Morgunblaðið - 10.04.1985, Síða 50

Morgunblaðið - 10.04.1985, Síða 50
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1985 ¥] Catej^x TEN CATE HERRA NÆRBUXUR Ten cate karlmannanærbuxurnar eru úr 97% bómull og 3% teygju, tviofnar. litekta. þola suöu. og eru alltaf eins. Margar gerðir og litir. Verzl. Georg, Austurstræti, Sporið, Grímsbæ, Kf. Hafnfirðinga, Miðvangi, Verzl. Aldan, Sandgerði, Verzlunarfél. Grund, Grundarfirði, Verzl. Chaplin, Akureyri, Nafnlausa búðin Hafnarfirði Magnþora Magnusdottir sf. heildverzlun Brautarholti 16, sími 24460 Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Svívirðilegri auglýsingu svarað — eftir Vilhjálm Sigurjónsson Mynd sú sem Steindórsmenn birtu af Benzbíl i auglýsingu sinni var eins og annað frá þeim, fölsuð! Myndin er tekin úr þýsku blaði og Hreyfilsmerkið teiknað í fram- rúðu og L-merki tilheyrandi, til að sýna að hér sé um Hreyfilsbifreið að ræða. Það vill svo heppilega til að á Hreyfli er enginn bíll til af þessari „týpu“. Þarna er eins og allstaðar hjá Steindórsmönnum um fölsun að ræða. Slíkt er refsi- verður atvinnurógur eins og reyndar öll auglýsingin, og allt sem frá þessum mönnum kemur. Við skulum skoða auglýsinguna: 1. Neytendum er sagt að þeir eigi 30% í nýjum leigubílum. Til að svara þessu rugli verð ég að fara mörg ár aftur í tímann. Það rétta í þessu máli er að niðurfell- ingin er þannig til komin að þegar ákveðið var af alþingi að leggja lúxusskatt á ýmsan innfluttan lúxusvarning, svo sem snyrtivör- ur, nælonsokka, pappír til bóka- gerðar, lúxusbíla o.fl., átti þessi skattur í upphafi að vera 110% á verð viðkomandi hlutar. Þá heimt- uðu ýmsir hagsmunahópar, svo sem bændur, kaupmenn o.fl. o.fl. að losna undan þessum skatti af atvinnutækjum sínum. Formaður leigubifreiðastjóra taldi sig hafa loforð stjórnvalda fyrir því að leigubílar lentu ekki í þessum skatti, enda voru og eru leigubilar atvinnutæki. Allir þessir hópar sluppu við skattinn. Niðurstaðan var sú að leigubifreiðastjórar lentu í súpunni. Fyrir náð og miskunn fengu þeir þó niðurfelld 10% af lúxusskattinum og svo seinna önnur 10% með því skilyrði þó að haldið var eftir ákveðnu prósentugjaldi hverju sinni við taxtahækkun og skyldi sú pró- senta koma þeim til góða sem nota leigubíla. Sem sagt hugsuð sem niðurgreiðsla úr ríkissjóði til al- mennings. Ég vil skjóta því hér að, að áður en hinn almenni leigubif- reiðastjóri fékk innfluttan nýjan bíl, þurfti hver og einn að kaupa 2—4 ára gamla bíla af forréttind- afólki og þá venjulega á þreföldu og þaðan af hærra verði. Þar að auki þurfti að byrja á því að ryð- bæta og skipta um slitdót í bílun- um almennt. Á þessum árum voru innflutningshöft og gátu bara sér- réttindahópar, og þar með var „Steindór", fengið innflutta bíla. Svo var farið að skammta örfá leyfi til elstu starfandi leigubif- reiðastjóra árlega. En áfram um auglýsingu Steindórs. Spólað á lyginni 2. „Leigubifreiðum sé lagt í snjó og hálku.“ Þarna er um refsiverð- an atvinnuróg að ræða. Þarna reyna Steindórsmenn að lauma Bladburöarfólk óskast! Austurbær: Óöinsgata Hverfisgata 4—62 Vesturbær: Tómasarh 32—57 '4 7T Vilhjálmur Sigurjónsson „„Stéttarfélag leigubif- reiðastjora stefnir aö því aö fækka leigubifreið- um.“ Þetta er eina at- riöiö í auglýsingu Steindórs, sem er rétt.