson, Sturla Þengilsson og Sigurgeir Þorgeirsson. Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum: Leiðrétta þarf óréttmætar umframgreiðslur hús- byggjenda og íbúðakaupenda Vuktoria Mullova, landflótta sov- éskur flðluleikari, kemur hingað til lands á næstunni og mun leika með Sinfóníhljósveit íslands á tónleikum hljómsveitarinnar 18. apríl og á tón- leikum á vegum Tónlistafélagsins 20. aprfl nk. Eins og kom fram í frétt í Mbl. fyrir helgi hefur Mullova nýlega eignast Stradivarius-fiðlu af vandaðri gerð, fyrir tilstilli ónefndra bandarískra samtaka. Viktoría Mullova, flðluleikari. VALUR Arnþórsson stjórnarformað- ur Sambandsins hafði sambandi við Morgunblaðið í gær, og óskaði eftir að koma á framfæri athugasemd vegna fréttar sem birtist í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 2. aprfl sl. Þar var greint frá því að Sambandsstjórn hefði á fundi sínum, þann 1. aprfl kannað „hver hugur Vals væri til starfs forstjóra Sambandsins, ef stjórnin færi þess á leit við hann að hann tæki að sér starfið". Jafnframt var greint frá því að Valur hefði lýst sig „reiðubúinn til þess að taka að sér starflð ef hann væri beðinn um það“. Athugasemd Vals er svohljóð- andi: „Eg hef ekki gefið yfirlýs- Ekið á stúlku á Flateyri Halejrri, 9. apríl EKIÐ var á stúlku á Flateyri síðast- liðinn mánudag, 8. aprfl. Stúlkan er mikið slösuð. Hún er mjaðmagrind- arbrotin, eða þríbrotin eins og sagt er. Hún var flutt með sjúkrabfl í sjúkrahúsið á ísafirði. Grunur leikur á ölvun ökumanns sem var að koma af dansleik. Mun þetta hafa átt sér stað á milli klukkan 4 og 5 um morguninn. Lögreglan á ísafirði óskar eftir að vitni að slysinu gefi sig fram. - BIH Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Sína fyrstu tónleika hélt Mull- ova tólf ára gömul og þá strax komu hæfileikar hennar í ljós. Hún stundaði tónlistarnám i Moskvu hjá V. Bronin frá 1969 til 1978 og síðan í Tónlistarskóla Moskvu hjá Leonid Kogan. Hún vakti fyrst athygli á al- þjóðavettvangi eftir að hún vann til fyrstu verðlauna í Wieniawski, samkeppninni í Varsjá 1975 og einnig Sibelius samkeppnina í Helsinki 1981. Gullverðlaun fékk hún í Tchaik- ovsky samkeppninni í Moskvu 1982 en notaði síðan tækifærið þegar hún var á tónleikaferð um Finnland í júlí 1983 og bað um hæli, sem pólítískur flóttamaður. Frá því Mullova flutti til Banda- ríkjanna hefur hún meðal annars komið fram, sem einleikari hjá Berlínar fílharmoníunni undir stjórn Seiji Ozawa, Konunglegu filharmoníunni í London undir stjórn Okko Kamu og Sinfóníu- hljómsveit Lundúna undir stjórn Maxim Shostakovich og hvarvetna fengið góða dóma, sem einstakur fiðluleikari. Sjónvarpstöðvarnar BBC og ABC, hafa látið gera heimildar- kvikmynd um líf og tónlistarferil Mullovu, sem sýnd hefur verið viða um heim. ingu um það að ég sé fús til að taka þetta starf að mér. Að öðru leyti er þetta ekki til umræðu á opinberum vettvangi á þessu stigi. Stjórn Sambandsins er að fjalla um það hvernig best verði ráðstaf- að forstjóraembættinu eftir að Erlendur Einarsson lætur af störfum. Það stefnir í mjög víð- tæka samstöðu um lausn þessa máls, og frá niðurstöðu verður skýrt, þegar hún liggur fyrir.