“ inn hjá almenningi lygi þó þeir viti að hinn almenni borgari geti ekki komist á eigin bíl vegna ófærðar og þúsundir manna þurfa á leigubifreiðum að halda á sama tíma. Staðreyndin er sú að Reykjavíkurborg hefur samið um að strætisvagnaleiðir séu mokaðar og saltaðar. Það þýðir að aðrar götur og jafnvel þær sem „strætó“ gengur um, verða ófærar eða ill- færar á þeim tíma sólarhrings sem „strætó" gengur ekki. Leigubifreiðastjórar gera eins og þeir geta til að koma til móts við kúnnann, þó oft sé erfitt um vik, t.d. þegar ýmsar götur verða ófærar nema á keðjum, en strætis- vagnaleiðir auðar, og ekki hægt að aka þær á keðjum, vegna þess að keðjur hrökkva og tætast upp á auðum götum. Þó hafa leigubif- reiðastjórar reynt framar öllum vonum að aðstoða fólk við hin erf- iðustu skilyrði. 3.-7. Spurningar í auglýsingum Steindórs eru eins og hinar gerðar til aö viila um fyrir almenningi. Sá aðili sem skipaður er frá ráðuneyti, hefur hingað til verið skoðaður sem fulltrúi neytenda, enda mun hann hafa krafist þess á sínum tíma að ákveðin prósenta af taxta leigubifreiðar komi ekki til innheimtu af taxtamæli, m.ö.o. hugsaður sem framlag ríkisins til þeirra sem nota leigubifreiðir. Einmitt þetta fyrirkomulag er stór mínus fyrir bifreiðastjórana. 8. Að leigubifreiðastjórar séu „hálaunaður forréttindahópur". Þarna er Steindórs-auglýsingin enn með vísvitandi lygar (atvinnu- rógburð á saklausa menn). At- vinnubifreiðastjórar hafa aldrei verið hálaunaðir. Sannleikurinn er sá að leigubifreiðastjórar verða að vinna mun lengri vinnudag en aðrir, jafnvel svo að úr hófi keyrir. Þar að auki verða þeir að vinna allar helgar, alla frídaga, þ.e. páska, jól og áramót. 9. „Stéttarfélag leigubifreiða- stjóra stefnir að því að fækka leigubifreiðum." Þetta er eina at- riðið í auglýsingu Steindórs, sem er rétt. Þar sem leigubifreiðir eru mikið fleiri hér á Stór-Reykjavík- ursvæðinu en þekkist annars staö- ar um víða veröld, og hér eru einn- ig fleiri „prívatbílar", sendibif- reiðar og vörubifreiðar en fyrir- finnast t.d. á öðrum Norðurlönd- um miðað við fólksfjölda. Vegna lítillar atvinnu þeirra sem fyrir eru í stéttinni fékkst sett reglu- gerð um fjölda atvinnuleyfa. En einmitt þessa reglugerð þverbraut ráðherra nú síðast. til að koma þeim Steindórsmönnum inn í stéttina sem árin áður höfðu rænt félaga stéttarfélagsins, með ólög- legtur. akatrj„ ,vinnu og^laumirrt. Þar að auki sýndi ráðherra ótrú- legan ódrengskap með þvi að taka þessa menn fram yfir ungu menn- ina á hinum stöðvunum, menn með mikið lengri vinnutíma að baki. Þetta gerir ráðherra eftir að búið er að dæma athæfi Steindórs- manna ólöglegt í æðsta dómstóli landsins, hæstarétti! 10. „Áð leigubílstjórar þurfi ekki að hafa gjaldmæla innsigl- aða.“ Þarna er um beinan atvinnu- róg að ræða eins og áður. Mælar hafa verið innsiglaðir. Að auki vita þeir sem til þekkja, og þar með Steindórs-auglýsingahöfund- ar, að ekki er á færi annarra en sérfræðinga viðkomandi gjald- mæla að breyta þeim eða svindla á gjaldi. Enda hafa heiðariegar bifreiðastöðvar ekki í þjoúustu sinni aðra en heiðarlega menn. — Einmitt þetta er íhugunarefni fyrir Steindórsstöðina! „Að bílstjórar þurfi ekki að skila söluskatti.“ Állir óbrjálaðir menn vita að söluskattur er auka- gjald fyrir kúnnann að greiða ofaná selda vöru og þjónustu. Rökrétt er þá að auglýsingahöf- undur Steindórs er að krefjast þess að söluskattur verði lagður ofaná ökugjald og skilað til fjár- málaráðherra. Neytendasamtök á villigötum „Ánægja í nýbreytni í þjónustu leigubíla", segir í fyrirsögn frá Neytendafélagi Reykjavíkur. „Ánægja með nýbreytni og fjöl- breytni í þjónustu Steindórs." Ánægja er með að Steindór er að brjóta lög og troða sér í störf ann- arra. Ánægja er með að troða í svaðið margþætt starf stéttarfé- lags, starf, sem í áraraðir hefur verið reynt að laga eftir þörfum neytenda. Þarna er nefnt sem dæmi að afnema aukataxta vegna bæjarmarka. Einmitt þetta atriði er ekki nýtt. Sf. Hreyfill hefur barist fyrir þvi í mörg ár að sama gjald gildi um allt Stór-Reykjavíkursvæðið. Þetta atriði hafa smærri stöðvar ekki samþykkt. Steindórsmenn slá sig til riddara á annarra hug- myndum! Þá virðast neytendasamtökin ekki hafa kynnt sér á nokkurn hátt rekstur leigubíla. Þeir tala um að startgjald svokallað sé of hátt, en virðast ekki hafa hug- mynd um hvað þeir eru að fara. Þeir halda að það sé leifar gam- alla tíma. Ég skal upplýsa þá og aðra fáfróða að þetta gjald er fyrir akstur að þeim stað sem kúnninn er tekinn og svo frá þeim stað sem hann fer úr bílnum að stöð eða talstöðvarstæði. Þetta gjald hefur ekki hækkað í sam- ræmi við annað í áraraðir. í mörg ár fylgdist að í verði klipping hjá rakara, viðgerð á sprungnu dekki með slöngu og startgjald. Núna er startgjald kr. 95,-, klipping frá kr. 240,- og upp úr og viðgerð á dekki svipað og lágmarks klipping. Ég vara neytendsamtökin við að hlaupa blint eftir þeim röddum sem eru að framfylgja hugmynd- um um frumskógarfrelsið. Frelsi til að brjóta öll lög og reglur. Formaður neytendasamtakanna tekur undir þær lygar Steindórs að leigubílstjórar fari heim þegar veður og færð versni, svo og þegar samkomustaðir loki, þá sofi þeir heima! Ef þessi maður vill láta taka mark á sér og hafa það sem sannara reynist ráðlegg ég honum að kynna sér málin af eigin reynslu, og bíð ég honum hér með að aka fyrir mig í svo sem mánuð ef hann hefur próf til. „Gripavagnar“ til mannflutninga Nú spyr ég viðkomandi yfirvöld: 1. Hvers vegna kemst bifreiða- stöð Steindórs upp með að setja bekki i sendibílana eftir skoðun, og nota til mannflutninga þessa vöru- og gripavagna? 2. Hve marga farþega mega „gripavagnarnir" flytja, og hvern- ig er tryggingu þeirra háttað? 3. Hvers vegna lætur samgöngu- ráðherra og lögreglustjóri það við- gangast að svo svívirðilega sé veg- ið að einu stéttarfélagi og landslög fótum troðin og dæmdir menn látnir troða á saklausum I orði og verki eins og þarna er gert? í lýð- ræðislöndum er talað um ábyrgð ráðamanna, þ.e. að t.d. ráðherra sem gerist sekur um röng vinnu- brögð segi af sér. Á þetta ekki við á íslandi? Margar fleiri spurningar brenna mér á vörum, en hér læt ég staðar numið að sinni. Vilhjálmur Sigurjónsson er leigu- bílstjóri og ökukennari. Pa Hvað hefðu stjómvöld gert við þá útgerð sem í óleyfi hefði veitt og tekið annarra veiðikvóta í áraraðir á meðan hið hægfara dómkerfi fjallaði um augljóst mál. Loks eftir að dómur féll í hæsta- rétti og útgerðin dæmd ólögleg hélt hún áfram þar til hinir ólög- legu menn voru í raun dæmdir löglegir og flýðu um leið frá „Steindóri". En útgerðarstjórarnir fá sér þá bara öðruvísi tæki og halda áfram að taka annarra kvóta? VJS. Morgunbladid/Bjarni H-búðin í Garðabæ H-búðin nefnist ný verslun sem opnuð hefur verið í Hrísmóum 4 í hinum nýja miðbæ Garðabæjar. Yerslunin hefur á boðstólum úrval af barnafatnaði, íþróttafatnaði. nærfótum og sokkum á alla fjölskylduna ásamt ýmiss konar smávöru og gjalavöru. meðfylgjandi mync sjást eigendur hinnar nýju verslunar, Herdís Hergeirsdóttir (t.v.) ag Helga.Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.