“ ÁHUGAMENN um úrbætur í hús- næóismálum afhentu ríkisstjórn- inni í gærmorgun ábendingu um leió til lausnar þeim vanda sem hefur skapast í húsnæóismálum hér á landi á undanfórnum árum. I greinargerð með tillögunum segir að áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum hafi ítrekað bent á að vegna misgengis launa og lánskjara hafa mörg hundruð milljónir króna verið lagðar aukalega á lántakendur á undan- förnum árum og er með öllu óréttlætanlegt að vísitölubinda lánskjör en ekki laun. Ennfremur segir að með stór- hækkun vaxta hafi húsnæðis- kaupendur verið neyddir til þess að reiða af hendi mörg hundruð milljónir króna umfram það sem eðlilegt getur talist. Þá fara þeir fram á að þær ráðstafanir sem nú verður gripið til miði að því að leiðrétta þessar óréttmætu umframgreiðslur. Jafnframt verði tryggt að misgengi af þessu tagi skapist ekki í framtíð- inni og að raunvextir af lánum til húsnæðiskaupa verði aldrei hærri en 2%. Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum benda á leið til lausnar þeim vanda sem þegar hefur skapast og er hún á þessa leið: a) Leiðrétting á umfram- greiðslum undanfarinna ára. Veittur verði sérstakur skattaafsláttur (verðtryggður) þegar á þessu ári og á næstu ár- um til að mæta þeim umfram- greiðslum sem þegar hafa átt sér stað. Afsláttur þessi geti komið til útborgunar hjá tekjulágum einstaklingum. Honum skal jafna niður á jafnlangan tíma og umframgreiðslur mynduðust hjá viðkomandi einstaklingi. í lána- kerfi Húsnæðisstofnunar væri og möguleiki á að láta um- framgreiðslur síðustu ára ganga upp í greiðslur næstu ára. b) Viðbótarlán frá Húsnæð- isstofnun. Gefinn verði kostur á viðbót- arlánum á sömu kjörum og til jafnlangs tíma og hagstæðustu lán stofnunarinnar eru veitt, til greiðslu lausaskulda vegna hús- næðisöflunar, þ.e.a.s. skamm- tímalána við banka, byggingar- vöruverslanir, byggingarfyrir- tæki og þ.h. svo og til að greiða upp önnur óhagstæð lán sem fólk hefur neyðst til að taka í vandræðum sínum. c) Skuldbreyting og lenging lána. Gefinn verði kostur á skuld- breytingu lána til að minnsta kosti 8 ára á hagstæðustu mögu- legu lánskjörum og án lántöku- kostnaðar. Fyrsti gjalddagi þessara lána verði 6—10 mánuð- um eftir skuldbreytingu, þannig að fólki gefist svigrúm til að greiða gjaldfallna heimilisreikn- inga. Að síðustu er lögð áhersla á nauðsyn þess að endurskipu- leggja allt húsnæðislánakerfið. M.a. verði séð til þess að láns- hlutfall hækki, kaupendur gam- als og nýs húsnæðis sitji við sama borð og endurgreiðslukerfi taki mið af þróun kauptaxta. Á fundi þar sem þessar tillög- ur voru kynntar fréttamönnum kom fram að hópnum hafi alls staðar verið vel tekið. Hinsvegar væri ljóst að húsbyggjendur og íbúðakaupendur væru farnir að ókyrrast. Valin sumarhús í hjarta Miö-Evrópu ÞYZKALAND kvnnt í kvölcfl Okeypis feröahappdrætti. Vinsamlegast tilkynniö þátttöku í síma 26611 og OK©ypÍS aögangur meöan hús- 20100. rúm leyfir. Okeypis feröafræösla Útsýnar í ráöstefnusal Hótels Loftleiöa, miöviku- daginn 10. apríl kl. 20.30. Bernkastel-Kues í Mosel- dalnum og Dorint Sporthotel & Ferien- park í Bitburg. Ása María Valdimarsdóttir farar- stjóri og Ingiveig Gunnarsdóttir far- arstjóri annast fræöslukvöldiö. Feröaskrifstofan ÚTSÝN Athugasemd frá Val Arnþórssyni stjórnarfor- manni Sambandsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.